Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.08.2007 at 08:47 #595752
Bara fín og fjölbreytt leið og að öllu jöfnu mjög auðveld fyrir alla jeppa. Meira að segja búið að laga veginn og bæta mikið á versta kaflanum frá Kaldadalsvegi að Skjaldbreið eftir línulagningu fyrir tveimur árum. Ein á sem ég man ekki hvað heitir er á leiðinni rétt áður en komið er að Kjalvegi. Ef farið er yfir hana í fyrsta eða öðrum lága ætti hún að vera lítið mál á þessum tíma.
27.08.2007 at 10:15 #595392Varla er Freelander bilanalaus frekar en aðrir bílar. Er frekar hissa á að heyra að menn í jeppaklúbbi séu að halla á Land Rover Defender bíla bara fyrir að vera það sem þeir standa fyrir en það er jeppi af gamla skólanum sem stendur undir nafni sem slíkur.
21.08.2007 at 14:24 #595054Nokkuð nýlegar myndir á þessari vefslóð. Segja svo sem ekki allt en ætti að gefa einhverja hugmynd um færi fyrir jeppa.
http://utivera.is/100haestu/blog/nr/1022
06.07.2007 at 10:17 #586674Hraðakstur er mjög alvarlegt athæfi og nær undantekningarlaust ekki hægt að réttlæta hann af einhverri skynsemi á einn eða annan hátt. Allt of margir gera sér ekki ekki grein fyrir því fyrir en of seint og þá "the hard way" eins og dæmin sanna. Aukin viðurlög og hertar aðgerðir lögreglu koma af illri nausyn, bæði til að vernda og hafa vit fyrir fólki en ekki til að skila meira skattfé
28.06.2007 at 14:34 #592980Einhvern megin hef ég á tilfinningunni að þessi svokallaða kolvetnisjöfnum geti engan vegin staðist sem raunhæfur möguleiki hér á landi. Þó ekki sé nema út af erfiðum vaxtarskilyrðum trjáa og stuttu tímabili sem tré eru laufguð. Því miður er ég farin að taka flestar skoðarnir og kenningar frá svokölluðum "umhverfisverndarsinnum" með miklum fyrirvara ekki síst eftir allt það fár og öfgar sem hefur gengið yfir þjóðina frá slíku fólki t.d. um Kárahnjúkavirkjun.
21.06.2007 at 08:17 #592700Mín reynsla af innspýtingarkerfi í mínum gamla jálk (Ford) er að loftflæði skynjarinn sé það sem sem skiftir eiginilega öllu máli að sé í lagi. Var hann nýr sá sem þú settir í ?
18.06.2007 at 09:31 #592580Það er nú ýmislegt sem 4×4 klúbburinn fær og hefur fengið frá F.Í. t.d gistingu og aðstöðu í skálum þess og það "frítt" í flestum tilfellum nema yfir sumarið yfir u.þ.b. tveggja áratuga skeið þangað til nú nýlega.
15.06.2007 at 10:44 #592368Skrýtið hvað Krossá getur verið mikill skaðvaldur við aðstæður sem oftast virðast vera í lagi fyrirfram ef marka má þær myndir sem ég hef séð í gegnum tíðana af föstum bilum í ánni. Eitt það skýtnasta sem ég hef séð þegar þurfti að draga upp háan 4×4 E350 upp úr Lindánni við Herðabreiðalindir með vatn í föstun dísel mótor þegar það var Subaru færi yfir. Leit út fyrir að vera skemmtilegt dæmi því þegar horft var á vélina þá sást frostlögur leka undan öðru heddinu og hefur vélin a.m.k. sprengt heddpakkningu eða teygt á heddboltum í látunum við að fara yfir. En talandi um myndir. Það er myndaalbúm með gömlum myndum, sem liggur frammi í skála F.Í. í Langadal, sem hafa verið teknar af föstum ökutækjum í ánni. Margar myndirnar eru ótrúlegar, jafnvel trukkar og fjallarútur sem eru við það að hverfa í vatn og aur.
18.05.2007 at 09:36 #591302Var á Snæfellsjökli á gönguskíðum fyrir hálfum mánuði. Ókum Arnarstapsmegim að rótum jökulsins og þaðan á skíðum upp á topp. Það var ennþá tölverður snjór á svæðinu þegar komið er aðeins lengra en að skíðalyftunni og vegurinn hvergi sjáanlegur. Ágætis færi þar fyrir utan sólbráð þegar leið á daginn. Færið á jöklinum er gott en ofarlega á honum voru svellalög. Það var jeppahópur við toppinn og einhverjir bílar runnu stjórnlaust til baka einhvern spöl í bröttustu brekkunni. Þarf að fara varlega við gígbarminn i slæmu skyggni.
04.05.2007 at 09:57 #590338Teygjuspottar eru góðir til síns brúks og margfalda togkraft miðað við venjulegan kaðal. Smá aðvörun samt, þeir margfalda líka slysahættu. Það er gífurlegt afl sem er bundið í stekktum teygjuspotta og í raun er öll notkun á honum stórhættuleg. Hef sjálfur slitið spotta við að draga 4 tonna plús Econaline og er reynslunni ríkari eftir það. Sem betur fer ekki slys á fólki en mörg hundruð þúsunda kr. tjón. Ef spotti slitnar eða slítur festingar eða stuðara af þá þarf ekki um að binda ef slitinn spotti eða festingar slást í höfuð manna. Best er að losa fyrst um illa fastan bíl með skóflu og tjakk til að minnka átökin við dráttinn. Einnig að prófa sig áfram stig af stigi með hvað þarf mikið afl til að losa fastan bíl. Einnig þarf sá sem dregur að gera sér grein fyrir því að hann ber alla ábyrð á mögulegum skemmdum eða slysum.
27.04.2007 at 10:39 #589484Hef ekki verið á þessu svæði í vikunni en var á Geitlandsjökli sumardaginn fyrsta og er því ekki með nýjustu upplýsingarnar. Ætla samt að svara því það mætti vera meira um að fyrirspurnum um færð sé svarað. Þó er kannski er ekki nema von að menn hiki við að láta slíkt frá sér því það sem einum finnst vera ágætis færi er ófært fyrir annan og því óheppilegt í einhverjum tilvikum að láta upplýsingar frá sér því hætt er við að það sé misræmi á mati á færð milli manna.
Vegurinn var ekki lokaður – allavega ekki þá -frá Húsafelli upp að Jaka. Snjólaust var á Kaldadalsvegi að afleggjarinum að Jaka en einstaka snjófylltir vegarkaflar í lægum eftir það að jökli. Ekki mikill snjór til að búa til djúpa krapapytti en samt líklega nóg til þess að tefja för fyrir breytta jeppa í hlýindum og rigningu. Bætir ekki úr skák ef þíðan sé það mikil á svæðinu núna að það myndist lítil lón. Jökullinn sjálfur var með nýlegt óþjappað u.þ.b. 10 cm. snjólag og undir því ágætlega burðarmikið massíft lag.
13.04.2007 at 12:54 #587846…og takk fyrir allann fiskinn !
12.04.2007 at 13:18 #587788Kemur á óvart að heyra slíkar eyðslutölur í dísiljeppa. Þetta hlýtur að vera eitthvað extreme dæmi enda á álíka eyðsla almennt ekki við í litlum díselvélum.
Ef bera á saman jafnstórar bensínvélar og dísel þá verða þær að vera frá svipaðri árgerð því ör þróun hefur verið í mótorum undanfarin ár og þá einna helst á díselvélum. Ef bornar eru saman þróuðstu dísilvélarnar þá eru þær býsna seigar og skáka túrbínulausri jafnstórri bensínvél að mörgu leyti og eru um leið ótrúlega sparneytnar. Ókosturinn við eldri turbo dísilvélar og þá aðallega þær af minni gerðinni er að þurfa að treysta á aflið sem túrbínan gefur sem gerir bílinn allan þyngri í vöfum enda verra að hafa ekki fullt afl nema á afmörkuðum snúningshraða og þá oftast loksins þegar bíllinn er kominn á einhverja ferð að ráði. Bensínvélar byrja að skila sínu á mun lægri snúningshraða sem auðveldar bílnum að rífa sig af stað úr kyrrstöðu og halda ferð þegar skipt er um gíra. Einnig er stór kostur við bensínvélar að þú getur náð meira hraðasviði í hverjum gír og þarft minna að skifta um gíra.
03.04.2007 at 09:48 #586956Bensínvélar henta svo miklu betur í jeppa á flestan hátt fyrir utan eyðslu en á móti kemur að við þungt færi er akstur á breyttum bensínjeppa eins og að keyra klósett þegar verið er að sturta niður. Ókosturinn við dísilvélar og þá aðallega þær af minni gerðinni er að þurfa að treysta á aflið sem túrbínan gefur sem gerir bílinn allan þyngri í vöfum enda verra að hafa ekki fullt afl nema á mjög afmörkuðum snúningshraða og þá oftast loksins þegar bíllinn er kominn á einhverja ferð að ráði. Þetta á samt varla við nýjustu díselvélarnar með breytilegu loftflæði þar sem túrbínan kemur inn á lægri snúning.
30.03.2007 at 10:34 #586230Sniðugir bílar þessi Rubicon Unlimited útfærsla. Dana 44 fr + aft og extra lár lái gírinn í millikassa frá verksmiðju. Aflmiklar bensínvélar og til þess að gera léttur bíll. Hljómar vel.
27.03.2007 at 13:43 #586004Það mætti reyna ef annað bregst að grafa hringlaga holu í snjóinn jafnbreiða að þvermáli og felgan – næstum eins djúpa. Leggja plast yfir og í holuna sem væri stærra en dekkið. Leggja dekkið yfir miðja holu og þrýsta felgunni niður í holuna á þá um leið á ytri kantinn á dekkinu. Loka og loftþétta miðjuna á felgunni með einhverju dóti t.d. með því að skera hringlaga lok úr stórum brúsa – pappakassa – krossviðsplötu eða einhverju sem til fellur (helst einhverju heimatilbúnu áður en lagt er að stað sem fellur vel að felgunni). Ef dælt er skart í dekkið lyftir það sér sjálfkrafa og þá felgan með að innri kantinum. Gerði þetta svona fyrir nokkuð mörgum árum með fjögur ný 36" dekk sem ég var í vandræðum með að koma upp á felgu. Að vísu við kjöraðstæður með stóra verkstæðis loftpressu. Tók enga stund með öll dekkin þegar búið var að græja áhöldin. Veit svo sem ekki hvort þetta virkar upp á fjöllum með minni loftdælur eða hvort þetta sé yfir höfuð eitthvað nýtt.
19.03.2007 at 13:21 #585126Tjakka upp annað framhjólið. Snúa því nákvamlega einn hring. Telja snúninga á pinnjónsflansi og deila í þá tölu með 2. Þá færðu hlutfallið. (Eða var það margfaldað með 2 !)
14.03.2007 at 09:26 #584404"Ég hef alltaf litið svo á að björgurarsveitir séu til staðar fyrir okkur þegar eitthvað er að, t.d. við slys, óhöpp eða veikindi á fjöllum. Tilvist þeirra veitir mikið öryggi en mér finnst heldur mikið að kalla á þá fyrir vont veður sem menn "nenna" ekki að bíða af sér í smá vosbúð"
Ég get ekki verið sammála því Snorri Ingimarsson segir í pistli hér fyrir ofan enda ekki hægt alhafa um slíkt og dæma hvernig ástandið er hverju sinni nema vera á staðnum enda almennt auðvelt að þola þrengingar annara. Hvet ég aðra sem lenda í aðstæðum á fjöllum sem þeir ráða ekki við og telja vera tvísýna fyrir þá sjálfa að kalla eftir hjálp áður en það yrði jafnvel of seint t.d. vegna ofkælingar – ofþornunar – skertar dómgreindar af þreytu og sljóleika sem aftur gæti orsakað alvarleg slys.
12.03.2007 at 14:32 #584062Sæll Atli
Bílarnir gengu ennþá en við litum svo á að við hefðu ekki eldneyti til að láta þá ganga í sólarhring og þá var eftir að koma sér heim. Einnig var undir hælinn lagt hvort þeir aftur í gang ef drepið yrði á vélunum í einhvern tíma. Bíllinn hjá mér er bensín og miðstöðin virkaði fínt en Pajeroinn er með command rail dísel vél og miðstöðin náði ekki að hitna nægilega í hægagangi. Öll vorum við með góðan fatnað. Ætli hver og einn hafi ekki verið í fatnaði upp á 100 þús. kr. + en dugar samt ekki til þegar raki er komin í klæðnaðinn.
Það vantaði alklæðnað til skiptana eða svefnpoka hjá flestum ef átti að sitja hreyfingarlaus inni í köldum bíl. Einnig olíumiðstöð sem myndi ekki klára eldsneytisbirðirnar. Gott hefði verið að hafa dráttarspil líka ef farið væri frekar út í þetta.
12.03.2007 at 12:50 #584052Ég var í einum af þremur hópum sem hjálparsveit kom til aðstoðar á Langjökulssvæðinu. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir hjálpina og allt sem þeir lögðu á sig fyrir okkur. Í okkar tilfelli hlustuðum við á veðurspá og reyndum að miða heimför við hana eftir skíðaferð á Kaldadal og ætluðum að koma okkur burt á jeppunum (Ranger 36 Pajero 38) fyrir væntanlegt vonskuveður. En því miður lögðum of seint til baka. Veðrið var að byrja að skella á þegar við komum að bílunum rétt fyrir fjögur. Ókum eftir GPS trakki á Kaldadalsvegi í suðurátt að Uxahryggjavegi en allt kom fyrir ekki. Við réðum ekki við aðstæðurnar í brekkunni rétt fyrir sunnan grindarhliðið og festist annar bíllinn þar ansi illa. Reyndum árangurslaust að losa hann. Seinna skóf að honum þannig að eftir nokkra tíma þurfti að skríða út um glugga ef menn vildu hjálparlaust út. Við vorum með flest það helsta sem menn eru með á fjöllum og annar bílstjórinn með þó nokkra reynslu en þurftum samt að kalla eftir aðstoð sem sem barst fljótlega því hjálparsveitir voru að koma sér á svæðið í leit að öðrum. Aðalástæðan fyrir hjálparbeiðninni hjá okkur var að nokkrir voru orðnir rakir og hraktir og ekki allir með föt til skiftanna og menn treystu sér einfaldlega ekki til að bíða í bílum kannski í heilan sólarhring. Þetta var mikil ferð vægast sagt og góð áminning að sýna íslenski veðráttu meiri virðingu og einnig það þó margir telji að lítið geti stoppað sig með sæmilega stór dekk á jeppanum, góðan hlífðarfatnað og með ágætis tæki þá er það nátturulega ekki svo. Þó svo að við sem vorum í þessari ferð reynum að gera þetta öðruvísi í framtíðinni þá eru útköll hjá björgunarsveitum eitthvað sem erfitt verður að koma í veg fyrir og fyllsta ástæða fyrir ferðafólk og aðra við að standa við bakið á þeim.
-
AuthorReplies