Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2005 at 21:59 #514254
Hann ætti að vera með orginal diskalæsingu að aftan. Kanski er þetta meira spurning um að setja rétta olíu á afturdrifið.
21.01.2005 at 21:57 #514248Fyrir 5 þús kall á tímann þá eru 80-90 þús 2 dagar í vinnu eða einn dagur í skurð og 40 þús í efni. Það má reikna þetta hvernig sem er en niðurstaðan er alltaf sú að sá sem rukkar þetta fyrir að hreinsa úr brettunum er ekki sá ódýrasti í bænum.
Ef að menn eru tilbúnir að borga þetta fyrir aðgerðina þá þeir um það. Það fer nefnilega ekki alltaf saman stóri verðmiðinn og gæði, sama hvort það er í útseldri vinnu eða öðru sem þú kaupir. Vandvirkir menn gera ekkert verr heima í skúr við eigin bíl en þeir sem gera útá það sem vinnu, ekki það að þeir séu einhverjir fúskarar.
21.01.2005 at 21:10 #514244Hvaða heilvita maður borgar einhverjum 80-90 þús fyrir að fara með slípirokkinn á brettin hjá sér???????
Það að skera úr brettunum er eitthvað sem að maður getur vel gert sjálfur ef maður hefur þokkalegan bílskúr eða hefur aðgang að bílskýli með tengli.
21.01.2005 at 17:26 #514158Aldrei þessu vant kom eitthvað af viti uppúr gúrkuni.
21.01.2005 at 01:49 #514058Hefurðu ekki bara verið að keyra framhjá IH og hann hefur smitast af einhverjum óþvera. Það er víst ekki óalgengt að bílar þaðan drepist í tíma og ótíma sama hvert merkið er.
19.01.2005 at 19:13 #513916Is it the same trip Hans M. Højdal is taking on his Pajero?
18.01.2005 at 06:06 #513734Það gæti verið kaldstarstelementið sem er farið að standa á sér. Það er ónýtt í bílnum hjá mér og þetta lýsir sér eins, seinn í gang og truntar aðeins fyrst og gengur ekki hratt þegar hann er kaldur. Þú getur skoðað hvort það virki með því að athuga hvort að armurinn á elmentinu ýti á olíugjöfina á olíuverkinu. Þetta er staðsett utan á olíuverkinu og á þessu eru hringlaga gormar sem auðkenna það nokkuð vel frá öðrum hlutum þarna.
Ef að þetta virkar rétt þá á þetta að ýta við olíugjöfinni og flýta olíuverkinu í kulda.
17.01.2005 at 07:08 #513480Mér skilst á þeim sem eru að breyta þessu bílum að það þurfi hreinlega að skera frambrettin inní hurð til að setja 38" undir, sama mál með nýja pickupinn sem þarf að færa boddýið aftar á grindinni til að þetta gangi. Svo eru eflaust til menn sem hafa gert þetta heima í skúr með sleggju og slípirokk og segja þér allt annað.
Hringdu í Jeppaþjónustuna Breyti og spurðu þá, þeir hafa breytt haug af þessum bílum.
17.01.2005 at 07:00 #513684Bíllinn hjá mér er í ca. 2750rpm á 90-100 á 35" dekkjum. Getur verið að það séu einhver önnur hlutföll í ’99 módelinu. Allir 2.5 beinskiptir sem ég veit um frá árinu ’92 eru á 5.285 hlutföllum og eru skelfilegir á orginal dekkjum, yfir 3100rpm í 100km/h.
Lága drifið í þeim er samt alveg út úr kortinu og er ég að vinna í því að fá 2.85:1 hlutfall í millikassan frá Japan. Ég pósta meiru um það ef það stendur enþá til boða og menn hafa áhuga á því.
Varðandi kraft þá held ég að púst og propan sé málið.
16.01.2005 at 22:20 #50673610,000.00 AUD 475,376.05 ISK
Australia Dollars = Iceland KronurÞetta miðast við gengið í dag og þá er langt í "á aðra milljón"
15.01.2005 at 22:40 #513544Það er einhvernvegin þannig að það eru alltaf einhverjir í hópnum sem eru með illa stillta stöð eða lélegt loftnet. Svo eru menn búnir að fara bæinn endilangann og láta hina og þessa snillinga fikta í draslinu og ekkert virkar. Svo eru hinir sem eru með 4w AM stöðvar frá USA og skilja ekkert hvað hinir sem eru með FM stöðvar keyptar hérna heima eru að segja.
VHF hefur þann kostinn yfir CB að eins og hjá Ferðaklúbbnum að það eru X margar rásir, einn staðall á sendingu, ein stilling á loftneti sem er ekki hægt að klúðra eftirá, einn standard á stöðvum og allir eru á sömu bylgjulengd ef svo má segja.
Ef að allar CB stöðvar á íslandi væru 4w AM og allir væru jafn samvisku samir í stillingu loftneta þá væri ekki þetta vandamál á CB.
15.01.2005 at 20:55 #513592[url=http://194.105.235.169/gus/myndir/drif/drif1.jpg:c40n5tm5]Mynd 1[/url:c40n5tm5]
[url=http://194.105.235.169/gus/myndir/drif/drif2.jpg:c40n5tm5]Mynd 2[/url:c40n5tm5]
[url=http://194.105.235.169/gus/myndir/drif/drif3.jpg:c40n5tm5]Mynd 3[/url:c40n5tm5]
[url=http://194.105.235.169/gus/myndir/drif/drif4.jpg:c40n5tm5]Mynd 4[/url:c40n5tm5]
[url=http://194.105.235.169/gus/myndir/drif/drif5.jpg:c40n5tm5]Mynd 5[/url:c40n5tm5]
[url=http://194.105.235.169/gus/myndir/drif/drif6.jpg:c40n5tm5]Mynd 6[/url:c40n5tm5]
09.01.2005 at 02:13 #512344Talandi um myndaalbúmið aftur þá hafa sumir brugðið á leik og haft eingöngu myndir af söludrasli og varahlutum.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … serid=1637
Að mínu mati á að þegar svona kemur í ljós þá á vefstjóri að eyða albúminu sama hvort að viðkomandi er félagsmaður eða ekki. Þetta albúm er hreinlega dónaskapur við þá sem leggja sig fram við að sía út myndir sem ekki skipta máli og setja bara inn myndir af ferðalögum, jeppum og skemmtilegum atvikum.
09.01.2005 at 01:15 #512888Mér finnst með að hann ætti að fá dálk á aðalsíðuni sem væri með tilboðum á dekkjum. Svo ef að mönnum finnst tilefni til að ræða það eitthvað nánar þá geta þeir smellt inn þráði um það og Ási situr undir svörum.
En án þess að móðga kallinn vill ég benda honum á það að það lítur ekki vel út ef að menn eru að ræða muninn á Mudder og GH að það komi í miðri umræðu "En ertu búin að prufa nýja SSR dekkið á aðeins 34.900.-".
09.01.2005 at 01:05 #512676Það er loksins að það er eitthvað líf í tuskunum hérna og ekki að spurja að því að það er MMC eigandi sem rífur vefspjallið upp úr langvarandi dvala og þunglyndi sem kemur undan endalausum þráðum um PATROL vandræði og hvernig eigi að sleppa næstum frítt undan þeim.
Ég heyrði útundan mér að IH ætlaði að taka upp sama fyrirkomulag og Gunnar í Krossinum hefur haft á hlutunum, allir PATROL eigendur þurfa frá og með 1.júlí að borga fasta prósentu af útborguðum launum inn á bankareikning hjá IH til að standa undir kostnaði af botnlausum vélaskiptum og fokki. 250 evrópskir starfsmenn sem fengnir voru frá Impreglio hafa verið síðastliðin 5 ár að skipta um vélar 18 tíma á dag og aðeins fóðraðir á gulum Braga, múslí og hrökkbrauði og svo sendir í sumarfrí upp í kyrrðina í Kárhnjúkum.Styðjum ekki ódýrt erlent vinnuafl, verslum við P.Sam og Heklu og þekkjum varahlutadeildir aðeins af sögusögnum.
09.01.2005 at 00:27 #513032"……..og setja 38"brettakanta og bara nógu breiðar felgur og dekk þá er lúkkið orði geggjað flottur fyrir augað þó hann fer ekki mikið í snjónnum"
Og það er það sem þetta snýst allt um ekki satt?
06.01.2005 at 19:13 #512326Þetta er ágætis drifter og ekkert annað. Það er einfaldlega misjafnt hvar menn draga línuna við hvar bílar verða sportbílar og í mínum augum er þetta ekkert annað en leiktæki og mætti vera kraftmeira leiktæki, en það er allt önnur saga.
Gerðu nú öllum greiða og taktu út allar nema 2 bestu myndirnar af kagganum og slepptu trollinu út aftur.
06.01.2005 at 18:31 #512582[img:3g8nh3yk]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/298-1090-6743.jpg[/img:3g8nh3yk]
Ef það er þessi þá heitir hún DYE-2 og er á Grænlandsjökli.
04.01.2005 at 22:19 #512398Er þetta 2L eða 2L-t vél sem er í bílnum. Venjuleg 2L sem er búið að setja túrbínu á er ekki með olíuverk fyrir túrbovél. Þess vegna eru olíuverkin uppskrúfuð til þess að fá nóg af olíu þegar túrbínan fer að blása. Olíuverk á túrbovél er með apparat sem er tengt blástursrörinu á milli túrbínu og soggreinar og breytir olíumagni eftir þrýstingi.
03.01.2005 at 01:42 #512258…..Og hvað er málið með allan þennan karfa??????
Þetta er jeppasíða ekki samkomustaður fyrir illa lyktandi slorkalla.
-
AuthorReplies