Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.04.2006 at 16:19 #548964
það verða þarna ca 25 stk. fimmtudagsnóttina. Annars er skálinn laus yfir páskana. Ef menn ætla að fara sendið mér endilega póst.
Kveðja Theodór
Skálanefnd
e-mail : theodor@skaginn.is
03.04.2006 at 14:37 #197672Það virðist vera að í flestum þessum nýju trukkum séu eingöngu 1 – 2.ja raða kassar. Er þetta þá misskilningur að vera með fjögurra raða kassa eins og menn hafa verið að breyta yfir í.
Hvað segja spekingar um þetta??
Kveðja, Theodór.
31.03.2006 at 15:44 #548128Er ekki öruggast að auglýsa strax eftir öðrum Mússó til að eiga í varahluti fyrir þig Lúther?
Til lukku með miniFordinn
Theodór
24.03.2006 at 12:58 #547258Skoðaðu myndaalbúmið hjá mér og þar sérðu búnað sem hentar þinni skiftingu. Með þessum búnaði getur þú stjórnað skiftingunni nánast af vild. Þú getur læst lock up, þú getur keyrt af stað í hvaða gír, stýrt hversu hratt skiftingin skiftir, stýrt hversu þétt skiftingin skiftir. Þú setur inn drifhlutfall og þyngd og tölvan metur afl út í hjól ásamt mörgu öðru. Þetta gerir þú allt með skjáborði sem fylgir tölvunni. Þannig að þú þarft ekki að tengja labtop við tölvuna til að gera breytingar.
Kveðja Theodór.
04.03.2006 at 10:18 #545476Mér skilst að aflleysi hafi verið aðalástæða festunnar hjá Drottingunni. Spil gerir bara illt verra. Aukin loftmótstaða og þyngd sem Tacoman má varla við. Er búinn að fá mér flatskjá í bílskúrinn og sit undir stýri og horfi á gamlar jeppaspólur.
Kveðja Theodór.
01.03.2006 at 10:04 #197441Þetta er nú eiginlega bara ágætlega hugguleg rennireið hjá þér Eyþór. Nú er það bara spurningin hvort maður þurfi að fá sér stærri baksýnisspegil til að njóta fegurðinnar. Það skildi þó ekki vera að sláninn færi að þeysa fram úr manni.
Hvað um það, til lukku með stórglæsilegan bíl hjá ykkur Eyþór og Halldóra.
Toooooooooooooggg kveðja Theodór.
20.02.2006 at 11:21 #543466Við Jadda settum 2000 kr í þetta, og gangi ykkur vel að koma öðrum bíl í gagnið.
Ferðakveðja Theodor og Jadda.
23.12.2005 at 11:48 #536774Talaðu við Ljónstaðabræður s:482-2858
á Selfossi, þeir vita líklega allt um þetta. Eins getur þú talað við Ragga hjá jeppahlutum s:6624444Kveðja Theodór
21.12.2005 at 12:32 #196903Hvaða bílar eru það sem drífa mest á Íslandi?
Eru það 46-49 tommu tröllin eða eru það sex hjóla bílarnir.
Hef heyrt það að sex hjóla bíllinn hans Gunna Egils sé að drífa heil ósköp. Veit að Patrol á 44″ og Landcruiser á 44″ drífa mjög vel en reikna með að þessir sex hjóla hafi sigurinn þegar að mesta púðrinu kemur. 38″ bílar drífa mjög vel ef þeir eru í léttari kantinum en reikna nú með að 44″ eða stærri dekk hafi sigurinn þegar kemur að miklu púðri. Maður heyrir að Raminn fyrir norðan sé að drífa feiknalega vel en hvað þýðir það, drífur hann eins og patrol á 44″ eða miklu meir?? Að sjálfsögðu hefur vélarafl mikið að segja en ekki endilega í miklu púðri.
Endilega komið með einhverjar frásagnir ef þið vitið um einhvera bíla sem eru að gera meir en hinir.
Jólakveðja, Theodór.
PS: endilega reynið að halda öllu bulli frá þessum þræði.
23.11.2005 at 16:22 #533770gg
23.11.2005 at 15:52 #533766gg
23.11.2005 at 12:34 #196696Veit einhver hvað 46 tommu Baja Claw dekkin eru þung. Var aðeins að spá í svona dekkjum. Eins 49″ dekk hvað eru þau þung.
Kveðja Theodór.
17.11.2005 at 11:05 #531978Þetta er virkilega skemmtileg hugmynd að vera með myndbandasíðu. Eini gallinn er að maður gleymir sér alveg yfir þessu og kerlingin verður kolvitlaus af athyglisskorti. Mæli með þessu hjá þér og endilega setja fleiri myndbönd inn. Ég er búin að skoða þetta í beinni og engir hnökrar hafa verið á þessu hjá mér. Flott myndgæði eftir síðustu breytingar.
Toooooooooooooooggggkveðja Theodór.
24.10.2005 at 09:38 #527658Ég verð að segja það viðbrögðin hér sem sumir ágætis menn viðhafa eru til þess að ég mun hugsa mig mjög vel um áður en ég kaupi dekk þar. Það virðist vera nánast undantekningalaust alltaf okkur sjálfum að kenna ef eitthvað kemur uppá. Ég mæli með að ef menn vilja kynna ný dekk og dásama að þeir hinir sömu hafi þá virðingu að taka ábyrgð á þeim. Það er öllum fullljóst að við notum stór jeppadekk til að hleypa úr þeim lofti. Ef þau endast ekki nema 12000 km er það einfaldlega ekki hæft til sölu undir breitta bíla. Svona auglýsing þar sem kúnninn er bara vitleysingur ef hann kvartar er sú allra versta sem til er fyrir fyrirtæki. Ég verð samt að taka fram að ég sjálfur hef ennþá ekki upplifað þessa reynslu hjá þessum aðilum. Þetta er eingöngu mitt mat miðað við þau skrif sem hafa farið fram á neti klúbbsins.
Kveðja Theodór.
13.10.2005 at 13:34 #196447Hér er smá saga af breytingu á Landcruiser HJ-60 bíl árgerð 1988.
Í upphafi keypti ég bílinn breyttan fyrir 38 tommu dekk og lengdan milli hjóla. Bíllinn var með 4,0 turbo diesel vél, beinskiftur og á 4,88 hlutföllum.
Ég fór nokkrar ferðir á honum og líkaði mjög vel við bílinn. Hann var þó alveg ólæstur en var að komast ágætlega áfram. Bíllinn þótti mér ágætlega sprækur og líkaði vel við vélarafl og tog. Það var þó alltaf þetta púður sem orsakaði að ég dreif ekki neitt og 44 tommu hugsanir fóru að skjóta upp kollinum. Ég var ekki í vafa að ef ég setti hann á þannig dekk væri mér allir vegir færir og rúmlega það. Það hefur alltaf verið mér mikið kappsmál að þurfa ekki að keyra í sporum eftir aðra.
Eftir langa fundi með yfirvaldinu náðust loks samningar um það að fjárveiting fengist í stærri dekk og læsingar. Bíllinn fór inn í skúr og mörgum mánuðum seinna skreið hann út príddur þessum dásamlegu hjólbörðum sem við öll þekkjum sem Dick Cepek 44″. Þá var komið að því að prófa herlegheitin og skella sé á fjöll.
Leið lá upp að Langjökli og allt leit þetta vel út þar til að framdrifskaftið ákvað að yfirgefa bílinn og taka í leið með sér smápart úr millikassa og gírkassa. Jæja það var bara að fara heim í skúr aftur, laga þetta smotterí og reyna aftur.
Jæja næsta ferð var á svipuðum nótum, ég braut einn framöxul og einn afturöxul. Enn einu sinni var hann kominn inn í skúr.Allt er þegar þrennt er og nú var haldið upp í Setur og þaðan yfir á Hveravelli, Langjökul og heim. Allt gott og blessað með það….. nema að ég var eiginlega aldrei fremstur. Fjögura cylindra bensín beyglur á 38 tommu togleðurshringjum voru að gera mér lífið leitt. Þetta þótti mér ekki mikið afrek af gamla Cruiser og ljóst var að eitthvað yrði að gerast til að ég fengist á fjöll aftur á þessari bifreið.
Ég man ávalt eftir ákveðinni setningu sem spratt fram að vörum mér á langaskafli í þessari ferð og þar var ég að byðja samferða menn mína að aka aðeins hægar því ég hafði ekki við þeim. Reyndi að sjálfsögðu að kenna lélegu skyggni um og þess háttar. Sannleikur var allt annar, bíllinn hafði hvorki vélarafl eða fjöðrun til að fylgja þessum fisksalabílum eftir og hana nú. Þegar heim kom spurði ég konuna um það hvort ekki væri nauðsynlegt að setja bara skriðgír í og þá væri ég agalega ánægður með farartækið. Jú það mátti vel vera en kemst hann þá hraðar spurði hún. Uhmmm .. nei það er líklega engin lausn.
Eftir margra mánaða grátur í öxl konunnar gaf hún sig loks og leyfði mér að kanna með verð á 6,5 turbo diesel vél. Einhvern veginn fór ég að því að misskilja hana og pantaði vél með öllu sama dag.
Enn var haldið inn í skúr og nú var tekið á því. Túr framundan og alles. Jæja ekki meira um það en ári seinna skreið hann út úr skúrnum príddur þessari yndislegu vél með sjálfskiftingu og tveimur millikössum. Ég ók smá hring á malbikinu og náði að sannfæra mig um það að þessar blaðfjaðrir sem voru undir honum að framan væru ekki að höndla þessa vél. Næsta dag var druslan aftur kominn inn í skúr. Undir bílinn setti ég gormafjöðrun, málaði og gerði fínt. Þetta tók einhvern agalega langan tíma en hafðist á endanum. Jæja þá var loks hægt að prófa þetta allt saman. Ferð var farinn upp í Setur og reyndist þetta allt príðilega fyrir utan það að ég beygði afturhásingu í þeirri ferð. Og án spaugs þá bognaði hún ekki niður eins og venjulega heldur gekk kúlan aftur þannig að bíllinn varð innskeifur.
Já, já inn í skúr er gaman að vera. Allt rifið undan að aftan og sett gormafjöðrun undir hásingin rétt og styrkt. Þetta var á svipuðum nótum og allt hitt, tók óratíma og ætlaði aldrei að klárast. Var farinn að vakna með martraðir á næturnar og dreymdi skúrinn illa.Eftir þessa síðustu lagfæringu hefur druslan keyrt og bara hangið ótrúlega saman fyrir utan það að boddíið er að detta í sundur af ryði. Það verður næsta mál milli mín og skúrsins.
Bíllinn er að reynast mjög vel í snjó og drífur bara alveg ágætlega og vasaklúturinn er ekki lengur nauðsynlegasta áhaldið í bílnum.
Kveðja, Theodór.
24.08.2005 at 10:32 #525808Við bjóðum alltaf upp á hausverk, það er orðin fastur liður þarna upp frá.
Tooooooooooooooooooooooooooooooggggggggggggggggggggggggggggkveðja,
Theodór.
21.08.2005 at 10:28 #525772Þetta er boddíið mitt, er það ekki?
Passar á Landcruiser HJ 60, vonandi.
Toooooooooooooooooooooooooggggkveðja,
Theodór.
07.07.2005 at 10:48 #524776Skráningarlisti Setursferð 29-30 júlí.
Sjálfboðaliðar.
1. Theodór (Sér um að smakka ölið)
2. Gísli (Röflar og skammast í sjálfboðaliðum)
3. Eyþór (Vinnur erfiðustu vinnuna)
3. Bjarki (Þvælist fyrir)
4. Óskar Abba (gerir við skemmdir á eigin bifreið)
5. Einar (Stýrir gröfunni)
6. ???? kannski Lúther (Gerir líklega líka við bíllinn)
7. ???? kannski Hlynur (Segir ofursögur af Patrol)
8.
9
10………………..
07.07.2005 at 09:47 #524772Við í skálanefnd erum að vinna að því að setja nýtt salerni við Seturskálann. Það verður þó eingöngu grafin niður rotþró og lagnir að henni í sumar.
Við í skálanefnd vorum fullir eldmóð að klára þetta bara allt í sumar en gleymdum víst að sækja um fjárveitingu í allt verkið og þess vegna verðum við að hægja á okkur áfram í skíthúsinu sem er þarna einhverstaðar í grendinni.
Hækkun á skálagjöldum var löngu tímabær. Það má þó ekki gleyma að menn í klúbbnum geta keypt sér 10 miða kort á 7000 kr. Skálagjöld hafa skilað sér ákaflega misjafnlega og mæli ég með því að menn standi skil á þeim þannig að uppbygging geti haldið áfram á skálanum og hann verið okkur til sóma.
Við ætlum í vinnuferð helgina 29-30 júlí og þá verður rotþróin grafin niður og ýmislegt annað brasað. Við í skálanefn óskum eftir aðstoð félagsmanna í þessa ferð og mega þeir sem sjá sér fært að mæta gjarnan hafa samband við okkur.
Kveðja Theodór Kristjánsson.
Skálanefnd.
07.07.2005 at 09:32 #524696Þar sem skópið á Patrol er frekar aftarlega og nálægt rúðunni, þegar það vísar að henni, gæti ég ímyndað mér að í púðurfæri sért þú að fá mikla móðumyndun á framrúðu þegar rakt loft kemur frá skópi og á framrúðu. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta auki bara ísingu á framrúðunni. Ég er sjálfur með tvö patrolskóp en þau snúa eins og á Patrol. Ég tek þar loft niður í gegnum loftkældan intercooler og undir honum er ég með tvær 14" high performance viftur sem toga í gegnum kælinn. Ef þú hefur pláss fyrir framan vatnskassan þá mæli ég þó frekar með þeirri staðsetnigu fyrir intercooler.
-
AuthorReplies