Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2011 at 11:28 #711324
Er ekki réttast að láta dagblöðin vita að hópur kvenna verði á ferð. Nóg að þurfa að vara sig á einni í einu þó svo maður þurfi ekki að fá áfallahjálp við að beygja undan hópi kvenna. Legg til að tilkynning verði sett í fjölmiðla, þannig hafa karlmenn tækifæri á að gera ráðstafanir með ökutæki sín. Í þessari tilkynningu þyrfti að koma fram hvaða leið yrði ekin "ef hægt er að segja að konur geti ekið", og jafnvel hafa veginn lokaðan almennri umferð á meðan þær eru á ferð. Með þessu má koma í veg fyrir stórtjón á bifreiðum annara ökumanna.
Kveðja, Theodór.
14.01.2011 at 11:24 #715542Þar sem þorramaturinn hefur oft farið ansi illa í mann og maður þar af leiðandi mjög svo slappur á sunnudagsmorgni, já eiginlega allan sunnudaginn, er mjög gott að vera ekki á eigin ökutæki. Þessa vegna hef ég nú ekkert verið að stressa mig á að klára bláa tröllið. Spurning að sleppa þessum súra mat og sjá hvort ástandið skáni ekki.
Kveðja, Theodór.
11.01.2011 at 21:50 #715522Ég hef nú ekki orðið var við að þú Magnús étir ekki skemmdan mat. Þú hefur alltaf verið orðin ölóður þegar að grilltíma var komið og eyðilagt steikina þína.
Vona að þetta endurtaki sig ekki því ég vil hafa það náðugt þarna uppfrá, ætla að hafa góða bók með og vil hafa rólegt í kringum mig. Síðan ætla ég snemma að sofa og ætlast til þess að allir verði komnir í sæng ekki seinna en um tíu leytið.
Kveðja, Theodór.
11.01.2011 at 11:00 #715512Jú Atli það er alveg rétt.
Held að ég geti sett þau nöfn strax á lista.
1.
2.
3.
Kannski best að býða aðeins og sjá hvort ég hafði rétt fyrir mér.
Getum líka gert smá veðmál hver tippar næst í gungulistanum.
Toooooooooooooogggggggggggggggggggkveðja, Theodór.
23.11.2010 at 16:01 #216022Hérna er skemmtilegt myndband af því hvernig á ekki að draga bíl úr festu.
http://www.youtube.com/watch?v=IcHrkhHXoHo&feature=player_embedded#!
Mit hilsen, Theodor.
18.10.2010 at 19:48 #706992Auðvitað hefur þú súkkuna á 49 tommunni. Eina sem þú þarft að gera til þess að það gangi upp er að setja vaacum dælu í bílinn.
Kveðja, Theodór.
06.10.2010 at 17:03 #215003Smá myndband af Suburban á 46 tommu að leika sér í snjó.
454 big block.
http://www.youtube.com/watch?v=x1erjltFkdI&feature=related
Mit hilsen, Theodor.
02.10.2010 at 22:44 #214937Jæja nú eru menn búnir að jarða ferðafrelsið. Hvað ætlum við að gera næst. Ég mæli með að við heimækjum ráðherra á kvöldin og minnum á okkur reglulega næstu vikur eða mánuði. Þorgerður Katrín tók sér ekki hlé fyrr en eftir að hafa verið heimsótt í nokkur skifti. Ég er ekki að tala um ofbeldi eða neitt slíkt, heldur að við mætum heima hjá henni Svandísi reglulega til þess að minna hana á það að við gefum ekki ferðafrelsið eftir baráttulaust. Það er kannski glannalegt að skrifa svona á netið en að mínu mati er engin ástæða lengur fyrir mig að vera á þessu skeri ef ég fæ ekki að ferðast um Ísland án þess að sækja um leyfi til þess. Að mínu mati er það nóg skreðing á ferðafresli að geta ekki ferðast erlendis lengur en ég verð endanlega galin ef að ég á heldur ekki að geta ferðast um mitt eigið land. Það er ekki lengur á færi allra á Íslandi að ferðast erlendis það tryggir okkar kæra króna. 500 þúsund króna mánaðarlaun sem þóttu ekki svo slæm eru sambærileg laun og fást greidd fyrir að vinna við skúringarvinnu erlendis. Það þýðir að venjulegur Jón fer ekki erlendis nema að hann vinni í lottó.
Mætum og mótmælum næstu vikur og mánuði fyrir utan hjá ráðherra vor sem ætlar að svipta okkur því seinasta sem við höfum hér í þessu landi, það er ferðafrelsi um eigið land.
Kveðja, Theodór Kristjánsson Kt 130468-5519
félagi í ferðaklúbbnum 4×4
21.09.2010 at 11:45 #703428Hver er þessi Hlynur eiginlega. Alltaf þegar ég skrifa hérna þá fer hann að vera með einhver leiðindi.
Ég þekki bara einn í klúbbnum sem heitir Hlynur. Það getur varla verið sá sem er að tjá sig hér því hann er málhaltur og feitur, eiginlega svo feitur að ég efast um að hann komist fyrir framan tölvu. Eins er hann mjög hlédrægur.
Mæli með að vefnefnd hafi upp á manninum og veiti honum tiltal. Já og þetta Patrol dæmi hvað er það eiginlega.
Annars er á því að þeir sem eiga Hondu eigi ekki að vera tjá sig á vef klúbbsins heldur hafa vit á að eyða tímanum í að finna sér jeppa.
Toooooooooooooooggggggggggggggkveðja, Theodór.
20.09.2010 at 16:48 #214647Krapi og aftur krapi hafa verið til leiðinda undanfarna vetur.
Spurning hvort þetta leysi ekki þau vandamál. Allavega hjá mér.
http://www.youtube.com/watch?v=jbmG9K40e1k&NR=1
Kveðja, Theodor
17.09.2010 at 10:49 #703056Eigum við ekki að hætta að skæla.
Setjum inn myndir og höfum gaman af. Ég er allavega að reyna að sýna viðleitni. Var reyndar búin að reyna margoft að setja inn myndir en það tók alltaf óratíma. Loks asnaðist ég til að lesa leiðbeiningarnar frá þér Sigurður með Picasa 3 forritið og eftir að ég setti það inn tekur örfáar sek. að setja inn bunka af myndum. Nú þarf maður bara að eyða smá tíma í að skrifa eitthvað við þær þannig að það sé meira gaman af þeim.
Kveðja, Theodór.
23.06.2010 at 15:28 #213302Vantar góðan plastviðgerðarmann til að laga fyrir mig plastbát. Verk sem tekur ca. 1 mánuð. Vill byrja verkið strax.
Uppl. í síma 6605928 begin_of_the_skype_highlighting 6605928 end_of_the_skype_highlighting
Theodór.
30.01.2010 at 00:36 #676286Eru annars einhverjar raunverulegar fréttir af þeim sem hafa farið uppeftir í dag, eða öllu heldur eru einhverjar fréttir af snjó á þessu svæði…
Hmm spyr.
Nei ég held að þeir séu ekki komnir uppeftir ennþá. Snór er 3 cm jafnfallinn og það er jú drjúgt fyrir þessa menn og konur. Væri ekki ráð Benni að við færum og reyndum að bjarga því sem bjargað verður.
Kveðja, Theodor
28.01.2010 at 15:06 #676244Eins má nota speedo sundbolinn til að flytja þorramatinn í. Er þetta ekki heljrinnar sekkur? Verst að maður skuli ekki komast með uppeftir en reikna með að þetta verði hundleiðinlegt eins og venjulega. Menn fullir og kátir að segja vígasögur af sjálfum sér. Alveg óþolandi ástand. Muniði samt að þegar þið fellið kaminuna um koll að það er ágætt kúbein í gámnum til að rétta hana við. Við notuðum það seinast. Eins á einn veggurinn til með að falla út, smá kallt en má alveg lifa við það. Og hurðirnar sem þið sparkið í gegnum, passið ykkur á að slasa ykkur ekki.
Kveðja, Theodór.
27.01.2010 at 10:12 #676236Gleymdist að taka fram að erfiðar kerlingar eru velkomnar á blótið.
26.01.2010 at 14:13 #676232Auglýsi hér með þorrablót sömu helgi og blót klúbbsins. Matur frír, áfengi frítt og svo koll af kolli eða kjamma. Blótið verður haldið til að skemma fy.. nei meina að halda þeim uppteknum sem ekki mega fara á fjöll. Eiga t.d erfiðar kerlingar, komast ekki af því kellingin er kolvitlaus, treysta sér ekki sökum þess að kökukeflið er svo hart, eru auralausir af því kerlingin eyðir öllu í snyrtivörur, blankir af því að ….. ..
Endilega skrá sig sem fyrst.
Með kveðju.
15.10.2009 at 11:35 #662050Já og svo þarftu felgur líka, þá er þetta ekki nema ca. 900 þúsund.
Ca. verða á einum notuðum Yaris.
02.10.2009 at 17:17 #659684Já þið segið það að þetta sé frábært. Það tekur 1 klst að finna hvernig maður bætir við mynd hjá sjálfum sér, tvær klst að finna hvernig maður eyðir þeim og það er alls ekki hægt að leita að mynd í þessu fja……. ands…… almbúmi. Ég gafst upp á þessu. Er það eitthvað stórmál að setja aftur upp leit þannig að maður pikki á bókstaf og geti leitað að myndum eftir nöfnum.
Toooooooooooooooooooooooooooggggggggggggggggggggggggggggggkveðja, Theodor.
18.09.2009 at 18:20 #653034Það er reyndar ekki marktækt í bíl eins og þínum, haugamáttlaus og fer nánast aldrei á fjöll.
Toooooooooooooooooogggggggggkveðja, Theodor
01.09.2009 at 21:33 #655758Ég á þessar bækur sem þig vantar, hafðu samband og þú getur fengið þær að láni.
Toooooooooooooooogggggggggggkveðja, Patrolman. Sími 6605928
-
AuthorReplies