Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.12.2004 at 13:40 #510302
ég á 24 volta mótor í afturmiðstöðina þína ef þú hefur áhuga.
Theodor.
23.11.2004 at 15:56 #509314Þetta er ritað á heimasíðu Fjallavinafélags Kára.
Eini bíllinn sem eitthvað gat rutt var 44" Cruiserinn hjá Gunna og átti þó í miklum erfiðleikum með þetta. Skriðgír hefði hugsanlega hjálpað. Þó er Cruiserinn með extra lágum millikassa en í þessu færi dugði það ekki til.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
01.11.2004 at 11:26 #507328Ég er með HT gormana frá Arktic Trucks að framan og þeir standa í ca 340 mm með álagi á.
Er með lengri gerðina af Landcruiser (orginal gorma) að aftan og get gefið þér upp þá tölu ef þú vilt. Þeir standa án álags í ca. 500 mm.
28.10.2004 at 09:25 #507190Ég leyfi mér að fullyrða að ef þú ert ekki með þeim mun meira afl undir húddinu að þá munt þú sjá eftir að fara yfir á Trxus dekkin. Þau eru það mikið breiðari og þyngri. Efast alls ekki um að flotið sé mun betra en eru ekki 44 DC að duga þér ágætlega?
16.09.2004 at 13:47 #194644Veit einhver hvaða aðili það er í Keflavík sem hefur verið að selja yfirbyggingar (body) á bíla?
Kveðja, Theodór.
30.06.2004 at 18:22 #504380Vantaði hjá mér að bíllinn er auglýstur 500 hestöfl.
30.06.2004 at 17:42 #194506Rakst á þennan auglýstan á bilakassi.is. Hélt að sjálfsögðu að þetta væri lýgi. Nei það var ekki málið. 5,4 lítra vél með blower og intercooler sem hægt er að kúpla inn á aircondition kerfið. Þetta mætti alveg notast við.
The 32-valve supercharged engine uses patented ?SuperCooler? technology. Perhaps it should be called ?SuperCooletti? after SVT chief engineer John Coletti who both heads Ford SVT and patented the SuperCooler design himself. Coletti came up with a very practical way to provide a burst of power by using the truck?s air conditioning compressor to chill a small storage tank of coolant to 30-degrees Fahrenheit and then dump this coolant right into the supercharger?s intercooler with the touch of a button. The result is a 20% drop in air temperature that creates a higher density of air by volume for better combustion and higher horsepower – around 50-hp more for up to 30 to 40 seconds at wide-open throttle.
Þetta er eitthvað sem við ættum að prófa sem erum með millikæla hjá okkur.
Kveðja Theodor.
30.06.2004 at 10:50 #504310Sæll Guðni. Er sjálfur með breyttan 60 Cruiser og lýst vel á brettakantana hjá þér. Má ég vera svo frekur að spyrja hvar þú fékkst þá?
Sæll Smári. Þú skalt skoða það að skifta um bíl og fá einn þar sem búið er að framkvæma svona aðgerð. Ef þú getur ekki gert þetta sjálfur er það ansi dýrt fyrir þig. Svona aðgerð og nota blaðfjaðrir áfram er ekki skynsamleg.
Kveðja Theodór.
28.06.2004 at 16:43 #504214Ég á einn gamlan jálk sem þú getur fengið fyrir sanngjarnt verð.
Togkveðja, Theodor.
23.06.2004 at 13:51 #504158Nei, nei, nei, það er nú ekki svo slæmt ástandið hjá mér. Þekki einn hokin sem á slíkan bíl og notar overdrive sem afsökun fyrir því að geta ekki tekið fram úr. Þú þekkir hann líka ágætlega, stór, ljótur, drykkfeldur og hokin með afbrigðum og býr ekki langt frá grísnum á bra bra nesi.
23.06.2004 at 10:08 #194486Sælir verið þið allir konur og karlar. Spurning dagsins er eftirfarandi. Er ekki hægt að tengja overdrive í Barbí þannig að það virki í lága drifinu ??
15.06.2004 at 12:37 #498159Newfield CV Joint – FJ60 & FJ62 1981-90 only.
The newfield is stronger, wider, thicker, and taller than the stock birfield. The outer housing tracks are double the thickness of the OEM. If you are locked up front, this extra tough birfield is what you need! Lifetime warranty.
Manufacturer:
CV UnlimitedStock #:
NF8700$239.00
S/H: $19.00Nánari upplýsingar á http://www.FJ60.com
21.04.2004 at 14:16 #499597Fáðu þér loftpúða ef þú nennir að fara alla leið. Það er að setja búnað sem stjórnar hæð bílsins að aftan. Annars væri best að fá gorma sem eru kannski aðeins stífari en orginal en lengri. Síðan er að vigta bílinn að aftan og fá hann í bílanaust til að slá þeirri tölu inn hjá sér og gefa þér upp hvaða demparar henta þér. Mæli með Koni. Það sem skifir mestu máli er að fá sem allra slaglengstu fjöðrunina og hafa hana mátulega stífa. Bíllinn verður kannski svolítið stífur á malbiki en þegar þú er komin í snjó og búinn að hleypa úr þá er rétti stífleikinn komin. Best er að hafa stillanlega dempara þannig að á sumrin geti maður haft bílinn aðeins míkri. Einu má alls ekki gleyma og það er að vera með góða mátulega mjúka samsláttarpúða.
21.04.2004 at 14:08 #4994774,0 turbo er 135 hestar.
4,2 turbo er til 12 og 24 ventla.
Þær eru 155 hestar (12v) og 170 hestar (24v)Það er eitt sem þú mátt ekki gleyma og það er þyngd vélanna.
Þær eru rúmlega 400 kg með gírkassa eða svipað og big block chevy. Ekki viss um að þetta sé skemmtileg þyngd í Hi Lux.
21.04.2004 at 13:23 #499657Þarf þessi mælir ekki að vera af stærri gerðinni. Ertu ekki að blása í kringum 30 psi þegar mest gengur á?? Þegar þú raukst fram úr mér í hvalfjarðargöngunum var reykurinn svolítið hvítur, þarft að kíkja á það. Fá þér litamæli líka.
21.04.2004 at 11:14 #194245Er það tilviljun að Pajero er með lang lengsta spjallþráðinn „hjálp í viðlögum“ hérna á netinu?
21.04.2004 at 10:28 #499553sauðstu flatstál ofan á fjöðrina??
13.04.2004 at 14:18 #194190Er að spá í að flytja inn yfirbyggingu af Toyota Landcruiser HJ80. Vita menn hvar helst er að finna eitthvað þess háttar á netinu. Þetta þyrfti helst að vera sem næst 2000 árgerðinni.
01.04.2004 at 11:37 #502325Þar sem Patrol er þekktur fyrir allt annað en að þjást af orku mæli ég eindregið með að notuð séu 44" Dick Cepek dekk. Þau eru mikið léttari en Trexus og Ground Hawk. Til að Patrol njóti sín á 44" er algert skilyrði að í hann sé settur skirðgír. Hef það frá Ægi að Trexus dekkin taki mikið af afli en fljóti mun betur en Dick Cepek. Hef ekki enn heyrt neitt um 44" Ground Hawk en reykna með að þau séu mun þyngri í snúning en DC dekkin. Eins skiftir miklu máli að velja felgu breidd rétt. Mjórri felgur = minna flot en bíllinn er aðeins sprækari en breyðar felgur = meira flot en um leið þarf meira afl til að snúa þeim.
Kveðja Theodor.
01.04.2004 at 11:37 #495008Þar sem Patrol er þekktur fyrir allt annað en að þjást af orku mæli ég eindregið með að notuð séu 44" Dick Cepek dekk. Þau eru mikið léttari en Trexus og Ground Hawk. Til að Patrol njóti sín á 44" er algert skilyrði að í hann sé settur skirðgír. Hef það frá Ægi að Trexus dekkin taki mikið af afli en fljóti mun betur en Dick Cepek. Hef ekki enn heyrt neitt um 44" Ground Hawk en reykna með að þau séu mun þyngri í snúning en DC dekkin. Eins skiftir miklu máli að velja felgu breidd rétt. Mjórri felgur = minna flot en bíllinn er aðeins sprækari en breyðar felgur = meira flot en um leið þarf meira afl til að snúa þeim.
Kveðja Theodor.
-
AuthorReplies