Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.07.2002 at 09:27 #462240
Ég myndi nota stillanlega Koni dempara frá Bílanaust. þetta eru bestu demparar sem ég hef notað og þá stundum gengið mikið á. Kosturinn við þá er að það er hægt að skipta um varahluti í þeim.
08.07.2002 at 16:01 #462214Væri þá ekki betra að nota 4.0 (4.2) Patrolvél frekar en 4,2 Landcruiser.
08.07.2002 at 13:42 #462208Þá held ég að þú værir betur komin að nota bara 2,8 vélina.
Bíll eins og Patrol er allt of þungur til að gera út með 8 cyl bensínvél "að mínu mati". Þá værir þú komin á bíl sem stæði alltaf heima í hlaði. Ef þú ætlar að setja 8 cyl bensínvél er alveg eins gott að setja þá eitthvað aðeins stærra en þrjá þreytta sjö. Þá er 350 vélinn miklu skemmtilegri kostur. Þú mátt ekki gleyma að góð 350 vél kostar nú líka peninga því það er ekki nóg að versla eldgamla vél úr Impala og troða ofan í. Það þarf nú aðeins að eiga við þær þannig að þær fari nú að vera skemmtilegar og það kostar peninga. Fljótlegt að eyða 400 til 600 þ. kallinum þar. Góð hedd, rúlluás, bein innspýting, góð kveikja og koll af kolli. Ég mæli eindregið með því að þú gleymir öllum áformum um 307.Kveðja Theodor.
05.07.2002 at 14:37 #462186Ef þú ætlar að fá nýja diesel vél úr BMW tjónabíl þá erum við að tala um mikla peninga. Vél úr gömlum 540 bensínbíl ekinn ca 160.000 þ.km. kostar ekki undir 300 þ. þannig að það er alveg ljóst að diesel vél er miklu dýrari. Það er heldur ekki nóg að fá bara vélina. Þú þarft skiptinguna líka og allt rafkerfið sem tengist vélinni ásamt öllum nemum t.d á pústi og þessháttar. Ekki má síðan gleyma að fá tölvuna með. Hún kostar nú örugglega ekki undir 100 þ. Þá áttu eftir að láta smíða á þetta millikassa sem þarf að vera frístandandi því að þú hefur ekki flans aftan á BMW skiptingunni. Til að tengja þetta allt þarftu svo allar bækur sem ekki liggja á lausu og eru dýrar ef þær eru yfir höfðu til sölu. Fáðu þér 6,5 GM með breittri tölvu ásamt skiptingu og millikassa (verð ca.700-800) og vertu svo bara glaður maður. Mundu að það kostar ca 400 til 500 þ. að laga ónýta Patrol vél þannig að það er ekki svo mikið sem þarf að bæta við. Þú færð ca. 235 hestöfl í stað 100 og ca. 520 lbft í tog í stað ekki neins togs sem er fyrir í Patrol 2,8.
04.07.2002 at 14:48 #462162Emil, þú ert æsingamaður mikill. Ætlar þú að gera allt vitlaust með þessum svívirðingum.
04.07.2002 at 12:20 #462154Tað má líkka setjur loftbelgi undur bíllinn. Og til tín VO767 það eru tvu o í goormur ikki gormur.
04.07.2002 at 12:07 #462152værri ikki betur að sytja gormur undir bíllinn að framman? Ég mæli með tví.
03.07.2002 at 16:10 #462030Emil, ég held að þú hafir dottið ofan í pott af róandi mjéði þegar þú varst lítill (eins og Ástríkur). Að aka um 2,4 diesel er afrek útaf fyrir sig. Ég er stoltur af mönnum eins og þér, verst að við erum ekki allir svona rólegir.
Kveðja frá Toyota Tedda.Ath: Allar athugasemdir um brekkuna forðum á Langjökli, óæskilegar. Er enn að reyna að ná tökum á andlegu hliðinni.
02.07.2002 at 22:49 #462026Þurfa menn ekki þolinmæðispillur ef þeir aka um á Patrol á 44" dekkjum??
26.06.2002 at 09:15 #461924Flestar bensínvélar án turbo vaða nú ekkert upp í hestöflum þó svo að maður kaupi nýja tölvu. Oftast eru þetta ca. 5-12 hestar og 20-30 Nm í tog. Að mínu mati er það varla peninganna virði. Fáðu þér Nítró og þá færðu smá kikk. Þetta er öðru vísi með vélar með túrbó þar sem tölvan stjórnar því hvernig framhjáhlaupsventillinn á túrbínunni virkar og getur leift henni að blása meira inn á vélina og um leið gefið meira eldsneyti til að brenna þessu auka súrefni.
26.06.2002 at 09:07 #461874Þið ættuð að þekkja þetta. Maður kaupir vél t.d 350 Chevy og gefið er upp að hún sé 280 hestar. Svo kaupir maður K/N filter og fær "1-5%" aukningu þar. Nýtt millihedd gefur 5-15%, taka viftuspaðan af og setja rafmagnsviftu gefur 1-5%, flækjur gefa 1-6%, stærri blöndungur gefur 8-15% og MSD gefur 5-15% og svo koll af kolli. Og viti menn hvað gerir maður svo, jú maður velur auðvitað alltaf hæðstu mögulega prósentuhækkun og margfaldar aflið upp með henni og endar auðveldlega í 400 hestum þó svo að raunveruleikinn sé kannski 286 hestar. Ég er alveg viss um að flestir hestaflakarlarnir yrðu frekar spældir ef þeir vissu hvað rellan er í raun og veru helvíti kraftlaus eftir allt.
23.06.2002 at 19:22 #461898Gæti verið laust jarðsamband eða gat á vakumslöngu.
21.06.2002 at 14:37 #461860Menn sem eiga óbreyttan Pajero ´89 eiga ekki rétt á að tjá sig á svona alvöru jeppamanna tali!
Kveðja til þín Helgi Valson og farðu nú að fá þér dekk undir bílinn, þannig að þú öðlist málfrelsi á ný.
20.06.2002 at 14:40 #461846Vertu bara vel rúmur á því þegar þú skerð úr þannig að 44" dekk komist undir, settu svo 38 tommu undir bílinn og huggaðu þig við það þegar þú drífur bara alls ekki neitt að þú getir nú alltaf sett stærri dekk undir.
11.06.2002 at 16:17 #46146411.06.2002 at 16:08 #461462Hjá þessum getur þú látið mæla hvað vélin hjá þér er í raun og veru að gera.
Tækniþjónusta Bifreiða Hjallahrauni 4 220 Hafnarfjörður 5550885
BMW og Benz þjónusta
– Fax 5658504
– Farsími 8625008
– Netfang bifreid@bifreid.is
– Veffang http://www.bifreid.is
11.06.2002 at 15:38 #461458Fastur, ég held að þú þurfir nú ekki að taka BÞV allt of hátíðlega, hann er bara að æsa þig aðeins upp.
Hvað um það þá er hér video sem er gaman að sjá. Þar er diesel og bensín að keppa í kvartmílu og hvað gerist??
http://www.duramaximizer.com/videos.htm
11.06.2002 at 14:22 #461450http://www.marks4wd.com/misc.html
Skemmtileg síða sem tekur ýmsar vélar og sýnir afl og tog.
Kveðja Theodor.
11.06.2002 at 14:15 #461448Er ekki réttara að bera saman 4.0 bensínvél við 4.0 diesel vél, en ekki 4 lítra við 2,5.
24.05.2002 at 18:39 #461284Skoðaðu þessa síðu, þar getur þú spurt hina og þessa um vélina.
http://advancedlubetech.com/cgi-bin/ult … =forum&f=2
-
AuthorReplies