Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.11.2009 at 11:19 #667448
Mögulega gæti diskurinn verið stífur á öxlinum. Það er vegna þess að rillurnar eru fullar af sóti og skít.
Þetta er eitt af því sem maður þarf að passa að gera við kúplinsskipti, þrífa öxulinn.Kv. Steinmar
27.10.2009 at 20:54 #663916Sæll
Google er besti vinurinn…………………..http://www.tradebit.com/filedetail.php/ … ir-service
Prófaðu þetta, kostar reyndar nokkra dali, en góðar bækur eru allra peninganna virði.
Kv.
Steinmar
08.10.2009 at 21:30 #660996Sæll
Ég hef ekki persónulega reynslu af akkúrat þessum dekkjum, en ef þú "googlar" 1100r16 michelin xzl, þá færðu til dæmis þessa síðu: http://www.gag.com/~cabell/photos5.htm
Þarna eru ýmsar upplýsingar um Michelin dekk. Akkúrat þessi stærð sem þú nefnir er í "load range" E, sem þýðir að þau eru mjög burðarmikil og þar af leiðandi myndi ég ætla að þau væru í stífara lagi. Til samanburðar eru 44×18,5×16,5 Super Swamper D merkt og Dick Cepek 44" fyrir 15" felgu C merkt.
Kv. Steinmar
11.07.2009 at 13:37 #651406Talaðu við Stál og Stansa, þeir sérhæfa sig í bremsubúnaði fyrir kerrur og vagna.
17.06.2009 at 18:43 #649952Yfirleitt er það aftasta kertið sem situr fast. Það gerist vegna sótmyndunar á neðsta hluta leggsins. Eina ráðið sem ég get gefið þér er að fara varlega og nota ryðleysi/WD40 til að smyrja með.
Reyndu að skrúfa kertið ekki meira en 1/4 hring i einu, smyrja, skrúfa til baka, smyrja, skrúfa. Svona náði ég þessu i mínum gamla, án þess að lenda í vandræðum, en ég var lengi að þessu.
Það sem gerist ef maður nær ekki að brjóta/hreinsa sótið af leggnum, með þessu nuddi fram og til baka, er að maður forskrúfar gengjurnar i heddinu og þá fyrst er maður í slæmum málum.
Yfirleitt er ekki vandamál með 3 fremstu kertin, en samt ástæða til að fara varlega. Mundu að byrja ekki á þessu nema með kaldan mótor.
Gangi þér vel.
Kv. Steinmar
12.06.2009 at 11:48 #649168Sælir félagar
Ég lýsi ánægju minni með nýjan vef klúbbsins. Þó langar mig að benda á það að skráningin gefur ekki færi á að skrá upplýsingar eins og símanúmer og póstnúmer erlendis. Þetta er til baga, fyrir mig, þar sem ég bý erlendis og mun gera einhver ár til viðbótar.
Eins er innsetning prófílmyndar ekki eins einföld og ég hefði kosið, þar sem stendur að myndin verði minnkuð sjálfkrafa, en svo er henni hafnað vegna þess að hún er of stór. Þarna spilar kannski inní að ég er ekki mjög tölvufær maður. Kannski ég þurfi bara að læra betur á hina ýmsu afkima tölvunnar.
Ég bíð spenntur eftir nýju myndaalbúmi.
Yfir allt, hreinleg síða og einföld aflestrar.Bestu þakkir til vefnefndar.
Kveðja úr ríki Þórhildar
Steinmar
03.06.2009 at 16:10 #648412Þú getur hreinsað tengið með white spirit eða álíka efni og skolað það svo með rauðspritti, síðan er bara að blása þetta þurrt á eftir.
Þegar spíssarnir eru settir í, hvort sem þeir eru nýjir eða ekki, verður að viðhafa ALGJÖRT hreinlæti annars fara þéttingarnar að leka afur að skömmmum tíma liðnum. Einnig verður að passa að setja spíssan ekki í með þurrum þéttingum (o-hringjum). Best er að nota vaselín eða sílkon feiti til þess arna. Það þarf að gera þetta með réttu hugarfari og þolinmæði, annars fær maður þetta í hausinn, það er mín reynsla.
Gangi þér vel með þetta.
Kv. Steinmar
14.03.2009 at 11:36 #643302Einhversstaðar las ég, í amerískri viðgerðabók, að til væri aðferin; Brutal force and total ignorance. Þetta er skólabókardæmi um slíkt. Þeir eru heppnir að sleppa óskaddaðir.
Kv. Steinmar
27.01.2009 at 07:47 #639094að þetta séu kantar sem ég hannaði og smíðaði fyrir mörgum árum. Mótin er löngu seld. Ég veit ekki hver á mótin núna, eða hvort þau eru yfirleitt til. Þú gætir samt athugað á Selfossi, þar er einhver plastari að smíða kanta og ég held að hann eigi eða hafi átt þessi mót.
Kv. Steinmar
26.01.2009 at 13:54 #638926Þar sem ég hef aldrei sett inn myndir á síðuna var mér ekki kunnugt um þetta vandamál. Vonandi verður bætt úr því með einhverjum ráðum. Ég hafði nefnilega hugsað mér að skanna gamlar jeppa- og ferðamyndir og setja í albúm hérna á síðunni, en læt það bíða þangað til endubætur verða afstaðnar.
Kv. Steinmar
25.01.2009 at 14:21 #638876Þarna vantar líka Tungnafelljökul. Hann hefur sporaður alloft.
Kv. Steinmar
25.01.2009 at 14:16 #203642Þar sem ég bý erlendis og get ekki tekið virkan þátt ferðalögum og tilheyrandi starfi, skoða ég myndaalbúm félaganna.
Þetta hefur verið nefnt áður, en ég ætla samt að tala um þetta aftur. Þar er alveg ótrúlegt hvað menn eru duglegir við að setja inn myndir úr ferðum og af breytingum sem eru í gangi, sem er hið besta mál.
En, góðar myndir verða algjörlega marklausar og í raun þjóna engum tilgangi, þegar vantar texta. Textinn þarf ekki að vera einhver langloka, heldur hnitmiðaður og lýsandi fyrir þann sem skoðar. Með þessu móti þjónar albúmið sínum tilgangi. Það er ekki bara safn mynda, heldur upplýsinga. Án texta vantar helminginn af upplýsingunum og myndirnar missa marks og verða í raun ekkert spennandi.
Kv. Steinmar
20.01.2009 at 17:18 #638540Trooperinn er með framdrifsúttakið á millikassanum hægra megin, þannig að Bronco hásing kemur ekki til greina nema að skipta um millikassa eða nota original kassannn sem milligír og nota kassa úr Cherokee.
Eru með lægri hlutföll, þeas 5,38:1 ?Ef svo er þarftu ekki að skipta um afturhásingu, sem er vönduð og sterk, með smá endurbótum.
Ef þú ert ekki með lægri hlutföll er næsta víst að þú þurfir að skipta um afturhásinguna líka. Hlutfallið í afturhásingunni er 4,30:1 original.
Kv.
Steinmar
12.12.2008 at 12:55 #634500Samkvæmt Google, er vélin frá VM.
http://www.4wdandsportutility.com/…/photo_04.html
Þetta er slóðin.
[url=http://www.4wdandsportutility.com/.../photo_04.html:1bognxuw]http://www.4wdandsportutility.com/…/photo_04.html[/url:1bognxuw]Kv.
Steinmar
12.12.2008 at 12:40 #634496Ég held að ástæða þess að verksmiðjan er í Egyptalandi, sé sú að, þar er ódýrt vinnuafl, mengunarvarnarkröfur eru nánast ekki til staðar, markaðurinn er Afríka og fleira í þeim dúr. Semsagt, þetta er gert til að komast hjá háum framleiðslukostnaði og reglugerðafargani. Þessi bílar verða aldrei fluttir til Evrópu og ef það gerist, verður útilokað fá skráningu vegna þess að þeir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til ökutækja í Evrópulöndum.
Að öðru leyti gæti þetta verið ágætis bílar, fyrir utan að vera með mótor sem gengur fyrir húshitunarolíu.
Kv.
Steinmar
03.12.2008 at 21:11 #634062Talaðu við Bogga í Mótorstillingu í Garðabæ, hann breytti þessum á myndinni fyrir ofan.
2004 bíllin er með tannstangarstýri sem þarf að skipta út fyrir hefðbundna maskínu. Framhjólabúnaðurinn er svo að segja ónothæfur fyrir stærra en 35" dekk. Afturhásingin er sterk og góð, en það fást ekki neinar læsingar í hana sem henta fyrir íslenska notkun og hlutföll af skornum skammti.
Kv.
Steinmar
03.12.2008 at 21:01 #630184Þegar þú tekur spíssana upp úr heddinu, vegna þess að smurolía lekur niður í strokkana um leið og þú lyftir spíssunum. Veru klár á að hreinsa vasana vel og jafnvel að törna vélinni til að blása upp úr strokkunum.
Ef þú ert ekki vanur að fást við svona búnað, mæli ég með að þú fáir annaðhvort einhvern vanan með þér, eða látir gera þetta á verkstæði.
Þetta er ekki beinlínis að "kippa" spíssunum úr heldur töluvert rifrildi, áður en þú svo mikið sem ferð að sjá spíssana.Hvað um það, gangi þér vel við þetta.
Kveðja
Steinmar
02.12.2008 at 00:04 #633884Þrátt fyrir að vera sanntrúaður Chevrolet maður, verð ég að segja, eftir margra ára reynslu af Econoline og Excursion sem atvinnubílum, að Fordinn sem slíkur er ekki síðri en Chevy, þó að ég myndi seint eða aldrei kaupa Ford til eigin nota.
Kveðja
Steinmar
01.12.2008 at 23:59 #630178Hefur sá sem setti spíssaþéttingarnar í, ekki verið nógu varkár við vinnuna. Það er MJÖG mikilvægt að spíssavasarninr séu algörlega tandurhreinir og fara verður ákaflega varlega við að þrýsta spíssunum niður til komast hjá því að skrapa hringina. Þeir geta skemmst við ísetningu, án þess að það komi straks fram, en þessi lýsing hjá þér passar við lekar þéttingar. Eina leiðin til að komast að því hvort þéttingarnar séu skemmdar, er að taka spíssana upp og skoða hringina. Prufaðu að tala við þá hjá Bílheimum og athugaðu hvort þeir vilji gera eitthvað fyrir þig. Þeir reyndust mér ákaflega vel þessi örfáu skipti sem ég þurfti á að halda með minn gamla Trooper.
Kveðja
Steinmar
01.12.2008 at 23:49 #633992Ég mun vera þessi brottflutti. Sendu mér tölvupóst á ,,steinmarg@hotmail.com" og ég get reynt að aðstoða þig.
Eins og Steindór segir er N1 með umbóðið fyrir Ardic, en líka fyrir Eberspacher, sem á Ardic. Þú gætir líka talað við Þórarinn Guðmundsson hjá þjónustuverkstæði Bílabúðar Benna.
Kveðja
Steinmar
-
AuthorReplies