Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.01.2008 at 16:32 #201624
Hvernig er það með þorrablótið hjá 4×4 þarf ekki að fá sjálfboðaliða til að fara með matinn uppeftir?
Ég held að mér sé óhætt að bjóða mig, Óskar Abba og Gísla Snorkel í það að fara uppeftir með matinn á fimmtudeginum. Ég get reyndar ekki verið alveg 100% viss þar sem Gísli er ennþá undir með slípirokkin en ef ég þekki hann rétt þá verður hann klár. Annað er svo með Óskar, hvort hann verði búinn að laga og brjóta eitthvað nýtt fyrir febrúar.
Eru ekki fleiri sem væru til í að slást í hópinn ef við fáum þetta mikilvæga hlutverk??Kveðja í bili, Theodór.
14.01.2008 at 19:42 #201616Nú eru auglýstir þrír Ram bílar á bilasolur.is.
Þeir eru árgerð 2004 á 10.9 m ,2005 á 10,4 m og 2007 á 8,9 m . Hvað geta menn sagt mér um þessa bíla. Hvaða bíl af þessum er maður að gera bestu kaupin í ? Annað, vita menn um einhverja svipaða bíla til sölu?
Vinsamlega ekki kaffæra þessari spurningu í einhverju bulli!
Kveðja, Theodór.
12.01.2008 at 10:51 #201599Ég vil þakka Heklu fyrir flottar móttökur í gærkvöldi. Það var gaman að hittast og spjalla yfir freiðandi ölinu og öðru góðgæti. Menn sögðu að sjálfsögðu vígasögur af sjálfum sér og öðrum eins og venja er á svona hátíðarstundu, Geiri Ólafs fór á kostum og Indverska prinsessan tók einnig lagið. Þakka Ólafi Ragnari fyrir flotta ræðu og eins var gaman af atriðinu hjá Davíð. Óskar abba hefði alveg mátt láta eiga sig að vera abbast upp á Dorrit en hún tók því bara ótrúlega vel. Nú er bara að slá saman í púkk til að leysa hann út
Kveðja , Theodór.
10.01.2008 at 21:22 #601086Þeir sem eru skráðir fyrir 46" dekkjum eru minntir á að mæta hjá dekkjaverkstæði Heklu á morgun kl.18
að sækja dekkin og drekka nokkra öllara í tilefni dagsins. Annar hver jeppi á landinu komin á 46 tommu dekk. Þeir sem eru skráðir mega gjarnan taka einhvern með sér. Bendi mönnum á að dekkjadeildin hjá þeim er á Klettagörðum 8-10, rétt hjá Eimskip.
07.01.2008 at 22:03 #601084Hvað er þetta?? fílar þú ekki aðalmanninn í músíkinni, sjálfan Geir? Aðrir eins eðaltónlistarmenn hafa ekki látið í sér heyra síðan Hallbjörn var upp á sitt besta.
Kveðja, Theodor.
07.01.2008 at 19:21 #601080Bara að minna menn á Gala kvöldið hjá Heklu. Muna að senda kjólfötin í hrensun. Þeir eru búnir að panta kampavínið og rokkbandið U2 eru komnir til landsins. Spurning hvort við ættum að tala við Geir Ólafs og fá hann til að taka nokkur lög.
Kveðja, Theodor.
04.01.2008 at 12:58 #601074Smá breyting. Ætlum að vera kl 18 00 en ekki kl 1700 eins og ég nefni hér fyrr.
Þeir hjá Heklu ætla að bjóða okkur dekkjalistamönnum í bjór og snittur föstudaginn 11 janúar 2008 klukkan 18 00.
Þeir geta þó afhent einhver dekk strax á morgun fyrir þá sem eru orðnir mjög óþolinmóðir. Við sem erum á listanum þurfum nú að hafa samband við þá hjá Heklu í símanúmer 5905180 og tala við Edda sem sér um þetta fyrir okkur. Hann þarf að fá kennitölur og upplýsingar til að ganga frá reikningum á okkur. Verðið er eins og um var rætt 200.000,-kr fyrir 4 stk. 46" dekk. Bendi þeim á sem eru blankir eftir jólin að þeir bjóða upp á ýmsa greiðslumöguleika.
Ég hvet alla til að hafa samband við Edda sem allra fyrst og eins láta okkur vita hvort menn ætli ekki að kíkja í bjórinn föstudaginn 11 jan.
Kveðja í bili, Theodór.
03.01.2008 at 17:15 #601068Jæja þá er þetta allt að verða klárt.
Þeir hjá Heklu ætla að bjóða okkur dekkjalistamönnum í bjór og snittur föstudaginn 11 janúar 2008 klukkan 17 00.
Þeir geta þó afhent einhver dekk strax á morgun fyrir þá sem eru orðnir mjög óþolinmóðir. Við sem erum á listanum þurfum nú að hafa samband við þá hjá Heklu í símanúmer 5905180 og tala við Edda sem sér um þetta fyrir okkur. Hann þarf að fá kennitölur og upplýsingar til að ganga frá reikningum á okkur. Verðið er eins og um var rætt 200.000,-kr fyrir 4 stk. 46" dekk. Bendi þeim á sem eru blankir eftir jólin að þeir bjóða upp á ýmsa greiðslumöguleika.
Ég hvet alla til að hafa samband við Edda sem allra fyrst og eins láta okkur vita hvort menn ætli ekki að kíkja í bjórinn föstudaginn 11 jan.
Kveðja í bili, Theodór.
23.12.2007 at 22:15 #601066Sælir, það náðist ekki að afgreiða gámana til þeirra fyrir jólin. Þeir báðu um að fá að afhenda okkur 3. janúar og munu þá hóa okkur saman og hafa kaffi og kleinur.
Með jóla og nýárskveðju,
Theodór Kristjánsson.
13.12.2007 at 15:14 #606426Hvernig er það er ekki hægt að kæra svona framkomu. Það að sýna myndband þar sem Hilux 2,4 án túrbó, já ég endurtek án túrbo, er að drífa meira en tveir ofurjeppar. Þetta er reyndar orðið það gamalt myndband að ég efast um að hægt sé að þekkja okkur á því. Þar með hef ég ákveðið að neita því staðfastlega að þetta sé ég eða mitt ökutæki sem sjást þarna drífa hreinlega ekki neitt. Ef að það kemur einhverstaðar fram á myndbandinu bíll sem drífur þá er það líklega ég á ferð en oftast nást ekki myndir af mér því ég fer það hratt yfir.
Kveðja, Theodór.
13.12.2007 at 10:58 #60106046" á 50.000 kr.
Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 16"felg 4 stk. 100%
2. Erlingur Harðarsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 8 stk. 100%
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk. 100%
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
7. Þórir Kristmundsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
8. Ægir Sævarsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
9. Hallgrímur Hansen 46" 16" felg 4 stk.
10. Jónas Jónasson 46" 16" felg 4 stk.
11. Davíð Freyr Jónsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
12. Björgvin Richardsson 46" 16" felg 4 stk. 100 %
13. Róbert Benediktson 46" 16" felg 4 stk. 100%
14. Vilhjálmur Halldórsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
15. Anton Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
16. Þorvaldur Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
17. Þorvarður I. Þorbjörnsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
18. Jóhannes J. Jóhannesson 46" 15" felg 4 stk. 100%
19. Eiríkur Þór Eiríksson 46" 16" felg 4 stk. 100%
20. Ásbjörn Helgi Árnason 46" 16" felg 4stk. 100%
21. Helgi Hálfdánarson 46" 15" felg 4 stk. 100%
22. Ármann Þór Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk 100%
23. Björgunarfélagið Eyvindur Flúðum 46" 16" felg 4 stk 100%
Samtals
46" dekk 15" felgur 40 stk.
46" dekk 16" felgur 56 stk.
í allt gerir þetta 96 stk. dekk
Sælir meistarar, seinustu fréttir frá Heklu eru þær að þeir vonast til að vera með dekkin klár til ahendingar fljótlega upp úr 18 desember. Dekkin eru komin í skip og á leiðinni. Við látum ykkur vita þegar nær dregur með nákvæma dagsetningu og tíma til að hittast og gera upp.
Kveðja, Theodór Kristjánsson
13.12.2007 at 01:16 #606406Er ekki málið að stilla pinnjón eftir því máli sem slegið er á hann. Það er gefið upp mál sem á að vera frá miðjumáli á keisingu og að pinnjón. Þegar þetta mál er orðið rétt er þetta spurningin um að stilla hliðarmálið á kambinum. Þannig lærði ég þetta. Það er þó til að drifin séu undin og gefi mismunandi niðurstöðu eftir því hvar á hringnum þú ert að prófa. Það er því gullin regla að skoða skurð á fleiri en einum stað á kamp.
Kveðja og muna að klukka rétt. Þú vilt ekki hafa of mikið hlaup ef hestarinir eru margir en ekki of lítið þannig að hitaþennsla sé í lagi.
Kveðja, Theodor.
11.12.2007 at 14:44 #606248Ef þig vantar vél til að snúa þessu dæmi á ég eina línu fyrir þig. Með línu á ég við.
1.) GM 6.5 turbo diesel með bátaolíuverki. Þessu á ég reyndar eftir að raða saman.
2.) Sjálfskiftingu 4L80E
3.) Tvo millikassa annan amerískan og hinn orginal Landcruiser 60 sérstyrktan fyrir þetta. Eina vandamálið hér er að úrtakið að aftan er ætlað fyrir hásingu með kúluna til hliðar en ekki fyrir miðju.
Kveðja og gangi þér vel í þessu,
Theodór Kristjánsson.
27.11.2007 at 22:41 #604766Sjá og heyra GM 572
http://www.youtube.com/watch?v=krBnkUSHFxQ
http://www.youtube.com/watch?v=hjoCT6Yv … re=related
Þetta er náttúrulega eitthvað sem ætti að vera í öllum fjölskyldubílum.
Kveðja, Theodor.
27.11.2007 at 21:10 #604758Ég er búinn að spjalla lítillega við þá um 502 Ram Jet.
Þeir eru bara ekki búnir að klára dæmið alveg og ekki komin nægjanleg reynsla á þetta. Held samt að þetta fari nú að skella á hjá þeim en það er ekkert að marka fyrr en búið er að hleypa úr og taka á í snjó og þess háttar. Eitt er samt alveg ljóst að bíllinn hjá þeim verður gríðarlegur og ekkert spennandi að lenda við hliðina á honum. Eitt má heldur ekki gleymast og það er fjöðrun og hún þarf að geta höndlað hraða sem hægt er að ná þegar hestarnir eru til staðar. Ég þarf að skoða það hjá mér.Kveðja, Theodór.
27.11.2007 at 20:04 #201271Jæja nú stendur til að selja diesel-dæmið og versla sér bensínvél.
Það sem kemur til greina í bili eru tvær vélar sem ég er spenntur fyrir. Önnur heitir Ram Jet 502 GM en hin er 572 cub GM tek það fram að um nýjar vélar er að ræða.
Ram Jet vélin er með beinni innspítingu og skilar 500 hestum og slatta af togi en hin er með blöndung og skilar á venjulegu bensíni 600 hestum og enn meira togi. Það þarf ekkert að benda mér á að þetta sé tóm vitleysa heldur er ég að óska eftir ráðum hjá þeim sem eitthvað telja sig vita um svona vélar. Hvort á að velja, hvað með hitavandamál, eyðsla og þess háttar. Eins þarf að velta fyrir sér hvaða millikassa á að nota á þetta og eins skiftingu. Ég er með 4l80E skiftingu sem hægt er að fá ýmislegt til að styrkja. Annað er þetta eitthvað sem eyðir 100 lítrum á hundrað kílómetra eða eitthvað sem hægt væri að nota í fjallajeppa.Tek það fram að ég fer ekki margar ferðir á ári þannig að bensínkostnaður er kannski ekki stóra málið heldur frekar magnið. Þarf maður 400 lítra upp í Setur eða 1000 lítra.
Væri gaman að heyra frá ykkur um þetta og hvað þið mynduð velja í ykkar sporum.
Kveðja í bili, Theodór.
27.11.2007 at 09:25 #601056Jæja þá held ég að við lokum á þennan lista. Ég vil bara þakka stuðninginn í því að fá dekk á góðum verðum. Þeir hjá Heklu reikna með að fá dekkin um miðjan desember 2007. Þeir ætla að hóa okkur saman, þegar dekkin koma, þar sem við gerum upp við þá og fáum kannski mjólkurkex og kaffisopa með. Hekla ætlar að bjóða upp á að skera og negla dekkin og eru búnir að tala við Höfðadekk um að setja á felgur og jafnvægisstilla og vonumst við að sjálfsögðu til að fá rausnarlegan afslátt af öllu saman.
Þið munuð heyra frá mér þegar líður að þessu og kemur þá tilkynning hér á þræðinum um að dekkin séu komin í hús.Kveðja og þakkir fyrir þátttökuna,
Theodór Kristjánsson
24.11.2007 at 17:36 #60105446" á 50.000 kr.
Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 16"felg 4 stk. 100%
2. Erlingur Harðarsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 8 stk. 100%
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk. 100%
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
7. Þórir Kristmundsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
8. Ægir Sævarsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
9. Hallgrímur Hansen 46" 16" felg 4 stk.
10. Jónas Jónasson 46" 16" felg 4 stk.
11. Davíð Freyr Jónsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
12. Björgvin Richardsson 46" 16" felg 4 stk. 100 %
13. Róbert Benediktson 46" 16" felg 4 stk. 100%
14. Vilhjálmur Halldórsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
15. Anton Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
16. Þorvaldur Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
17. Þorvarður I. Þorbjörnsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
18. Jóhannes J. Jóhannesson 46" 15" felg 4 stk. 100%
19. Eiríkur Þór Eiríksson 46" 16" felg 4 stk. 100%
20. Ásbjörn Helgi Árnason 46" 16" felg 4stk. 100%
21. Helgi Hálfdánarson 46" 15" felg 4 stk. 100%
22. Sveinbjörn Þ. Haraldsson 46" 15" felg 4 stk 100%
23. Ármann Þór Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk 100%
24. Björgunarfélagið Eyvindur Flúðum 46" 16" felg 4 stk 100%
25.
26.
Samtals
46" dekk 15" felgur 44 stk.
46" dekk 16" felgur 56 stk.
í allt gerir þetta 100 stk. dekk
Þetta er fínt og markinu er náð. Það er þó í góðu lagi enn að menn skrái sig. Tek það fram samt að við förum að nálgasst hámarks skammt í 15" felgustæðinni. Í 16" felgustærðinni er enn hægt að bæta töluverðu við.
Kveðja, Theodór Kristjánsson
24.11.2007 at 11:20 #60105246" á 50.000 kr.
Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 16"felg 4 stk. 100%
2. Erlingur Harðarsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 8 stk. 100%
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk. 100%
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
7. Þórir Kristmundsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
8. Ægir Sævarsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
9. Hallgrímur Hansen 46" 16" felg 4 stk.
10. Jónas Jónasson 46" 16" felg 4 stk.
11. Davíð Freyr Jónsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
12. Björgvin Richardsson 46" 16" felg 4 stk. 100 %
13. Róbert Benediktson 46" 16" felg 4 stk. 100%
14. Vilhjálmur Halldórsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
15. Anton Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
16. Þorvaldur Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
17. Þorvarður I. Þorbjörnsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
18. Jóhannes J. Jóhannesson 46" 15" felg 4 stk. 100%
19. Eiríkur Þór Eiríksson 46" 16" felg 4 stk. 100%
20. Ásbjörn Helgi Árnason 46" 16" felg 4stk. 100%
21. Helgi Hálfdánarson 46" 15" felg 4 stk. 100%
22. Sveinbjörn Þ. Haraldsson 46" 15" felg 4 stk 100%
23. Ármann Þór Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk 100%
24.
25.
Samtals
46" dekk 15" felgur 44 stk.
46" dekk 16" felgur 52 stk.
í allt gerir þetta 96 stk. dekk
Þetta er fínt og markinu er náð. Það er þó í góðu lagi enn að menn skrái sig. Tek það fram samt að við förum að nálgasst hámarks skammt í 15" felgustæðinni. Í 16" felgustærðinni er enn hægt að bæta töluverðu við.
Kveðja, Theodór Kristjánsson
22.11.2007 at 21:44 #60105046" á 50.000 kr.
Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 16"felg 4 stk. 100%
2. Erlingur Harðarsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 8 stk. 100%
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk. 100%
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk. 100%
7. Þórir Kristmundsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
8. Ægir Sævarsson 46" 15 " felg 4 stk. 100%
9. Hallgrímur Hansen 46" 16" felg 4 stk.
10. Jónas Jónasson 46" 16" felg 4 stk.
11. Davíð Freyr Jónsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
12. Björgvin Richardsson 46" 16" felg 4 stk. 100 %
13. Róbert Benediktson 46" 16" felg 4 stk. 100%
14. Vilhjálmur Halldórsson 46" 15" felg 4 stk. 100%
15. Anton Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
16. Þorvaldur Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
17. Þorvarður I. Þorbjörnsson 46" 16" felg 4 stk. 100%
18. Jóhannes J. Jóhannesson 46" 15" felg 4 stk. 100%
19. Eiríkur Þór Eiríksson 46" 16" felg 4 stk. 100%
20. Ásbjörn Helgi Árnason 46" 15" felg 4stk. 100%
21. Helgi Hálfdánarson 46" 15" felg 4 stk. 100%
22. Sveinbjörn Þ. Haraldsson 46" 15" felg 4 stk 100%
23. Ármann Þór Guðmundsson 46" 16" felg 4 stk 100%
24.
25.
Samtals
46" dekk 15" felgur 48 stk.
46" dekk 16" felgur 48 stk.
í allt gerir þetta 96 stk. dekk
Þetta er fínt og markinu er náð. Það er þó í góðu lagi enn að menn skrái sig. Tek það fram samt að við förum að nálgasst hámarks skammt í 15" felgustæðinni. Í 16" felgustærðinni er enn hægt að bæta töluverðu við.
Kveðja, Theodór Kristjánsson
-
AuthorReplies