Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.12.2006 at 00:32 #570812
Millilangi 70 cruiserinn kom í svokallaðri heavy duty útfærslu, með 4.0 eða 4.2 og að ég held með sterkari hásingum, kannski sömu og undir 60 bílnum.
Og að lokum einn ömurlegur brandari sem ég verð að láta fara…
"…sem er nú þegar með 4 cyl bensínvél."
Held að þú verðir að taka bensín vélina úr fyrst!
Jæja held að ég ætti að fara að sofa!
09.12.2006 at 15:51 #570784Ertu að spá í að nota sjálfskiptingu aftan af 3.0 V6, passar hún beint aftan á 4cyl mótor?
01.12.2006 at 17:36 #569954Sæll.
Get vel skilið að þú sért ekki kátur með þetta.
En ég held að það breyti engu hvort pústið sé "3 eða "2.5, eða hvort það sé kútur, þetta er bara það sem vélin er að senda frá sér, mér finnst að vísu að þessar mengunarkröfur mættu nú vera aðeins rýmri, sérstaklega þegar menn eru með eldri og mikið keyrða diesel bíla sem hefur verið reynt að fríska upp á orkuna með því að setja turbo og auka aðeins við olíuna, kannski sendir svoleiðis vél frá sér meiri reyk þegar bíllinn er þaninn inná gólfi í skoðunarstöðinni án álags en þegar á reynir sendir vél sem fær ekki mikla olíu ekkert minni mengun útí loftið, held ég allavega.Fór með minn gamla hilux í skoðun í Borgarnesi á sínum tíma og hélt að hann myndi sprengja mengunnarmælinn þar á bæ!
Held samt að það sé fylgst stíft með þessu atriði á öllum skoðunarstöðvum, það væri tilraun hjá þér að minnka aðeins við olíuna á meðan á skoðunardeginum stendur.
Vona að þetta gagnist þér eitthvað.
23.11.2006 at 13:00 #569146Ég ætlaði að segja hvort þú værir búinn að innleiða patrol menningu inní Spólað og Spænt eða hvað það ágæta félag heitir nú!
En hvaða legur ertu að tala um? Ef þú ert að tala um hjólalegur þá þarf ekkert að fást við liðhúsið, en það er leiðinlegt að ná ytri legunni úr, þ.e.a.s. skífunni sem heldur við hana minnir mig.
Ef þú ert að spá í spindillegur þá þekki ég það ekki í patrol.
22.11.2006 at 23:47 #569156"35 með 5.29 drifinu á víst að vera sambærilegt og original, 4.10 eða 4.30 með original dekkjastærðinni, einhverju í námnd við "29-"30
Annars myndi ég líka skoða 4.88 ef þú nærð í svoleiðis, sérstaklega ef þú ert kominn með turbo intercooler.
5.13 er varla algengt drif, er þó til í toyota Hiace, ég á reyndar þannig drif, annað í hásingu og hitt undir bílnum, sem er á kafi á ruslahaugunum.
Held að hiace drifin passi í alla flexitora hiluxa/4runnerMyndi ekkert vera að spá í 5.71 nema þú ætlir á "38 eða stærra, þetta er orðið andskoti lágt drif fyrir vegakeyrslu og svo eru þau brothætt og endast oft ekki mjög lengi, enda eru þau ekki smíðuð fyrir hraðakstur og það getur orðið þeim að aldurtila.
Vona að þetta segi þér eitthvað!
10.11.2006 at 23:37 #567710Og er það mjög gleðilegt að það sé þæfingur á Öxnadalsheiði og hálkublettir um land allt, og ófært vegna grjóthruns? Vei! Snjóalög og óveður þurfa ekki endilega að fara saman!
02.11.2006 at 12:30 #565674Mér finnst þetta nú vera dáldið háar tölur, boraði og negldi 39.5 gang um síðustu helgi, sparaði mér 50.000 þar! Og skar í leiðinni.
01.11.2006 at 12:22 #566052Reyndar gæti haft einhver áhrif að dekkin voru frekar léleg, og eins var ekki mikill spindilhalli á hásingunni sem var undir bílnum, minnir að hann hafi ekki verið nema ca 2°, ég jók hallann í 5° og finnst hann reyndar betri á 39.5 á eftir, hef ekkert keyrt á "44 síðan, en bíllinn var svo sem ekkert hoppandi, það þurfti bara að einbeita sér virkilega mikið að því að stýra, átti það til að vilja fylgja öllum höllum sem fundust á veginum hverju sinni.
01.11.2006 at 09:31 #566046Jú jú vissulega er flotið ólíkt meira á "44, var með bílinn á "44 í fyrravetur, verst hvað það er leiðinlegt að keyra á þessu, en ég setti 39.5 dekkin á "14 breiðar felgur um helgina, negldi og skar, og prófaði svo að keyra norður Tröllatunguheiði og Þorskafjarðarheiði til baka, það var reyndar vel frosið uppi og margir búnir að ryðjast yfir, greinilega misvelbúnir, en þar sem ég prófaði að fara útá snjó virtust þau virka vel, standa svipað og "38GH á breiddina á svona felgu.
Hafa menn ekki verið að setja framdrif úr 60 bílnum undir 80 bílinn?
31.10.2006 at 22:40 #566152Ég veit það ekki fyrir víst, en það er líka spurning með að athuga slöngurnar fyrst, held að þetta sé tvívirkur rofi, þ.e. vaacumið bæði tekur úr og setur í framdrifið, annars hef ég ekkert nennt að eiga við þetta í bílnum hjá mér, það hljóta að vera einhverjir fleiri og meiri sérfræðingar en ég um þetta.
31.10.2006 at 21:51 #566148Er þetta bíll sem félagi þinn keypti? Eða varstu ekki annars að spá í svona bíl um daginn fyrir félaga þinn (Atla)? Hann hefði betur keypt af mér, minn er nefnilega fastur í framdrifinu!
En að öllu gamni sleptu, þá er þetta leiðindavandamál, þetta er vacum knúinn búnaður, það er membra ofan á millikassanum, minnir að það séu tveir vacumrofar einhversstaðar á hvalbaknum, þeir eldast eins og annað, og svo þetta klassíska með að athuga slöngurnar, minnir að það liggi tvær slöngur aftur að kassanum.
Vona að þetta hjálpi eitthvað!
31.10.2006 at 19:34 #566038Tryggvi, getur ekki verið að við höfum sést á Hveravöllum snemma morguns 30 des síðastliðinn? Ég var á brúnum 60 krúser?
Það er mjög mikið að veltast í mér kostir og gallar við þessa tvo bíla, 80 mikið fínni og skemmtilegri í akstri og umgengni, mun nýstárlegri að innan, flokkast sem seinnitíma Landcruiser, á meðan að að 60 bíllinn er allur mikið einfaldari og sterkari.
Ef þið farið inná myndaalbúmið hjá honum Sigga frænda mínum hérna þá eru þar myndir frá Drangajökli, þar lenti ég í flugslysi og verð að segja að ég hefði ekki viljað vera á hvaða bíl sem er, framhásingin bognaði, bretti og kantur skemmdust þó nokkuð, en allt innviði hásingarinnar slapp heilt, átti von á að öxlarnir myndu ekki þola þetta því þeir myndu þvingast svo mikið en þeir þoldu þetta en samt var ekkert auðvelt að ná lengri öxlinum út. Eins og sést á myndunum var ég ekki á góðum dekkjum þarna, kannski sem betur fer, hefði örugglega dugað til að koma honum á hliðina.
Kramið í þeim er ekki það sama eftir því sem ég best veit, þó að þeir séu með jafn/svipaðstórann mótor er það ekki sama dótið, 80cruisers vélin er meira nýmóðins vél, gerð til að höndla snúning yfir 2200rpm í lengri tíma, hinsvegar held ég að lágsnúnningstogið sé meira í eldri vélunum.
Ætti svona bíll á 39.5 ekki að vera að gera góða hluti? Er með minn á svoleiðis núna, Irok og líkar vel, gott að keyra á þeim og standa vel á "14 felgum.
31.10.2006 at 15:51 #566030Já verðið er svakalegt, en sumir segja að maður fái það sem maður borgar fyrir.
Er með 60 cruiser sem er breyttur á "44, á loftpúðum og með færða afturhásingu, 27cm, það er svosem mjög skemmtilegur bíll en er kominn til ára sinna og búinn að þurfa þónokkuð viðhald, þannig að smá viðhald er eitthvað sem maður er vanur, mótor, bognar hásingarog svona smáatriði!
Er einnig að hugsa þetta út frá því að geta átt skemmtilegri keyrslubíl.Önkúll Siggi, Þessi bíll deyr aldrei, bara skiptipælingar. Er staddur í Hrútafirði núna, einmitt að smíða brú með Húnvetningum!
31.10.2006 at 13:00 #198857Mig vantar upplýsingar um breytingar á Landcruiser 80.
Hvað þarf mikið að hækka þá fyrir „44, þarf að hækka á boddýi eða er nóg að leggja undir gorma og síkka stífufestingar? Borgar sig að lækka drif? eða fá aukamillikassa?
Erfitt að gera upp við sig hvort að það borgi sig að kaupa óbreyttann bíl og breyta honum, það eru svo stórir verðmiðar á þessum bílum!
Ef einhver á svona til sölu má alveg hafa samband
31.10.2006 at 12:28 #565950Ég hef tvisvar keypt notaða "36 ganga hjá Nesdekk og svo hef ég stundum frétt af dekkjum í GVS.
27.10.2006 at 19:17 #565478Tek undir þetta með loftpúðanna, algjör snilld. Langar samt að benda þér á aðra dempara, Rancho 9000, ætla ekki að fara að standa í einhverju þrasi um hvor sé betri, Koni eða Rancho, það virðast vera endalaus trúarbrögð um það, maður er alltaf að heyra sitthvora hlutina á sama hálftímanum um svona dempara. En það sem Rancho hefur fram yfir Koni er aðferðin til að stilla, í Koni þarftu að pressa demparann alveg saman og snúa honum eitthvað ákveðið mikið til að stiklla stífleikann (kostar það að það þarf að losa hann a.m.k. öðru megin) en á Rancho 9000 er lítil skífa utan á demparanum sem maður snýr á þess að þurfa að losa neitt. Svo geturu náttúrulega fengið stýrikerfi á demparana þannig að þú getir bara stillt þá inni í bíl. Ég er með svoleiðis búnað, það er mjög þægilegt að geta spilað svona á þetta, þ.e. púðana og demparana eftir mismunandi aðstæðum.
P.s. Heil demparagúmmí hafa meira að segja heldur en tegundin á demparanum.
LC-hilsen
25.10.2006 at 20:59 #565148Mæli hiklaust með þeim, svo lengi sem segullokarnir eru til friðs!
Aftur hásingin í bílnum hjá mér er færð aftur um 27cm, virðist hafa mikið að segja, ótrúleg drifgeta á t.d. "38 á svona þungum bíl.
Lenti í því í fyrra haust að taka farþega úr öðrum bíl með mér í smá dagsferð, þannig að það voru 7 manns í bílnum, þá var gott að geta bætt í púðana að aftan til að mæta þessari hleðslu, það var mjög þungt og leiðinlegt færi og ekki séns að fá bílinn til að fljóta en alltaf bröltir þetta áfram, alveg þangað til að þyngdarlögmálið segir til sín og "38 hjól í 2 psi gefst upp undan öllu saman!
25.10.2006 at 20:51 #565096Hvernig er það, passar ekki startari úr hilux eða gamla stutta cruiser (´86-´91) í þessa vél? Ég var með minn startara í höndunum um daginn, úr ´88 bíl, og ég gat ekki betur séð en að þeir líti alveg eins út, og jafnvel möguleiki á að gera einn úr tveimur, þ.e. bendixinn og gírinn úr 24v startaranum og rafmótorinn og það dót úr 12v startaranum.
Annars er auka geymir fyrir 12v í bílnum hjá mér, er bara með straumbreyti sem hleður inná 12v geyminn.
Lifi 60 cruiserinn!
08.10.2006 at 22:39 #562836Annars hefur aldrei virkilega reynt á þetta! Jeepcj7, kemur þessi brandari um lítið notað lágadrif enn einu sinni upp á borðið! lendirðu kannski ekki oft í ófærum? haha! Var nokkuð svona búnaður í þínum gamla græna?
Kær kveðja úr sveitinni!
08.10.2006 at 19:02 #562830Hafa menn ekkert verið að setja lógír í þessa bíla?
Það væri nú ekkert leiðinlegt að vera með svoleiðis stundum, er ekki hægt að nota annann millikassa úr samskonar bíl? Annars er búið að breyta millikassanum hjá mér, komið lágadrif úr sjálfskiptum bíl, sem á að vera 17% lægra og það munar strax um það.
-
AuthorReplies