Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2005 at 01:21 #516478
Þessir hlutir hafa allir kosti og galla, en ég held ég geti leyft mér að fullyrða að Windows hefur enga kosti í vefhýsingu, það bara á ekki heima á þeim markaði og hefur aldrei gert.
Það er hinsvegar svolítil vinna að breyta svona löguðu, en þar sem að vefsíðan hefur alltaf verið hægvirk og síðastliðna mánuði nánast ónothæf þá held ég að það sé ekki mikið vit í því að vera endalaust að tjasla uppá afturendann á henni eins og hún er í dag.
Það vantar alveg þann möguleika á spjallborðið að geta breytt póstum eftirá. Einnig væri fínt að þurfa ekki að velja "Efni" á svör við öðrum þráðum, þar sem að svör ættu auðvitað að vera sama efnis og þráðurinn sjálfur, og ekki fara út fyrir hans efni
Mætti líka bæta við í indexinu hver ritaði síðasta innlegg í hvern þráð. (svo hægt sé að sjá hvort einhver hefur svarað því sem maður hefur skrifað þar, og þurfi ekki að rýna í póstafjölda eða dagsetningu)
Annars er ég frekar hrifinn af einu við vefspjallið á þessari síðu, það er alveg fáránlega einfalt, eins einfalt og hægt er að komast upp með. Ekkert óþarfa dót, bara bare minimum and keep it simple.
08.02.2005 at 19:04 #516254Ég myndi amk ekki kaupa túrbínur á eBay öðruvísi en nýjar og ónotaðar, nema ég hafi sérstaka ástæðu til að halda að þær séu í góðu lagi.
04.02.2005 at 01:05 #515432Mörg þessi nýmóðins útvörp eru farin að nota faststraumsvírinn sem aðal straumvír, og nota svissstrauminn eingöngu til að kveikja og slökkva. Eitthvað sem ber að athuga.
31.01.2005 at 00:30 #514730Málið er að það er voðalega fátt sem hægt er að gera við N/A vélar sem skemmir ekki tog á lágum snúningi.
20.01.2005 at 16:32 #513960Tja hún er það góð biodiesel sojabaunaolían að Cummings dragsterinn komst niður í 7 sekúndur á henni.
17.01.2005 at 23:34 #513746Þú ert ekki að fara að setja neitt 10 ohm viðnám á signal vírinn frá súrefnisskynjaranum, því útgangsviðnámið er mjög hátt. Væri nær að prófa 10 megaohm.
15.01.2005 at 15:02 #513396Já það er ýmislegt sem væri svo rosalega einfalt að gera í þessu.
13.01.2005 at 14:44 #513262Þá er kannski ráð að velja túrbínu af heppilegri stærð
T3/T4 þótt til sé í mörgum gerðum er apparat fyrir 300-400 hestöfl á bensínvélum, þannig að það er eitthvað aðeins minna á dísel.
13.01.2005 at 14:42 #195237Hvernig stendur á því að spjallið er búið að vera svona mikið niðri síðustu daga?
12.01.2005 at 04:59 #513258Og er stefnan sett á 300 hestöfl?
11.01.2005 at 14:13 #513212Öxlarnir eru ekki komnir í, en ég setti vinstri öxul úr Suzuki hægra megin þannig að núna eru báðir öxlarnir með flángs, þannig að það þarf bara að smíða milliplötur með stýringum á rennibekk.
11.01.2005 at 01:03 #195214Föndur helgarinnar: sett klafa framdrif úr Hilux í Suzuki Vitara.
http://www.foo.is/gallery/toydrivetrain
16.12.2004 at 16:39 #511166Á bíl með EFI er loki með membru sem að heldur bensínþrýstingnum jöfnum miðað við þrýsting í soggrein, dælan er bara tengd í 12 volt. Dælan má vera mjög öflug á meðan að lokinn ræður bara við að hleypa öllu þessu bensíni til baka í tankinn.
11.12.2004 at 10:42 #510876Eftir að hafa þurft að færa svona hásingu til þá get ég vel trúað því að hún sé 122kg.
30.11.2004 at 11:16 #509784Það eina sem mér hefur sýnst vera vandamál við að smíða almennilegt veltibúr það er plássið sem þetta tekur.
Einfaldur 4 punkta bogi tekur ekki svo agalega mikið pláss, en allt umfram það sker verulega niður plássið í bílnum held ég, og það verður erfiðara að ganga um hann. Því sterkara sem að búrið er því meira pláss tekur það.
En þetta er lítil fórn fyrir öryggið sem þessi búnaður veitir.
27.11.2004 at 21:02 #509310Þetta er ekki nýr öxull, það er bara búið að bora flángsinn uppá nýtt með 6 götum í stað 5.
25.11.2004 at 13:47 #509298Hann hefur ekki brotið neitt í hásingunum, þetta er nú heldur ekki þungur bíll. Sjálfskiptingin er hinsvegar orðin eitthvað slöpp.
Mér hefur sýnst það að menn brjóti helst hluti á fjöllum á þrjóskunni, sumsé þegar bíllinn er orðinn pikkfastur en eigandinn neitar að viðurkenna það 😀
24.11.2004 at 19:40 #509294En er Explorer orðinn gangfær?
22.11.2004 at 21:16 #509332Fáðu þér 12 volta spil eða 24 volta rafkerf.
22.11.2004 at 19:11 #509280Ég þekki nú ekki hversu sterkt þetta ford dót er, en er komin gangfær vél í bílinn hjá þér?
-
AuthorReplies