Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.11.2005 at 00:23 #533134
Er ekki Gísli með í hasarnum, með skrúfjárnið í vasanum? Alltaf að senda hann á undan :). hef reyndar ekki hugmynd um færið en það er mikið skemmtilegra að fara jökulinn. Góða ferð.
19.11.2005 at 00:18 #533066Nú spyr ég álíka gáfulega og portkona í myrkri; hvað eru margar leiðir í Setrið og hver er svona auðveldust miðað við stuttann tíma og lítið vesen, ekki að ég sé að sækjast eftir slíku, nema kannski þunnur á heimleið, fórum nefnilega nokkrir félagar í Háfjallasjálfrennireiðafélaginu Hreggvið (HFH) þarna uppeftir um miðjan okt og vorum eltir uppi af 100m genginu en þá fórum við Kjalveg og um Kerlingarfjöll og eftir slóða í setrið, það var lítið aksjón, lítið í ánum og lítill snjór, bara nokkrir hliðarhallar…
24.10.2005 at 13:45 #529760Við fórum nokkrir upp í Setur um þarsíðustu helgi og var einn ford ranger F100 með í ferðinni með 390 vél, eigandinn setti tvær 200 lítra tunnur undan einhverri sýru sem er notuð í bygg og voru útbúnar festingar fremst á pallinum, þetta kom bara mjög vel út að flestu leyti nema því að þéttihringirnir þoldu ekki bensínið og einnig skerti þetta útsýnið dáldið.
Annars hef ég verið að nota 20 og 25 lítra brúsa undan hinu og þessu, bara skolað þá vel, það getur bara verið leiðinlegt að hella úr sumum þeirra.
21.09.2005 at 00:09 #527228Fyrir það fyrsta þarf að vera hægt að fá keypta varahluti í bíla, það er mjög erfitt núorðið að fá varahluti í trooper, og svo er það hið fornkveðna, þú færð það sem þú borgar fyrir, cruiserinn er náttúrulega miklu meiri bíll, hef reyndar ekki kynnst trooper mikið af eigin raun en þetta eru svosem ágætis keyrslubílar en Lc80 hefur flest ef ekki allt fram yfir að mínu mati, sjáum til hvar og hvernig trooperinn verður þegar hann verður 9-15 ára gamall og keyrður vel á fjórðahundrað þúsund.
19.09.2005 at 09:25 #527144Þetta gerðist nú víst bara fyrir svona 2 árum eða svo, man ekki alveg hvar en þá var einhver sem klippti í sundur girðingu og reyndi ekki einu sinni að hengja hana saman aftur, meðan svoleiðis menn eru á ferðinni er ekkert skrítið að fólk sé ekki alla daga að dást að sportinu.
04.09.2005 at 11:57 #196208Sælir, mig langaði að forvitnast hvort einhver gæti upplýst mig um hvenær 80 krúserinn kom fyrst með 24 ventla vélina, eru það ekki betri vélar heldur en gamla 12 ventla vélin með tilliti til leguvandamálsins.
28.08.2005 at 09:51 #526006Bæring J. Það heita þetta nú varla margir á landinu, allavega veit ég bara um einn, úr Kópavogi
Eru Gemlingarnir fjölmennur hópur?
24.08.2005 at 22:04 #525856Þakka þér kærlega fyrir þetta, þessar upplýsingar og myndir gefa ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að standa að þessu.
Getur ekki bara verið að bíllinn sem félaginn keypti sjáist á myndinni sem sýnir framendann með 36" á 13" felgunum, 96 árgerð KN 559 minnir mig að númerið á honum.
24.08.2005 at 11:27 #196172Félagi minn var að kaupa sér nissan pathfinder og er jafnvel á dagskrá að breyta honum eitthvað, gera hann allavega 35″ færann, nú strandar á því að við vitum ekki alveg hvernig best er að fara að því, það er ekki þægilegt að skera úr að framan því að maður er eiginlega strax kominn í hurðina og svipað vandamál er að aftan en það má kannski leysa það með hásingarfærslu, borgar sig varla að hækka hann mikið upp og svo er spurning um styrkleikann í hjólabúnaðinum að framan, endilega fræðið okkur ef einhver veit eitthvað um þetta og fleira tengt.
24.05.2005 at 14:26 #523396Ég mótmæli þessari 50cm reglu af heilum hug, það er hægt að skaða þýða jörð með því að keyra í 50cm lausamjöll ofan á henni en 5-10cm þjappaður snjór eða hjarn hlýfir landinu, það er bara ekki hægt að alhæfa svona.
Vilhjálmur Arnórsson E-1394 Kt 190783-3919
18.03.2005 at 22:10 #519208Er bíllinn breyttur? og þá hvað mikið? ef hann er óbreyttur þá skaltu kíkja á bgs.is og athuga viðmiðunar verðið, ef bíllinn er breyttur þá er ekki mikið að marka þetta viðmiðunarverð, t.d. er viðmiðunarverðið á gomlum 80 krúser í kringum 850.000
15.03.2005 at 19:04 #518402Suðumaðurinn sagðist í gær lítið hafa drukkið, Hvað borgaðiru Hrólfi ftrir vélina? Gaman að frétta þegar þetta fer í gang, þetta ætti að virka þokkalega. Er nokkuð pláss fyrir flækjur niður með grindinni, svo færðu þér heitari ás og MSD kveikju
14.03.2005 at 20:28 #518830Hvað eiga þeir að kosta hjá honum?
Ertu búinn að athuga með sprautunina?
Ég þekki strák sem vinnur á sprautuverkstæði það væri tilraun að tala við hann.
14.03.2005 at 15:42 #518396Jæja þetta hefur bara tekist furðuvel hjá ykkur, enda aðalsuðumaðurinn á ferð
Ekki kom mér á óvart að sjá glitta í bjórdós á einni myndinni.
Var þetta gert í skemmunni á Ölkeldu???
Það verður seint fyrirgefið að þið skylduð ekki líta á kaffi á leiðinni.
Hilsen Villi the redneck
14.03.2005 at 11:01 #518780Sæll, ég er með svona skyggni á mínum x-cab það er með fimm appelsínugulum ljósum, þetta var á rofa en þegar ég keypti bílinn var aukarafkerfið (sími og allskyns aukaljós) rifið úr þannig að það lá bara vír frá ljósunum útí húddi, ég tengdi þetta bara inná parkljósin, en kippti þessu úr sambandi áður en ég fór í skoðun, líka af því að þetta var ekki tengt inná relay og svona.
Hjá mér er þetta bara skrúfað ofan í boddýið með all sverum boddyskrúfum og svo eru bara svartar hettur yfir.
06.03.2005 at 18:30 #518268Þetta er náttúrulega allt rafstýrt og programmerað eftir álagsskynjara, vinn mikið á traktor sem er með svona kerfi og þetta er stórskemmtilegt, sagður 110hp og skilar þeim vel (4 cyl.) miðað við margt annað, hann er reyndar alltaf dáldið lengi í gang, meðan kerfið er að ná sér upp en þetta er allgjör snilld, hef aldrei séð svartann reyk úr honum, og er þó oft látið reyna á togið neðst niðri, svo er snerill í mælaborðinu sem er hægt að nota til að stilla niður max rpm og þá getur maður haft handolíugjöfina í botni ef það er t.d. verið í verkefnum þar sem að þarf að halda ákveðnum snúning þó að það komi brekka eða einhver fyrirstaða, svo slær þetta sjálfkrafa af ef maður er að fara niður brekku eða ef álagið minnkar skyndilega, eini gallinn að mínu mati að þegar tölvunni finnst snúningurinn vera orðinn og lágur þá bara drepur hún á og það drepst frekar harkalega á mótornum, en þetta er að öðru leyti hin mesta snilld, en ekki reynir maður að fikta í þessu sjálfur ef þetta bilar eitthvað.
27.02.2005 at 23:08 #517998Það hafa margir notað Subaru túrbínur ofan í hilux, það er ágætt að því leytinu til að hún byrjar strax að taka en hinsvegar er hún að snúast ca 10% of hratt í hilux, intercooler er þarfaþing, það er miklu hollara fyrir vélina að kæla loftið aðeins.
Ég á Intercooler í hilux, smíðaðann sem slíkann.
þú getur bjallað í 8671656
-
AuthorReplies