Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.12.2005 at 16:06 #535958
Þessi villa segir mér að það er stórkostlegur öryggisgalli í forritinu sem keyrir spjallborðið.
12.12.2005 at 15:51 #53573812.12.2005 at 09:27 #535668Mín skoðun á þessum MSD kveikjubúnaði er að 5 serían sé óttarlegt drasl. En það er hinsvegar rosa fínn neisti af 6 seríunni og uppúr sem eru CDI.
Ég er sjálfur með MSD 6A (6200) í mínum bíl og virkar mjög fínt. Hvort að þessi multi-spark eiginleiki hafi einhver áhrif get ég ekki svarað en neistinn er mjög heitur og hægt að hafa stærra kertabil en ella.
10.12.2005 at 18:45 #535388Það er bara alveg hárrétt. Það skiptir miklu meira máli að hafa vélina rétt stillta heldur en hve hár þrýstingurinn er.
Ég er nú til dæmis með Suzuki bensínmótor sem upphaflega var 95 hestöfl með ekkert boost en er núna orðinn um 200 á 220kpa absolute (17.5psig) boosti.
Ekki er búið að gera neitt fyrir neðan hedd nema lækka þjöppuna með því að renna úr stimplunum svo hægt sé að keyra bílinn á því bensíni sem er selt úti á bensínstöð.
Það eina sem að hrjáir þennan bíl vélarlega séð er að helvítis kælivatnið vill hitna mikið þegar ekið er undan vindi uppímóti á jökli. (ætli það vanti ekki nýja kúplingu á viftuspaðann, bíllinn er ekinn 240 þúsund km)Vel hugsaðar tjúningar eyðileggja vélar ekki á stuttum tíma. Það er fiktið sem er fljótasta leiðin til að eyðileggja þær ef ekki er aðgætt.
Ég er enginn dísel sérfræðingur en ég hef aldrei séð bensínvél heldur sem að deyr bara vegna þess að það er boostað of mikið. Þær deyja helst vegna þess að það er boostað of mikið miðað við þjöppuhlutfall, oktanatölu bensíns og kveikjutíma, og bensínvélarnar eru líka mikið viðkvæmari fyrir eldsneytismagni.
Algengasta leiðin til að eyðileggja túrbó bensínvélar er þegar að boostið er skrúfað upp án þess að aðgæta að kveikjutíma og eldsneytismagni. Það sem ég hugsa að sé verst fyrir díselvélarnar er þegar þær ná ekki að klára brunann nógu fljótt (ekki nóg loft)
Svo skiptir líka rosalega miklu máli að vélin sé sæmilega þétt, ef það lekur mikið af heitu lofti með stimpilhringjunum þá er mikil hætta á því að stimplarnir bráðni.Það helsta sem að rétt gerðar tjúningar hafa í för með sér er að ferðafélagarnir eiga það til að hverfa í baksýnisspeglinum. Helsta vandamálið er yfirleitt ending á drifrás. Það þarf líka að hafa í huga að ef farið er út fyrir þol málmhluta í vél þá þreytast þeir með tímanum.
08.12.2005 at 11:46 #535162Gráðuskalinn sem er miðað við er á sveifarásnum, og hvernig knastás er breytir engu með snúninginn á sveifarásnum, stimpillinn er alltaf í toppstöðu á sama tíma.
19.11.2005 at 23:06 #532672Það er nú misskilningur, bílar geta verið skemmtilegir og um leið sparneytnir ef þeir eru bara mjög léttir.
Ég er nú með 35" bíl sem er 8 sek í 100 en ég náði honum niður í 13 lítra á hundraðið á langkeyrslu á 100-110km/h meðalhraða full lestaður.
19.11.2005 at 22:49 #532076Það er nú argasti misskilningur að það muni 10% við það að hækka um 1 í þjöppu!
Þú græðir ekki nema 6% á því að fara úr 8 upp í 10.
Formúlan fyrir þetta er svona:
(1 – (1 / NýÞjappa í veldinu 0.4)) / (1 – (1 / GamlaÞjappa í veldinu 0.4))
14.11.2005 at 13:12 #532054Þetta flöskutrick kemur bara í veg fyrir það að bensíndælan svelti, það bjargar ekki blöndungi sem er að yfirfyllast. Með torfæruna vissi ég nú af því að menn eru þar flestir með blöndunga, var bara að spá hvernig þeir kæmust fyrir þessi brekkuvandamál eða hvort þetta væru ekki eins mikil vandamál þar vegna þess að þeir eru sjaldan mjög lengi í brekkunni, yfirleitt bara smá sprint upp á fullri gjöf og þá er það búið.
Ég þarf endilega að kíkja í heimsókn Geiri, hef samt meiri áhuga á því að kíkja eitthvað að spóla í snjó á milli jóla og nýárs, því jeppann á ég nú ennþá þótt hann sé ekki hreyfður mikið þessa dagana.
13.11.2005 at 00:08 #532048Ég hef einusinni lagað svona brekku vandamál í V8 jeppa, og það sem við gerðum þá var bara að henda blöndungnum (klósettinu, beinu niðursturtuninni, hvað sem menn vilja kalla þetta drasl) og setja innspýtingu í staðinn. Reyndar eru innspýtingarbílarnir ekki allir alveg lausir við þetta vandamál, ef það er lítið í tanknum þá getur dælan þar dregið loft í beygjum eða miklum halla, en það sem við gerðum var að smíða 1 líters forðabúr sem er frammi í húddi og þar er bensíndæla sem að fæðir spíssana. Svo er bara önnur dæla við tankinn sem að fyllir á þetta forðabúr og allur afgangur og loft ratar beinustu leið til baka aftur í bensíntank.
Þetta er ekki vandamál á súkkunni minni sem er nefnd ofar í þessum þræði, og hún er bara með original bensíntank. Þetta var hinsvegar vandamál þar þegar hún var með original bensíndælu og pickup sían var hálfstífluð og lítið í tanknum.En hvað hafa menn verið að gera í torfærunni? Gerir þetta kannski ekkert til þar vegna þess að tíminn sem þeir eru í brekkunni er svo stuttur? Reyndar var nú V6 bíllinn þarna með throttle body injection.
12.11.2005 at 23:47 #532108Þessir bílar voru flestir með 5.13:1 hlutföllum, en löngu 8 ventla sidekickarnir voru með 5.38.
Sjálfskiptu bílarnir voru svo með 4.62:1 minnir mig.
Ég á svona bíl sem er á 5.71 hlutföllum með Toyota afturhásingu+framdrif og breyttan Suzuki mótor sem skilar honum svona þokkalega áfram (um 8 sek í 100 á 35" dekkjum)
Það eina sem ber að varast sérstaklega með þessa bíla er að vélin má alls ekki ofhitna, heddið springur bara eiginlega strax. Ef það eru litlar sprungur þá getur samt verið nóg að setja bara þéttiefni í vatnið.
05.11.2005 at 00:11 #530692Ég verð aðeins að leiðrétta þessa vitleysu sem er í gangi hérna um öfugu rásirnar.
Ástæðan fyrir öfugu rásunum er að endurvarpi sem er ekki hástefnuvirkur og með mismunandi pólun á móttöku og sendingu getur ekki tekið á móti og sent á sömu tíðni. Hann verður að taka við á einni tíðni og senda á annarri. Annars væri hann að fæða merkið sem hann sendir út beint inn á móttakararásina og þannig myndi hann bara fara í sjálfsveiflu og klára rafhlöðurnar á skammri stundu.Sumsé, endurvarparásirnar eru með eina tíðni sem endurvarpinn tekur á móti og aðra tíðni sem allar stöðvarnar taka á móti.
04.11.2005 at 23:59 #531262Mig langar endilega að vita hvaða Cherokee er léttari en Sidekick
18.09.2005 at 16:41 #196272Hvað er æskilegt bil á milli loftneta á þaki bíls? (NMT loftnet, VHF loftnet, CB loftnet og útvarp)
Hafa menn einhverjar skoðanir á því, svona áður en byrjað er að bora í toppinn.
18.03.2005 at 20:34 #519274En skekkjast felgurnar ekki við heitgalvaniseringuna? Það er amk reynslan hér á bæ að kerrur og svoleiðis dót sem hafa farið í heitgalva standast engin mál eftir galvaniseringu.
16.03.2005 at 15:15 #518818http://www.gmpartsdepot.com/ Þarna fást allar gerðir af V8 á fínum prís.
290 hestafla 350 mótor á $1649
355 hestafla 350 ZZ4 mótor með álheddum á $3779
05.03.2005 at 20:26 #518144Ég er ekki alveg sammála því að það þurfi að setja stærri ventla eða skipta um kambás.
Það má vel tvöfalda aflið í vélinni án þess að snerta neitt í heddinu.
Og með ventla þá er bara stærra ekkert alltaf betra. Þú getur jafnvel tapað afli á því að fara í stærri ventla ef að ventlarnir eru ekki orðnir of litlir því að þú missir lofthraða í gegnum portin. Missir í það minnsta tog á lága snúningnum þannig. Sama með kambásinn, heitari ás gefur minna tog á lágum snúningi og meiri eyðslu svona almennt.Það sem er allra mikilvægast með allar innspýtingarvélar, að ef farið er að breyta vélunum þá þarf að breyta innspýtingunni um leið til þess að allt gangi eins og það á að gera og mótorinn skemmist ekki bara.
Síðan er alltaf betra að lækka þjöppuna, það fækkar vandamálunum mikið, sérstaklega ef að menn vilja keyra á sama bensíninu áfram.
20.02.2005 at 02:10 #517316Í svona tilfellum getur gert gæfumuninn að setja öflugri jarðtengingu á áriðilinn. Einnig er vert að athuga að rjúfa aðrar jarðir í kerfinu, til dæmis með því að tengja tölvuna við græjurnar með einangrunarspenni.
14.02.2005 at 11:56 #516678Ef maðurinn er að spyrja hér hvernig hann á að gera þetta þá er hann væntanlega ekki sérfræðingur í MIG suðu.
Það er nefnilega ekkert mál að gera MIG suður sem halda lofti, EF maður er í mikilli æfingu. Flestir hérna á spjallinu eru það ekki þannig að mis vel gengur að gera þetta.
Þess má geta að langflestir sem að sjóða felgur með MIG suðu lenda í einhverjum leiðinda smá lekum.
13.02.2005 at 00:39 #516670Þetta með suðuna, einnig þá er hræðilegt að MIG sjóða eitthvað sem á að vera þétt. Það eru næstum því alltaf einhver nálargöt í MIG suðu sem að munu leka ef ekki er farið vel yfir þetta. Sama með álið, það getur verið vesen að ná því almennilega þéttu.
11.02.2005 at 19:11 #516530Til þess að sjá hvaða kerfi virka vel og hvaða kerfi virka alls ekki í vefhýsingu er best að horfa í klámsíðurnar. Klámsíðurnar eru bæði fleiri en allar aðrar síður, og með miklu meiri traffík en flestar aðrar síður.
Ég gerði eitt sinn forrit sem að tók linka frá thehun.net og fleiri stöðum, og kannaði á hvaða stýrikerfi og vefþjóni síðurnar voru hýstar.
Niðurstaðan var eitthvað á þennan veg:
45% FreeBSD
35% Linux
10% Önnur UNIX: Solaris, IRIX, HP/UX
5% Windows 2000 server
5% unknownOg ég hef bara aldrei séð vef sem er jafn ógeðslega hægvirkur og f4x4.is, nema þá kannski Spud, sem var lítill vefþjónn á 9600baud tengingu keyrandi á PIC örgjörva sem fékk sína orku úr kartöflum!
-
AuthorReplies