Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.01.2006 at 21:21 #538864
Þú skalt bara smyrja mjög þunnt lag af feiti á alla hreyfanlega hluti. MJÖG ÞUNNT og nota góða frostþolna feiti, einu sinni var til blá feiti sem var alltaf eins óháð frosti og blandaðist ekki vatni. Ef þú finnur eitthvað svoleiðis þá ertu í góðum málum.
Ef þú pakkar lokuna með feiti Þá verður bara erfiðara fyrir rillustykkið að renna uppá öxulinn og ef að gormurinn er þreyttur þá fer lokan sjálfsagt ekki á.
19.01.2006 at 21:13 #539516hafa verið að gera þetta með góðum árangri. Passaðu samt að halda drifsköftum úr báðum bílum ef þú þarft að sameina eða skipta út.
17.01.2006 at 00:03 #539272Ég gerði þetta alltaf þegar ég var að byrja í sportinu vegna þess að allir hinir gerðu það. Svo með tímanu hætti ég að standa í þessu og fann aldrei neinn mun.
Það má vel vera að þetta sé bundið við dekkjategundir og hvort þau séu skorin eða ekki og hversu slitin þau eru.
16.01.2006 at 00:32 #539132Hvað eru menn að dreyma upp mörg hestöfl á því að setja opnari síur í ? Ég tók loftsíuna úr gömlu 1.6 touring corolluni minni um daginn og fann ekki nokkurn einasta mun og það var skítug sía.
Eini plúsinn við að nota K&N síu er sá að það þarf ekki að fara og kaupa nýja þegar hún verður skítug heldur er hún bara þrifin og sett í aftur.
16.01.2006 at 00:22 #539104Ég myndi skoða stýfufestingarnar fyrir framhásinguna. Það gætu verið búin gúmí eða hreinlega brotin festing. Range rover fóðringar eru ekki frægar fyrir að endast lengi í svona smíði.
07.01.2006 at 23:10 #538254Það er eflaust hægt að ná fleiri hrossum úr 4.3 Vortec heldur en gamla rover og fyrir minni pening.
07.01.2006 at 22:48 #538206Þetta eru rauðar hettur á perunum sem fást í Okur-Naust. Ef þið ætlið að kaupa svoleiðis haldið ykkur þá í eitthvað sem er boltað í gólfið þegar þið fáið verðið.
06.01.2006 at 00:41 #538018Það að geta haft bílinn með ólæstann millikassa er stök snilld. Það er hægt að keyra á veturnar eins og þeir eru núna án þess að vera stöðugt að hræra í stönginni á milli aftur og fjórhjóladrifs. Svo kemur það fyrir að þetta nýtist vel utanvega td. þegar er ekið í förum í hliðarhalla. Bíllinn spólar sig síður útúr förunum. Svo ekki sé minnst á allar Þórsmerkurferðirnar, þruma inneftir með grip fjórhjóladrifsins án þess að nokkur þvingun sé í drifrásini.
04.01.2006 at 00:25 #537686"og smíðaður úr járni sem legst ekki saman þó einhvað fari úrskeiðis."
Þetta eru bara þín orð og enginn útúrsnúningur. Svo finst mér það ekkert sérstaklega fyndið eftir að hafa fengið jeppa framan á bílinn hjá mér á þjóðvegahraða að tala um slys.
Gleymdu því ekki að langfæst bílslys gerast uppá hálendi þó að þau gerist þar líka.
03.01.2006 at 23:08 #53778203.01.2006 at 22:58 #537682fyrir þig eða aðra í umferðini ??????
P.s
Svo eiga bílar að krumpast til að lágmarka höggið á þá sem sitja í honum.
03.01.2006 at 22:36 #537776Er það satt að maður þarf að láta þá fá keisinguna úr drifinu hjá sér til að smíða læsingu? Er ekki hægt að kaupa úr hilluni hjá þeim og setja saman sjálfur eða láta aðra gera það?
31.12.2005 at 02:35 #537240SÁÁ með bar hljómar ekki illa. Ef að það fer illa og maður er kominn með allt í rassgat vegna drykkju þá er stutt í hlýtt rúm og viðsnúning á slæmu líferni, nema allur ágóði af áfengissölunni fer í það að skipta um á rúminu og hita mat handa þér.
31.12.2005 at 00:19 #537236Ef að það ætti að setja einhver lög sem takmarka flugeldasölu þá ætti það að vera til að einskorða hana við félagastarfsemi og líknarfélög. Þetta eru gríðarlegt fjármagn sem við brennum á hverju ári og ef mig misminnir ekki þá held ég að við eigum heimsmetið per haus. Það er glórulaust að fara að borga innflutninginn á enn einum þýskum gæðingnum fyrir bílasala með dollaramerkin í augunum eða fita skítuga pústbraskara þegar maður getur sett peningana á betri staði sem og Björgunarsveitir eða Kiwanis.
Hvet alla til að hætta að hugsa um sjálfan sig og budduna og eyða peningnum á staði sem þeir skila sér aftur í starfi.
30.12.2005 at 23:55 #537486Hvaða heilvita maður kaupir klossa undir boddíið á 25-30 þús?????
Þetta kostar um 5þús ef þú kaupir plastöxul í Málmtækni og lætur saga hann í þá lengd sem þú vilt, td. 10-12 60mm stubba. Kaupir svo lengri bolta og rær í Sindra eða Fossberg. Eina sem maður þarf að gera sjálfur er að fá að skjótast í standborvél og bora gatið í miðjuna á klossunum.
25.12.2005 at 20:37 #536920Seinast þegar ég vissi þá var starfsmaður í Vöku sem átti hann. Félagi minn átti hann í fyrra eða hittífyrra og get ég vottað fyrir það að það vantar ekki kraftinn en hann kostar líka alveg haug af bensíni.
22.12.2005 at 23:58 #536066Það gefur fullt af hestöflum að setja krómstút á pústið og svo soldið af límmiðum á kaggann til að auka togið.
22.12.2005 at 20:50 #536618Ég hef ekki trú á því að skáfrændi minn fari að breyta bíl með sleggju. Gera þetta eins og maður og skera og sjóða, kítta og hnoða. Svo þarftu pottþétt að færa upp boddýfestingarnar undir hvalbak ef það er ekki búið að því.
22.12.2005 at 20:08 #536614Er ekki hámarks lögleg boddýhækkun 10cm.
21.12.2005 at 21:04 #536718Er ekki nóg að setja upp utanáliggjandi síu fyrir dæluna? Svipað og menn hafa gert þegar þeir setja stórar V8 vélar undir lítil húdd, jafnvel væri nóg að hafa litla netasíu á lögnini.
-
AuthorReplies