Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.12.2003 at 16:17 #482238
Er ekki alveg klár á því hvenær þetta breytist en gamli bíllinn minn var ’87 og með þessu gafla sístemi sem fer inn í gírkassa. Eflaust er þetta til úr 79-86. En þú átt að sjá það strax því að ef það eru gaflar þá er lok ofaná millikassanum þar sem stöngin ætti að vera í eldri bílunum.
09.12.2003 at 00:06 #482264Sæll Björn Þorri. (hljómaði þetta ekki eins og snake vinur þinn)
Ekki ert þú með kúbeinið mitt sem ég auglýsti eftir hérna um árið, mér sýnist ég þurfa að arfleiða GALDRAMANNINN GRÁA að því.
"Legg ég á mæli ég um að CAPS LOCK takkinn hans losni"
08.12.2003 at 21:24 #482244Talandi um að mixa hlutina
Vona að þetta reddist
08.12.2003 at 20:34 #482234Svo er víst minni smíði ef þú getur útvegað gamla toyota millikassan sem er með stönginni beint upp ekki þessu gafla sístemi sem er í yngri bílunum.
08.12.2003 at 20:31 #481852Það myndi enginn heilvita maður gera það nema hann ætti kanski of mikið til af heddpakkningum í skúrnum og hefði gaman af því að plana hluti.
08.12.2003 at 12:15 #482222Ef að þetta er hásingarbíll eins og ég held þá er ekki hægt að stilla neitt annað en "toe in" á honum. Hringdu í umboðið og fáðu rétt mál á milli stýrisenda og stilltu þetta sjálfur, þetta er ekkert mál ef þú tekur stöngina úr.
Ef að það lagar bílinn ekki í stýri þá ættirðu að skoða togstöngina, inní henni eru gormar og "hálfmánar" sem þurfa að vera í góðu lagi og vel smurðir (kostar undir 2000kr í umboðinu). Ef þú rífur það í sundur skaltu raða hlutunum eins og þeir koma út til að geta sett rétt saman aftur.
Ef að það virkar ekki þá er rétt að skoða kúlurnar á hrútshorninu og arminum á stýrismaskínunni og athuga hvort að þær eru mjög slitnar. Svo er alltaf gott að tjakka bílinn upp til að leita að sliti í hjólalegum og spindillegum.P.s.
Ég ætla að tippa á það að þú þurfir að smyrja í togstöngina og herða uppá hjólalegum.Stjórnlaus kveðja.
Stebbi stýrimaður
08.12.2003 at 02:27 #468486Sæll Kristján.
Ég myndi í þínum sporum nota olíuverkið af gömlu vélinni til að hafa ekki bílinn svælandi svörtu eins og einhver patrol hækja. Og ef þú ert í vafa um þetta þá er bara að fara með verkið og Visakortið inn í Framtak í Hafnarfirði og láta þá skvera það.
Ef að þú ert ekki með þessa stýringu ofaná olíverkinu sem er á 2L-T þá þarftu að vera með allt uppskrúfað til að vélin fái nógu mikla olíu á toppboosti og toppsnúning.
08.12.2003 at 00:21 #482210Þú mælir held ég akkúrat 120cm á milli stýrisenda á millibilsstönginni. Þá meina ég miðju í miðju.
08.12.2003 at 00:14 #481848Ef þetta er sami Jeep og ég held þá er hann með 2.7 vél úr Terrano. Ekki 2.8 patrol.
07.12.2003 at 19:46 #482200Er þetta ekki fyrsti pickupinn sem er unnin útfrá jeppa og markaðsettur hérna heima sem slíkur.
En veit einhver hvenær Explorer pickupinn kom á markað?
06.12.2003 at 20:30 #482128[b:36qgo0dv]"svo er líklega best að krossmæla hann til að sjá hvort vél og fl. hafi færst eitthvað til sem er ekki ólíklegt þar sem smá stífleiki er í skiptingu"[/b:36qgo0dv]
Þetta hljómar eins og þú hafir plægt yfir Grjótaþorpið með rörinu. 😉
01.12.2003 at 00:56 #481718Já og við sem notum bílana okkar í vinnu tökum okkur bara frí þangað til að verðið kemur niður aftur eða semjum við vinnuveitendur að haga verkefnum eftir strætóferðum.
30.11.2003 at 01:21 #481706Hvar eru FÍB að selja tjónabíla?
27.11.2003 at 12:39 #481474Þeir hafa líka nægan tíma til að skálda langar vísur þegar þeir bíða í röðinni í varahlutaverslun IH.
26.11.2003 at 17:59 #481352Eins og þeir gera þetta "down under" þá er renndir 2 hólkar utan um stöngina, annar með staut út úr sér í svipuðum sverleika og stöngin og hinn með gat fyrir stautinn. Stöngin er svo söguð í sundur og tekið úr henni ca 1 tomma eða nóg til að geta sett hólkana uppá. Svo virkar þetta þannig að það er splitti sem læsir saman þessum hólkum og tengir balancestöngina og þegar splittið er tekið úr þá getur stöngin snúist eins og hún vill án þess að eitt dekkið hafi áhrif á hitt.
[img:1d37710h]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/61-1149-7145.jpg[/img:1d37710h]
26.11.2003 at 12:24 #481342Ég veit um einn í Ástralíu sem hannaði og bjó til svona búnað í Pajero. Hann notaði venjulegan lofttjakk til að draga út splittið sem læsti stönginni saman. Að hans sögn þá skítvirkar þetta.
25.11.2003 at 12:34 #481406Ég er algjörlega ósammála ykkur báðum. Mér finnst að Vefstjóri eigi að eyða út öllum jeppamyndum svo að við fáum pláss undir myndir af gömlum fólksbílum og drasli úr geymslunni eða skúrnum (ekki bæði). Svo er það líka málið með þessa jeppa að þetta eru stórhætturleg apparöt sem eiga enga samleið með öðrum í umferðinni, sífelt veltandi og kosta björgunarsveitir landsins morðfjár og halda meðlimum þeirra frá vinnu og fjölskyldu. Ég vill láta girða í kringum alla jökla landsins og friðlýsa þá svo að þessir jeppamenn séu ekki að spóla upp þessum litlu náttúruperlum sem við eigum bara til að taka mynd í albúmið hjá F4x4.
25.11.2003 at 00:22 #481328Nýi Patrolinn er með svona sístem sem er stjórnað inni í bíl. Annars eykur þetta teygju fjöðrunarinnar (suspension travel) og tekur af þá þvingun sem balancestöngin setur á hana.
23.11.2003 at 20:03 #481246Það virðist vera algengur miskilningur að fylla lokurnar af feiti. Þær eiga að vera hreinar að innan og lítið smurðar. Gott er að smyrja mjög þunnu lagi af koppafeiti á þá hluti sem hreyfast og nuddast saman þegar lokan er sett saman. Ef allt er fullt af feiti þá heldur feitin lokunni fastri. Annars veit ég ekki hvernig þetta AUTO dót virkar á patrol en þetta er málið með venjulegar lokur.
22.11.2003 at 03:32 #480920Jamm hann er ’96 módel og ég næ ekki enþá uppí nefið á mér yfir því hvað hún tekur sig vel út.
-
AuthorReplies