Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2004 at 20:33 #485200
Nokkur hedd hafa farið hjá vegagerðinni. Ég hef það frá starfsmönnum.
19.01.2004 at 17:40 #484848Ekki minna en 12 tommu breiða felgu.
16.01.2004 at 20:22 #484570Ef að það eru ekki kertin þá eru það spíssarnir. Bíllinn minn lætur svona með nýjum kertum og það er pottþétt að spíssarnir eru farnir að svíkja mig, eyðslan líka eftir því. Passaðu þig bara á því að ef þú ferð í Bílanaust þá er ekki sama hvaða kerti eru keypt og geta verið nokkrar tegundir í sömu vélina. Best er að vélartýpu sem er 4m40 hjá þér og svo boddýtýpu skrifað hjá sér þegar verslað er í Dýranaust og helst partnúmer á kertinu líka.
16.01.2004 at 19:33 #484550Hann er að öllum líkindum að kaupa bílinn til að sitja í bílstjórasætinu, svo er ekkert aldurstakmark á díselbíla.
Ég gerði út hilux DC í 3 ár án stórviðgerða þar til hann stimplaði sig út, þá var hann kominn skuggalega nálægt hálfri milljón í keyrslu.Ekki spurning að fá sér hilux, ef þú ert ósáttur við hann þá er ekkert mál að selja hann aftur og fá sér eitthvað annað sem er talsvert verra mál með JEEP sem er skammstöfun fyrir (Just Expect Every Problem).
16.01.2004 at 02:15 #484522Hafðu hiluxinn bara sem yngstan og minnst keyrðan.
16.01.2004 at 02:13 #484516Þú endar með að borga of mikið fyrir svona bíl á endanum. Ég var mikið að leita að svona bíl í sumar og mér blöskraði á verðunum. Fékk mér þá þennan fína Pajero sem er bara búin að koma mér á óvart og þarf ekki mikið að gera til að koma honum á stærri dekk.
Annars hafa heddin verið að fara í þessum 3.0 dísel og sumir hafa ekki náð 200þús áður en heddið fer. Að öðru leiti er þetta bara yfirbyggður hilux með rafmagni í rúðum.
14.01.2004 at 20:11 #484262Framlás í Hilux er ekki með sama partnúmer og framlás í LC80, en læsing úr afturdrifi á hilux eftir 1988 passar í framdrif á LC80. Partnúmerið er RD23
13.01.2004 at 08:32 #483904Góður punktur ólsari. Það er ekkert eins ömurlegt að ætla fara í skála í þeim tilgangi að Td. halda uppá eitthvað og búin að kynna sér í bak og fyrir að engin sé þar og svo þegar á staðinn er komið þá er skálinn fullur af fólki sem þarf að fara að sofa klukkan 9 og lét engan vita að það ætlaði að gista í skálanu og síst af öllu eigendur skálans.
12.01.2004 at 12:57 #483880Hér hefur greinilega gerst eins og málshátturinn segir þegar úlfaldi vex um hrygginn á mýflugu. Læsiði bara kofanum og látið fólk hafa samband við skálanefnd. Þetta kostar eina dagbók, penna og eitthvað af lyklum ekki tugi þúsunda í hátæknibúnað sem þarf dýrt viðhald ef hann bilar. Þá er líka hægt að fylgjast með hverjir eru að nota skálann og passa að það sé ekki yfirbókað einhverja helgina og menn þurfi að sofa úti í bíl.
Ef að menn geta ekki planað ferð inn á hálendið með dags fyrirvara í það minsta þá þurfa þeir að vera með tjald í bílnum og ég skil ekki í mönnum að taka það sem sjálfsagðan hlut að skáli í eigu félagasamtaka geti verið sumarbústaðurinn þeirra og þeir geti verið með lykla afþví að þeir bæsuðu gaflinn fyrir 10 árum.
10.01.2004 at 02:38 #483768Og gamall Reins þá TAB extra ??????
10.01.2004 at 00:52 #483760Hefurðu eitthvað á móti Pepsi???? Mér finnst þetta bara óþarfa niðurlæging á annars ágætum gosdrykk.
03.01.2004 at 02:59 #483052Bíllinn minn er með 2500 vélinni og keyrður 235 þús án vandræða, svo er hann 2020kg með nánast fullan tank á löggildri vigt. Hvar færðu þessar tölur Ólsari?????
Þetta með kraftinn er eins og með alla aðra bíla, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Áður en ég keypti bílinn minn þá prufaði ég 2 2800 bíla sem mér fannst ekki vera þess virði að borga 500þús meira fyrir til að fá meiri kraft, en svo eru aðrir sem stóðu vel undir því.
03.01.2004 at 02:44 #483140Mér finnst frekar ólíklegt að þær passi úr Rocky í Feroza af þeirri einföldu ástæðu að Rocky er með sverari öxla að framan en Rósa. Og eftir snögga leit á netinu þá kom það í ljós að það eru 24 rillu öxlar að framan í Feroza. Festu bara sullið saman og gleyma þessu loku veseni, Þá þarftu ekki að fara út í skafrenninginum í vetur að snúa stífar lokur á.
23.12.2003 at 02:35 #482668Ég held að kallinn noti "[color=#FF0000:2jt46hzo]einhver texti[/color:2jt46hzo]"
[color=#FF0000:2jt46hzo]Kveðja Stebbi[/color:2jt46hzo]
12.12.2003 at 22:38 #482076Það er rétt að V6 og 2.4 EFI-Turbo 3rd member í Toyota er sterkari en í 4 cylendra bílunum og gott ef það er ekki stærri lega á pinion en í hinum. Allavegna eru þetta eftirsótt drifhús í USA þegar menn fara í að gera klafabílana að jeppum með því að setja undir þá hásingu.
09.12.2003 at 21:32 #468514Þetta er allt sama rellan í Hilux, LC70 og Hi-ace. Þær líta í það minsta alveg eins út.
09.12.2003 at 16:59 #482350Tekur hann á framdekkjunum í lágadrifinu??????
09.12.2003 at 16:56 #482242að prufa að ná í millikassastöng úr rocky og athuga hvort hún passi beint ofaní toyota millikassan. Þetta er allt sama sullið þarna á milli.
09.12.2003 at 16:30 #482376Ef að það hefur sloknað á útvarpinu þegar þú kveikir á rúðuþurkunum þá geturðu bókað það að það sé lélegt jarðsamband. Þessi tæki nota bæði jörð frá boddýi og þá er eðlilegast að skoða þann jarðsambandspunkt fyrst. Byrjaðu á rafgeymasamböndum og lagaðu svo til samband frá geymi útí boddý. Ef það er ekki nóg græjaðu þá gott jarðsamband að þessum tækjum frá geymi.
09.12.2003 at 16:24 #482384Settu voltmælir í bílinn. Hann sýnir þér það sem þú þarft að vita. Ef að bíllinn er ekki að hlaða 13.8v þá er annaðhvort of mikið álag á alternatorinn, hann bilaður eða að rafgeymarnir eru lélegir og hættir að taka við. Þú þarft ekkert að sjá hvað bíllinn er að nota mikinn straum það er bara til að rugla þig, þetta er jú bara bíll ekki raforkukerfi fyrir suðurlandið.
-
AuthorReplies