Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.02.2003 at 11:59 #468448
Emil vélin hjá mér er ekki að blása 20 Psi heldur ca 12-14 Psi max. Það verður að vera samspil á milli þjöppuhlutfalls í vél og turboþrýstings. Ein ástæðan fyrir því að vélar sem koma orginal með turbo hafa hærri tuboþrýsting er sú að þær eru með lægri þjöppuhlutfall en sama vél orginal án turbo. Ford 7,3 og Cummings 5,9 eru með lægra þjöppuhlutfall (ca 18:1) en 6,5 hefur (ca 22:1) og geta þá um leið blásið meir inn á vélina, eða um það bil 20 Psi. Það sem er mjög mikilvægt þegar menn eru að leika sér með að auka túrbínu þrýsting er að hafa pústhitamæli og fylgjast vel með honum. Það að hafa svert púst og millikæli gefur aukið svigrúm í því að auka við boost en ekki gleyma að vélin þarf um leið eldsneyti til að brenna auka súrefninu. Svo má ekki gleyma því heldur að vélin þarf að þola það sjálf styrklega séð að álagið sé aukið á hana. Ég mæli ekki með að menn taki gamlar slitnar vélar og fari að boosta miklu meira en uppgefið er frá verksmiðju.
Það að notast við ventil eins að Óskar talar um er mjög sniðugt þannig að hægt er að auka afl tímabundið án hættu á því að allt ofhitni.
07.02.2003 at 11:53 #468108Ég helda að þeir hafi sett sjálfvirka myndasíu inn þannig að þeir sem eiga ljóta bíla geta ekki sent inn myndir lengur. Ég get nefnilega ekki heldur sett inn myndir af bílnum mínum.
07.02.2003 at 11:37 #468096Ég hef engan tíma til að hafa skoðun á þessu máli er alltof upptekin af því að reyna að raða druslunni minni saman þannig að ég komist í túr 15 feb. Ég verð nú reyndar að viðurkenna að uppsetningin á fjöðrunarkerfi Halldórs er ekki alveg eftir bókinni og spurning hvort þessi útfærsla fái skoðun.
30.01.2003 at 11:17 #467272Það er hellingur af atriðum sem þú þarft að varast. Þú verður að snúa liðhúsum að framan vegna þess að framdrifskaft verður annars of bratt ásamt því að lengja bæði drifsköft. Þú verður að fá tvöfaldan lið (ef hann er ekki til staðar) að framan og velta hásingu þannig að pinnjón sé í sömu línu og skaftið og jafnvel aðeins uppávið því að hásingin vindur sig niður í átaki, það þíðir að þú þarft að færa olíutappa ofar þannig að þú komir meiri olíu á drifið til þess að olían nái að komast að efri legu á pinnjón og svo koll af kolli. Ef þú villt meiri upplýsingar hafðu þá samband í síma 6605928 eða sendu mail á theodor@skaginn.is
27.01.2003 at 11:35 #467072Það er eitt sem má ekki gleymast í umræðu um hver vinnur hvern í spyrnu. Það að hafa mörg hestöfl er ekki endilega aðalatriðið heldur að hafa hóflega mörg hestöfl mikið tog og fjöðrunarkerfi sem virkar. Þegar flestir Willysar eru teknir og bornir saman við Barbí þá held ég að þeir eigi fæstir séns í þá fjöðrun sem litli cruiser hefur.
Kveðja, leyfi mér þó að fullyrða að Barbí nær ekki 210 hestum út í hjól og ef svo er þá hef ég áhyggjur af því að vélin endist nú ekki allt of lengi.
27.01.2003 at 10:03 #467068Það má ekki gleyma síðan að deila með fjórum, það eru jú fjögur hjól undir Barbí.
25.01.2003 at 14:06 #466906Stóru púðarinir úr 80 Cruiser að aftan eru mjög góðir. Þeim mun meiri samsláttur þeim mun mýkri fjöðrun. Cruiser púðarnir eru reyndar þannig að þeim er ætlað að vera hluti af fjöðruninni. S.s þeir fara mikið saman og eru mjög mjúkir. Þeir hjá Artic Truck mæltu reyndar með að maður notaði stóru púðana til að taka fyrsta samslátt en nota síðan harða púða sem taka við að lokum. Þeir vildu meina að stóru púðana ætti ekki að nota eingöngu.
22.01.2003 at 16:34 #466692Ég hefði nú bara orðið rífandi stoltur ef þeir hefðu valið minn bíl. En það verður seint raunveruleiki, druslan er alltof ljót. Ekki gott að menn geri auglýsingar án þess að athuga með leyfi myndasmiðs.
Kveðja, skora nú samt á þig Bjarni að þú dembir inn breytingamyndum varla fer nokkur að stela þeim.
22.01.2003 at 09:19 #466686Þakka þér fyrir Iceman, flottur bíll hjá þér. Hvet fleiri til að senda inn myndir af framkvæmdum.
PS: Emil þú talaðir um það að þú ættir gamlar myndir af framkvæmdum á Bronco, skelltu þeim nú inn svona til að rifja upp gamla og góða tíma.
Kveðja, Theodór.
18.01.2003 at 12:34 #192012Jæja strákar og stúlkur. Mig langar að hvetja alla þá sem eru að standa í breytingum á bílum að leyfa hinum að vera með. Þá á ég við hvort fólk sé ekki til í að skella inn myndum af framkvæmdum og þess háttar. Þetta gæti nýst öllum vel sem eru með eins bíla og geta menn þá lært af reynslu annara í þeim málum. Það er líka hitt og þetta sem mætti koma fram með slíkum myndum og þá á ég við af hverju menn færðu hásingu fram eða aftur, var það vegna þess að stýrismaskína var fyrir eða til að flytja þungan meira á framhás og svo videre. Þeir sem hafa verið með bílana sína á sýningum 4×4 hafa verið þar með fullt af myndum af breytingum og það væri meiriháttar gaman að sjá þessar myndir hérna á netinu. Ég er viss um að það hafa allir sannir jeppakallar gaman af að sjá hvað er að gerast í skúrunum hjá hinum.
PS. Hvet Ýktan til að setja inn myndir af smíði Land Rovers þar sem allir hlutir voru nánast sérsmíðaðir og já alla þá jeppakalla sem hafa eitthvað spes í pokahorninu.
Kveðja Theodór.
17.01.2003 at 15:59 #192008Ég var beðin um að finna jeppa sem væri á 35″ til 38″ dekkjum á verð bilinu 1 til 1,5 milj. Eigandinn sjálfur vill ekki þurfa að standa í miklum viðgerðum og bíllinn verður að vera fjögurra dyra. Hvaða bíl á ég að mæla með?? Vona að þetta verði ekki til þess að menn fari að kítast á með amerískt og japanskt og þess háttar.
Kveðja Theodor.
16.01.2003 at 19:59 #192001Vitið þið hvernig stemning er fyrir þorrablótin hjá klúbbnum í ár, ætla margir að fara og borða sig sadda af súrmat og þess háttar fíneríi.
Kveðja Theodór.
15.01.2003 at 16:31 #191994Er ekki í lagi strákar og stúlkur að nota myndaalbúmið til þess að setja inn myndir af bílum og þess háttar en ekki sem sölualbúm á haugslitnum dekkjum og öðru drasli.
14.01.2003 at 10:39 #466478Ég lét smíða millikæli hjá Stjörnublikk. Gaf þeim upp stærðir á kæli og staðsetningu á stútum ásamt festingum. Þetta kostaði ekki nema 35.000 krónur.
20.12.2002 at 11:52 #465816Þúsund þakkir.
Kveðja, Theodor.
20.12.2002 at 11:10 #191918Getur einhver hér sagt mér hvaða afgashiti er eðlilegur á dieselvélum?
Kveðja, Theodor.
18.12.2002 at 12:13 #465554Held að 727 Chrysler skipting passi aftan á er samt ekki viss.
13.12.2002 at 10:35 #465366Mig grunar að þessi grútarlykt af Bjarna hafi fest við hann hérna um árið þegar hann reyndi árangurslaust að klífa Lang og Snæ. það var einn sem náði toppnum á Snæ og hann hafði grútarlampa sér til halds og trausts. Og á Lang birtist hann aftur með lampan og hangikjét.
10.12.2002 at 14:15 #465128Ég verð bara að segja það að mér finnst mikil sjarmi farin af því að ferðast um fjöll og hitta ekki lengur töffara á Willysum, Broncoum, Jeepsterum, Blazerum og þess háttar bílum sem var búið að breyta mismunandi mikið og vel. Núna eru flestir á bílum breyttum af bílabreytingaverkstæðum og bílarnir algerlega karakterlausir og ekkert spennandi nema að metast um hvor er með dýrari fartölvu, flottara spil, intercooler eða ekki.
Kveðja Theodór.
05.12.2002 at 19:15 #4648729,5 " drif í Toyota veit ekki hvað er í Pattanum, hef aftur á móti heyrt að Pattar á 44" séu með vandamál í legustútum að framan, kannski er þetta tóm vitleysa.
-
AuthorReplies