Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.11.2008 at 20:09 #633426
Verðið á díselolíu hér í Danmörku hefur verið heldur hærra en á 95 okt. bensíni. Þetta hefur þó breyst svolítið síðustu vikur og olían hefur lækkað og er núna 3-5 aurum, dönskum, ódýrari en 92 okt bensínið. Það eru smá sveiflur á verðinu vegna samkeppni og suma daga, sérstaklega milli 7 og 10 árdegis á mánudögum, lækka flestar stöðvar bensínið, því þá eru margir á leið til vinnu og vantar smádropa á bílinn. Svo stóla líka margir á að bensínið lækki á mánudagsmorgnum og kaupa sér ódýrara bensín.
Kveðja úr frostinu sem bítur harðar en heima.
05.11.2008 at 21:06 #632034Ég hélt ég hefði verið svo klár að setja inn slóðir, en svo var greinilega ekki, seinn að fatta þetta, en náði því samt. Hér eru slóðirnar:
http://www.toyota4wd.dk
http://www.fstyr.dkVonandi verða menn eihvers vísari
Kv. Steinmar
04.11.2008 at 19:18 #632030Mig langar aðeins að bæta við það sem ég var búinn að skrifa hér að ofan. Ég tók mig til og kynnti mér lauslega reglur um gerð og búnað ökutækja hér í DK, einnig skoðai ég ýmsa þræði á heimasíðu jeppaklúbbs hér í landi. Breytingar eru leyðar að sumu leyti en þeim verður alltaf að fylgja annað hvort vottorð frá framleiðanda þess efnis að hluturinn standist þær kröfur sem gerðar eru til aukabúnaðar, eða breytinga. Ef maður vill framkvæma breytingar sjálfur, heima í skúr, er það ekkert mál, þú þarft BARA að koma með vottorð frá skoðunarfyirtæki (n.k. Iðntæknistofnun) um hluturinn standist þær kröfur sem berðar eru á styrk, höggþpli og svo framvegis. Önnur leið til að fá skoðun á breytingar er að fá vottorð frá framleiðanda bílsins, þess efnis að þínar breytingar hafi engin, eða hverfandi, áhrif á burðavirki bílsins, styrk, stöðugleika eða aksturseiginleika. Ég læt fylgja slóðir á þennan klúbb og einnig á umferðarráð þeirra Dana. [url=http://www.fstyr.dk:230rti81]http://www.fstyr.dk[/url:230rti81] [url=http://www.toyota4wd.dk:230rti81]http://www.toyota4wd.dk[/url:230rti81]
Fyrir þá sem eru sæmilega lesandi á dönsku er lítið mál að finna allar upplýsingar hjá opinbera aðilanum, en hitt er meira í ætt við spjallið okkar, þó okkar spjall sé náttúrulega langbest.Gætið ykkar samt þegar þið lesið reglugerðirnar; þær eru eru heldur meira torf heldur en heima á Íslandi
Kveðja Steinmar
02.11.2008 at 10:01 #632004Þetta, eins og margt annað, er samningsatriði við aðildarumsókn. Hvert ESB ríki hefur sínar eigin reglur í sambandi við gerð og búnað ökutækja. Sumstaðar má breyta, annarsstaðar ekki. Þar sem breytingar eru leyfðar, þurfa ökutæki að fara í gegnum skoðun til að fá viðurkenningu til notkunar á vegum.
Hér í Danmörku er mönnum þröngur stakkur sniðinn, en samt má gera minniháttar breytingar í sambandi við dekkjastærð, það fer þó eftir aldri bílsins. Hér er til dæmis bannað að setja Xenon ljós í bíla sem hafa ekki haft þann búnað frá upphafi, nema þú kaupir E-merkt ljós, komplett, sem eru ætluð fyrir Xenon. Margir breyta bílunum sínum og keyra um í 2 ár og breyta þeim svo aftur, svo þeir geti farið með þá í skoðun. Minnir mann á árdaga jeppabreytingar heima á Íslandi.Það er erfitt að fá heildaryfirsýn yfir þessi mál nema að kynna sér reglur allra ESB landanna og bera þær saman. En eins kom fram, þetta er samningsatriði.
Kveðja
Steinmar
31.10.2008 at 22:32 #631910Fást með sviði 0-20 psi og 5-50 psi og örugglega þar fyrir ofan líka. Hvort þeir sýna "réttan" álestur er kannski ekki aðalmálið heldur að aflesturinn sé alltaf sá sami, því er ekki að treysta með skífmæla þar sem þeir verða fyrir meiri áhrifum hitastigs (sveiflu) og þó þeir séu betri aflestrar er mín reynsla sú að súlumælarnir eru alltaf jafnbestir. Ef þú missir skífumæli niður á hart undirlag er næsta víst að næsti aflestur verður ekki sá sami og þar á undan. Vandaður mælir kostar meira en ódyrari og óvandaðri útgáfur, þú færð það sem þú borgar fyrir. Síðasti súlumælir sem ég átti var búinn að endast mér í ca. 12 ár. Þann tíma var ég líka búinn að eiga nokkra skífumæla, en alltaf var sá gamli bestur.
Kv. Steinmar
30.10.2008 at 07:28 #631906Súlumælarnir hafa reynst mér best, fást víða, held ég. Athugaðu Ísdekk og tengd fyrirtæki. Einnig skífumælar frá Milton. BB hefur selt mæla sem hafa reynst vel. Ódýrir mælar eiga það sammerkt að vera drasl sem veldur manni í besta falli vonbrigðum.
Kv. Steinmar
07.09.2008 at 18:48 #629036Eftir því sem ég kemst næst voru til 2 útgáfur af þessum bíl: til almenningsnota og til hernaðarnota. Þeir voru einkenndir með UAZ 469-B og UAZ 469.
Sá með B-inu var til almenningsnota og útflutnings og var með hefðbundnar samanboltaðar hásingar. Bíllinn sem var til hernaðarnota var framleiddur með niðurgíruðum nöfum, sk. portal. Samkvæmt partalistum sem ég hef skoðað eru þær einnig til með diskabremsum og læsingum. Munurinn á Rússahásingunum og Volvohásingunum er sá að Volvoinn var með síðari niðurgírun og þar með hærra undir drifkúlu.Kv. Steinmar
07.09.2008 at 18:29 #629034Hér er linkur á áhugaverðar myndir af rússabreytingum http://www.mktb.ru/fotki/
Guðni sagði mér að hásingarnar væru original, sem er rétt, ég bara vissi það ekki. Ég veit ekki hvernig á að virkja linkinn, en notið bara copy/paste.Kv. Steinmar
28.08.2008 at 10:07 #628290Demparar geta verið slappir, felgur skakkar, mismikið loft í dekkjum. Liggur hann í bremsum ?
Það er ýmislegt sem getur orsakað misslit í dekkjum, en athugaðu eitthvað af þessu og ekki gleyma að athuga hjólabil að framan, svo er möguleiki að fjaðrafóðringar séu farnar að gefa sig.Kv. Steinmar
20.08.2008 at 17:24 #627706Ég man rétt, þá er þessi mynd eftir Ragnar Th. ljósmyndara. Þegar ég sá þessa mynd fyrst, á sínum tíma, var mér sagt að hún væri tekin í Hvalfirði, en því hefur verið vísað frá hér á þessum þræði. Bergið sem sést þarna í bakgrunni er ekki einkennandi fyrir Hvalfjörð, en hvað veit maður ?
18.07.2008 at 08:30 #626152að einhverstaðar standi í lögum að ekki megi loka vegum um einkalönd nema að fengnu leyfi yfirvalda, hafi vegirnir verið lagðir fyrir almannafé.
Steinmar
26.06.2008 at 10:10 #624958Í Danmörku kostar lítrinn af 95 okt. bensíni 11,71 DKK, sem gerir, miðað við gengi dagsins, 202,80 IKR. Ef við berum saman laun verkamanns þá er tímakaupið 120 DKK, þannig að sá danski getur keypt 10,2 lítra fyrir tímalaunin. Þar sem ég veit ekki hver tímalaun eru á Íslandi, þarf ég bara að reikna hvað 10,2 lítrar kosta á Íslandi og bera það saman við Danmörku, þeas. ef við förum einföldustu leiðina, sem er í raun ekki samanburðarhæf.
Um það bil 50% nýskráðra bíla í Danmörku eru dísel og helgast mest af því að díselbílar eyða minn eldsneyti og þar með eru bifreiðagjöldin lægri, því þau eru reiknuð út frá eyðslu bílanna, en ekki þyngd.
En að segja að kaupmáttur sé meiri í Danaveldi, get ég ekki fallist alveg á. Tekjuskattur er td. 48%, sem er umtalsvert hærra en á Íslandi, vsk er örlítið hærri, öll gjöld á vélknúnum ökutækjum eru mun hærri, tryggingar eru að minnsta kosti jafn dýrar, ef ekki dýrari, rafmagn, vatn, gas til húshitunar; þetta er allt miklu dýrara en heima, einnig er matvara ekki eins ódýr og margir virðast halda, þannig að samanburður er ekki eins einfaldur og maður gæti haldið og að segja að maður fái 50% meira fyrir kaupið sitt í Danmörku stenst enganveginn, en þetta er spurning um hvernig samanburðurinn er gerður, hvaða skilaboðum maður vill koma á framfæri.
Kveðja frá Danmörku
Steinmar
14.03.2008 at 21:08 #617616Slá í mótorinn, það er bara þunn blikkhlíf utan um seglana og ef er slegið í húsið geta þeir brotnað og þá verður þú að heimsækja Bílheima, og trúðu mér, svona mótor er ekki gefins.
Taktu mótorinn frekar úr og hreinsaðu hann, það getur safnast skítur í hann, sem er hægt að hreinsa burt, t.d. með fituhreinsi fyrir bremsudiska. Athugaðu síðan raflagnir og öryggi, það eru minnstar líkur á því að vakúm kerfið bili, en samt best að athuga það engu að síður. Ath. hvort er sog á lögnunum og eins að athuga hvort stöðurofinn fyrir gaffalinn er í lagi, hann getur strítt manni. Rofinn er festur í gaffallokið á hásingunni, stundum hefur það gerst að vírarnir trosna upp alveg upp við rofann og þá er best að skipta um hann, hann kostar ekki hvítuna úr augunum.
Gangi þér vel.
Steinmar
06.03.2008 at 11:40 #615176síðasti póstur er ekki beint til þess fallinn að lægja öldurnar í þessari umræðu og að mínu viti var hann óþarfur.
Kv. Steinmar
26.02.2008 at 07:49 #615324Í Isuzu Trooper eru af hefðbundinni gerð, tvöfaldar keflalegur, sama stærð og í Musso, en önnur pakkdós. Ég myndi ekki skipta um efri spindilkúluna ef ekki er slit í henni. Keyrði sjálfur minn gamla Trooper 250 þús. á 38" og þurfti aldrei að skipta um efri kúlurnar, en einu sinni skipti ég um þær neðri, eftir um 190 þús. km.
Kv. Steinmar
24.01.2008 at 12:22 #609546Ég hef alloft farið inn í Blautukvíslargljúfur að vetri til og alltaf hefur áin verið vatnslítil, en samt aldrei þurr.
Mín skoðun er sú að til upphitunar væri skynsamlegast að nota olíuofn (brennara, sólovél) en halda áfram að treysta á ljósavél til rafmagnsframleiðslu. Ég sé ekki alveg fyrir mér að nota vindrafstöð vegna veðuraðstæðna og einnig vegna kostnaðar við uppsetningu, en maður getur aldrei verið viss nema að kafa í málið og skoða það fordómalaust frá öllum hliðum.
Á sínum tíma var núverandi ljósavél talin vera meira en nógu stór fyrir Setrið og gekk satt best að segja á mjög litlu álagi, en síðan er búið að bæta við rafmagnsnotendum (ofnum ofl.) og við það eykst álagið og þar með olíueyðslan.
Vonandi gengur ykkur vel að finna út úr þessu, myndi hjálpa til ef ég væri búsettur heima.
Kv. Steinmar
05.12.2007 at 11:47 #605704…slítur illa er annaðhvort þrællinn að gefa sig eða rillurnar á kúplingsöxlinum fullar af sóti. Vökvaforðabúrið er við hliðina á bremsuvökvaáfyllingunni, ekki sambyggt. Eins og Beggi segir VERÐUR þú að dæla vökvanum öfuga leið, þ.e.a.s. upp í gegnum þrælinn, annars er þetta bara bras. Það er nauðsynlegt að skipta um bremsuvökva á tveggja ára fresti, annars lendir þú í að sinna ótímabæru viðhaldi sem auðveldlega má komast hjá.
Kv. Steinmar
20.04.2007 at 09:20 #588872það loftmyndin af hluta Kópavogs þar sem merkið er sett ofan á OLÍS stöðina í Hamraborg ?
29.06.2006 at 13:19 #555512..má mest vera 135 cm. mælt upp í efri brún aðalljósa.
22.06.2006 at 08:59 #198131Sælir félagar
Snemma í vikunni frétti ég af óskilakerrum og fleira dóti í vörzlu Lögreglunnar á Sauðárkróki og hafði samband við þá í þeirri von að þar leyndist farangurskerra sem var stolið frá mér fyrir 3 árum síðan.
Svo reyndist ekki vera en aftur á móti hafa þeir í sinni vörzlu, snjósleðakerrur og snjósleða sem sakna eigenda sinna. Vil ég benda félögum á að athuga hjá þeim hvort að þar gætu legið slíkir munir í ykkar eigu.
Úr því að ég skrifa þetta bréfkorn núna datt mér í hug að lýsa eftir kerrunni minni og læt fylgja mynd með þannig að; ef þið sjáið svona kerru látið mig vita, eða Lögregluna í Hafnarfirði.
Síminn hjá mér er 892-9865P.S. Ég ætla að reyna að setja mynd í albúmið.
-
AuthorReplies