Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.09.2007 at 12:58 #596344
Það myndi einmitt akkúrat passa saman, hedd af 2LT og blokk af 2L ef þeir eru báðar af "eldri" gerðinni. Svo er kannski ekki svo vitlaust að nota kassann úr cruisernum líka, held að hann sé sterkari en Hilux kassinn
09.09.2007 at 22:55 #596336Seldu það ekki dýrara en þú keyptir það…
Ég held að vélarnar sem komu í gömlu krúserunum hafi verið af eldri týpu af þessum móturum, 2L seríunni, LCII var líka til túrbínulaus og eins voru þessar vélar líka í fólksbílum t.d. Toyota Crown og jafnvel Cressida, held að vélin sem kemur í Hilux, 89 og þar eftir sé ekki alveg eins en þó er alls ekki útilokað að heddið passi á milli, allavega ætla ég ekki að útiloka það, en varla hafa verið gerðar stórvægilegar breytingar, til að mynda er slagrýmið það sama, (2446) í báðum vélunum.
En er eitthvað því til fyrirstöðu að færa bara vélina eins og hún leggur sig úr LCinum yfir í Lúxann? Held að gatasetningin á blokkinni sé sú sama fyrir stykkin sem þyrfti að færa á milli, ef þess þarf. Held að hún passi á gírkassann og startarinn er sá sami þannig að það ætti ekki að vera stórmál.
Annars má vel vera að ég sé bara að bulla um að þær séu ekki eins, t.d setti ég tímareim sem var keypt á LCII á hilux vél. En eitt veit ég fyrir víst, ventlalokin eru ekki eins! en það telst nú varla stórmál
ona að þetta gangi sem best hjá þér!
28.08.2007 at 23:08 #595576Ég hélt nú að svona 3-7 væri algengt en svo er þetta kannski dáldið misjafnt eftir bílum, færði úr 2 í 5 minnir mig á LC60 og það var mikil breyting til batnaðar, held samt að 16 gráður sé kannski í það mesta, án þess að vita það þó fyrir víst.
23.08.2007 at 09:21 #595150Hver er sósa núna ha?
22.08.2007 at 23:08 #595146Það er ekki laust við að maður fyllist þjóðar og Toyota stolti sem aldrei fyrr við að horfa á þetta!!!
Fannst samt afglapaskapur hjá þeim að vera ekki í beltum miðað við akstursmátann…
Voru þetta AT menn sem fóru með þeim?
02.08.2007 at 12:51 #594276Umrædd talstöð heitir TF-2800M og er frá Jesú.
Ef einhvern langar í svona stöð og vill skipta á annari þá má vel skoða slíkt.
01.08.2007 at 22:57 #594334TUDOR, drengur, TUDOR.
Og svo TUBORG fyrir afganginn!
Allavega eru Tudor geymar í LC og hafa verið að gera það afskaplega gott. En þó er ekki víst að ein tegundin sé öðrum fremri nú til dags. Gott ef það voru ekki tudor geymar í gamla Hilux líka.
Vegni þér svo vel.
31.07.2007 at 22:39 #594272Nú hef ég ákveðið að halda mig á jörðinni svona um sinn að minnsta kosti, og voru fyrirbyggjandi aðgerðir gerðar, ég verslaði mér Hilux í gærkvöldi, þessháttar bílar munu víst mun latari til flugs heldur en títt nefndur Landcruiser með Boeing sál. Annars veit ég ekki hverskonar fjarskipti þeir notast við í háloftunum sem eru atvinnumenn í þeim geira en hefði ég þurft að koma einhverjum skilaboðum á framfæri hefði ég að öllum líkindum notast við elstu og öruggustu(uppaðvissumarki) fjarskiptatæknina, að hrópa hátt og kalla, jafnvel öskra og æpa.
En aftur að talstöðinni, ég nenni nú ekki fyrir nokkurn mun að fara að þvælast á námskeið í þessum efnum þó svo að eflaust sé það bæði gagn- og fróðlegt en hef engu að síður mikinn áhuga að uppfræðast meira um þessa stöð, því að ég vona innilega að ég sé ekki með einhvern fjandann í höndunum sem getur truflað og skemmt fyrir öðrum eða verið til einhverra annarra vandræða. Er einhver aðili sem maður gæti sett sig í samband við til að fræðast um þetta?
Reyndar gerir varla mikið til þó að það bráðni eitthvað í stöðinni hjá þér Siggi minn, ertu ekki hættur að flækjast út fyrir GSM dreifisvæði svo nokkru nemi?
Nei svona má maður ekki láta við frænda sinn!
31.07.2007 at 16:03 #594266Nú spyr ég eins og fávís portkona, þarf maður að vera með einhver réttindi til að nota það sem kallað er amatörstöðvar? Er með yeasu stöð sem mér var sagt að væri amatörstöð og að það væri hægt að forrita rásir inní hana?
Ekki það að ég ætli að fara að "hakka" mig inná einhverjar rásir t.d. hjá björgunarsveitum en langar að vita aðeins meira um málið.
06.07.2007 at 21:02 #593192Sælir strákar, þetta er fyrst og fremst spurning um að það sé hægt að koma saman stýrisgangi á vitrænann hátt, samskonar hlutföll og hæfilega breidd, t.d kæmi, hilux og patrol þar sterkir inn, patrolinn þó heldur líklegri, enda stærra drif og sterkara rör og það ætti að vera auðvelt að ná í þannig hásingu þar sem að þetta liggur víða ónýtt í bunkum, ehehemm, jæja best að hafa sig hægann!
Svo er líka bara spurning um að fá sér bíl með hásingu!
04.05.2007 at 14:46 #590306Já, þetta fæst mikið með skurðinum. Allavega sá ég fulla ástæðu til að skera Irocinn þónokkuð undir 60 krúsann, þó svo að hann teljist seint sem einhver léttavara!
Eru margir útíbækallar sem eiga svona dekkjahnífa?
04.05.2007 at 11:48 #590294Vals, það skyldi þó ekki hafa verið bíllinn minn sem þú sást á 10" breiðum felgum??? Brúnn 60 krúser með stórt tengdamömmubox???
Ég var allavega með þau á 10" álfelgum síðasta sumar vegna felguhallæris, reyndar var mjög gott að keyra á því, þurfti ekki einu sinni að láta ballansera, þetta virðast vera mjög vel smíðuð dekk. En síðan setti ég dekkin á 14" felgur í haust, það var dáldið maus að koma þeim á en það tókst á endanum með sérstakri heimasmíðaðri græju.
Ási í GVS sagði að það borgaði sig ekki að setja þau á breiðari felgu, enda held ég að þetta virki mjög fínt. Sá einn um daginn á 12" felgum og þau voru strax mun reiðhjólalegri en þó mun skárri en með 10" felgum.
02.05.2007 at 13:22 #590126OK, fyrst þetta er hásing, tékkaðu á bilinu á milli felgubrúna aftan og framan, á framdekkjunum, hafðu bílinn á lofti að framan á meðan. Það er ágætt að hafa hann innskeifann um tæpann millimeter. Allir stýrisendar í lagi? Slitin DC, uppskrift að slökum aksturseiginleikum, sér í lagi ef þau eru kevlar en ekki radial.
Spindilhalli, 3°-5°. Ég jók spindilhallann hjá mér (LC60) úr 1,5° í 4,5° og það var mikill munur.
Eins geta hjóla og spindillegur haft mikið að segja.
26.04.2007 at 20:33 #589474Ég á 90 cruiser og hann skiptir sér seinna í lága drifinu, kippir óþarflega hraustlega í stundum.
10.04.2007 at 23:04 #587576Ég réðst á bílinn hjá Jóni Inga núna fyrir páskana og skrúfaði þá alveg í botn, mér fannst nú ekki mikið gerast en þetta rétt dugði til að koma "36 undir hann. Hiluxinn sem ég átti var alltof mikið skrúfaður upp á flexitorunum sem gerði hann leiðinlegann að því leyti til að það var lítið eftir af sundurslættinum, hann lyfti aft hjólum og skall harkalega niður aftur, og það sem verra var, hann braut öxla í stórum stíl, það kemur svo mikil beygja á liðina á öxlunum að þegar það kom skyndilegt átak í beygju heyrðist klonk og bölv í eigandanum, síðan skrúfaði ég hann til baka eins mikið og ég gat til að hafa pláss fyrir dekkin, var ekki búinn að skipta um neinn öxul þegar ég seldi hann rúmu ári síðar. Og þessi litla fjöðrun stórskánaði!
Komst samt uppá Drangajökul með brotin framöxul í nokkuð þungu færi einu sinni, þökk sé LockRight!
Gangi þér vel!
03.04.2007 at 21:51 #587078Sælir!
Ertu búinn að kaupa mæli? Ef þú ert ekki búinn að því væri ekki alveg galið að fá mæli sem sýnir líka psi, það var alltaf talað um að það borgaði sig ekki að þjappa meiru en 7psi inná hilux mótor, þ.e. ef hann er ekki byggður fyrir túrbínu, ég veit reyndar um bíl sem er held ég keyrður einhver 400+þúsund og ekki fyrir löngu var sett á hann túrbína af VM vél (2.4) sem blæs ein 13 psi en það er víst ekkert lát að finna á honum.
Ég held að það sé eina "vitræna leiðin" til að auka þrýstinginn frá túrbínunni sé að minnka framhjá hlaupið, ég ætla að láta ósagt látið um hvað það borgar sig að setja margar skinnur, enda eru þær ein misþykkar og þær eru margar
hef líka séð aðra aðferð við að minnka framhjáhlaupið, hún var sú að armurinn á milli membrunnar og lokans var tekin í sundur, styttur og svo soðinn saman aftur.
Svo eru fleiri möguleikar ef þeir eru þá ekki til staðar nú þegar, millikælir, smá auka olía og sverara og opnara púst.
Er þetta original túrbína eða eitthvað eftir ásett, t.d. Garrett eða IHI af subaru?
03.01.2007 at 21:13 #573702Ég keypti spacera hjá Skerpu í Hafnarfirði, minnir að það hafi verið 2000kr stykkið, reyndar stál, 4mm þykka, hann vildi ekki gera þykkari, enda er þetta ekki talið hollt fyrir felguboltana.
23.12.2006 at 19:34 #572322Sérstaklega þegar stærri mótorinn er ekki rétt merktur! Félagi minn er búinn að vera með tvo Hiluxa, báða dc með xc palli, s.s. lengda, báðir á 5.29 drifum, annar með original mótor sem búið var að setja á túrbó og millikæli og í hinum er 2.8 rocky mótor, og er sá, án allra orðalenginga, ákaflega leiðinlegt og ómögulegt fyrirbæri í alla staði, aflminni en 2L mótorinn, seinn í gang og svo var stórmál að fá helv. bílinn til að kúpla þar sem að það var eitthvað skelfilega hallærislegt klúður viðhaft við það útbúa kúplingsbúnað á þennann vanskapling!
Ekki setja krabbamein að óþörfu!
Jólakveðja í Hvalfjarðarsveitina!
Villi Toyota unnandi!
10.12.2006 at 13:15 #570824Og hvað heldur þú að 2.5 pajero mótor verði lengi til frásagnar í LC 60? Það þyrfti sennilega að taka af stað í lágadrifinu.
Annars máttu prófa að smella vélinni á milli ef þú sérð um það sjálfur og skilar sexunni aftur ofan í húddið á cruisernum!
Hver er sinnar kæfu smiður!
10.12.2006 at 11:47 #570820Vitiði hvað það var mikið flutt inn af þessum bílum á sínum tíma?
Var nefnilega búinn að sjá tvo svona bíla auglýsta inná bílasölum.is, en það stóð reyndar ekkert hvort þeir væru heavy duty en þeir voru báðir með 6 cyl vélina.Veit einhver um túrbínu í lc 60?
Toyota kveðja!
-
AuthorReplies