Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.12.2003 at 13:22 #482998
Það hefur líka stundum komið fyrir að splittið sem að heldur wastegate flappanum við arminn frá membrunni hefur losnað.
05.12.2003 at 00:37 #482138Það sem mér finnst bara verst er að það sé ekki pústverkstæði hér á klakanum með mandrel beygjuvél, þeas svona beygjuvél sem getur beygt rörin án þess að minnka þvermálið töluvert. 2.5" mandrelbeygt rör flæðir nefnilega betur en 3" pressubeygt.
04.11.2003 at 19:57 #479386Það þarf ekki endilega að vera mikil tenging þarna á milli á meðan kælikerfið er í lagi, ég hef gert pústgrein, túrbínu og downpipe alveg rauðglóandi, en vatnshitinn hreyfðist ekki.
31.10.2003 at 19:47 #479520Blöndungur hentar engan vegin með túrbó. Innspítingin hentar betur, en þó þarf að breyta henni, eða bæta við hana. Er þetta throttle body injection eða er þetta bein innspíting?
Þú þarft lítið að breyta soggreininni, en ég myndi mæla með brottnámi EGR mengunarvarnabúnaðar, hann getur lekið fersku lofti inn í pústið og truflað mælingar.
Ég er sjálfur með vitara 16 ventla og túrbó. http://www.foo.is/gallery/vitara
29.10.2003 at 23:17 #479360600 gráður er bara alls ekki nóg fyrir afgashita, þú þarft mæli sem þolir amk 900 gráður, því þú mátt búast við því að sjá pústið í 800-850 gráðum á góðum degi.
05.10.2003 at 13:57 #463194Mín Vitara er með 5.125
03.10.2003 at 00:26 #463190Rökbyggð ágiskun er 140-150 hestöfl og 190-200nm tog við sveifarás, kannski um eða yfir 120 hestöfl í hjólin eins og staðan er í dag. Þetta er byggt á útreikningi sem miðar við þyngd bíls og hraða/tíma á kvartmílubrautinni.
Boostið nær mest 10psi en byrjar að falla um 4500rpm, sem gæti bent til þess að þessi túrbína væri of lítil en það er bara eitthvað sem maður á eftir að bæta úr.Baldur
01.10.2003 at 14:27 #463184Mín reynsla er allavega sú að ef það er hugsað um að skipta um olíu á þessu, þá bara endist þetta. Ég tók mína vél í sundur til þess að breyta henni, keyrða meira en 200 þúsund, hafði keypt í hana legur en skilaði þeim því það sá ekkert á legunum. Er núna búinn að keyra vélina með túrbínu síðan í janúar, og ekki lent í vandræðum ennþá. Heddin eru hinsvegar viðkvæm.
[url=http://www.foo.is/gallery/vitara:1prc346p]Myndir af bílnum, sem núna nálgast 35 tommu dekkin[/url:1prc346p]
22.04.2003 at 18:38 #472654Ég á svona bíl, 1992 árgerð með 16 ventla vélinni með beinni innspýtingu.
Ég tók nú vélina úr hjá mér, keyrð circa 230 þúsund. Ég reif hana í spað og setti bara saman úr gömlu hlutunum. Hone rendurnar voru ennþá í cylendrunum, allar legur mældust innan marka fyrir nýjar. Stimplarnir voru ekki byrjaðir að láta á sjá sem og hringirnir. Ég skipti samt um hringina því ég ætlaði að skipta um stimpla en svo varð ekki úr því. Vélin hefur aldrei brennt olíu, vélin var hreinast í toppstandi.
Eina ástæðan fyrir því að hún var tekin upp var til þess að breyta henni fyrir túrbínuísetningu, lækkaði þjöppuna og skipti um olíupönnu.
24.03.2003 at 00:03 #47120835 pund var bara uppgefinn hámarksþrýstingur fyrir þessi dekk frá framleiðanda.
23.03.2003 at 01:26 #459974Ég er sammála PBG, hver ætti svosem að sitja yfir spólunni og bera kennsl á menn, telja þá og bera saman við seðlana í kassanum?
Fyrir utan það að þótt kameran sé með klukku þá eru seðlarnir það ekki og því ekki hægt að sjá hvort það er þessi hópur eða næsti hópur sem borgaði ekki, eða hvort einhverjir einstaklingar ekki borguðu.
Eftirlitsmyndavélar eru mjög ofmetin tæki.
Hinsvegar er spurning um þessa rafeindalykla, hvort að búnaðurinn gæti virkað þegar rafmagnið er ekki til staðar. Segjum til dæmis að það enginn komi og setji rafstöðina í gang í 2 vikur, svo kemur einhver og ætlar að skrá sig inn en aðgangskerfið er dautt?
22.03.2003 at 20:30 #471200Ég er hér með gamalt eintak af 4wheeler, og héldu þeir því einusinni fram að dekkin breyttu drifhlutföllunum, en þeir fengu flóð af bréfum sem sögðu þeim hversu rangt þeir höfðu fyrir sér þar, þannig að þeir gerðu tilraun á þessu.
Dekkin voru 35×12.50R15 og þegar þeir keyrðu 10 dekkjahringi með 3psi í dekkjunum þá var ferðin 25,91 metrar.
Með 35psi í dekkjunum var ferðin á 10 hringjum 26.49 metrar.
Þarna er smávegis munur á en tapið í drifrásinni verður svo miklu miklu meira en svo að það muni um þessa litlu "hlutfallabreytingu"
22.03.2003 at 14:55 #470842Vissulega er í góðu lagi að hliðtengja geyma, svo lengi sem þeir eru eins. Ef að geymarnir eru ekki 100% nákvæmlega eins þá fara þeir að afhlaða hvorn annan þegar þeir standa. En þar sem að litlar líkur eru á því að framleiðslunákvæmnin sé svona mikil, þá mæli ég eindregið með því að menn hafi 2 höfuðrofa (einn fyrir hvern geymi) þar sem eru 2 geymar, ef að bíllinn stendur oft til lengri tíma. Með því móti eru geymarnir aftengdir þegar þeir eru ekki notaðir til lengri tíma og ná því ekki að afhlaða hvorn annan. Þetta er mjög góð útfærsla fyrir menn sem nota fjallajeppana ekkert á milli þess sem þeir fara í ferðalög (og bíllinn stendur þá vikur eða mánuði í einu) en skiptir ekki eins miklu máli á bíl sem er keyrður (og hlaðinn) daglega.
21.03.2003 at 22:51 #467244Ég er bara að segja að vél með túrbínu og 30psi boost er að taka inn 3x meira loftmagn en vél án túrbínu (þar sem soggreinarþrýstingur er 0psi eða 14.5 absolute psi). Og 3x meira loftmagn í sama slagrými, þjappað niður í sama brunarými hlýtur að þýða þrefaldan þrýsting áður en olíunni er sprautað inn. Og með ‘brjálæði’ miða ég að sjálfsögðu við vél sem er ekki hönnuð fyrir þetta boost. Með tilliti til þessarar háu þjöppu sem díselvélar hafa þá er ekkert að 30psi boosti í díselvél sem er kannski með lægri þjöppu.
Ég kemst ekki nær því en að í dag séu díseljepparnir með lægri þjöppu en þeir voru með áður fyrr vegna þess að túrbínan sé farin að blása meira, og þessvegna hafa þessar vélar ekki eins gott torque á allra lægstu snúningum en alveg því mun fleiri hestöfl.
Ég veit að díselvélarnar vilja frekar hafa minna olíumagn en meira (Öfugt við bensínvélarnar), en þegar kveikiþrýstingurinn í brunarýminu er orðinn svo mikið meiri en framleiðandi gerir ráð fyrir þá duga hans pakkningar og dót kannski ekki eins vel, að maður tali nú ekki um olíuverkið sem þarf að yfirvinna þessa þrýstiaukningu til þess að koma olíunni inn í sílenderinn, það gæti þó verið factor sem skiptir litlu máli þar sem að olíuþrýstingurinn sé þegar svo mörgum, mörgum sinnum hærri en brunahólfsþrýstingurinn, þó vert að athuga.
Ef svo vill til að þetta sé tóm þvæla í mér þá bara nær það ekki lengra. Það bara hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að menn eru ekki að margfalda boostið frá framleiðandanum þegar þeir eru að fá meira afl (önnur en kostnaður við stærri túrbínu)
21.03.2003 at 15:48 #467240Það eru jú mörk fyrir boost þrýstingi inná dísel vél, með of hátt boost ferðu að stúta heddpakkningum og það fer að blása meira niður með stimplunum og jafnvel framhjá ventlum.
Þegar það blæs meira með stimplunum þá verður smurningin þar ekki eins góð og smurolían mettast hraðar af dísel og sóti.Í sambandi við bensínvélarnar þá hafa þær auðvitað þessi physical mörk, auk þess sem að þær meiga ekki fá of veika blöndu. Hámarksafl næst við circa 12.5:1, og jafnvel sterkara í turbo bíl þar sem að meira bensín kælir brunann og minnkar afgashitann. 14.7 er allt, allt, allt of veik blanda þegar bíllinn er í botni, turbo eða ekki turbo. Turbo vélarnar eru komnar í vandræði þegar blandan nær 13:1, þá er hættan á detonation orðin veruleg, 14.7 er algert slátur.
Hins vegar næst besta sparnýtnin við um 15:1 og hreinasti bruninn við 14.7:1.
14.7-15 er fínt hlutfall á lítilli gjöf því að þá er soggreinin á góðu vakúmi og frekar lítið loft fer inná vél (og verður lítill brunaþrýstingur.)30 psi er brjálæði, þar ertu að þjappa þrefalt meira lofti inná vélina en án turbo. Það eru ekki nema sérsmíðaðir kvartmílubílar sem að þora upp á svo hátt boost, og þá með öllu rauð/gul/hvít glóandi. Og þar er keyrt á boosti í minna en 10 sekúndur, engar ferðir upp kambana eða þvert yfir jökul.
-
AuthorReplies