Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.12.2008 at 23:51 #203297
Þetta er víst búnaðurinn minn 2 gírkassar settir saman 5 gírinn tekinn aftan af þeim fremri til þess að stytta lengjuna svínvirkar og búinn að keyra með þetta í tvö ár án þess að líta á þetta. Hentar líka vel þar sem auðvelt er að nota þetta í öllum færum. bara að hringja ef þú hefur einhverja spurningar
kv Tóti
6968815
30.11.2008 at 19:49 #203288Jæja snillingar þar sem bensínið er orðið miklu ódýrara en dísil fer maður alltaf að spá í hvort ekki væri sniðugt að skipta yfir fá fleiri hesta og meiri snerpu. En hvað hafa menn verið að setja í þessa stærri jeppa eins og Patrol og cruser og er ekkert vesen á innspítinga mótorum vs blöndungs í miklu frosti. En svo er það alltaf eyðslan hvað eru þessir mótorar að drekka vs dísil.
dísilkv Tóti
02.01.2008 at 22:58 #201514Það vill svo til að mitsubishi nmt síminn minn ákvað að bila þannig að mig vantar að vita um eitthvað gott verkstæði fyrir hann.
Með fyrirfram þökk Þórir
24.12.2007 at 22:10 #607550Viljum óska öllum jeppaköllum og konum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ferðaári með ósk um gríðarlegt magn af snjó á komandi ári.
Jólakveðja Tóti og Útlagarnir
17.11.2007 at 16:19 #601030staðfesti hér með
kv Þórir
27.10.2007 at 20:24 #600934Ég er til í 4 stykki 46" fyrir 15" felgur
kv Þórir Kristmundsson
6968815
07.06.2007 at 00:02 #200402Mæli með því ef mönnum leiðist að kíkja inn á http://www.usa6x6.com fullt af flottum myndum og myndböndum. Og hægt að finna nýjar hugmyndir um breytingar á bílunum okkar svo sem flottar mileteri hásingar og margt fleira flott dót.
kv Þórir
04.05.2007 at 23:14 #590408Sælir ég hef nú keypt allar pakkningar í minn hjá Kistufelli Skipholti, þeir eiga allt settið og stakar pakningar en hosuna verður þú því miður að versla hjá Ingvari eða að láta pantana fyrir þig því þeir eiga mjög lítið á lager í þessa bíla þegar mín fór þá reddaði ég henni bara með rörbút á milli á meðan þeir voru að koma nýju hosunni til landsinns
kv Tóti
á til gamla ef þig vantar í neyð
6968815
14.04.2007 at 20:55 #200126Langar að heyra aðeins frá ykkur sem að voruð á dc 44″ og fóruð í 46″ hvernig eru þau að virka í miklu púðri. Eru þau að stela miklu afli miðað við dc hef heyrt að þau séu margfalt betri í venjulegum akstri en dc hoppi ekkert og séu nokkuð rásföst og hvernig eru menn að micro skera þau.
Ferðakv Tóti sem langar í 46″
12.01.2007 at 20:10 #575022Ætlum 2 útlagar að skella okkur yfir langaskafl og á Hveravelli leggjum af stað frá shell vestulandsvegi kl 8:00 og gista þar eina nótt, velkomið að fljóta með
Ferðakv Tóti
utlagar.is
06.01.2007 at 20:59 #573756Vorum að koma af jöklinum í engu skyggni. Ætluðum í Skóflukleif en vegna svaka þungs færis og stuttum tíma var ákveðið að snúa við þar sem færið þyngdist einungis vorum á 1 lc 80 og 1 patta báðir á 44", hraðinn á jökli var lolo 1-3.5 km það snjóaði þó nokkuð og förin voru fljót að fyllast aftur gæti trúað því að síðustu daga hafi snjóað ca2 m jafnfallið en jökullinn mjög sléttur og fínn um að gera að drífa sig af stað og spóla svolítið.
Ferðakv Tóti
http://www.utlagar.is
08.12.2006 at 14:35 #570756veit að Hannes Jón átti svona loku auka allt í lagi að athuga það
hér er númerið 6944714
ferðakv Tóti
26.02.2006 at 13:13 #544754Vottum fjöslyldu og ættingjum mannsinns sem lét lífið í þesu hörmulega slysi alla okkar samúð megi guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Einnig viljum við óska þeim sem lifði slysið af skjóts bata.
Með Samúðarkveðju
Þórir og Steinnunn Lilja
15.02.2006 at 21:20 #542842Skálavörðurinn á Hveravöllum núna heitir Gunnar og síminn beint í skálann er 4524200. heyrði í honum áðan og var bongó blíða í dag en var að hvessa. Var að panta og var nóg pláss laust
Ferðakv Tóti
14.02.2006 at 00:02 #542618Hvernig er það Benni minn átti ekkert að bjóða öllum aftur sem að mættu í fyrra við sunnan menn vorum nú eiginlega þeir einu sem mættu á réttum tíma og vöknuðum á Hveravöllum daginn eftir, ef mig minnir rétt þá voru pantað fyrir 40-50 manns í mat veit ekki hvað margir mættu en það voru nú frekar fáir allavega voru að mig minnir 4-5 bílar að norðan samferða okkur norðuraf á sunnudagsmorgni. En staðsetningin er nú þannig að allir ættu að komast stórslysalaust í þorramatinn að þessu sinni.
með þorrakveðju Tóti
12.02.2006 at 03:00 #542426Þetta hefur nú verið fín ferð hjá þér Benni minn en það er ekkert verið að bjóða manni með í svona ferðir heldur farið bara einbíla getur engin ferðast samferða pæjuni lengur eða hvað
Ferðakv vinnandi Tóti
29.01.2006 at 18:56 #540414Þakka kærlega fyrir góð svör fórum á laugardagsmorgun og renndum upp í Setur fórum yfir Sóleyjarhöfðann fengum fínt veður og ágætis færi aðeins byrjað að blotna í. Fín ferð fengum okkur kaffisopa í Setrinu og héldum heim á leið aftur vegna slæmrar veðurspár
Feðakv Tóti
25.01.2006 at 23:24 #197170Veit einhver stöðuna á vaðinu við Sóleyjarhöfðann hvort það sé opið eða lokað og hvernig snjóalög eru í Setrinu
Ferðakv Tóti Útlagi
14.12.2005 at 22:51 #535996Ætlum að fara yfir langjökul á föstud og niður á Hveravelli óráðið hvert þaðan verður haldið
ferðakv Tóti
11.12.2005 at 11:02 #535502Sælir er með Patrol 44" með 3.3 orginal turbo og búinn að setja cooler og stytta vacum pinnan skellti bústmæli í hann og tók úr soggreininni aukaventil sem að hleypir framhjá í 05-06 pundum er að bústa hann núna um 10-13 pund og búinn að auka aðeins við olíuna bara að passa að gefa ekki of mikla olíu gerði þau mistök sjálfur og sprengdi mótorinn stipla og hedd. Er nokkuð sáttur aflið og togið er gott
ferðakv Tóti
-
AuthorReplies