Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.04.2011 at 10:23 #729031
Þú átt skilið að fá Thule….
27.04.2011 at 10:17 #728915[b:ka0a6mg9]"Ég er rennismiðurinn, þannig að það er auðvelt að hafa samband við hann."[/b:ka0a6mg9]
Það er gott að vita það, þá þarf ég ekki að fara í grafgötur með tæknilega bakgrunninn, ég sé það líka á teikningunum og útreikningunum.
En, svo við snúum okkur að viðfangsefninu; við að minnka bilið á milli leganna, þó svo að maður breikki aðra þeirra, þá minnkar maður vogaraflið á ytri leguna nánast ekki neitt. Til að minnka álagið þarf maður að auka bilið á milli leganna. Maður getur reiknað sig fram til að maður græði á inn-færslunni og breiðari legu, en mér finnst það ansi mikil vinna fyrir nánast ekki neitt. En svo þar fyrir utan er alltaf gaman að gera prufanir í raunveruleikanum, ekki bara í Excel-skjali.
Er einhver leið til auka bilið ? Er hægt að læsa legurónni á einhvern annann hátt en með annarri ró ? Kannski væri nóg ef væri hægt að færa original leguna utar, en hvernig ?
Ef það væri möguleiki að fara í legu 25580, en hún er með minna innanmál; 44,450 og utanmál; 82,931, breiddin er svo aftur á móti 23,812 og C-load er 80,9 kN, sem er umtalsvert meira en á LM 102949; 53,9 kN. Þá lendir maður í að ytra þvermál er farið að fara í boltagötin fyrir flansinn. Kannski væri hægt að festa flansinn/lokuna öðruvísi ? Á sínum tíma þegar ég sleit þessa pinbolta (í sérsmíðaðri afturhásingu) eins og lakkrís var ég búinn að hugsa margar lausnir en það náði aldrei svo langt að ég gerði neitt í því.Þetta er svona það sem ég kem auga á í augnablikinu, en hvort það er nothæft veit ég ekki.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 06:11 #728909Ég á satt best að segja svolítið erfitt með að kyngja þessu með tommumálið, í Toyota, en hvað veit ég ? Legan með þetta númer: LM 102949/910/Q, er í tommum því verður ekki neitað.
Hér eru upplýsingar um leguna, hún er burðarminni en 32009 legan: http://www.skf.com/skf/productcatalogue … 1320000066
Ef þú vilt fara í T= 25 og D= 80 er bara einn möguleiki; 33109/Q. Sú lega er með nálega tvöfalt burðarþol (dynamic).
Málin eru: 45/80/26
Þá stendur eftir sú spurning hvernig þú færð þessa legu til að passa á legustútinn, hann þyrfti að renna/slípa í rétt mál og á IFS bíll er þetta ansi dýr uppsetning á öllu liðhúsinu, en kannski betra að rennismiðir svari því.Svo kemur að nafinu; ef þú rennir út legusætið ertu þá ekki farinn að nálgast boltagötin fyrir driflokurnar ? Þó svo að það sé "bara" 5mm aukning á ytra þvermáli finnst sneitt glannalega nærri boltagötunum. Breiddin, eða aukningin á breidd, getur líka skapað plássvandræði; er ekki hætta á að lásrærnar fari að rekast í lokið/driflokuna ? Þetta er jú breiddaraukning upp á 6mm og allt út á við, ekki nema að sökkva legunni aðeins í nafið, en þá lendir maður í meiri vinnu með legustútinn….
Ef vandamálið er að legurnar eru að hrynja í tíma og ótíma, myndi ég kannski skoða aðeins viðhald/uppherslu/smurningu og svo framvegis á legunum. Ef nafið er ekki þétt; raki kemst inn í nafið minnkar lítími leganna mjög hratt. Það er nauðsynlegt að smyrja nýjar legur almennilega fyrir ísetningu; pressa feitinni inn í leguna, það þarf að gæta þess að pakkdósin fyrir innan innri leguna sé í lagi og nauðsynlegt er að smyrja vörina á dósinni fyrir ísetningu, til að koma í veg fyrir að dósin snúist þurr um sætið.
Herslan á legunum er mikið atriði að sé rétt; of laus, þá er slag í legusettinu og innri hluti legunnar (kónninn) slæst til í ytri hlutanum (slífinni) og náttúrulega skemmir hratt út frá sér.
Ef legan er hert of fast, er hitamyndun og stífleiki leganna sem gerir að verkum að feitin lekur af og legan steikist. En svo er spurningin; hvað er passleg hersla ? Því get ég ekki svarað, því það er eitthvað sem maður hefur tilfinningu fyrir, en er tiltölulega auðvelt að átta sig á með verklegri leiðsögn.Vonandi hjálpar þetta eitthvað, ekki hika við að spyrja ef það er eitthvað fleira sem ég gæti kannski hjálpað með.
Kv. Steinmar
26.04.2011 at 21:51 #728905[b:1m3o7min]"Það er spruning hvað org.legan er gefið upp fyrir mikin burð?
Veita að hún er 45,24/73,42x??"[/b:1m3o7min]Hvaðan hefur þú þessi mál af original legunni, er ekki númer á henni ? Ef þú finnur númerið get ég kannski hjálpað…
Ef ég man rétt er ekki mikið pláss til að setja hvorki breiðari legu né legu með stærra þvermáli í Toyota nöfin.Kv. Steinmar
25.04.2011 at 19:07 #728811Þetta myndi væntanlega vera hitanemi sem stýrir styrk bensín/loft blöndunnar við kaldstart. Á blöndungsmótor er þetta kallað innsog.
Prófaði að Googla þetta og fann meðal annars þetta: http://www.mkiiitech.com/forum/showthread.php?p=4545
og þetta: http://www.autoshop101.com/forms/h22.pdf
og helling til viðbótar.
Kv. Steinmar
24.04.2011 at 20:21 #728739Það eru nú kannski fleiri svör við þessari spurningu en í fyrstu virðist, en ég skal gera mitt besta til að aðstoða þig við að finna bestu blönduna.
Ef við göngum út frá að þú sért með venjulegt vinnulvélalakk frá Málningu H/F er um tvennt að ræða þegar kemur að þynningu lakksins.
Ef þú ætlar að sprauta bílinn er best að nota sellulósaþynni, [b:15hz9nbe]ca 15 %[/b:15hz9nbe], en ef þú pensilmálar er betra að nota þynni frá Kraftlakk. Þynnirinn frá Kraftlakk er ætlaður til pensildreifingar og hegðar sér á annann hátt en sprautuþynnirinn og kannski er betra að nota heldur minna af honum.
Hér í árdaga minnar jeppamennsku notaði ég Kraftlakk (Vinnuvélalakk) á Rússajeppann þegar hann var málaður Fagurgrænn og það kætti mitt litla hjarta þegar menn spurðu hvort ég hefði sprautað’ann sjálfur, og ég svaraði; já, en bara með pensli….
Kveðja Steinmar
05.04.2011 at 14:47 #72598703.04.2011 at 17:04 #725733Sæll
Ekki get ég hjálpað með frásögnum af eigin reynslu af téðum bílum, en mér hefur skilist að kramið sé raun ættað frá Chevrolet. Sé það raunin er ekki ólíklegt að undir yfirborðinu leynist þokkalegasti bíll (útlitið heillar mig nefnilega ekki).
Að því slepptu og til að leggja eitthvað vitrænt til málanna fann ég þessar síður fyrir H2: http://www.internetautoguide.com/13-12- … tions.html
Og fyrir H3: http://www.edmunds.com/hummer/h3/Gangi þér vel með valið.
Kv. Steinmar
02.04.2011 at 15:16 #725673Ég man ekki eftir að hafa séð svona búnað í venjulegum bílum/jeppum, en aftur á móti er þetta, eða var, algengur búnaður í vörubílum. Fjaðraboltinn var með gengjum sem voru notaðar til að miðjustilla fjöðrina í hengslinu. Fjaðrafóðringin var svo með samskonar gengjum svo dæmið gengi nú upp. Boltinn var festur með kílbolta öðru megin og þá var hægt að snúa boltanum og þar með færa fjöðrina til og frá í hengslinu. Þar sem þetta var standard búnaður í Scania og jafnvel fleiri tegundum vörubíla geri ég ráð fyrir að þetta hafi verið smíðað eins og hjá mönnum, enda man ég aldrei eftir að þessi búnaður hafi verið uppslitinn. Þess má geta að fjaðraboltinn var gegnumboraður og með smurkoppi svo það væri hægt að smyrja gumsið og hamla þar með gegn óþarfa sliti.
Annars er vafamál hvort það hafi eitthvað upp á sig að vera að lýsa svona gamaldagsbúnaði eins og blaðfjöðrum, það eru bara vörubílar framleiddir í Ameríkuhreppi sem eru með þennan útbúnað og margir vita varla hvernig þetta lítur út.
Kveðja frá Danmörku þar sem hitinn fór ekki nema í 18 gráður í dag, passlegur hjólahiti.
01.04.2011 at 12:23 #725579Hlynur bjargar föstudeginum………..
31.03.2011 at 16:23 #725463Mig langar að koma að mín áliti hérna og því má skipta í þrennt:
[b:2fv1jclg]Í fyrsta lagi:[/b:2fv1jclg] Þessi skrif konunnar lýsa (hennar) áliti sem við (Ferðaklúbburinn 4×4) félagarnir erum ekki sammála. Skrifin sem slík dæma sig sjálf, en eru án efa samþykkt af mörgum þeim sem þau lesa og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Umræddur penni hefi sinn rétt til tjáningar eins og aðrir og ekki er hægt að segja að hún fari að neinum með þessum skrifum, nema maður sé hörundssár.
[b:2fv1jclg]Í öðru lagi:[/b:2fv1jclg] Það sem Guðmundur skrifar hér á undan er eiginlega með hreinum ólíkindum, ég á ákaflega erfitt með að skilja hversvegna félagsmenn mega ekki berja þessi skrif augum; verður okkar málstaður betri fyrir vikið ? Þessi tengill er nú ekki það versta sem hefur verið sett í formi tengils á skrif annarra gegn skoðunum klúbbfélaga og þar að auki er nú sagt að það er alltaf best að hafa "óvininn" nálægt sér og kynna sér allt sem hann gerir og að birta þennan link á spjalli klúbbsins gerir það að verkum að fleiri félagsmenn lesa svona skrif. Ég get í það minnsta talað fyrir sjálfan mig að hefði tengillinn ekki verið á síðunni hefði ég aldrei lesið grein viðkomandi.
[b:2fv1jclg]Í þriðja lagi:[/b:2fv1jclg] Hún vitnar í grein sem skrifuð var af forsvarsmönnum nokkurra klúbba og dregur þar út málsgreinar sem eru skrifaðir af allmikilli hörku og hefði verið hægt að orða á annann hátt. Þessar tvær málsgreinar eru greinilega kveikjan að skrifum hennar og kannski ekkert athugavert við það, en það fer náttúrulega eftir manns eigin skoðunum hvernig maður bregst við áðurnefndri yfirlýsingu formannanna.
Ef við förum að reyna að stemma við birtingu á greinum annarrra sem hafa aðrar skoðanir en við, í hvaða sporum stöndum við þá ? Mér vitanlega er það í ætt við ritskoðun sem hefur verið beitt á svör sumra við skrifum á bloggi Páls Á. Ásgeirssonar, ekki var kvartað yfir að þeir hlekki birtust á spjallinu.
Með kveðju
Steinmar R-191
22.03.2011 at 07:12 #724136Sem betur fer er ekkert fullkomið, hvorki við eða bílar. Ein meginástæða þess að bílvélar dagsins í dag eru að framleiða fleiri hestöfl per líter er að það er verið að nota varmann sem annars tapast. Þetta er einkum gert með afgasþjöppum (túrbó) en einnig með aukinni kælingu, því að með auknum brunahraða verður til meiri varmi sem aftur krefst meiri kælingar, en eins áður er nefnt er hægt að nota umframvarma til að knýja forþjöppu.
Annars er ég ekki neinn séfræðingur í þessum fræðum en ég þykist vita að ef þetta væri svona einfalt, væri þessi vetnisbúnaður til staðar í öllum bílum í dag, því hvaða bílaframleiðandi vill ekki vera með sparneytnasta bílinn ?Kveðja Steinmar
21.03.2011 at 18:15 #724346Hér eru ágætis upplýsingar um þetta: http://www.lcool.org/technical/80_serie … lding.html
Ég notaði alla jafna 2,5mm ryðfrían vír í svona fjallareddingar, sauð alltaf með mínus pól (+ í jörð). Við ferðafélagarnir vorum reyndar búnir að koma okkur upp almennilegum köplum með venjulegum rafgeymaskóm til tengja geymana saman. Geymarnir verða að vera að minnsta kosti aftengdir (þarf eiginlega ekki að segja það) og best er að taka þá úr bílunum á meðan er verið að sjóða, svona ef það skyldi verða eitthvað óhapp með þá. Venjan var að nota 3 geyma, 36 volt, og helst af svipaðri rýmd; ampertímar. Ekki má gleyma því að það er nauðsynlegt að hafa með sér sæmilegan rafsuðuskerm, því fátt er verra á fjöllum en rafsuðublinda.
Kv. Steinmar
21.03.2011 at 15:28 #724132Það er alveg sama hvað maður verður fúll yfir því hvað menn eru auðtrúa, að þegar maður les GOOGLE þýðingu sem þessa hér að ofan, frussast kaffið út úr manni á undan hlátrinum sem verður síðan að þvílíku táraflóði að maður missir sjónar á tölvuskerminum sem og öllu öðru í kring.
En svona án gríns, ekki segja mér að það finnist nokkur íslenzkur jeppamaður sem trúir þessu vetnsibulli ? Og þegar er verið að tala um eldsneytisnýtingu brunavéla er ekki verið að tala það hversu vel blandan brennur heldur hvað fer mikið forgörðum sem hitatap, núningstap og svo framvegis. Bruninn sjálfur er ansi nálægt því að vera eins góður og mögulegt er. Ef það væri ekkert innra viðnám og ekkert hitatap væri meðalbíllinn ekki að eyða meira en 2 lítrum á hundraði í snattinu.
Ef einhverjum tekst að framleiða það mikið vetni, með rafmagnsframleiðslu alternators í bíl, að það spari annað eldsneyti er sá hinn sami búinn að finna upp eilífðarvélina, hvorki meira né minna.
Góða skemmtun
16.03.2011 at 13:38 #722274Þó það megi kannski deila um það hvort spurningar Magnúsar tilheyri ferðamennskunni okkar, er ekki spurning um að stundum er lúmskt gaman af þessu vegna þess að oft er spurt um eitthvað sem kemur manni ekki fyrir sjónir nema að hafa ferðast eitthvað.
Kv. Steinmar
16.03.2011 at 13:34 #7236781. Mercedes Benz frá því fyrir seinna stríð
2. Tatra V8 Loftkældur
3. Skoda Oktavía 196… og eitthvað
4. ?
5. ?
07.03.2011 at 21:11 #722566Smá pæling til viðbótar: Koma labbakútarnir gangandi úr 101 ? Eða skyldi hugsast að fólkið komi akandi einhversstaðar frá ?
Bara svona ef maður vill fara út í einhverjar hártoganir….
04.03.2011 at 12:22 #721628Ég hef svolítið gengið um landið, milli fjalls og fjöru, og staðreynd málsins er sú að maður þarf ekki að fara langt til að vera algjörlega laus við alla vélknúna umferð, einfaldlega vegna þess að það tekur ekki nema stundarkorn að komast á staði þar sem vélknúin umferð einfaldlega kemst ekki. Það er nóg að fara yfir einn skurð eða upp í fjallshlíð og þá er engin hætta á að maður verði fyrir ónæði akandi umferðar, en það er eins víst að maður gæti hrasað skeinipappír ef maður passar sig ekki.
Kv. Steinmar
04.03.2011 at 09:51 #721622Ágætu félagar
Eftir að hafa fylgst með skrifum ykkar langar mig að leggja nokkur orð í belg.
Fyrir utan að vera jeppamaður að upplagi er ég faglærður leiðsögumaður með langa reynslu af ferðalögum um landið, bæði á láglendi og hálendi, vetur sem sumar á flestum gerðum faratækja, nema grasmótorum. Ég starfaði sem ökuleiðsögumaður með erlenda ferðamenn um árabil og var mikið í ferðum á staði þar sem aðgangur almennings er takmarkaður að einhverju leyti, oftast vegna náttúrlegra aðstæðna eða einfaldlega vegna staðsetningar (úr almannaleið).Einhvernveginn hef ég aldrei litið svo á að landið tilheyri frekar einum hópi en öðrum, en aftur á móti henta mismunandi árstíðir og landsvæði, mismunandi ferðamennsku. Það að það sé einhver þörf á að loka fyrir aðgengi einstakra hópa ferðamanna á í rauninni ekki að eiga sér stað í nútíma þjóðfélagi þar sem hamrað er á jafnrétti til allra mögulegra hluta í daglegu lífi landsmanna. Aftur á móti er ekkert athugavert við að ferðamenn taki tillit til hverra annarra á ferðum sínum um landið og það á náttúrulega að gilda fyrir alla ferðamenn; einhver einn hópur getur ekki átt meiri rétt en annar, það er klárt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hinsvegar getur verið full þörf á að takmarka umferð um viðkvæm svæði, annaðhvort tímabundið, árstíðabundið eða til frambúðar, en það er ekki endilega umferð vélknúinna ökutækja sem getur þurft að takmarka. Einnig verður að taka með í reikninginn úrgang sem ferðamenn skilja eftir, hann hefur áhrif á náttúruna og er þar einfaldast að benda á Laugaveginn, milli Lanmannalauga og Þórsmerkur.
Það að einum hópi ferðamanna sé gert hærra undir höfði en öðrum bendir til að viðkomandi hópur hafi hærra og láti meira til sín taka í umræðunni. Eins eru líkur á að viðkomandi hópur hafi einhver þau tengsl innan stjórnkerfisins sem duga til að hafa áhrif án þess að það komi fram á opinberum vettvangi. Nú er ég ekki að segja að göngumenn hafi þessi áhrif, en maður hlýtur að spyrja sig hversvegna einmitt þeim hópi sé gert hærra undir höfði en öðrum. Kannski heldur ráðherra að einmitt þessi aðgerð sé gott fordæmi séð til framtíðar í skipulagi svæða utan alfaraleiða. Það er öllum sem það vilja sjá, ljóst; að eigi að banna eða takmarka mjög umferð vélknúinna ökutækja mun það leiða til mikillar skerðingar á ferðafrelsi almennings og ekki síst erlendra ferðamanna sem koma til landsins í þeim tilgangi að skoða einstaka náttúru landsins.
Mér hefur fundist allt í kringum stofnun og úfærslu laga og reglugerða í sambandi við Vatnajökulsþjóðgarðs einkennst af fljótfærni og einstrengingslegum viðvaningshætti þeirra sem að hafa komið. Sú yfirlýsing ráðherra að þetta sé gert í sátt við hagsmunaaðila stenst enga skoðun, eins og þeir vita sem hafa kynnt sér málið.
Með því að afhenda stjórn þjóðgarðsins ákvörðunarvald í sambandi við nánari útfærslu reglna er einfaldlega ódýr redding ráðherra á eigin orðstír, sem not bene, er ekki alltof góður fyrir. Það er von mín og vissa að hagsmunaaðilum muni takast að fá þar til bæra ráðamenn til að endurskoða allt ferlið svo önnur eins ósköp eigi ekki eftir að dynja yfir mig og mína í framtíðinni.
Með ósk um gott gengi til handa ferðafólki framtíðarinnar.
Steinmar
01.02.2011 at 19:49 #718130Mér sýnist að Hlynur og Árni séu með skilgreininguna á hreinu; þegar fönnin eða fargið er farið að mynda ís sem skríður undan eigin þunga telst fyrirbærið vera jökull.
Kv. Steinmar
-
AuthorReplies