Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.10.2006 at 21:25 #563118
Ég verð að segja að mér þykir besti kosturinn ef menn eru að eltast við áreiðanleika að setja stýrikerfi og kortagrunn á 4GB eða 8GB compactflash kort. Þetta er búnaður sem hefur enga hreyfanlega hluti og virkar jafnt í 20 stiga frosti sem 50 stiga hita.
Harði diskurinn er veiki hlekkurinn í tölvum í dag hvað bilanir varðar, þeir virka ekki í mjög miklum kulda og ekki heldur í mjög miklum hita. Eru líka mjög viðkvæmir fyrir höggum og víbringi.
Þetta er bara spurning um hvaða kröfur maður gerir til búnaðarins. Ég veit um ferðatölvur sem hafa verið að drepa diska í bílum þegar ekið er á þvottabretti eða við álíka aðstæður. Þess vegna er þrælsniðugt að hafa það allra mikilvægasta á compactflash korti.
Það er svo annað mál ef menn þurfa ekki að treysta neitt sérstaklega mikið á tölvuna til að rata þá þarf ekki að gera neinar svona ráðstafanir til þess að auka rekstraröryggi hennar.
02.09.2006 at 11:50 #558840Ég er vanur að beygja þessi grönnu stálrör bara með hjálp gastækja. Virkar að minnsta kosti þrælvel á þessi ryðfríu.
20.08.2006 at 01:05 #555924Það getur alveg verið 6dB gain í svona toppi, því að viðmiðið er loftnet sem geislar jafnt í _allar_ áttir (líka beint upp í loftið og beint niður í jörðina) , ekki bara á lárétta ásinn!
01.07.2006 at 22:04 #555182blow off eða dump valve eins og hann heitir réttara sagt er eins og nafni minn sagði ekki notaður á vélar sem eru ekki með spjaldloka í soggrein. Tilgangur hans er fyrst og fremst hljóðið, annaðhvort til að auka við það eða minnka það. (Bensínbílar með túrbó koma allir með dump valve sem er til þess að þagga niður í túrbínunni, svo setja hnakkarnir ventla í staðinn sem blása út og búa til hljóð)
Áhrif á turbo lag eru mjög takmörkuð.Hinsvegar er það hin gerðin af blow off sem að er til þess gerð að hlífa vélinni gegn yfirþrýstingi ef að wastegate’ið bilar. Ef sá búnaður er til staðar þá þarf að sjálfsögðu að sprauta gasinu inn mikið aftar í loftrásinni eða hreinlega að afnema ventilinn.
01.07.2006 at 21:24 #555592Það sem að Hafsteinn setti inn hérna frá Grand National T-Type spjallinu segir eiginlega allt sem segja þarf.
Vatnskældi coolerinn hefur mikinn massa sem gerir hann mjög góðan þangað til hann hefur tekið í sig varma, hann hefur ekki eins mikla getu til þess að losna við allan varmann út úr kerfinu.
Gott system í kvartmílu, ekki eins gott uppi á jökli þar sem að botngjöf varir lengur en nokkrar sekúndur í einu.
Og ef þú skoðar rúmtak röranna og berð við rúmtak vélarinnar þá má sjá að það tekur engan svaka tíma að fylla þessi rör á meðan þau eru ekki höfð alltof sver.
19.06.2006 at 23:56 #554868Evrópustaðall fyrir 95 oktana bensín er að það er 95RON og 85MON, eða 91AKI (skalinn sem ameríkaninn prentar á dæluna).
Það 98 oktana bensín sem selt er víðast hvar í evrópu er 98RON og 88MON eða 93AKI.
22.02.2006 at 10:31 #543996Hvernig er þetta gert í 90 cruiser? Er það eins?
14.02.2006 at 14:14 #542402auðvitað á sá sem að dregur að hafa vit á því hvað hann má bjóða eigin ökutæki. Ef hann misbýður bílnum þá er það honum að kenna.
27.01.2006 at 14:28 #540386Bara að hafa það í huga að þessar blálituðu halogenperur hitna mikið meira en venjulegar halogenperur af sömu wattatölu, þannig að þetta er stórvarasamt og á það til að eyðileggja luktir, sérstaklega þar sem að blálituðu perurnar þurfa hærri wattatölu til þess að ná sama ljósmagni.
15.01.2006 at 23:53 #538942Ég hélt það væri nú akkúrat öfugt. Eftir því sem að rörin eru lengri, því lægri er vinnslusnúningurinn á flækjunum.
10.01.2006 at 23:58 #538304Ásgeir: þessi mynd er af prentplötu sem ég gerði fyrir 3 árum síðan, áður en það var hægt að kaupa megasquirt prentplötur í lausu.
VR sensor (Variable reluctance) er spóla á járnkjarna með segul á öðrum endanum. Síðan þegar að tannhjól snýst hinu megin við kjarnann þá koma spennupúlsar þegar að segulsviðið í kjarnanum breytist.
Hall sensor er eins og kom fram hér ofar hálfleiðaraskynjari sem nemur segulsvið. Eins og þeir eru í bílum eru alltaf 3 vírar. Jörð, spenna að, og digital merki út sem skiptir um stöðu eftir því hvort að skynjarinn nemur segul eða ekki.
Stundum eru þessir skynjarar með innbyggðan segul og skynja þá járn sem að er borið upp að þeim en stundum er segullinn útvær og trigger hjólið gengur á milli seguls og skynjara.
Hall sensor skynjar bara einn pól í segulsviði, en það eru til skynjarar sem skynja báða segulpólana og þeir eru með 4 víra. Það er stundum gert til þess að hægt sé að greina mismun eftir hvar á hringnum einhver ás er. Þá er komið fyrir einum segli sem að snýr öðruvísi heldur en hinir og er þá ósýnilegur fyrir aðal skynjaranum en kemur upp á hinni rásinni.
Til þess að hægt sé að stjórna mörgum háspennukeflum þá þarf trigger merkið bara að vera þannig að hægt sé að greina mun einhversstaðar á trigger hringnum þannig að hægt sé að vita hvenær á að kveikja á hvaða cylendrum.Ég veit ekki af neinu svona verkefni fyrir Dísel, en það er tvímælanlaust eftirspurn.
Ég bara á ekki díselbíl þannig að ég hef ekki velt því fyrir mér.
Kröfurnar fyrir tölvu í common rail diesel eru svolítið öðruvísi. Það sem hún þarf er háspennuútgangur fyrir piezoelectric spíssana sem eru margfalt hraðvirkari en bensínspíssar og hún þarf nákvæma klukkuteljara til að stýra spíssunum (nákvæmni uppá einhverjar nanósekúndur því að það þarf að hafa stjórn á innspýtingartímanum upp á brot úr gráðu og það er mjög stuttur tími sem er til að sprauta inn öllu eldsneytinu)
08.01.2006 at 22:02 #538290Megasquirt er bensíninnspýtingartölva sem er opin hönnun og er hópur manna sem hefur unnið að þróuninni. Upphaflega hugmyndin var að gera ódýra og einfalda tölvu sem væri auðvelt að nota í staðinn fyrir blöndung, en þetta hefur þróast yfir í fullvaxna vélartölvu sem getur allt og meira til, og ef hún getur það ekki þá er því bara reddað. Ég hef tekið þátt bæði í þróun vélbúnaðar og hugbúnaðar sem tengist þessu verkefni.
Ég er búinn að vera með svona í mínum jeppa (Suzuki Vitara með 1600cc og túrbó) í næstum 3 ár, og í jeppanum hans pabba (Jeepster með 400 small block Chevy) í tæp 2 ár.
Þessi tölva sér algjörlega um að stýra innspýtingu og kveikju á öllum tegundum bensínvéla. 1-16 cylendra, allt að 20 þúsund RPM, allt að 6 háspennukefli í direct fire (Allt að 12 cylendrar í wasted spark), innbyggður 250kPa MAP sensor – hægt að fá upp í 400kPa. Getur keyrt há eða lág impedans spíssa. Tengist við laptop til þess að stilla eða "datalogga".
Í dag eru margar leiðir til þess að eignast svona tölvu, nokkrar netverslanir sem að selja kitt bæði samsett og ósamsett ásamt alls kyns aukabúnaði til að auðvelda ísetninguna. Nefni ég sem dæmi http://www.diyautotune.com http://www.rs-autosport.com http://www.glensgarage.comÞað er grundvallaratriði númer 1, 2 og 10 að hafa tölvu samsvarandi þessari þegar verið er að gera breytingar á innspýtingarvél. Þegar búið er að gera einhverjar breytingar á vélinni (taka hvarfakút undan, stækka pústið, jafnvel eitthvað fleirra) þá er forritið í original tölvunni einskins virði og til þess að fá það afl út úr breytingunum sem mögulegt er og hindra að vélin springi bara þá verður annaðhvort að endurforrita original tölvuna, skipta henni út eða plata hana með einhverjum ráðum.
Þar finnst mér þægilegast að hafa svona tölvu sem að vinnur alveg sjálfstætt (óháð einhverjum stillingum sem að framleiðandi bílsins ákveður) og hægt er að stilla á meðan verið er að keyra.Með öðrum orðum, þá er þetta grundvöllurinn fyrir öllum tjúningum á bensínvélum með tölvustýrða innspýtingu.
06.01.2006 at 12:51 #537940Öll þrenging í loftinntaki fyrir framan túrbínu hefur akkúrat öfug áhrif. Túrbó laggið er meira eftir því sem að loftinntakið er þrengra.
Ef loftinntakið flæðir illa þá þarf túrbínan að snúast hraðar til að ná sama boost þrýstingi.
WRC bílarnir eru með anti lag búnað vegna þess að þeir þurfa að hafa þrengingu í loftinntakinu sem takmarkar þá í sirka 300 hestöfl.
05.01.2006 at 13:51 #537932Ég veit um eitt dæmi þess að apparat sem þetta hafi verið sett í bíl í verksmiðju. Það var Dodge Daytona/Charger/Shadow Turbo I (1986 eða svo) sem var með suck-through túrbínu og engan intercooler. Túrbínan tengdist beint í soggreinina og var svona stykki á milli til þess að [b:550f6dx8]stöðva snúninginn á loftinu[/b:550f6dx8] (loftið er á svo miklum snúningi þegar það kemur út úr túrbínunni að dreifingin á milli cylendra í soggreininni fer algjörlega í rugl)
05.01.2006 at 08:46 #537922Ég vil benda á að mælingar í dynobekk eru langt frá því að vera vísindalegar, það eru of margir óvissuþættir þar og auðvelt að klúðra mælingu ef eitthvað er ekki gert eins og það á að gera.
Vélardyno eru meiri vísinda mælitæki en það er samt hægt að láta þá sýna of mikið eða of lítið með því að gefa sér vitlausar forsendur.
03.01.2006 at 03:28 #536456Þessi hlýtur að fá að vera með, svona nýsprautaður.
[img:2v6r5z9w]http://www.foo.is/albums/snjospol2005-12/DCAM0015.sized.jpg[/img:2v6r5z9w]
29.12.2005 at 16:28 #537430Góður rock crawler er alveg spes tegund af breyttum jeppa sem að virkar ekki í neitt annað en rock crawling. (ekki einusinni malbiks akstur)
Endalaust lág hlutföll og því þyngri sem hásingarnar eru því betra. Hef heyrt að menn setji jafnvel vatn í dekkin til þess að ná meira gripi. Þykir jafnvel betra að hafa ryðgöt í gólfinu þannig að hægt sé að sjá hvað er í gangi fyrir neðan.
Í snjó jeppum vilja menn frekar hafa langt á milli hjóla og góða fjöðrun (ekki bara slaglanga)
27.12.2005 at 00:54 #537118Setja bara ammóníak inná þetta, þá er öruggt að þeir eru fljótir að forða sér ef kerfið fer í gang.
22.12.2005 at 22:38 #536734Þú gerir þér grein fyrir því að túrbína í bíl er mjög létt (og þess vegna geta þær snúist allt að 150’000rpm)
og hefur einfaldlega ekki massa til þess að halda áfram að snúast í neinn tíma.
Túrbínan dólar bara á innan við þúsund snúningum þegar að vélin er í lausagangi. Þú gerir þér grein fyrir því að þegar að vél er í lausagangi þá er svo sáralítið afgas til að knýja túrbínuna.
Ég veit ekki af hverju þú ert að tengja þetta við rúmtak í lögnum, þetta er miðflótta afls blásari og því er snúningurinn nánast sá sami á sama þrýstingi, óháð stærð þess rýmis sem er verið að fylla, svo lengi sem blásarinn fer ekki út fyrir það svið sem hann vinnur á.
Það tekur túrbínuna innan við sekúndu að tapa mestu af þeim 100000+ snúningum sem hún er að vinna á, þess vegna er turbo lag eftir gírskiptingar.
Það má því áætla að það taki túrbínuna innan við 10 sekúndur að stoppa algjörlega ef afgasflæðið er stoppað þegar hún er á hámarks snúningi.
Og ég veit ekki hvað þú átt við með því að olían fari beint niður í pönnu, fjölþykktar olía verður ekki að neinu vatni á eðlilegum vinnuhita í bílvél með túrbínu.
22.12.2005 at 00:47 #536730Vandamálið með að drepa á vél eftir átök er ekki það að túrbínan sé ennþá að snúast heilan helling. Hún hægir á sér og stoppar um leið og það hættir að streyma afgas í gegnum hana þar sem að það er jú rosalega mikil loftmótstaða í svona blásara. Til að styðja mitt mál vil ég benda mönnum á að sjá hversu hratt boost mælirinn hoppar í 0 þegar slegið er af olíugjöfinni. Boost þrýstingur gefur góða vísbendingu um snúningshraðann á túrbínunni.
Vandamálið með að drepa á eftir átök er að þegar túrbínan er mjög heit og pústgreinin líka þá hitna legurnar og pakkningarnar og þeim er haldið köldum með olíu.
Ef olían hættir að berast og allt draslið er sjóðheitt þá sýður olían í legunum og eftir situr sótdrulla.
Vatnskældar túrbínur eiga ekki að vera í vandræðum með þetta, þar sem að vatnið sýður við lægri hita en olía og heldur hitanum niðri þegar búið er að drepa á.
-
AuthorReplies