Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.11.2004 at 23:38 #508212
"Drifhlutföllin eru 3,54:1 sem gerir þau sterk og skilur eftir rúm til breytinga ef eigendur vilja einhverra hlut vegna lækka drifhlutföllin."
Þetta skilur eftir 2 spurningar:
1. Hver eru hlutföllin í gírkassanum á 40" dekkjum.
2. Er hægt að fá þetta lítandi út eins og bíl.
07.11.2004 at 18:09 #194803Heimir á bláa Patrolinum sem hitti okkur við Tungná í gær (6.nov), ég náði vægast sagt frábæri mynd af bílnum þínum á jöklinum sem þú þarft að fá. Sendu mér póst á 6994140@talnet.is og ég sendi þér hana um hæl.
07.11.2004 at 14:43 #507760Þú þarft eflaust ekkert crossover ef þú ætlar að nota einn magnara til að keyra þetta því að það eru eflaust spólur og þéttar á hátölörunum frá framleiðanda. Crossover er frekar notað ef það á að splitta upp tíðninni fyrir magnara, s.s einn magnara fyrir bassa, annan fyrir midrange og þriðja fyrir tweetera. Þá eru yfirleitt notaðir magnarar fyrir bassahátalara eða sá magnari brúaður á eina rás.
Smelltu þessu í og endilega láttu okkur vita hversu mikið bras er að koma þessu fyrir í hurðunum.
Kv.
Stebbi
05.11.2004 at 17:45 #507630Við förum á 2 bílum á eldsnemma í fyrramálið ef einhver vill slást í hópinn.
05.11.2004 at 00:21 #507796Ég ætla ekkert að vera leiðinlegur en Driflokur og Læsingar eru ekki sami hluturinn. Ef að Runnerinn er með þessar sjálfvirku lokur þá borgar sig eflaust að skipta um þær um leið og þær fara að verða til leiðinda og setja þá handvirkar lokur. Svo eru driflæsingar allt önnur ella.
02.11.2004 at 18:21 #507650Fljótlegast hefur verið hjá mér að gera CTRL-N og fá upp nýjan glugga með old.f4x4.is logga sig inn og gera svo BACK og SENDA í hinum. Þá tapar maður engu sem maður hefur skrifað og getur athugað hvort að svarið hafi sloppið í gegn. Ekkert eins leiðinlegt og að svara 2svar.
01.11.2004 at 03:08 #507464Að nota RR framstýfur að aftan er ekki sérlega beysin fjöðrun sem er að mínu mati frekar þvinguð og frek á fóðringar.
P.s.
Svo er það IRS að aftan og IFS að framan.
30.10.2004 at 19:07 #487012framdrifið er 7.25" og afturdrifið er held ég hátt í 9"
30.10.2004 at 15:17 #507362Ég sel það ekki dýrara en ég stal því en ég heyrði það að sýslumaðurinn á selfossi væri kominn í málið með þessi stórhættulegu gatnamót á þjóðvegi 1.
23.10.2004 at 15:41 #506754Ég mæli með að þú rúllir og kaupir toppinn því að það er mjög gott að eiga hann til. Minn kostaði undir 2000 kalli þegar ég keypti hann í bílanaust á sínum tíma.
23.10.2004 at 15:40 #506688Ég er nú gallharður Toyota maður en ég læt ekki ljúga hverju sem er að mér, og þá síst af öllu um hábjartan dag. Var hann þá beinskiptur á bílakerru þegar hann eyddi þessu?
Hvað er næst? Fara þá allir 351 Econoline trukkarnir að eyða 12L í ferð í þungu færi. En það er svosem ekki von að þessir bensínhausar sjái ljósið fyrir koltvísýringseitrun því að þeir eiga enga ljósavél.
22.09.2004 at 01:08 #505956Er bergmál hérna
21.09.2004 at 21:43 #506066Ég verð að fá að koma því að að ég veit það fyrir víst að hann á alla þessa bíla sjálfur. Og ef hann ætti að selja þá alla í vinnuni og þá eru það algjört lágmark 370,000.- kall eða 2,189 Tuborg í dós. Svo er hann bílabraskari dauðans frá helvíti og myndi ekki bera þann titil með sóma ef hann seldi alla sína bíla í gegnum bílasölur.
18.09.2004 at 02:29 #505900Er þetta ekki eitthvað sem fer eftir byggingarlagi dekksins? Ef það er stíft og kanntað eins og BFG AT þá hefur það ekkert við meira en 10" felgu að gera. En ef þau eru eins og stóru dekkin, bolluleg og sæt þá er eflaust hægt að fara í 12" eða meira.
18.09.2004 at 02:24 #505926Loksins þegar maður heldur aftur af sér og reynir að vera góður þá er gott grín á hverju strái.
17.09.2004 at 20:13 #505920Þessi búnaður kostar 4.800.- kr íslenskar í Landvélum í Kópavogi. Þ.e.a.s ef þú vilt gera þetta sjálfur.
05.09.2004 at 17:45 #505432Þetta mun þá vera leki upp með inngjafaröxli sem kemur uppúr olíuverkinu. Ef vel á að vera þá þarf að taka verkið úr en þetta er alveg hægt með það í.
Viðgerðin felst í því að skipta um o-hring sem kemur utanum öxulinn inni í olíuverkinu. Ekki eins flókið og það hljómar samt.
04.09.2004 at 14:23 #505328Eru menn að gleyma sér í því að dekk séu eins og björgunarkútar? Það sem setur bíla aðalega á flot er gólfið og straumþungi. Segjum sem svo að við myndum keyra Patrol á 44" út í höfnina, hann flýtur ekki upp aftur.
02.09.2004 at 07:55 #505250Báðir með 2.28:1 í lágadrifinu.
13.08.2004 at 00:20 #504018Tek undir það að lengja forsíðudálkinn í 15 auglýsingar bara það eitt kallar á tímabundið vopnahlé hjá þeim sem eru í auglýsingastríðinu.
Mér finnst aftur á móti að það þurfi að fara varlega í að banna fyrirtækjum að auglýsa. GVS er búin að auglýsa nokkru sinnum notuð dekk hérna sem er gott mál svo lengi sem þeir eru ekki að bjóða út nýtt úr hilluni.
-
AuthorReplies