Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.11.2003 at 18:02 #480914
Bíllinn hans Palla er ’96 módel og með 2.8 diesel. Ég sá hann í fyrrakvöld og þetta er lygilega flott græja.
20.11.2003 at 00:42 #481040Ég hélt einmitt að myndaalbúmið væri til að notendur gætu sett inn ferðamyndir ekki nota það sem sölumarkað fyrir drasl úr skúrnum og gamla bíla.
Sama má segja um nokkra aðila hérna sem eiga við þann slæma ósið að stríða að þurfa að hamast á músatakkanum þangað til að stendur á skjánum "auglýsingin hefur verið send inn" auglýsa 4 sinnum og ýta þarafleiðandi öllum öðrum auglýsingum niður í listanum. Frekar pirrandi.
Og svo til að klára dæmið þá er hér lítill flugustrákur sem á það til að auglýsa frekar stóra auglýsingu, og sundurliða hana svo og auglýsir sama draslið sem enginn vill kaupa í 3 mismunandi auglýsingum í röð.
19.11.2003 at 20:00 #481002Ef ég skil þig rétt þá ertu að tala um Dollý. Lítið beisli með hjólum sem framdekk bílsins eru sett í, bíllinn strappaður niður og dreginn af stað.
Ég hef fengið svona leigt 2svar í Hveragerði hjá manni sem heitir Jón Sigurbergur Kortsson. Síminn hjá honum er 893-0608, kanski á hann þetta enþá.
13.11.2003 at 21:36 #480568Þú getur farið uppá Ingólfsfjall milli Hvamms og nátthaga. Talaðu samt við fólkið á Hvammi og láttu vita af þér, þú ert á þeirra landi á leiðinni upp. Það liggur slóði þarna yfir í Grafning.
12.11.2003 at 02:13 #480232Gamla 300D sem kom í W123 var 5cyl og mikið notuð. Er ekki séns að vinir okkar fyrir austan hafi fengið hana gefins og skipt um ventlalok og málað blokkina.
Eitt sinn heyrði ég af tveimur kumpánum sem ætluðu að laga vél í Musso með því að sameina hana 2.9L bens vél og þá kom það uppá að það passaði ekkert á milli þeirra. Og það sem verra var að Ræsir H/f gat ekki skaffað neitt á þeim tíma í þessar vélar. Samt stóð "Powered by Mercedes" á kagganum.
Og ef ég man ekki betur þá er Dana 35 framdrif og IFS fjöðrun í Musso ekki heil hásing. Ég er samt ekki viss hvort það eru gormar eða flexitorar sem halda honum uppi. Hvar eru annars þessir gallhörðu Musso kallar til að fræða okkur um herlegheitin?
11.11.2003 at 19:42 #480212’67 módel og ekki enn lausir við byrjunarörðuleikana.
10.11.2003 at 01:18 #480130Er ekki rétt að ganga úr skugga um hvort að vatnskassi og dæla séu 110% í lagi áður en þú ferð að skrúfa allt í botn. Og kaupa þá 3 raða vatnskassa fyrst af öllu svo það gleymist ekki á leiðinni.
09.11.2003 at 21:05 #479942Ég verð að taka undir með Jóni að menn eiga ekki að þurfa að láta mata sig á öllu þó svo að þeir séu í einhverjum félagasamtökum.
Menn verða að sýna frumkvæði sjálfir og þá sérstaklega ef þeir eru í einhverjum minnihluta.
09.11.2003 at 19:55 #479930Hvernig væri nú að þið "Litludekkjajeppamennirnir" mynduð allir mæta á fund og hópa ykkur saman. Þá kanski nýtist f4x4 að einhverju leiti fyrir ykkur. Ekki er ég félagsmaður og ekki hef ég átt í neinum vandræðum með að koma mér í ferðir eða vandræði. Þið þurfið bara að koma ykkur saman og kynnast hvor öðrum og slá ykkur svo í ferð saman og hætta að væla. Veriði bara með VHF eða síma ef það á að fara langt.
06.11.2003 at 22:54 #479782Þið eruð að leika ykkur að sérlega eldfimu umræðuefni !!!!
27.10.2003 at 20:03 #479218Ertu búinn að skoða Ozi3D síðuna?? á henni eru nokkrir linkar í hæðapunkta.
http://216.218.220.254/ozi3d/height_data.html
25.10.2003 at 23:21 #479152Það er engin læsing ódýrari en nokkrir rafsuðupinnar. Ég skal meira segja gefa þér þá.
25.10.2003 at 21:53 #479144Ég og félagi minn lentum í þessu fyrir nokkrum árum á bíl sem hann keypti sér og gekk það svo langt að stýrismaskínan brotnaði laus úr grindinni uppá miðri Hellisheiði.
Það er eflaust auðveldast fyrir þig að fá styttri pitman arm. Lagaðu þetta samt áður en eitthvað fer úrskeiðis á ferð.
14.10.2003 at 00:41 #477890Ég held að þetta með að setja spíssa í hjólskálarnar sé þjóðráð því þá getur maður setið ótruflaður inni í stýrishúsinu og troðið í sig sætindum og annari óhollustu til að það gangi ekki á keppinn á manni. Annars er ég búinn að útbúa spíss efst á mælaborðið sem er miðað uppí mig og er hann tengdur í stórt ílát af þjóðrembings-öli af Thule gerð og þýðir þá ekkert að segja "stútur undir stýri" við mig.
13.10.2003 at 22:32 #477886Einhver benti mér á fyrir langa löngu að nota steinolíu. Annars er nauðsynlegt að hafa brúsa af Camus eða Stroh 70 bara til öryggis ef kaffið er vont.
10.10.2003 at 00:31 #477692Eflaust eru þetta gömul 38.5" diagonal dekk og þá standa þau eflaust ekki nema 36". Hef enga reynslu af þessu en eflaust eru þau eins og önnur diagonal dekk í snjó.
07.10.2003 at 00:21 #477484Þú þarft að finna Vefstjóran og eflaust að beita munn við munn á hann eða að laga serverinn sjálfur.
05.10.2003 at 23:57 #476086Ég er forvitinn að vita hvort þú hafir einhverja reynslu úr Hafnafirði og hversu mikið meira þarf að borga?
01.10.2003 at 23:51 #477204Þessi snorkel sem eru á linknum http://www.safari4x4.com.au/docs/product.htm fást hjá Benna og kosta einhverjar 70 þús spesíur og ég er enþá að reyna að fá botn í verðið. Reiknaði sama snorkel á 28 þús á einhverri heimasíðu einhverntíman.
01.10.2003 at 23:45 #477252Wolf.
Hlutföll í pajero 2.5 eru nánast án undantekningar 5.29:1 sem er mjög lágt af original hlutföllum að vera og niðurgírun í lága drifi er ekki til að tala um hana (1.9:1)
-
AuthorReplies