Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.09.2008 at 10:53 #628900
Þú segist hafa tekið loftflæðiskynjara úr sambandi og það hafi ekki breytt neinu. Mér þykir það ágæt vísbending um að loftflæðiskynjarinn sé bilaður ef bíllinn gengur jafn illa þegar skynjarinn er tengdur eða ótengdur.
09.03.2008 at 15:10 #617132Já vel á minnst, þá er Renault Espace líka með rafvirkri handbremsu, ég veit hinsvegar ekki hvernig hún er útbúin.
09.03.2008 at 12:50 #617128Til þess að þetta væri fullnægjandi sem öryggisbremsa, þá þyrfti þetta að vera útfært eins og lofthandbremsurnar eru, sumsé að bremsa þegar enginn þrýstingur er á kerfinu.
09.03.2008 at 00:51 #616926Mér hefur dugað ágætlega að vera bara með original 1600 mótorinn í Vitörunni, tjúnaðan í 200 hestöfl eða svo. Vigtar sáralítið og vinnur svona þokkalega. Eyðslan á þjóðvegunum er í sirka 13 lítrum með full hlaðinn bíl á 38".
27.12.2007 at 19:08 #607860Ég hygg kíkja á jökulinn á laugardag, vil endilega vera í samfloti.
24.12.2007 at 11:37 #607426Ég sé að Grímur veltir þvi fyrir sér af hverju rík blanda valdi háum hita á dísel en lágum á bensín.
Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu.
Af því að bensínvélin blandar bensíninu og loftinu áður en kveikt er í því þá hefur blönduhlutfallið áhrif á hversu hraður og hversu heitur bruninn er.
Dísellinn sprautar bara inn olíu yfir ákveðinn tíma, og þegar þú eykur við olíuverkið þá lengirðu þann tíma, en sú olía sem brennur seint í ferlinu (bæði vegna þess að henni er sprautað seint inn, og vegna þess að hún nær ekki að blandast við súrefni fyrr en seinna þegar það er orðið af skornum skammti) hún skilar sér voðalega lítið í afli, heldur meira í hita þegar að stimpillinn er kominn af stað á niðurleið.Svo myndi það sem kallast rík blanda á dísel vera lean á bensínmótor, dísellinn er byrjaður að mökkreykja þegar hann nálgast 1.0 í lambda sem er við það umframsúrefnishlutfall þar sem hæstur hiti myndast á bensínvélinni. Bensínvélin gengur líka köld við lean mixtúru, ef maður skilgreinir lean sem allt yfir 1.0 lambda. Hún getur hinsvegar ekki gengið jafn lean og dísellinn vegna þess að blandan þarf að vera nógu þétt til þess að neistinn nái að kveikja í henni.
22.07.2007 at 18:52 #593758Ég hef nú séð túrbínu sem fór í mask afþvi að afgashitanemi gaf sig.
Ég hef mína afgashitamæla bara fyrir aftan túrbínu, og hvort að hitafallið er 100 eða 150 gráður er ekki svo krítískt. Þetta er bara spurning um að halda hitanum á öruggu svæði, ekki alveg á mörkum þess.
10.06.2007 at 12:32 #591950AOD hangir nú varla saman í léttum fólksbílum aftaná haugamáttlausum 80’s Ford mótorum. Hún á ekkert erindi í jeppa.
21.04.2007 at 11:42 #588870Tja þeir í Ameríkuhreppi eru nú farnir að smíða dísel spyrnutrukka og dragstera.
19.04.2007 at 23:59 #200158Vil bara minna menn sem hafa líka áhuga á tækjum sem ekki hafa lágan gír að sýning Kvartmíluklúbbsins stendur yfir fram á sunnudag og er haldin í Bílabúð Benna.
Nánari upplýsingar á http://www.kvartmila.is
19.02.2007 at 01:03 #580832Búið að finna coolerinn og hann er kominn í hendur eiganda!
18.02.2007 at 17:59 #199720Svona intercooler var stolið úr Mitsubishi Lancer Evolution sem stóð fyrir utan ÁG uppi á höfða í nótt.
Hann er mjög stór og merktur „SlowBoyRacing“
Fundarlaun í boði, uppl í síma 659-4178 – Marteinn
25.01.2007 at 11:14 #577052Ég reyni að hafa 15.1-15.5:1 á litlu álagi, undir 2/3 af hámarks snúningi vélarinnar.
12.0-12.5:1 á hámarks snúningi, hámarks boosti.
svona 13:1 á hámarks boosti á miðju snúningssviðinu.
17:1 í lausagangi á mínum mótor, en það er mjög mismunandi hversu veika blöndu er hægt að láta vélar ganga lausagang á.Maður þarf samt að passa sig á því að horfa ekki blindandi á widebandinn. Hann getur vel logið að manni við vissar aðstæður. Ég tjúnaði Mitsubishi með stóra túrbínu, megasquirt og Innovate wideband, þegar að widebandinn var að segja að blandan væri 12.2:1 á botngjöf þá vann bíllinn ekki neitt og var að fullopna spíssana í 5000rpm. Ég reiknaði þá út að það væri ekki fræðilegur möguleiki á því að blandan væri nokkru veikari en 10.5:1 og veikti hana svo hún væri í raun og veru 12 komma eitthvað. Þá sýndi widebandinn 14:1 á 20psi boosti og vinnslan var allt önnur. Grunar að það hafi verið að leka eitthvað loft í gegnum EGR rás á vélinni þegar hún var í botni.
01.01.2007 at 18:30 #573128Já ég tek nú öllu sem hann skrifar með góðum fyrirvara. Stundum er þetta nú bölvað bull sem kemur frá honum þótt hann viðurkenni það nú ekki sjálfur.
03.12.2006 at 17:55 #570112Athugaðu hvort vélin fái bensín þegar þú ert að starta, hvort tölvan setji bensíndæluna í gang þegar mótorinn snýst og svona.
Ef ekki, þá er þetta líklega crank sensorinn eða tengingarnar í hann sem eru í ólagi. Þegar hann bilar þá kemur hvorki bensín né neisti. Það er hægt að prófa þennan skynjara með því að mæla spennuna út úr honum og setja svo skiptilykil eða eitthvað annað járnstykki framaná hann og sjá hvort útgangsspennan breytist. (á að vera annaðhvort 0 volt eða 5 volt)
Annars getur þetta verið bilaður kveikjumagnari eða háspennukefli.
19.11.2006 at 22:58 #568406Ég braut einusinni þennan skipti sem er boltaður ofaná gírkassann, stykkið sem að stingst ofaní H patternið í kassanum er úr pottjárni og ekkert sérstaklega sterkt.
Það var ekkert mál að ná þessu af, þurfti bara að taka gírstöngina úr og svo gat ég troðið skralli í gegnum gatið í gólfinu. Minn bíll er reyndar boddyhækkaður um 90mm, þannig að það er ekki öruggt að þetta sé hægt á bíl sem er ekki boddyhækkaður, ég bara man ekki hvernig plássið þarna er.
16.11.2006 at 19:31 #568066Margar (flestar) gerðir dynoa eiga bara erfitt með að mynda nógu mikið álag til að mæla eitthvað á mjög lágum snúningi.
12.11.2006 at 12:25 #567336Skella bara ofaní þetta eitt stk RB26DETT, 2.6 lítra twin turbo línusexu. 400 hestöfl á öllu original.
12.11.2006 at 11:53 #567128Tölva og myndavél til samans þurfa nú ekki að draga meira en 0.5-1 amper á 12 voltum, jafnvel minna þegar búnaðurinn er í biðstöðu og ekki að gera neitt.
Þá miða ég að sjálfsögðu við að nota ekki fullvaxna tölvu heldur bara embedded tölvu með 100-200MHz örgjörva.
Svoleiðis uppsetning gæti lifað dögum saman á rafgeymi sem væri svo hlaðinn þegar rafmagn er til staðar eða þegar viðrar með sólarsellu/vindtúrbínu.
14.10.2006 at 17:33 #563342Mig langar að vita hví menn eru svo vissir um að CDMA hafi minni langdrægni en NMT á sömu tíðni.
-
AuthorReplies