Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.10.2005 at 23:05 #528502
Er þessi loki í síuhúsinu eða á olíuverkinu??? Og ertu með verð til að miðla til okkar.
04.10.2005 at 00:35 #528488Athugaðu skiptibúnaðinn undir gírstöngini, það er víst eitthvað sem er þekkt í Musso og ekki of dýrt að laga. Ef að eitthvað er að þar þá er ekki víst að hann komist alla leið í bakk og hrökkvi úr eins og þú lýsir.
29.09.2005 at 20:54 #528208Akkúrat það sem ég ætlaði að fara að skrifa.
29.09.2005 at 19:34 #528200Eftir þeim upplýsingum sem ég fékk á sínum tíma þá fékk veiðirásin númerið 16 og er sú rás sem allir eiga að fá aðgang að sem borga VHF gjald til ríkisins. Rás 45 er í eigu ferðaklúbbsins og þarmeð ekki opin fyrir alla.
Varðandi kostnaðinn þá minnir mig að það kosti visst gjald á ári að halda úti tíðni (rás) og þá hlýtur það að falla inní budgetið hjá Fjarskiptanefnd klúbbsins sem og rekstur á endurvörpum.
Endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál.
29.09.2005 at 00:02 #528076Dekkjalagerinn var að selja BFG AT á 14.900 í sumar, þori ekki að sverja fyrir það að þau hafi ekki hækkað. Man það skýrt að gangurinn kostaði 60 þús.
28.09.2005 at 23:57 #527940Kaninn kallar þetta "Anodizing"
27.09.2005 at 23:15 #528072Eftir að hafa rennt í gegnum nokkra pósta hérna þá held ég að það sé best fyrir þig að byrja á því að fá þér "drifsíl".
En að öllu gríni slepptu þá mæli ég með BfGoodrich AT ef þú ætlar ekki að vera mikið í því að keyra með lítið loft í tuðrunum. Snilldar dekk og kosta ca. 15þús kall stykkið sem er ekki mikið.
25.09.2005 at 15:15 #527824Gætir þurft að skrúfa aðeins upp að framan.
25.09.2005 at 14:55 #527386Ef þú lokar húddinu og hanskahólfinu og ferð útfyrir bílinn og stingur hausnum inní hjólskálina þá sérðu plast sem nær frá framstuðara eftir öllu innrabrettinu að ofanverðu og niður að síls. Þetta plast er fest með skrúfum sem geta verið soldið fastar en þú ættir ekki að þurfa að losa nema 4-5 til að komast að loftnetsmótornum.
P.s
Það getur verið þægilegra að beygja bílnum alveg til hægri þegar þú ferð í þetta.
Ef þú vilt sjá hvað þú ert að fara útí þá vantar þetta plast í bílinn minn og allt sést. Hann stendur í Grænukinn í Hafnarfirði í dag.
25.09.2005 at 11:43 #527380Þú tekur plasthlífina úr innrabrettinu og kemst þar á milli brettis og hjólskálar þar sem mótorinn og allt gromsið er. Kemur hanskahólfinu ekkert við.
24.09.2005 at 11:22 #527368Leysti þetta vandamálið með ganginn og kraftinn?
24.09.2005 at 11:15 #527536Mig minnir að hann megi ekki snúast hraðar en 1800rpm og er ekki mælt með því að hann sé notaður í botni. Og svo er vatnið notað til að kæla bæði lakk og púða og halda massanum rökum. Gott að vera með úðabrúsa með vatni og taka bara einn boddýhlut fyrir í einu.
Ef að á að fara í þetta í fyrsta skipti þá marg borgar sig að tala við þá sem vinna við þetta, þ.e.a.s bónstöðvar og bílamálara.
24.09.2005 at 11:04 #527556Fyrir mér er þetta meira spurning um hversu langt þú ætlar að ganga í þessu. Ætlarðu að byrja á 38"-44" eða ætlarðu að fara í eitthvað minna til að byrja með? Tegundin skiptir ekki svo sem ekki miklu máli, meira spurning um hvaða vélarstærð og þyngd hentar þér og því sem þú ætlar að gera. Ef þú ætlar að nota jeppann 99% yfir sumarið þá er þyngdin ekkert atriði en hún spilar stórt hlutverk þegar fer að koma snjór og hefur allt að segja um dekkjastærð.
Ég get mælt með Toyota útfrá eigin reynslu, níðsterkir bílar og þegar eitthvað klikkar þá er ekki vöntun á varahlutum eða aukahlutum, SJ Súkkur eru mjög harðar af sér líka og fjöðrunarkerfið er engin undantekning þar, oftast kallaðar móðurlífsskelfir eða fóstureyðingarvélar. Vitara er að vísu ekki í þeim hóp.
Pajero eru mjög fínir sem ferðajeppar og að mínu mati ekkert síðri en toyota að því undanskyldu að þú færð ekki varahluti í Hagkaup og Europris.
Rocky eru líka mjög vanmetnir jeppar sem þola vel breytingar.
Ég þori ekki að tjá mig um Patrol og Musso því ég hef ekki tíma til að svara fyrir mig þegar eigendurnir fara að svara fyrir sig í einhverju móðursýkiskasti.Skoðaðu bara sem mest og myndaðu þér þína eigin skoðun á því hvernig jeppa er best að vera á.
23.09.2005 at 23:51 #527034"Ef þú kaupir klossa hjá Hellu þá færðu kubba undir samsláttarpúðana líka þannig að fjöðrunarsviðið er svo til óbreytt."
Ég endurtek "svo til óbreytt"
Kv. Stebbi sem hefur alltaf vaðið fyrir neðan sig. 😉
23.09.2005 at 16:33 #527406Það er sama hvar þú leitar hérna heima, Monroe eru yfirleitt ódýrari en allt annað og gæðin eftir því. Veit ekki til þess að einhver sé það mikið ódýrari en einhver annar hérna heima til þess að það taki því að vera eltast við það.
Fyrir mína parta þá dettur mér ekki til hugar að kaupa þá hérna heima og taka þátt í álagningarsukkinu.
23.09.2005 at 16:28 #526554Mig minnir endilega að Pajeroinn sé með yfir 4" í backspace á original felgunum og þá mesta backspace af öllum japönsku jeppunum.
22.09.2005 at 23:40 #527402http://www.partsamerica.com/ProductDeta … 50&ptset=A
Þetta er að vísu Monroe en miðað við verðin á þeim hérna heima er þetta um.þ.b 60% af því verði með öllu heim komið.
22.09.2005 at 23:04 #527030Þeir sem ég hef talað við um þetta segja að það sé engin sérstök þörf á því að fá lengri demprar þar sem þetta er bara rúmlega tommu hækkun. Það væri frekar að breyta festinguni fyrir demparana.
Ef þú kaupir klossa hjá Hellu þá færðu kubba undir samsláttarpúðana líka þannig að fjöðrunarsviðið er svo til óbreytt.
22.09.2005 at 22:59 #527420Spindillegurnar halda liðhúsinu í skefjum alveg eins og spindlar á klafabíl. Ef þú tekur á dekkinu og hristir það inn og út þá geturðu tekið feil á því og lausri hjólalegu nema ef þú lítur innfyrir dekkið þá sérðu að liðhúsið gengur til með dekkinu.
Ég skal sýna þér þetta yfir kaffibolla í vinnuni á morgun.
22.09.2005 at 22:49 #527416Þú veist hvað þú þarft að gera Magni til að losna við lekandann. Bara ganga í rétta klúbbinn með réttu sortina, PAJERO KLÚBBINN.
-
AuthorReplies