Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.09.2011 at 10:14 #737553
Nú er Svandís ósátt við birtingu ferlanna: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ … erlasafns/
Núna getur hún velt því fyrir sér hvernig manni líður þegar maður er hafður útundan.
Kv. Steinmar
23.08.2011 at 19:57 #735731Ég á og keyri mótorhjól í Danmörku og um þessar mundir er ég staddur með hjólið á Íslandi og búinn að keyra ca. 3000 kílómetra síðustu vikur. Eyðslan á hjólinu er nánast sú sama, stundum minni !!!
Ég gerði ráð fyrir að eyðslan yrði meiri vegna landslags og lægra hitastigs, en sú hefur ekki verið raunin. Ég myndi þó giska á að betra vegyfirborð, hærri hiti, sléttara land og sú staðreynd að menn eru að skoða sig um en ekki að komast hratt á milli staða hafi umtalsverð áhrif til lækkunar eyðslu.
Ég verð ekki var við að hjólið mitt gangi neitt ver á íslensku bensíni en dönsku.
26.06.2011 at 18:25 #732607Ekki finnst mér þetta vera dýrt, en kannski ekki að marka þar sem ég bý í öðru landi þar sem kaupmátturinn er meiri, en til samanburðar vil ég benda á þessa síðu þar sem varahlutir af svipuðum gæðum eru seldir:http://www.refako.dk/
Svo verða menn náttúrulega að reikna kaupmátt og annað tilheyrandi inn í dæmið.
En þegar menn væla yfir bremsudisk á tæpan 7 þúsund kall, vil ég benda mönnum á að athuga hvað bremsudiskar í mótorhjól kosta, og það er þar sem kaupmátturinn er meiri….
http://www.thansen.dk/product.asp?c=548 … 1329786778
Þetta er vel að merkja þar sem hægt er að kaupa ódýrt……………….. og þetta er "ódýr" diskurKv. Steinmar
22.06.2011 at 13:56 #732465Það eru nú fleiri en ein og fleiri en tvær aðferðir sem koma til greina, en hvaða málunaraðferð sem þú velur þá er það undirvinnan sem skiptir öllu máli. Ef hann er ekki beyglaður svo af stafi mikill ami, er bara að slípa hann niður með 120 pappír og renna svo yfir það með aðeins fínni pappír, grunna, slípa með 320-400 pappír, grunna aftur, slípa og mála svo með spreybrúsa lakki, eða renna á hann kraft lakki, dregnu á með fínum pensli. Ef þú penslar þarftu bara að þynna lakkið sæmilega með sellulósaþynni og mála 2-3 umferðir.
Svo er náttúrulega hægt að fara "overkill" leiðina og sandblása, rétta, grunna, sprautusparsla, fylla, slípa og lakka meða bílalakki, en það kostar meira en fyrsta aðferðin.
En, svo ég komi nú að því sem vakti athygli mína í spurningu þinni; [quote="Örn ingi":h2u9u79j]áferð sem segir kanski ekki endilega við þann sem ekur á eftir mér að þetta sé augljóslega handmálað…[/quote:h2u9u79j]
Ef sá sem ekur á eftir þér getur séð og greint hvaða aðferð hefur verið notuð við að mála stuaðarann, þá þarf sá hinn sami að auka bilið á milli bíla……
Kv. Steinmar
30.05.2011 at 04:56 #731039Einhvernveginn finnst mér þér þetta vera fyrir neðan Hagavatn, sunnan Langjökuls. Lengra til vinstri er útfallið frá vatninu, sem nefnt hefur verið Farið, eftir að það braust þarna út og niður fyrir margt löngu, man ekki hvenær.
Síðan þá hefur sjálfsagt margt átt sér stað á þessum slóðum, en ég get ekki svarað því hversvegna þyrlan er þarna.Kv. Steinmar
26.05.2011 at 14:45 #730725[quote="eirikursig":3bsb8dqt]Mig langar að leggja til að fyrirspyrjandi fari að nota frekar latínu eða jafnvel hebresku,frekar en þetta hrognamál okkar.[/quote:3bsb8dqt]
Svona til að menn viti hvernig Hebreska er skrifuð og með hvaða letri snaraði þjónninn minn tekstanum yfir á Hebresku fyrir mig. Þetta er samt ekki bein þýðing en en hefur sömu meiningu.
יש לי דבר במכונית כי היא נחוצה? אבל זה עוד birjaður דבר לפתור את עצמי, וזה בסך הכל
שולט בשנים הקרובות. מי אתה חושב שאני לא צריך אחד לפני, ראיתי את המכונית שלי, אבל זה
עשוי לקבל. מי אני ומי הוא לקבל?Ef menn skildu vera búnir að gleyma því, þá er Hebreska lesin frá hægri til vinstri, neðanfrá.
Persónulega, og ég hef skrifað það áður, finnst mér árásir á félaga sem eru að skrifa hér á vefinn, athæfi manna sem geta falið sig bakvið tölvuskerminn og þora ekki að standa frammi fyrir máli sínu.
Það getur vel verið að einhverjir móðgist og er það þá vel…. Menn kvarta hástöfum yfir ládeyðu á síðunni en eru svo tilbúnir að moka skít og skömm yfir þá sem hafa elju til að skrifa og halda vefnum lifandi.Kv. Steinmar
25.05.2011 at 18:40 #730715Heyriði… er þetta fjarstýring á Lazy Boy stólinn ???
25.05.2011 at 18:38 #730713[quote="mhn":evbhqhjk]Annar hluturinn er fyrir þá sem nenna ekki út í kuldan og setja ? ?
kv,,,, MHN[/quote:evbhqhjk]
Mér dettur í hug driflokur, þær eru orðnar sjálfvirkar á mörgum bílum og þá þarf ekki að fara út og snúa lokunum…
Kv. Steinmar
10.05.2011 at 18:46 #729891Prófaðu að hafa samband við Oddstein Árnason í Vík í Mýrdal, hann er búinn að framkvæma svona aðgerð á Troopernum sínum.
Kv. Steinmar
30.04.2011 at 14:46 #728977Mig undrar það hvað menn hafa mikla þörf fyrir að tjá sig um stafsetningu og málfar MHN, hann er ekki eini maðurinn sem skrifar á vefinn og alls ekki einn á báti þegar kemur að lélegri/rangri stafsetningu og málfræði.
Ef mönnum er hætt við að fara af hjörunum yfir þeim smámunum sem stafsetning er, hvort heldur sem hún er rétt eða röng, þá spyr ég nú bara: hverning bregðast menn við ef eitthvað alvarlegt gerist ?Það er algjör sóun á kröftum, andlegum sem líkamlegum, að æsa sig yfir stafsetningu og málfræði einhverra sem eru að skrifa á opinberum vettfangi. Ef menn vilja lesa lélega íslenska málfræði get ég bent á vefsíðu Morgunblaðsins og gildir þar einu hvort háskólamenntaðir blaðamenn skrifa eða það sem sauðsvartur almúginn bloggar um fréttir.
Ég dáist að elju og atorku MHN við koma með spurningar á spjallinu okkar. Það er alveg á hreinu að ef hann nennti ekki að standa í þessu væri spjallið ansi mikið fátæklegra. Sjáið þið bara hvað skrifin hans skapa miklar umræður stundum tengdar málefninu, stundum ekki.
Það að veitast að einhverjum fyrir það að geta ekki skrifað fullkomna réttritun finnst mér lítilmannlegt og alls ekki sæmandi félögum í klúbbnum.
Góða helgi
Steinmar
29.04.2011 at 18:23 #729289Meinarðu þá að "hinn" sé á 44" ? 😉
29.04.2011 at 18:19 #729267HGJ
Ef þú værir blindur, hvernig kemur þú auga á stafinn og hundinn ? Nú er ég hvorki lesblindur eða skrifblindur og get þess vegna ekki sett mig í þau spor, en maður spyr sig; sér orðblindur/lesblindur mun á rétt rituðum og rangt rituðum orðum. Hvernig á orðabók á að hjálpa lesblindum ?
Upplestur er líklega auðveldasta leiðin til að læra rétt mál, en þessi færsla frá töluðu máli til skrifaðs er einfaldlega ekki á allra færi.
Kv. Steinmar
28.04.2011 at 18:57 #728947Atli
Það gæti þurft að pakka gögnunum, það heitir ZIP skrá. Þegar ég er að ná í hluti á netinu koma þeir í pósthólfið í svona ZIP-pakka sem þarf svo að opna.
Gæti líka prufað að senda á: 373924@edu.sde.dkAnnars ef þetta er eitthvað bras, vertu þá ekki að eyða tíma í það.
Kv. Steinmar
28.04.2011 at 09:15 #728943Stífni legustútsins er kannski að einhverju leyti háð rýmd og stífleika leganna og þar með styrk/stífni nafsins. Þegar komið er í þennann hluta fræðanna erum við farnir að nálgast það sem Danir kalla, svo skemmtilega; flue-knepperi. Þetta eru fræði sem maður er ekki að velta sér upp úr daglega, en engu að síður eitthvað sem þarf að hafa í huga við hönnun og burðarþols útreikninga. Svo er einnig hitastig hlutanna, snúningshraði, burðaálag og sitthvað fleira sem er hægt að taka með í reikninginn.
Kv. Steinmar
28.04.2011 at 06:16 #728939Þetta lítur út fyrir að geta virkað. Það eina sem ég hefði áhyggjur af eru boltagötin, en það er svosem ekkert nema að prófa og annahvort virkar þetta eða ekki.
Atli, værir þú til í að senda mér nafið komplett sem step-file ? Mig langar til að skoða þetta betur í nærmynd. Netfangið er: steinmarg@hotmail.com
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 18:39 #728971Grímur
Skrifar maður bara texta á milli orðanna eftir hentugleikum ? 😉
27.04.2011 at 17:58 #728931[b:30k42c0g]"BTW, Freysi og co reiknuðu einhverntíman út líftíman á framhjólalegubúnaði í þessum bílum, miðað við 14" breiðar felgur, og uppgefna endingu frá einhverjum framleiðandanum. Minnir að hann hafi sagt að niðurstaðan hafi verið einhversstaðar í kringum 500.000 km !"[/b:30k42c0g]
Það er hægt að reikna sig fram til alls, líka þess sem maður trúir. Það er mín reynsla að framhjólalegur á til dæmis Trooper og Patrol á 14" felgum og 38" dekkjum geti enst allt að 170.000 kílómetra og er þá miðað við reglubundið viðhald; uppherslu, hreinsun og skipta um feiti. Þetta er sú ending sem ég hef verið að fá á framhjólalegum, en stundum hefur hún verið minni og þá er ekki hægt að kenna legunum um, heldur skorti á viðhaldi. Þess ber að geta að þetta eru reynslutölur af bílum notuðum í ferðaþjónustu allt árið um kring og eknir kílómetrar að jafnaði 55- 60 þúsund kílómetrar á ári.
Þegar maður reiknar út líftíma á legum eru margar breytur sem eru teknar inn í dæmið, en útkoman getur einungis orðið "leiðbeinandi", þeas. maður verður að gera ráð fyrir óvissu í útreikningunum sem stytta líftímann. Það er samt hægt að segja að eftir því sem notkun legunnar er meira "konstant" verður líftíminn lengri.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 15:39 #728925Það er nauðsynlegt að "nördast" svolítið, og bara gaman að ræða hluti sem eru ekki alltaf uppi á borðum. Ég persónulega hef ekki mikla trú á því að hægt sé að minnka viðahaldið að neinu marki, en svona pælingar eru nausynlegar til að gera sér betur grein fyrir því hvaða álag við erum að leggja á þessa hluti og hvernig sé (kannski) hægt að bregðast við með fyrirbyggjandi viðhaldi eða breytingum.
Minn síðasti breytti jeppi var Trooper og hann var þeim ósköpum búinn að vera framleiddur með alónýtar afturhjólalegur, þeas. þær þoldu illa 38" dekk og harða notkun. Það vandamál var leyst með annarri gerð af legum, breytingu á pakkdósum og betri smurningu á legunum. Eftir þessar breytingar var aldrei vesen með afturhjólalegur.
Original var bíllinn með einfaldar kúlulegur en þeim var skipt út fyrir tvöfaldar keflalegur, sem reyndar voru 3mm mjórri en kúlulegurnar, það var leyst með millihring fyrir innan leguna. Hluti af vörinni á pakkdósinni var klipptur burtu svo gírolían af drifinu ætti greiðan aðgang út fyrir pakkdósina til að smyrja leguna. Neðsti hluti pakkdósarinnar var látinn vera svo olían héldist á sínum stað og gerði sitt gagn við að smyrja leguna.
Mig minnir að ég hafi komið niður á þessa lausn með samtali við afgreiðslumann í Fálkanum, en hann hafði selt einhverjum svona keflalegur i Toyotu.
Það er við þessar aðstæður, vandræði og bilanir, sem lausnirnar verða til. Menn leggajst undir feld eða spyrja mann og annan og allt í einu er fædd ný hugmynd til lausnar á vanadmálinu. Ef vandamálið er aldrei borið upp, verður það aldrei leyst.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 15:16 #728919Það munar vissulega miklu á 56kN og 80kN. Mér vitanlega hefur aldrei verið vandamál með innri leguna, hvorki á Toyota eða öðrum gerðum.
Ef við förum að reikna álag á öðrum ásum (x,y,z) en lóðréttum erum við komnir ansi langt útí (inn í) verkfræðilegan útreikning á burðarþoli. Þó svo að ég sé vel kunnugur burðarþolsútreikningum, væri það ofar minni getu að reikna á því plani, þó svo að ég skilji fræðin.Ef við skoðum aðeins álagið við beina keyrslu, þá er það að mestu bara að bera þungan sem hvílir lóðrétt ofan á hjólinu. Reyndar er málið aðeins flóknara, en við miðum bara við einfaldan útreikning.
Um leið og stefna hjólsins breytist erum við farnir að bæta við hluta af heildarþunga bílsins, skriðþunga bílsins og einfalt er að bæta fleiri þáttum við eins og til dæmis hröðun, en þetta er fljótt að verða flókið. Um leið og aðrir kraftar fara að virka á leguna breytast einnig stefur kraftanna og þar af leiðandi getur stærð kraftanna sveiflast ansi mikið við Kamba-beygjurnar.
Við framleiðslu/sölu á legum fáum við uppgefin ákveðin hámörk á burðargetu, en við vitum hinsvegar að efri mörkin liggja ofar vegna þess að framleiðandinn notast við einhver öryggismörk, en við verðum að miða okkar útreikninga við að vera neðan við þau mörk og helst ekki yfir C og Co mörkunum.Ef vel ætti að vera þyrfti að vera hægt að mæla þá krafta sem virka á nafið/legurnar við hinar ýmsu aðstæður. Með þær niðurstöður í farteskinu er maður með þann grunn sem þarf til að geta sagt til um hvaða styrk legurnar þurfa að hafa svo þær haldi. Mér segir svo hugur að þær tölur fengju mann til að hugsa sig tvisvar um áður en maður færi að troða breiðari felgum undir bílinn. Ástæðan fyrir því að þessi búnaður "þolir" stór dekk og breiðar felgur, er sá að öryggismörkin liggja hærra en álagið sem legurnar verða fyrir, svona næstum því alltaf.
Kv. Steinmar
27.04.2011 at 11:24 #729037…og frosið Ákavíti, þetta gæti orðið góð veisla…
-
AuthorReplies