Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.12.2002 at 19:06 #464868
Ég hef líka undanfarið heyrt að nýju Landcruiser 90 bílarnir með stóru díselvélinni séu að flengja allar hinar druslurnar og jafnvel gæða bíla eins og aðrar Toyotur.
Hafa menn eitthvað verið að lenda í þess háttar atvikum eða er þetta bara einhver kjaftasaga??
05.12.2002 at 16:42 #191853Er það rétt sem ég hef heyrt að Patrol jeppar séu liðónýtir og stanslaust á verkstæði. Ónýtar vélar, skiptingar og legubúnaður að framan algerlega ónýtur?
04.12.2002 at 09:32 #464798Ég held að það að hafa spilið alltaf framan á bílnum þó svo að það sé voða töff sé nú ekki gáfulegasti staðurinn. Algengustu festur sem ég hef lent í eru þess háttar að ég vil fara aftur en ekki fram. Oftar en ekki er meiriháttar mál að komast að spilinu þar sem það er á kafi í krapa eða skorðað í ísskör. Það að vera með spilið alltaf framan á er ekki góður staður að mínu mati. Ef spilið á að koma að gagni er best að hafa það einhvers staðar þar sem auðvelt er að komast að því.
Kveðja.
03.12.2002 at 22:35 #464788Hvað ætlar þú að gera ef dautt er á mótornum?? Þú ofan í vatni með framendan, þú nærð í spilið í skottinu, festir það aftan á bílinn og spilar þig upp.
Kveðja.
01.12.2002 at 21:55 #464724Sé alltaf mjög vel út, þótt sumir séu svo lágir að þeir reki miðstöðina niður og sjái svo ekkert fyrir móðu. Formula bílar eiga að vera á malbiki ekki í snjó.
Kveðja
01.12.2002 at 12:02 #464720Ekki gleyma að ég ek um á Landcruiser 60 en ekki 80. Annars er réttast að drífa sig í skúrinn og tengja fordvélina sem ég ætla að nota sem rúðuþurkumótor.
Kveðja TK
01.12.2002 at 11:59 #464718það sem henti mig á Langjökli var að ég keyrði nánast á sama hraða og Eyþór en bara aðeins hraðar, þetta endaði náttúrulega með því að ég náði á hann hring eins og í formúlu og kom í mark fyrstur þó svo að ég hafi verið rétt fyrir aftan Ferrari.
29.11.2002 at 12:54 #46455029.11.2002 at 12:19 #191836Er það rétt sem ég hef heyrt að Landcruiser 80 á 44″ dekkjum og lengdur á milli hjóla séu einu bílarnir sem drífi eitthvað af viti??
29.11.2002 at 12:15 #464548Ég held að skipting sem þolir 300 hestafla mótor og yfir 400 Nm í tog ætti alveg að þola smá fyrirstöðu af snjó. Það er nú ekki flókið að setja kæli með hitastýrðri viftu fyrir sjálfskiptinguna og hafa svo mæli inni í stjórnsal þannig að þegar er verið að stinga alla af er hægt að slá af áður enn allt fer í bál og brand.
Engin spurning að þetta yrði vagn sem flestir sæju aðeins afturendann á.
Kveðja.
28.11.2002 at 12:39 #464536Ég held að þessi vél ætti alls ekki að vera svo vitlaus. Hún er með tvær litlar túrbínur sem koma inn á töluvert lágum snúning og gefa mjög gott tog nánast strax, hef reyndar ekki skoðað togkúrfu af svona vél en yfirleitt þegar tvær túrbínur eru notaðar eru þær minni hver um sig og koma þar af leiðandi mikið fyrr inn.
Þetta gæti verið spennandi í jeppa ef eyðsla skiptir engu máli, þótt hún eyði ekkert ógurlega í lágum sportbíl er hætt við að hún vilji drekka aðeins meir í háum jeppa með mikla loftmótstöðu.
Kveðja, Theodor.
27.11.2002 at 10:16 #462704Ég held að þetta sé gríðarlega spennandi kostur. Bronco 78 árgerð voru með bestu Broncounum því að þeir voru svo gríðarlega öflugir. 302 er frábær vél, held að hún skili heilum 200 hestöflum og togar gríðarlega á litlum snúning (ca 70 Nm meira en 2,4 bensín). Ég myndi síðan nota 3 gíra beinskipta kassann því að krafturinn er svo yfirdrifinn að þú þarft nánast ekkert að skipta um gír. Mæli með að þú breytir lágadrifinu og hafir sama gírhlutfall þar og í háa drifinu því orkan er ógurleg. Síðan er alveg nóg að vera á 32" dekkjum, það dugði mér allavega hérna um árið.
Bronco kveðja:)
27.11.2002 at 01:05 #457998Er ekki best að vera með felgur sem ná alveg á milli beggja stúta á hásingu, þá er hægt að komast af með tvö dekk og jafnvel eitt ef maður er á mjög stuttum bíl.
Ég held að ef bíllin er nógu breiður þá hljóti hann að fljóta mikið betur því að helmingurinn er á þurru en hinn á snjó (þá á ég við ef ekið er í hliðarhalla og við miðum við snælínuhæð) passa sig bara á að fara ekki með bæði dekkinn upp fyrir snælínu. Og ekki sakar að hann sé nógu djöfull langur því þá notar maður bara framdekkin í snjóakstur og hin eru ennþá á upphafsreit ekki satt??
27.11.2002 at 00:33 #464630Pattinn er örugglega ágætur á 44" en ég leyfi mér að fullyrða að hann er dauðamáttlaus á svona stórum dekkjum með orginal vél, bæði 3,0 og 2,8 og þá breytir tölvukubbur litlu. Gamli pattinn var mun skárri þar sem hann var mikið léttari en ég veit ekki um marga sem ekki hafa nagað mikið magn af þolinmæðistöflum í túr á svona bílum. Mæli með að væntanlegir eigendur fái uppáskrift hjá sála um geðheilsu áður en þeir fara á fjöll.
Kveðja frá Toyotalúða.
22.11.2002 at 11:11 #464372Hvernig væri að taka þessa, sem voru að væla undan kulda í Setrinu í vetur, með í konuferð, þeir eru jú óttarlegar kerlingar eða hvað??
22.11.2002 at 09:23 #464370Þarf ekki að tryggja jeppana sérstaklega ef konur eru undir stýri, hef heyrt að þær séu svo miklir níðingar, brjóti öxla og drif í gríð og erg, drekki eins og svampar og troði vömbina út. Væri ekki betra að senda nokkra kalla með þeim til að gæta þess að þær hagi sér nú almennilega í svona svaðilförum. Þessir kallar gætu veitt bílnum áfallahjálp meðan þær góla (syngja) og drekka á áfangastað.
Kveðja Theodór.
17.11.2002 at 20:09 #464294Ekki gleyma að mjög breiðar felgur krefjast líka meira afls frá mótor.
31.10.2002 at 09:58 #463600Þessi hækkun er alveg kjörið tækifæri fyrir alla sem eiga fellihýsi og tjaldvagna því nú er komin rekstrargrundvöllur fyrir að nota þau allt árið. Nú er bara að fara að troða 38" undir tjaldvagninn og fellihýsið.
Frekar frýs ég í helvíti (ef það er hægt) en að borga 1700 kr. fyrir nóttina á Hveravöllum. Vona að 4×4 klúbburinn fái nú einhvern afslátt af þessu verði.
Grílukertakveðja, Theodór.
26.10.2002 at 21:34 #463860loftið hitnar við það að fara í gegnum túrbínuna(sem er heit vegna pústhita) og auk þess hitnar það við samþjöppunina.
23.10.2002 at 21:48 #463762Hvernig er þetta með íslenska víkinga eru þeir búnir að tína hornunum??? Það er nú meira vælið í ykkur Emil og Eyþór. Þið þessir jeppalúðar eigið bara að hafa vit á því að vera ekki að þvælast langt upp á fjöll á veturnar því þar er nefnilega skítkalt. Skúrakveðja, Theodor.
Það væri ráð að hækka bara almennilega skálagjöldin þannig að það væri ekki svona mikið slit á skálanum.
-
AuthorReplies