Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.11.2005 at 23:58 #531832
Þessi útfærsla er ein sú flottasta sem ég hef séð, enda í Pajero. Það fór svo mikill tími í þetta að hann fór að kalla verkefnið ‘The wooden mistress’.
Gæjalegt að hafa gat fyrir kolsýrukútinn við hurðina og alla toppa fasta í skúffunum.
09.11.2005 at 22:42 #531632Það er eitt sem ég hef ekki skilið frá því að þetta skrímsli komst á koppinn. Afhverju geta notendur ekki haft sínar eigin stillingar á útliti vefsins, td væri ég mikið til í að hafa annan lit á síðuni og að þræðirnir skiptust á síður. Og afhverju er ekki smákökudæmi (cookies) á þessu sem man hvaða þræði og auglýsingar sem ég er búin að lesa og sýnir bara fjölda nýrra svara í sviganum. Persónulega finnst mér frekar gamaldags að þurfa að muna hvað voru komin mörg svör þegar ég renni næst yfir spjallið.
Allt mjög einfaldir hlutir sem eru í boði í ókeypis spjallsíðukerfum sem hefði eflaust átt að nota frá upphafi og nota peningana í eitthvað þarfara.
09.11.2005 at 22:06 #531664Ég tók eftir því að næstum helmingur bílana er á stærri dekkjum en 38". Er maður að verða gamaldags ef að nýliðarnir eru farnir að fara beint á 44" ????
06.11.2005 at 19:30 #531486Ég sé ekki betur en að þetta sé CB loftnet. Leitaðu á Google af CB loftneti sem er kallað Firestick, er nokkuð sjör á því að þetta sé svoleiðis. Átti svipað loftnet fyrir mörgum árum sem var upplýst með rauðu ljósi.
06.11.2005 at 14:05 #531482Ég var með þetta svona í Double Cab sem ég átti og það þurfti að hafa heyrnahlífar á hausnum og rifu á rúðuni þegar þetta var tengt inní bíl. En hann fór uppá miðja framrúðu í vatni ef þurfti til og eins ótrúlegt og það hljómar þá héldu 17 ára gamlir hurðarlistar vatninu úti og fótaböð voru sjaldgæf.
06.11.2005 at 13:21 #531474Var ekki einhver hérna sem var búinn að útbúa hnapp og barka svipað og á handolíugjöf fram í húdd til að skipta á milli orginal inntaksins og barka í gegnum hvalbak. Það er varla mikið mál að græja svoleiðis sem lokar fyrir snorkelinn og opnar inní húdd.
05.11.2005 at 23:11 #530708"svo er líka annað. Í rauninni er engin ástæða fyrir ykkur sem ekki eruð með amatör leifi að vita hvað sítónn eða tíðni er. Þið eigið bara að vera með stöð í höndunum sem er stillt af fagmönnum og virkar."
Ef að þetta væri viðhorfið hjá öllum þá væru mun færri radíoamatörar á klakanum en eru og myndi ekki fjölga. Á einhverskonar forvitni verða menn að fá áhugann og sítónar og tíðnir er auðveld leið til þess.
P.s
Heyrði að það yrði jafnvel námskeið hjá ÍRA í janúar. Ég mæti pottþétt.
05.11.2005 at 15:18 #530702Ég fékk loksins útskýrt þetta endurvarpamál af manni sem gat útskýrt það á mannamáli, annað en útskýringar sem ég hef fengið hingað til. Um leið og maður fer að hugsa þetta sem tíðnir ekki rásir þá kemur þetta mun betur í ljós og er ekki eins flókið. En ef endurvarparásir eru rétt notaðar af öllum og í lágmarki þá er 88 nánast óþörf.
02.11.2005 at 23:49 #530640"Öfugu rásirnar eru til þess að menn geti talað saman á endurvarpsrás þar sem enginn endurvarpi er til staðar. Þetta getur verið til þæginda, en er tæplega bráðnauðsynlegt. Það er óæskilegt að menn noti endurvarpsrásir með þessum hætti, því það getur sóað rafmagni af rafhölðum þeirra, að óþörfu."
Nú fórstu alveg framúr mér með þetta eik. Ef að enginn endurvarpi er til staðar hvernig er þá hægt að sóa rafhlöðunum á þeim??????????
02.11.2005 at 23:49 #530638Ég hef greinilega ekki gripið þessar öfugu rásir nógu vel þegar þetta var útskýrt fyrir mér. Ég stóð í þeirri meiningu að þegar væri kallað á 44 og það næði í endurvarpa þá endurvarpaði hann samstundis á 88. Ef hann endurvarpaði á 44 þá færi það ofaní kallið eða væri á eftir. En allir þeir sem væru í drægi stöðvarinar sem kallaði á 44 heyrðu á 44.
Takk fyrir leiðréttinguna
02.11.2005 at 23:21 #530630Það hlýtur að skipta máli að vera með 88 og 86 inni. Ef einhver er að kalla á þig á 44 eða 46 þá heyrirðu ekki í honum á endurvarpa nema að hafa 88 eða 86. Án þessara rása eru rásir 44 eða 46 óþarfar.
Þú þarft 15 rásir til að hafa allt sem klúbburinn á.
02.11.2005 at 22:58 #530418Það sem gæti verið frábær lausn á fjarskiptavandamálum nýliðaferða sem og annara ferða er uppáhaldstæknin mín þessa dagana sem er Cross Band Repeater. Ef að tveir tækjaóðir menn í sömu ferð eru með "fullorðins" stöðvar sem bjóða uppá þennan möguleika þá ætti að vera hægt að hafa aðra á repeat á milli VHF 45 og Rás 1 á UHF og hina á CB 1 og VHF 45. Bingo allir geta talað saman. Og ég tala nú ekki um ef að vel upplýstur fararstjóri sé með eina sem sendir út á FM 89.7 og er með leiðarlýsingu og fræði um staðarheiti og skemmtilegar sögur úr sveitinni.
Kanski fjarlægur draumur tækjaóðs jeppakalls.
02.11.2005 at 21:11 #530406Ég hef heyrt sögur af því að menn hafi náð til Færeyja með CB af suðurlandi en finnst það frekar hæpið að draga með 3.5watta stöð til ítalíu. Að vísu er þessi stöð sem þú talar um á AM mótun og einhverstaðar las ég það að AM hefur þann eiginleika að endurkastast af neðra gufuhvolfi en til Ítalíu set ég spurningamerki við. Ég er ekki að kalla þig lygara Olgeir, mér finnst þetta bara frekar langsótt.
Er þetta ekki stöðin
[img:1hp6l3hx]http://www.rigpix.com/cbfreeband/lafayette_micro66.jpg[/img:1hp6l3hx]
01.11.2005 at 23:03 #530388Þessi handstöð sem eik er að tala um er snilldartæki. Veit einhver hvort að hægt er að fá bílstöð sem hefur svona breytt bandsvið og er með Cross Band Repeater. Það er snilldin ein að getað endurvarpað UHF handstöð yfir á VHF rás að eigin vali og öfugt.
P.s
Að heyra í mönnum langt að er ekki mælikvarði á hversu öflug stöðin er hjá manni. Ef svo væri gæti ég talað til Ítalíu á CB stöðini minni.
01.11.2005 at 22:50 #530766Ef þú kíkir í húddið hjá þér þá áttu að finna plötu sem stendur á 4D56 sem að segir þér að það er 2.5 í honum. Ef þú kemst í húddið á gamla bílnum skaltu bera þetta saman. Og ef hann er 82 módel þá er hann einn af fyrstu pajerounum og pottþett með 2300 vél.
Ég hélt að vísu að þeir kæmu fyrst 83 en það getur verið breytilegt.
01.11.2005 at 19:08 #530474Veistu hvort þeir ætla að skipta út Motrola búnaðinum?
01.11.2005 at 18:54 #530762Ertu alveg klár á því að heddið af gamla bílnum sé af 2.5 vél. Fyrstu pajeroarnir komu með 2.3 turbo með engu wastegate. Svo kom 2.5 með sama vinnuvéla túrbo sístemi og 87-88 breytist vélin aftur og kemur með vaccumstýrðum wastegate ventli. Það getur verið að þú hafir sett hedd á hann af 2.3 vél og það sé ekki að virka saman.
Svartur reykur er merki um of mikla olíu á móti lofti sem minni inntaksventlar gætu orsakað.
Ég skoðaði málið og 2.5 TD kemur fyrst 1986
01.11.2005 at 14:10 #530610Ef þú ert ekki talstöðvanörd, radíoamatör eða með einhverjar sérþarfir þá er best að kaupa stöðina hérna heima og sleppa veseninu. Yaesu VX2000 hefur glatt marga jeppamenn hérna heima og gerir enn.
31.10.2005 at 22:36 #530172Er ekki vandamálið leyst ef að það á að bolta V6 gírkassa á 1KZ-TE vélina. Þá er ekkert annað að gera en að nota 2 V6 millikassa og hafa drifið á sínum stað.
31.10.2005 at 21:08 #530378Þaðe er ekki nóg að kaupa stöðina það þarf líka að koma henni til landsins og það er ekki hægt nema að "smegla" henni í handfarangri.
-
AuthorReplies