Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.04.2008 at 00:17 #618882
Sælir félagar. Tómás er varfærinn maður og fer vel með þessa ferla. Það er rétt að jökullinn er ansi sprunginn en það eru svæði sem eru sæmilega örugg. Verst að vita ekki nákvæmlega hvar þau eru, kveðja Þórhallur
31.03.2008 at 19:49 #618872Tómas ég hef bæði ferla fyrir jeppa og eins gönguferil, sendi þér þá á póstinn hjá þér. Það eru tvær leiðir upp á jökul að vestan verðu en mikilvægt að halda sé á réttri leið að hábungunni. Fékk frá Ofsa þessar jeppaleiðir vonandi er í lagi að senda þér þær. Kveðja Þórhallur
06.03.2008 at 21:54 #615218Stafræna tilkynningarskyldan, STK, er VHF kerfi og hefur þjónað sjómönnum vel. Í framtíðinni verður AIS kerfið notað í stað STK en það er alþjóðlegt kerfi. Til að geta sinnt bátaflotanum þarf ekki aðeins langdræg kerfi heldur þurfa sendar að vera í mikilli hæð. Til að geta sinnt landgrunninu þarf að setja senda víðast í 600-1000 metra hæð, drægni er þá 100-150 km. Það var settur TETRA sendir á Bláfjöll sem dró 150 km. Landhelgisgæslan prufaði kerfið með góðum árangri, mesta drægni var 136 km frá sendi. Ástæðan fyrir því að ekki var farið í að setja upp slíkt kerfi í stað STK var einfaldlega allt of mikill kostnaður og von um að alþjóðleg kerfi taki núverandi STK kerfi. Varðandi símaþjónustu við sjómenn þá er langdrægt GSM besti kosturinn og Vodafon er byrjað á því verkefni.
24.02.2008 at 20:27 #614998– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
Hjá stjórn 4×4.
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
Flestir fá aðgang enn sem komið er. Þeir fá almenna talhópa auk 4*4 talhópanna sem eru 3 talsins. Uppkalshópurinn virðist þó vera nánast eingöngu notaður. Ekkert mál er að fjölga talhópum.
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
Um 50 skráðir í 4×4 klúbbnum eru með TETRA og einhverjir sem eru með fyrirtækisstöðvar en með 4*4 talhópa í þeim einnig og þá sem meðlimir í klúbbnum. Rúmlega 3000 stöðvar eru í kerfinu í dag og verða þær um 4000 í byrjun maí. Þegar fleiri en 5000 stöðvar eru komnar verður aðgangur almennings takmarkaður.
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
Mánaðargjald eru 1140 kr,. á mán auk vsk. Samtöl í farsímann er sviðpað og í NMT kerfinu.
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?
Það veit enginn. Umræðan hér á vefnum er sérkennileg og í litlu samræmi við veruleikann. Neyðarlínan er ekki að auglýsa Tetra fyrir almenning en að ósk stjórnar var opnað fyrir félagsmenn á kerfið. Varðandi útbreiðslu mun ekkert fjarskiptakerfi á landinu hafa eins mikla útbreyðslu og Tetra kerfið. Það er staðreynd. ´
Kveðja Þórhallur
10.02.2008 at 11:53 #613474Það er gert ráð fyrir 17 TETRA sendum á fjöll og auk þess 10-14 í byggð til að stoppa í göt. Einnig verða settir upp endurvarpar í sama tilgangi. Fjöldi þeirra verður ákveðin eftir útbreiðslumælingar. GSM sambandi í Setrinu kemur frá sendi á Búrfelli og er sjónlína um 70 km. Þess vegna er ekki innanhússdekkun. Tetra merkið kemur frá Skrokköldu og er 31 km frá Setrinu. Þórhallur
24.09.2007 at 20:41 #597896Sæll Skúli. Á föstudag fór ég í Jökulheima og gisti þar. Það er varla snjór á allri leiðinni. Suðurlandsdeildin fór sömu leið á laugardag og fóru um Hágöngur í Nýjadal. Ég fór hinsvegar í Hrauneyjar og þaðan í Nýjadal og var talsverður snjór á köflum þar uppfrá en ekki til trafala fyrir sæmilega bíla. Á sunnudag fór ég í Þjófadali og var alautt alla leið þannig að veturinn er ekki kominn og Vonarskarð ætti að vera vel fært fyrir sæmilega búna bíla, kveðja Þórhallur
01.05.2007 at 20:17 #200243Veit einhver hvernig er að komast í Jökulheima núna? Er einhver á leiðinni þangað um næstu helgi? Erum að fara nokkrir í gönguferð frá Jökulheimum í Kerlingar og þaðan í Grímsvötn og til baka. Er á 44″ Patrol. Það er komið drullutímabil víða og ef einhver hefur vitneskju um hvernig ástandið er þarna væri gott að fá upplýsingar um það. Þórhallur
11.01.2007 at 18:36 #573962Allir jeppamenn sem ferðast á hálendinu eru sammála því að hópfjarskipti séu hluti af stemmingunni. Alla vega þá væri lítið gaman ef þeirra nyti ekki við unnt sé að tala á milli bíla, m.a þegar verið er að losa bíla úr festu. TETRA er hópfjarskiptakerfi sem einnig er sími og sameinar allar þarfir þeirra sem þurfa mismunandi fjarskipti. Það er því ekki rétt að bera þetta saman við almenna GSM síma. Hópfjarskiptaþjónusta þarf einnig að vera á viðráðanlegt verði. Í dag eru 4×4 og björgunarsveitirnar að halda uppi fjarskiptakerfi sem allir nýta. Góðar Motorola 800 stöðvar eru fáanlegar hér fyrir u.þ.b 75 þúsund. Þanning stöðvar uppfylla allar venjulegar þarfir ferðalanga. Clertone – og Sepura stöðvarnar eru dýrari og eru einnig gatway og þar af leiðandi talsvert dýrari. Allar þessar stöðvar eru 10 watt. Samkvæmt TETRA staðlinum eru 4 power classar 1- 30 wött 2- 10 wött 3- 3 wött og 4- 1 watt. Classi 3 og 4 eru fyrir handstöðvar classi 2 fyrir bílstöðvar og classi 1 fyrir endurvarpa.
11.01.2007 at 14:14 #573952Það er erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu á þessum vettvangi en ég ætla að reyna. Ef fjarskiptakerfi nær að dekka landssvæði sem ná til 95-98% landssvæðis þá tel ég persónulega það vera ásættanlegt. Kostnaðurinn við "landsdekkandi" stafrænt fjarskiptakerfi er kostnaðarlega óraunhæft og ónauðsynlegt. Öll ríki í vestanverðri Evrópu, nema Lettland hafa ákveðið að TETRA verði framtíðaröryggiskerfi. TETRA er að ólíkt GSM og hefur aðra notkunarmöguleika. TETRA er töluvert flóknara en GSM. Þetta er fyrst og fremst farstöðvarkerfi með möguleika á símþjónustu. GSM verður væntanlega stækkað enn frekar og dregur úr þörf á öðrum fjarskiptakerfum. TETRA sendir sem verið er að setja upp á Bláfelli dekkar mjög stórt svæði sem verið er að jeppast á og er áhugi hjá símafélögunum að setja þar upp GSM sendi. Hvað eldri fjarskiptakefi áhrærir þá er reynslan sú að þegar nýtt og fullkomnara er komið þá velja menn það frekar. Þórhallur
10.01.2007 at 20:40 #573944Neyðarlínan rekur fjarskiptakerfin sem eru fyrir sjó, sem eru á VHF, miðbylgju og stuttbylgju. Þessi fjarskiptakerfi byggja á gamalli tækni og er nútíma fjarskiptatækni að leysa þau af hólmi þar sem það er mögulegt. Sendistyrkur í TETRA sendum er 25-40 Watt. Reynt er að fá 25 wött í loftnet. Bílstöðvar í TETRA eru 5-10 og 15 wött. Handstöðvar eru 1 watt. NMT er með svipaðan sendistyrk frá sendum. Bílstöðvar í NMT eru frá 2-15 wött. Þannig að ekki er um neinn mun að ræða hvað afl varðar en tæknin gerólík því NMT er analog fjarskipti en TETRA stafræn. Nýju MOTOROLA 850 handstöðvar sem eru með innbyggðu GPS tæki kosta um 60 þús. og er nýjasta og öflugasta handstöðin á markaðnum í dag. Næmni stöðvarinnar er töluvert meiri en en gömlu 15watta Motorola bílstöðvarinnar þannig að tækninni hefur fleygt fram á síðustu 5 árum. Þórhallur
10.01.2007 at 18:25 #573940Tæknilega er það rétt að ekkert fjarskiptakerfi verði landsdekkandi en markmiðið er að dekka a.mk. núverandi NMT svæði auk þess að bæta dreifingu á jöklum. Það svæði sem eru dauð er unnt að dekka með "DM gateway" þ.e.a.s að bílstöð sem hefur þessa getu getur endurvarpað frá öðrum stöðvum sem ekki ná endurvarpa. Þórhallur
10.01.2007 at 18:03 #573936Varðandi útbreiðslu á TETRA þá er vísað í heimasíðu Neyðarlínunnar. Þar er tekið fram að meðfylgjandi útbreiðsla er miðuð við 111 senda. Neyðarlínan hefur keypt 150 senda sem verið er að setja upp og verða rúmlega 110 komnir upp 1. maí n.k. Næstu 40 sendar verða nýttir til að ljúka við að þekja landið þ.m.t jökla og hálendið. Þetta eru töluvert fleiri sendar en eru í NMT kerfinu. Drægni TETRA er um 58 km og er hvorutveggja talstöð og sími. Væntanlega verður komið TETRA samband í Setrið fyrir haustmánuði. Stjórnvöld hafa ákveðið að TETRA verði landsdekkandi neyðar og öryggisfjarskiptakerfi. Þórhallur
16.04.2006 at 16:24 #549534Varðandi fjallaferðir og hremmingar þá er það óhjákvæmilegur hluti af því að ferðast um hálendið að lenda í basli sem getur endað með því að þurfa að biðja um aðstoð. Mín reynsla af því að ferðast með félögum á fjöllum er ósérhlífni og hjálpsemi á hverju sem gengur og að læra að segja "takk fyrir" þegar hjálpin er veitt. Það er gott framtak hjá stjórninni að hafa námskeið fyrir þá sem eru að byrja að aka á fjöll eins og fram kom hjá Skúla hér að framan. Reynslan er einnig mikilvæg og við vorum allir byrjendur einu sinni. Reynslan er mikilvægust þegar öllu er á botninn hvolft. Sumir sem lenda í hremmingum hafa enga reynslu og vita ekki út í hvað þeir eru að fara og lenda því óhjákvæmilega í basli sem getur endað með ósköpum. Björgunarsveitir Landsbjargar eru ávalt reiðubúnar til aðstoðar og þrátt fyrir að sá sem hefur lent í vandæðum og hafi uppskorið í samræmi við uppleggið þá er enginn eftirmáli, hjálpin er veitt með sama hugarfari og við félagarnir á fjöllum. Eftir tæp 30 ár á fjöllum er maður ennþá að læra. Fór einbíla á fjöll um daginn, á 44" Patról spil og allur pakkinn en lenti í á þegar ísspöng gaf sig. Eftir tvo tíma þá hafði ég samband við björgunarsveit og þeir voru farnir af stað eftir 15 mínótur. Sem betur fer tókst mér að krafla mig upp úr stuttu seinna. Það er betra að biðja um hjálp en að gera það ekki. Það eru allir meira en reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda án eftirmála. Það er betra að þiggja ekki hjálp hjá þeim sem telja það eftir sér.
Kveðja Þórhallur
16.04.2006 at 15:50 #549676Takk fyrir upplýsingarnar það er mikilvægt að eiga þær leiðir, sem fara á, áður en farið er á fjöll. Fann nokkrar sem mig vantaði og þakka fyrir þessar upplýsingar
Kveðja Þórhallur
13.02.2006 at 23:18 #541270Það er unnt að kaupa "GPS fyrir alla" handbók um notkun GPS tækja hjá Landsbjörg í Skógarhlíðinni. Mig minnir að hún kosti 1900 kr.
-
AuthorReplies