Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.05.2006 at 21:05 #552596
ARB framleiðir loftlæsingar i Trooper, þær fást í Bílabúð Benna og kosta ca. 100- 120 þús. stykkið.
Kv. Steinmar
11.05.2006 at 16:14 #552340…gætir þú fengið í Málmsteypunni Hellu í Hafnarfirði
eða prufað að tala við Árna Brynjólfsson á Renniverkstæði Árna, s:565 1225
Kv. Steinmar
28.11.2004 at 21:35 #509676…passar ekki vegna þess að armurinn snýr öfugt, þ.e.a.s. hann snýr aftur á Isuzu maskínunni, en það gengur ekki þegar sett er heil hásing undir svona bíl, armurinn verður að snúa fram svo þú fáir pláss fyrir hreyfingu hásingarinnar og einnig fyrir togstöngina.
Þú notar sektorsarminn á Toyota maskínunni áfram, þarft bara að láta smíða togstöng með stýrisendum sem passa og ég mæli með að þú látir líka smíða arm á liðhúsið á hásingunni.
Annað sem þarf að skoða er hvort sýrisleggurinn í Isuzu passar við maskínuna, ef ekki þarf að smíða það til og láta röntgenmynda hugsanlegar suður á leggnum hjá Iðntæknistofnun. Þetta er svolítil smíðavinna en með smá útsjónarsemi á þetta að ganga vel.
Kveðja Steinmar
27.11.2004 at 18:16 #509672Þú getur ekki notað original Trooper maskínu við Dana 44 hásingu. Best væri fyrir þig að nota maskínu úr Patrol eða Toyota Hilux með IFS.
Kveðja Steinmar
16.09.2004 at 20:49 #505906Eftir minni bestu vitneskju var Fjallasport með þessar læsingar. Þær voru fáanlegar í ýmsa bíla m.a. Isuzu ofl. Best væri að hafa samband við Fjallasport til að fá upplýsingar um þetta. Síminn þar er 577-4444 og vefslóðinn er http://www.fjallasport.is nú eða að leita á yahoo.com eða google.com.
Good Luck
Steinmar
16.09.2004 at 20:42 #505830Ég smíðaði dælubracket sjálfur í minn Trooper, í blokkinni eru snittuð boltagöt sem henta til að festa bracket.
Vandamálið var að finna dælu með v-laga reimskífu sem væri fremst á kúplingunni. Best er ef dælan er með rörin út úr hliðinni vegna plássleysis við loftstokkinn að túrbinunni, en það er heldur ekki of mikið pláss út í innrabretti. Ég ákvað að hafa dæluna fasta í bracketin og vera með hlauphjól á armi sem er notaður til að strekkja reimina, en hún kemur á tvöfalda trissu á vatnsdælunni. Hljómar kannski flókið en er það í rauninni ekki, bara dálítil vinna og hugsun. Einfaldast í þessu væri auðvitað að nota Fini dælu sem væri hægt að koma fyrir í kassa aftan á bílnum og fasttengja hana við rafmagn og pressóstat og relay sem væri stýrt af nettum rofa inní bílnum. Ef þú vilt er þér velkomið að hafa samband við mig og jafnvel að kíkja á hvernig ég fór að.
Síminn er 895 5253 Kveðja Steinmar
23.07.2004 at 23:03 #504980Mér hefur reynst bezt að nota þvottakúst og nóg af köldu vatni. Með þessum tólum er auðvelt að ná klessunum af og gildir þá einu hvort rúðurnar eru með Rain-X eður ei, einnig er ekki mikill munur hvort lakkið er nýtt eða gamalt eða bónað eða ekki bónað. Þar sem ég þvæ vinnubílinn 5-7 sinnum í viku tel ég mig hafa reynsluna og þetta virkar og kostar ekki krónu, bara ferð á næsta þvottaplan.
Gangi ykkur vel.
Steinmar
25.06.2004 at 12:30 #504106Ég er búinn að eiga svona Trooper í rúm fimm ár og búinn að keyra hann á 38" dekkjum yfir 200 þús. km. Eyðslan hefur verið frá 13.5 uppí 17 l. á hundraði, allt eftir þunga og aksturslagi. Varahlutaþjónustan hefur verið sæmileg og ef hlutirnir hafa ekki verið til þá hefur tekið 4-10 daga að panta þá.
Það eru nokkur atriði sem þarf að endurbæta í þessum bílum til að koma í veg fyrir vandræði, t.d. afturhjólalegur og taka flangsana af framnöfunum og setja í staðinn Warn driflokur. Ástæða þess er að ríllurnar á framöxlunum draga í
sig drullu og skít og étast upp! Með driflokum og góðum frágangi er komið í veg fyrir þetta vandamál.
Að öðru leyti hefur Trooperinn reynst vel og verið hagkvæmur í rekstri.
Kveðja Steinmar
25.06.2004 at 12:15 #504090…að tala við Bogga í Mótostillingu í Garðabæ s: 565-4133.
Hann er fróðastur þeirra sem ég þekki til í þessum efnum.
Kveðja Steinmar
03.03.2004 at 19:10 #490590hefur að Hlynur hafi verið svo hrifinn af Musso pallbílnum
að ekki komi annað til greina en að kaupa tvo…
Vandamálið er að þó Hlynur sé fjölhæfur í meira lagi geti hann ekki keyrt báða í einu.
Lítill fugl hvíslaði að mér að í stað Musso væri von á að innan skamms mætti sjá Hlyn aka um á blöðrubelgjarútu af öflugustu gerð, skilst að sá sé muuuun öflugri en Datsundýrðin.Steinmar á tröppunni
03.03.2004 at 19:10 #497172hefur að Hlynur hafi verið svo hrifinn af Musso pallbílnum
að ekki komi annað til greina en að kaupa tvo…
Vandamálið er að þó Hlynur sé fjölhæfur í meira lagi geti hann ekki keyrt báða í einu.
Lítill fugl hvíslaði að mér að í stað Musso væri von á að innan skamms mætti sjá Hlyn aka um á blöðrubelgjarútu af öflugustu gerð, skilst að sá sé muuuun öflugri en Datsundýrðin.Steinmar á tröppunni
28.01.2004 at 12:47 #486088þá getur þú hringt í mig og kannski get ég gefið þér góð ráð
Kv. Steinmar S: 895 5253
15.10.2003 at 20:05 #478178Talaðu við þá hjá Stál og Stönsum. Þeir redda þessu fyrir
þig, fljótt og örugglega.
Kv. Steinmar
08.10.2003 at 22:33 #477502Sælir
Trooperinn hefur þann "galla" að hann fer ekki í gang fyrr en ákveðnum smurþrýstingi er náð, en að það sé vandamál að koma bílnum í gang í miklu frosti -25 og jafnvel neðar er bara ekki rétt. Hafi menn lent í því er eitthvað annað að.
Ég hef alla tíð verið með 10w40 olíu og án nokkurra vandræða
Mig langar þó að benda á að mótorhitarar koma að góðum notum og ekki skemmir að koma út í heitan bíl að morgni.Kv. Steinmar
07.10.2003 at 00:43 #477436Það er töluverð breyting frá 35" í 38" á Musso.
Meiri úrklippa, stærri kantar, færsla á afturhásingu og ýmislegt fleira, t.d. væri undirvagnssíkkun æskileg.
Talaðu við Breytingaverkstæði Bílabúðar Benna til að fá betri hugmynd um muninn. Það kostar ekkert að spyrja.Kveðja Steinmar
07.10.2003 at 00:36 #477490Ég hef verið að keyra Trooper 5 þús. km á milli olíuskpta og mun halda því áfram. Þennan bíl er búið að keyra tæp 200
þús. mest þó í langkeyrslu en oft undir miklu álagi.
Olían sem ég nota er Texaco 10W40 en við hana hef ég blandað
Militec á 60 þús km. fresti, geri mér samt ekki grein fyrir
því hvort það gerir gagn en mér líður betur að vita af því.
Sumar bílvélar eru ekki gerðar fyrir 0W40 olíu, of þunn.
Best er að lesa handbók bílsins til að sjá hverju vélar-
framleiðandinn mælir með. Ég nota sjálfur alltaf original
smursíur og mæli með því, en einnig eru síur frá Fram og
fleirum eflaust ágætar.
Í flestum nýrri bílum er notuð mótorolía á gír- og milli-
kassa en þó í sumum tilfellum sjálfskiptivökvi.
Hvort Mobil-1 og svipaðar olíur eru betri er hægt að deila um en margir segja (eflaust með réttu) að á dýrari olíu sé
hægt að keyra lengur, að minnsta kosti er alveg klárt að
gangsetning í miklum kulda er auðveldari með þynnri olíu.Kveðja Steinmar
02.10.2003 at 19:28 #477266Jæja, nú ætlaði ég að vera sniðugur en klikkaði illa.
Verð að LESA betur næst áður en ég flýti mér að skrifa.
Það er bót í máli að nú getið þið hlegið að mér.Steinmar
02.10.2003 at 19:24 #477264Mér leikur forvitni á að vita hvernig GPS getur sýnt
mismunandi hraða eftir því hvaða hlutföll eru í bílnum ?
Kannski er hægt að fá sérbyggðan GPS fyrir Patrol ?
Hann þyrfti þá líklega að geta mælt mjög hæga hreyfingu
eitthvað sem hæfir Patrol.Kv. Steinmar
18.09.2003 at 23:40 #476580Sælir félagar
Er upptaka olíugjalds ekki hið besta mál ?
Eftir að vera búinn að hlusta á menn tala
fjálglega um hvað díselbílar eru ódýrir í
rekstri hlýtur þetta að vera himnasending
fyrir þá.
Eru menn ekki að segja að bílarnir eyði
svo litlu ? Skiptir þá nokkru máli hvort
maður borgar 45 eða 90 krónur fyrir lítrann ?
Ekki þarf maður þá að borga þungaskatt.
Ég vil meina að það sé kominn tími til að
koma þessu olíugjaldi á, þó fyrr hefði verið.En kannski geta menn ekki ferðast ef þeir
þurfa að borga fullt verð fyrir húshitunarolíuna.
Þá er bara eitt ráð; selja dýra díselbílinn og fá
sér ódýran bensínbíl og ferðast fyrir mismuninn
og hafa gaman að því.Kveðja Steinmar
19.08.2003 at 13:27 #475696Fyrirtækið hjá Gunnari Ingva heitir brettakantar.is og er á Vagnhöfða 16. Síminn hjá honum er 587-6587
Kv. Steinmar
-
AuthorReplies