Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.12.2007 at 07:52 #606442
Mér finnst AT 405 fín í alla staði fyrir utan það að koma þeim á felgu. Þau eru frábær akstursdekk og ég held því fram að þau gefi ground hawk og mudder ekkert eftir þegar kemur að snjóakstri, hef prufað þetta allt saman og varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum með AT dekkin. Þau koma míkróskorin og tilbúin fyrir neglingu, hlýtur að vera kostur.
Kveðja, Tolli
06.12.2007 at 22:26 #201333Sælir félagar
hafa menn verið að setja þessa bíla á stærri dekk, kannski 35″ og ef svo er, er drifbúnaður og annað að þola þetta, er dýrt að fá kanta og er mikið mál að breyta þessu.
Einn í hugleiðingum og skoðar alltKveðja Tolli
22.11.2007 at 07:32 #603638keyptu þér bara nælon öxul og gerðu þetta sjálfur, óþarfi að vera að láta þessi verkstæði komast ofan í veskið hjá manni fyrir ekki meiri framkvæmd en þetta. (þekki þó ekki inn á Terrano en getur varla verið flóknara en hvað annað)
kv. Tolli
20.11.2007 at 10:23 #603972Ég fór þangað með minn og þeir voru mjög athugulir og ég fékk að fara með þeim í gegnum öll atriði og þeir sýndu mér gaumgæfilega hvað þurfti að laga, fékk bara góðan verkefnalista með heim og fyrir vikið verður bíllinn bara í toppstandi. Þeir horfa líka framhjá einhverju sem skiptir ekki máli eins og tenging á kösturum og svoleiðis (en láta samt vita).
kv. Tolli
15.11.2007 at 11:05 #603410Hér er mynd af þessum bíl, þurfum að standa saman gegn svona liði, óþolandi að þurfa að óttast svona hluti á þessu litla skeri. [img]http://C:Documents%20and%20Settings heDesktopPatrol_SH-968.jpg[/img]
26.10.2007 at 10:09 #600850gamli var með svona 12 – 13 innanbæjar á 38" á 5,71 hlutföllum, reyndar túrbólaus og sama gildir um hiluxinn hjá hiluxinn hjá Bjarka refsara. Hiluxinn hjá þér er að eyða svipað og runnerinn hjá mér með 3l tdi á 44" dekkjum, ég veit það ekki, mér finnst þetta soldið mikð, en reyndar er örugglega þungur á þér olíufóturinn Gísli minn, hehe.
11.10.2007 at 16:54 #200947filmur í bíla? þ.e. dökkar filmur í rúðurnar
kv. Tolli
30.09.2007 at 18:36 #200890hvað má hækka hilux mikið á boddýi án þess að þurfa lengingu á stýrið (´95 módel klafabíll)
kv Þorvaldur
24.09.2007 at 21:00 #597708ég var nú að tala um óbreyttan bíl, á nefninlega 4,30 drif í hann og var að spá hvort að það væri ekki heppilegt fyrir 35"dekk, þessir bílar krafta nú engin ósköp og bensínvélin á örugglega bágt með að snúa dekkjunum í þungu færi, tala nú ekki um á mallinu
kv. Þorvaldur
23.09.2007 at 19:45 #200845hvaða drif er í ´95 árgerð af hilux double cab bensín 2,4
kveðja Þorvaldur
11.09.2007 at 21:42 #596492það er ekkert annað, og hvar fær maður hraðamælavottorð og vigtunarvottorð,
og annað, ég er búinn að setja hásingu undir klafabíl, er það ekki eitthvað sem þarf að láta skoða?
kv. Þorvaldur
10.09.2007 at 20:23 #200780Sælir félagar, ég var að velta því fyrir mér hvar er best að fara með bíl í breytingaskoðun, og annað, er með runnerinn á 44″ og var að spá hvort maður ætti að reyna að láta skoða hann á 44″ eða hvort maður ætti að láta skrá hann á 38″
Eru einhver tips sem maður þarf að hafa í huga fyrir 44″ breytingaskoðun.
kveðja, Þorvaldur
28.06.2007 at 22:59 #200478hefur einhver séð myndir af þessum grip, er geggjað forvitinn.
kv Þorvaldur
08.03.2007 at 10:11 #583416hafa menn einhverjar sögur af þeim. Fékk mér svoleiðis dekk um daginn undir runnerinn og ég er búinn að fara í eina ferð og fannst þau ekkert virka. Svo er ég ekki frá því að þau þoli lítið úrhleypingu, leggjast bara undan bílnum í smá halla og mér fannst ég sjá sprungur á belgnum eftir einn túr. n.b keyrði þau í 1.5 pundum í miklu púðri og mjög lítilli ferð
kv. Þorvaldur
03.03.2007 at 09:16 #583028Borgandi meðlimur í 4×4 klúbbnum á að geta nýtt alla þá afslætti sem er í boði, sama hvernig bíl hann er á. Ekki hef ég t.d. orðið fyrir því að afgreiðslufólk hlaupi út til að athuga hvernig bíl ég er á áður en ég get nýtt afsláttinn. Þetta hefur bara verið geðþáttaákvörðun hjá einhverjum skoðunarmanni sem fór vitlausu megin framúr þennan morgun. Megi hann skammast sín
kv. Þorvaldur
23.02.2007 at 16:43 #199774AutoCad Plot, vantar að koma svoleiðis skrám inn í Mapsource
kv. Þorvaldur
23.02.2007 at 16:06 #581094Autocad plot, mig vantar að koma svoleiðis skrá inn í mapsource
kv Þorvaldur
01.02.2007 at 10:49 #199563Smá vangaveltur sem mig vantar svör við.
Hvernig getur maður verið viss um að hraðinn á stýristjakk sé réttur. Þegar maður snýr stýrinu heilan hring (án tjakks) þá fer millibilsstöngin eitthvað ákveðið langt frá upphafsstöðu. Hvað er það sem ræður því að tjakkurinn færi hana jafnlangt þegar hann er kominn í, þannig að tjakkurinn og togstöngin vinni ekki á „móti“ hvoru öðri, þ.e. séu ekki á sama hraða?kv. Þorvaldur
29.01.2007 at 21:07 #199529Sælir félagar. Nú er runnerinn kominn á 44″ og lætur djöfullega í stýri á ákveðnum hraða. Ég þykist vita það að ég þurfi að setja í hann stýristjakk. Reyndar ætla ég að byrja á því að setja aukadempara því veskið er eitthvað að verða tómlegt. Þá kemur spurningin. Hvað eru menn að keyra með mikið í dekkjum á malbiki á svona 44″ dekkjum (innanbæjar). Var að spá hvort þau væru ekki betri með 15 pund heldur en 20. Annað, hvað er þetta að kosta að setja stýristjakk?
kveðjur, Þorvaldur
27.01.2007 at 16:04 #577686Væri gaman ef einhver myndi vilja rúlla þetta með mér, er einbíla eins og er, og er meinilla við að fara einn.
kv. Þorvaldur
-
AuthorReplies