Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.01.2008 at 00:30 #201556
Félagsfundur var haldin í Mörkinni 7. janúar 2008 og hófst rúmlega 20:00. Á fundinn voru mættir um það bil 60-65.
Innanfélagsmál
- Námskeiðahald hjálparsveitar: Lella kynnti dagskrá námskeiða. 16. jan verður kvöldstund um MapSource/nRoute þar sem farið verður yfir notkun þess. Í febrúar verður verkstæðiskvöld með svipuðu sniði og hefur verið fyrir nýliðaferðir með töppun og öðrum skemmtunum. Í mars á að vera GPS og rötunarnámskeið, 2 kvöld og svo verklegt t.d. einn laugardagur.i Í apríl á að vera signámskeið þar sem notast verður við algengan búnað sem er að finna í jeppa.
- Kastaragrindur: Maggi í tækninefnd fór yfir kastaragrindarmálið. Er það orðið ljóst að þessi regla er frá og mun ekki taka gildi hér. Áttu tækninefndarmenn góðan fund með aðstoðarmanni samgönguráðherra (Patrol eiganda…) Róbert Marshall um þetta mál. Er Róbert tilbúinn til að mæta á félagsfund til að svara fyrirspurnum félagsmanna sé þess óskað.
- Önnur tæknimál: Einar, formaður tækninefndar fór yfir tilgang tækninefndar og hlutverk hennar í markmiðum klúbbsins. Staldrað var í þyngdarmálið og rakin ýmis dæmi þar sem leyfð heildarþyngd er aukin, ýmist með bréfi frá verksmiðju eða eftir öðrum leiðum, t.d. þegar bílar eru brynvarðir eða lengdir (limmar). Einnig kom hann inn á önnur mál s.s. tengsl félagsins við hagsmunaaðila á ýmsum sviðum, sjálfstæði hans, ákvarðanatöku og fleira. Einnig var talað um þær reglur sem gilda um breytingar sem eru frá árdögum klúbbsins og sannast hefur að þær standast tímans tönn.
- Stjórn óskaði eftir sjálfboðaliðum til að sjá um flutning Þorramatar vegna Þorrablóts! Er þetta einstakt tækifæri til að lenda í ævintýrum ársins, enda hefð fyrir því. Áhugsamir hafi samband við stjorn@f4x4.is.
Önnur mál, eldsneytisverð: Helena Sigurbergsdóttir R 2703 bar fram svohljóðandi ályktun: Félagsmenn á félagsfundi skora á stjórn klúbbsins að beyta sér fyrir því að hagsmunaaðilar svo sem atvinnubílstjórar, vöruflutningafyrirtæki, ferðaþjónusta og aðrir taki sig saman og skori á yfirvöld að lækka álögur á eldsneyti til að draga úr kostnaði við flutninga á okkar viðfema landi ásamt því að hafa slakandi áhrif á verðbólgu í landinu. Samþykktu fundarmenn þetta nánast samhljóða (1 á móti).
Stilling
Viðar Sveinbjörnsson kynnti Stillingu sem rekur verslanir í Reykjavík, Akureyri og á Selfossi (6 talsins). Í tengslum við samning Skeljungs og F4x4 mun Stilling, sem m.a. sér Skeljungi fyrir öllum bílavörum, bjóða regluleg tilboð til félagsmanna á vörum sínum. Núverandi tilboð: 30% af öllum aukaljósum fram til Páska og 20% af „flötum“ rúðuþurrkum. Ýmsar vörur eru í boði hjá Stillingu, varahlutir, verkfæri, aukahlutir og verða sérstök tilboð til félagsmanna kynnt reglulega (1-2 mánað frest) á heimasíðu Stillingar og F4x4. Einnig eru á tilboði Xenon kastarar á 39.900kr stykkið. Félagsmenn fá auk þess 15% fastan afslátt af öðrum vörum.
Kaffihlé og myndasýning
Kaffiveitingar voru í boði Stilllingar og myndasýning (án hljóðs) að þeim loknum.Ef eitthvað gleymdist eða vantar inn í þá vinsamlegast bætið við. Þetta er eingöngu eftir minni og lauslegum minnispunktum.
08.01.2008 at 00:12 #609422Jú, viðskiptakort sem er tengt við kennitölu félagsmanns veitir fullan afslátt, athugið þó að afslátturinn reiknast eftir á (samt m.v. verð þess dags sem viðskiptin fara fram) en kemur ekki á strimilinn.
Afslátturinn þessar 12kr reiknast af því sem er kallað [url=http://www.skeljungur.is/files/nr.1%20_%204.januar.pdf:2btzjymv]þjónustuverð[/url:2btzjymv] og er oftast 5kr hærra en sjálfsafgreiðsluverðið (sem er það sem maður sér oftast á skiltum).
Varðandi samanburð við ódýrustöðvarnar eins og [url=http://www.orkan.is/:2btzjymv]Orkuna[/url:2btzjymv] og [url=http://www.ob.is/:2btzjymv]ÓB[/url:2btzjymv] er best að skoða [url=http://www.gsmbensin.is/:2btzjymv]GSMBEnsín[/url:2btzjymv], núna er ÓB Snorrabraut lægst í 98 oktan bensíni með 130,80kr en F4x4-verð á Shellstöð eða hjá Orkunni er 127,4kr. ÓBfrelsi gefur -3 í viðbót þannig að 127,8 er það ódýrasta, algengara er þó 132,8kr (og 129,8 með lykli) hjá ÓB. Þannig að vissulega er verðmunurinn þarna neðst orðinn frekar lítill en það er hægt að fá lægra verð víðar með F4x4 afslættinum en, hm lægri vegið meðaldæluverð ;)? (Ég tók auðvitað bensín af því að mig langar svo í V8 til að geta eytt meira…)Auka 08-miðinn er ætlaður fyrir aukafélagakortið sem auðvitað allir eru búnir að nýta sér er það ekki ;)? Annars má örugglega fá góða fúlgu á eBay, hátt í nokkra lítra af eldsneyti.
Í mars – apríl áætlar Skeljungur að taka upp nýtt kortasystem og þá falla þessi kort saman, þ.e. vildarkortið/félagsskírteinið (gráa) annars vegar og [url=http://4×4.trigger.is/skeljungur/:2btzjymv]viðskiptakortið (rauða)[/url:2btzjymv].
Annar annars ágætur kostur viðskiptakortsins er að maður getur notað það hjá Orkunni og þarf ekki að hamra inn PIN-númer… að vísu ákveðin áhætta fólgin í því þannig að ekki týna kortunum ykkar 😉
06.01.2008 at 20:28 #609148Virðist vera dálítið misjafnt akkúrat hverju á að mótmæla? Þegar það er átt við hátt eldsneytisverð er þá best að beina spjótum sínum að:
* Heimsmarkaðsverði á olíu (í sögulegri hæð…)
* Hlut Ríkisins (50-55%)
* Hlut olíufélaganna (20-25%)Og þegar það er búið að ákveða hvað af þessu sé líklegast að hafa áhrif á … Ég er búinn að sjá voðalega marga ráðherra taka við alls konar mótmælableðlum á tröppunum við Alþingishúsið, brosa, veifa og lofa að vinna í málinu en svo gerist ekki neitt. En það er kannski hægt að byrja einhversstaðar….
06.01.2008 at 12:30 #609134Er ekki nóg bara að leigubílsstjórar, flutningabílar, nokkrir jeppar sem taka svona 1,5 akrein hver (minn er með sjálfvirkum akreinaskiptibúnaði…) taki bara einn eftirmiðdag í það að keyra á löglegum hraða, taka rólega af stað á ljósum og stunda annan "sparakstur". Ég held að það myndi skapa nógu mikinn glundroða í Reykjavík.
Mætti jafnvel kalla þetta [url=http://www.ecodrive.org/What-is-ecodriving.228.0.html:1jt0gmvc]Eco Driving[/url:1jt0gmvc] og frá umhverfissinna með 😉
06.01.2008 at 12:18 #609130Innlögn númera er vissulega róttækt en maður þarf að hugsa um afleiðingarnar. Mótmæli eiga að koma niður á þeim sem verið er að reyna að hafa áhrif á eða búa til þrýsting á þá. Tökum sem dæmi verkföll kennara, sem eru arfavitlaus hugmynd frá upphafi til enda. Eina sem þau gera er að bitna á samlausum nemendum og foreldrum þeirra en Ríkissjóður bara sparar! Bitlítið verkfæri nema með óbeinum hætti.
Það eru margir sem vilja sjá okkar reykspúandi ökutæki tekin af númerum og það að gera það sjálfviljug er e.t.v. ekki besta leiðin þó vissulega sé þetta róttækt og öflug hugmynd. Það virðist vera samróma álit allra sem hafa tjáð sig (sem þó eru fáir) að það eigi að beina spjótum sínum að Ríkisstjórninni, ef maður skoðar söguna hvaða aðferðir hafa dugað til að hafa áhrif á þá aðila?Eins og sagði hefur verið áður á þessum vef: Fleiri geðveikislegar hugmyndir óskast…
Svona sem sunnudagshugvekja þá fann ég [url=http://www.leoemm.com/umhverfi.htm:u6c62wth]þetta[/url:u6c62wth]:
[i:u6c62wth] Dýrt eldsneyti er mengunarvörn
Á miðju ári 2006 var um 60% af útsöluverði bensíns og dísilolíu skattar til ríkissjóðs3). Sé gert ráð fyrir álagningu olíufélaga má ætla að innkaupsverð bensíns og dísilolíu sé innan við 50 kr. á lítra. Kosti bensínlítrinn 125 kr. fær ríkissjóður, samkvæmt því, 75 krónur í sinn hlut. Samkvæmt upplýsingum FÍB um eldsneytisverð í 13 Evrópulöndum, í mars 2006, er bensín einungis dýrara í Hollandi (127.08 kr/l) en hérlendis (115 kr/l). Dísilolía er hins vegar ódýrari í Hollandi en hér (93,66/113,00). Einungis í Bretlandi er dísilolía dýrari en á Íslandi (114,7/113,00).Athygli vekur í þessum samanburði FÍB að þar sem dísilolía er ódýrari en bensín (11 lönd af 13) er munurinn minnstur á Íslandi. Hátt eldsneytisverð hvetur til kaupa á sparneytnari bílum þótt skiptar skoðanir séu um hve virk sú stýring sé hérlendis. Einnig eru skiptar skoðanir um hve hátt eldsneytisverð megi vera – einhvers staðar liggja mörkin – ekki síst þegar það er haft í huga að eldsneyti er rúm 5% af vísitölu neysluverðs; hækkar þannig skuldir heimila á sjálfvirkan hátt og hefur bein áhrif á kjör fólks.
Því meiri loftmengun – því meiri ríkistekjur
Á árinu 2005 innheimti ríkið 47 milljarða3) í sköttum af bílum og umferð. Stór hluti þess er skattur af eldsneyti. Af þeirri upphæð er varið um fjórðungi, 12 milljörðum3), til vegaframkvæmda – þótt þessir skattstofnar muni upphaflega hafa verið samþykktir á Alþingi til öflunar fjár til vegagerðar.Sala eldsneytis er því mikilvægur tekjustofn ríkisins og líklega hærra hlutfall af heildarskatttekjum en hjá miklu stærri þjóðum í Evrópu. Sé sú tilgáta mín rétt hlýtur það að móta afstöðu valdhafa til aðgerða sem miða að umhverfisvernd. Þá á ég við minnkun loftmengunar með eldsneytissparnaði, með nýju eldsneyti eða öðrum orkumiðlum. Slíkar aðgerðir myndu þýða að skattar yrðu fluttir yfir á aðra stofna því fremur ólíklegt verður að teljast að tekjumöguleikar ríkisins verði skertir án mótvægis. Vegna fámennis þjóðarinnar (300 þúsund manns) getur maður gefið sér þá forsendu að tregða íslenskrar ríkisstjórnar, hvernig sem hún er samsett, gagnvart orkusparnaði með mengunarvarnir að markmiði, sé meiri hérlendis en á meðal nágrannaþjóða sem telja milljónir, jafnvel tugmilljónir íbúa og eiga því fleiri skattstofna völ en við. [/i:u6c62wth]
06.01.2008 at 02:50 #608852Það að elta einhverja bjórkrús er orðið svo gamalt, einhverjir riddarar búnir að gera það síðan löngu áður en sófinn var fundinn upp, samt ágætis pæling [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=umhverfismal/11176:3ta12gw7]í gangi[/url:3ta12gw7] sem reyndar fór fram hjá mér 😉
Merkilegt að þeir hafi fengið leyfi til þessara "náttúruspjalla" … heill skurður sussumsvei.
06.01.2008 at 02:12 #608848Það virðist vera mikill áhugi á furðulegustu hlutum á þessum vef en svo furðulega lítill áhugi á öðrum hlutum. Nú vonandi samt að stór hluti sé utan þjónustusvæðis 😉
En þessi ferð verður að komast á koppinn og hún verður að verða stórkostleg. Sýnist vera nóg af mönnum sem eiga sama afmælisdag og klúbburinn og ætti það ekki að dæmast á þá að skipuleggja djammið ;)?
06.01.2008 at 00:49 #608844Það er spurning Björgvin hvort þú myndir setja stóru dekkin undir fyrir svona ferð 😉 ?
05.01.2008 at 23:29 #608840Ég fann [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/699:3dsez56i]gamlan þráð[/url:3dsez56i], þar sem í þriðja neðsta pistli er góð spurning:
[i:3dsez56i]Æ, fyrirgefðu, ég gleymdi því að þú ert að "laga" bílinn. Verður hann tilbúinn fyrir 25 ára afmælisferð klúbbsins eftir 5 ár?
Emil Kaldi[/i:3dsez56i]
05.01.2008 at 23:20 #201541Sagan á ljósvakanum segir að hópur vaskra jeppamanna hafi verið að lenda á Grímsfjalli klukkan átta í kvöld, og það hafi tekist í annarri tilraun að komast á leiðarenda. Eins og venjan er þá hafa einhverjir bílar verið duglegir við að þiggja spotta, aðrir gefist upp með stíflaðar síur, brotið undan öðrum og … já engar drukknanir ennþá en það er heimleiðin eftir.
05.01.2008 at 22:09 #608836Það er spurning hvort Slóðasleikir geti fundið eitthvað sem passar nokkurn veginn við þetta 😉
05.01.2008 at 16:12 #609092Já ég tók eftir þessu með matinn líka, matarreikningur þessa heimilis hækkaði í jan og feb en lækkaði svo í mars en var þá á sama róli og í október þannig að það tók þá einhverja mánuði að undirbúa "lækkunina".
Þannig að Lella þetta er bara allt tilgangslaust? Millarnir hirða bara það sem við smáfuglarnir eigum að fá ha ;)?
05.01.2008 at 16:07 #608832Já það þarf kannski bara að skipta liði eins og Björgvin stakk upp á til að komast yfir meira svæði 😉 en er Slóðríkur fastur í bakkgírnum? Leggja af stað frá 3 – 4 stöðum, komast í einhverja af skálum félagsins á föstudagskvöldi og taka svo sameiginlega afmælisveislu í Setrinu á laugardegi? Til hvers að hafa þetta einfalt þegar það getur verið flókið…
05.01.2008 at 15:49 #609086[img:2djweywx]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/47351.jpg[/img:2djweywx]
Von að það muni um þetta.. 25% hækkun á síðustu 7 árum.
05.01.2008 at 15:33 #609084Því fleiri sem standa saman því líklegra er að ná árangri, hlýtur fleirum að svíða undan þessu en okkur. Stjórnleysi hefur s.s. virkað ágætlega hjá Frökkunum.
En hvert er markmiðið? Er ekki alveg reynandi að fá VSK lækkaðan? Það var gert með matvæli af hverju ekki eldsneyti, myndi örugglega hafa áhrif á neysluvísitölu ef vel er að gáð 😉
05.01.2008 at 14:11 #608828Já, það er auðvitað spurning um að þræða sögufrægu staðina… Miðjan er auðvitað á góðri leið með að verða sögufræg, Setrið auðvitað líka, spurning hvort það ætti að reyna að heimsækja alla skála félagsins 😉 ? Það yrði alvöru stórferð…
05.01.2008 at 12:55 #609080F4x4 á mjög erfitt með að standa einn í svona, enda gætu einhverjir "afskrifað" okkar mótmæli sem einhverja sérhagsmuni og að menn vilji bara fá ódýrara eldsneyti til að leika sér á. Hins vegar eru hópar sem við getum fengið með okkur sem eru t.d. (franskir) vöruflutningaaðilar, leigubílstjórar og hugsanlega FÍB. Við þurfum bara að muna að berjast fyrir lægra ELDSNEYTISVERÐI. Við verðum að sýna að þetta er hagsmunamál almennings í landinu og draga fram öll þau áhrif sem hækkanir hafa. Ef það er hægt að halda því fram að Norðurvegi komi til góða með því að stytta leið milli N-lands og S-lands sem á að spara eldsneyti fyrir flutningsfyrirtæki hlýtur að vera hægt að halda því fram að hækkun á eldsneyti sé kjaraskerðing að sama skapi.
Ég skrifaði hjá mér á síðasta félagsfundi tölur frá Skeljungi og eins og staðan var þá 3. des var Ríkið að taka til sín 52% af verði hvers bensínlítra og 51% af dísellítranum. Í báðum tilfellum [b:1gz6dh4j]helmingur[/b:1gz6dh4j]! Er það eðlilegt? Þessar álögur Ríkisins eru samsettar úr liðum sem eru ýmist fastar krónutölur eða prósenta af söluverði (t.d. VSK). Þannig að með aukinni neyðslu Indverja og Kínverja á eldsneyti sem er að auka þrýsting á heimsmarkaðsverði á eldsneyti er íslenski ríkiskassinn að græða. Er þetta í lagi?
Innkaupsverð var fyrir bensín 28% af söluverði og fyrir dísel 32% af söluverði til samanburðar.
05.01.2008 at 00:12 #608822Enda tekur álíka tíma að fylla svona Ford af olíu eins og að skipta um vél í Patrol…
Einhverjar hugmyndir um hvað gæti orðið nógu sögulegt til að halda upp á 25 ára afmæli klúbbsins ?
04.01.2008 at 15:56 #608812Er ekki málið að taka helgina eftir afmælið (sem er ef ég man rétt 10. mars?) undir þetta, þ.e. föstudag 14. – sunnudag 16. ?
03.01.2008 at 15:23 #608752Mér sýnist að það væri mjög áhugavert að stilla upp nokkrum stuttum (1 kvöld, kannski annað kvöld sem framhald ef viðkomandi leiðbeinandi sér þörf á…) en hnitmiðuðum kvöldstundum.
Ég er á því að það eigi ekki að blanda þessu saman við opin hús en margir sem koma þangað til að spjalla og fá sér kaffi, nú eða skoða myndir og skiptast á ferðasögum. Þá sést líka hvort það sé mæting á námskeiðið eða hvort menn séu bara að mæta á opið hús.
Miðvikudagskvöld eru t.d. ágæt til að ná sér í þekkingu.
-
AuthorReplies