Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.02.2009 at 02:24 #641778
Í sætinu eru hitamottur sem eiga það til að brenna. Altso þráðurinn í þeim. Ég hef séð nokkur tilfelli en þó aðalega í Ford fólksbílum.
Þessa mottu gætiru keypt í umboðinu en líklegast er hún ansi dýr. Svo þarf væntanlega að bólstra sætið upp á nýtt eftir skipti. [img:4hj987qr]http://http://www.mrmuvo.com/Broken_heater_seat.jpg[/img:4hj987qr]
http://www.mrmuvo.com/Broken_heater_seat.jpg
20.02.2009 at 14:53 #641484Það var ansi slæmt þegar ég keypti ákveðinn Cherokee á 38" með 2.7Tdi. Pústið glamraði aðeins utan í grindina og það átti bara að vera upphengja. Reyndist vera mótorfesting. Eftir ferðina í sveitina með mótorinn lausan hafði viftuspaðinn gert gat á vatnskassa hosu. Þetta var auðvitað græjað í hvelli.
Þá var brunað úr skúrnum og beint í smá grasbrekku og bíllinn látinn malla upp í 1. í láa. Svo heyrðist smá brestur og þar með lá afturöxull í valnum. Dana44 fljótandi afturhásinginn þoldi ekki 2.7 terrible mótorinn.
Fyrri eigandi hafði að vísu eitthvað talað um að það þyrfti að stilla inn drifinn.Þessu var reddað. Þurfti að taka köggulinn úr og hinn öxulinn og svo kústskaft til að berja brotið úr sem hafði splundrast og var orðið þjappað í rörið.
Þá var brunað út úr skúrnum því það var kominn smá snjór og jeppinn mátaður í fyrsta skaflinum í bænum. Þá fór framdrifið.
Jeppinn var auglýstur og seldur í hvelli.Það þarf ekki að taka það fram að aldrei komst ég á fjöll á þessu undratæki sem var þó mjög vel búið.
19.02.2009 at 19:14 #641432Lakkið?
11.02.2009 at 14:36 #640410Ég sé þetta alveg fyrir mér. Maður mætir í góðu fjöri á Þjóðhátíð eða eitthvað, með nýja fína tjaldið sitt. Hóar vinunum saman til að sýna þeim hvað þetta er sniðugt, kastar tjaldinu upp í loft og sér það svo aldrei aftur.
Nýja fína tjaldið orðið híbýli máva.
10.02.2009 at 21:53 #640452Frekar auðvelt að hægri smella á myndina og finna svarið.
09.02.2009 at 13:30 #640384Eg er með dælu ur Subaru 1800. Hun svinvirkar. Eg naði mer i aðra svoleiðis um daginn undan hræi i sveitinni. Hun er undir bilnum farþega meginn fyrir framan afturhjol ef þu kemst i svona bil. Fest a platta sem skrufast niður með þremur 10mm boltum.
04.02.2009 at 07:22 #639796Svo er líka hægt að taka þetta einus skrefi lengra og setja extra cap pall á bílinn og bæta ca 47cm í grindina;)
03.02.2009 at 08:51 #639826Keyra bara á 100% steinolíu og taka þriðja hvern tank á dísel.
03.02.2009 at 08:38 #639788Ekki get ég sett inn mynd á spjallið núna frekar enn hinn daginn. En þú getur smellt á nafnið mitt og skoðað myndir af kagganum þar.
02.02.2009 at 23:35 #639786Held að hún sé færð um 16cm á mínum. Hann er hinsvegar á gormum að aftan og með fourlink. Kantarnir eru algjör ráðgáta en ég hef ekki enn séð neinn annan Hilux með þessa kanta. Eitthver sagði að þeir hafi verið smíðaðir á L200. En þeir passa amk. mjög vel. [img:2l3sj8qq]http://http://f4x4.is/new/files/photoalbums/2392/51494.jpg[/img:2l3sj8qq]
01.02.2009 at 13:35 #639710Það er mjög gott að bora nokkur göt með litlum bor í tölvuborðið þar sem að kæliviftan undir lappanum er.
01.02.2009 at 09:31 #628226Góður Hjörtur!
Notaru patrol millikassan áfram? Ef ekki þá á ég fyrir þig amerískan millikassa sem gæti passsað við skiptinguna.
30.01.2009 at 16:32 #637474Stefán Dal. Toyota Hilux Powerstroke 38" plús einn farþegi.
28.01.2009 at 23:21 #633360Prufa bara allar útfærslur og sé hvað kemur best út;)
28.01.2009 at 23:09 #633356Hvernig er dælan tengd hjá þér Bazzi? Svissstraum eða orginal?
28.01.2009 at 19:28 #633350Búinn að redda þessu með húsið.
Er enginn hætta á "of miklu" flæði með því að hafa tank dæluna stöðugt í gangi og mekanísku dæluna í olíuverkinu?
28.01.2009 at 17:18 #633344Fór upp í sveit áðan og náði mér í kúplingshús úr diesel Hilux. Það passar samt ekki við vélina sem er á gólfinu hjá mér. 2LT úr Toyota LC 70. Hvað geri ég þá? Fæ kúplingshús úr LC 70?
15.01.2009 at 04:08 #637398Fór að velta þessari spurningu fyrir mér og komst að því að ég hef aldrei brotið neitt né skemmt á fjöllum, 7-9-13. Byrjaði að jeppast 17 ára en komst aldrei í almennilega ferð sökum bilunar eða brots. Það var ekki fyrr en ég varð 20 ára (í fyrra) sem ég komst á fjöll. Í fyrra keypti ég mér nefnilega Toyotu eftir að hafa þrjóskast í þrjú ár með Range Rover á 38", Willys 36" Cherokee 38" og Ford 38" sem aldrei komust út fyrir bæjarmörkin en voru duglegir við að brjóta.
26.12.2008 at 19:51 #635428Þeir bættu einmitt við stífum meðfram fjöðrunum til þess að hjálpa til við snúningsvægi stóru hjólana. Þetta er hrikalega einföld og örugg fjöðrun sem að virkar vel í það sem hún á að gera.
29.11.2008 at 02:48 #633756Klikkhausar…
-
AuthorReplies