Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.06.2006 at 20:55 #554892
Aldrei er rætt um hversu mikið land þeir tæta upp utan vega og slóða. Þetta þykir bara sjálfsagt.
Svo skulum við bara hafa það á hreinu að MHN er landsins sleipasti ökumaður og hokin af reynslu í þeim efnum. Enda hvíslaði lítill fugl því að mér að Ofsi væri bara aðkeypt andlit á bækurnar 2 sem MHN skrifaði í raun og veru á einni helgi og allt eftir minni.
18.06.2006 at 23:43 #554820Þetta með viðgerðarbækurnar tengist eitthvað því með að fara ekki yfir á vaðinu, heldur fyrir ofan það. Enda fer maður aldrei yfir á vaðinu á Pajero heldur lætur maður bara vaða yfir.
18.06.2006 at 12:45 #554816http://www.4x4wire.com/forums/postlist. … tsudiesels
Þarna finnurðu manual bæði fyrir 4D56 og 4M40 vélarnar. Þetta er líka besta Pajero forum á netinu og mikið af fróðleik að finna þarna.
14.06.2006 at 20:32 #554354Ómar hóstaði uppúr sér rétt í lokin að það væri einn slóði sem vantaði.
Hér er slóðin
http://dagskra.ruv.is/streaming/playlis … 4284225/13
12.06.2006 at 21:49 #554338Ég var að horfa á kortið frá LMÍ þegar ég skrifaði og átti að sjálfsögðu við Valahnúka við Helgafell sunnan við Hafnafjörð. Svona gerist þegar maður hugsar eitt og skrifar ekki helminginn af því, my mistake.
11.06.2006 at 19:44 #554328Seinast þegar ég rúllaði uppað Kaldárseli þá var búið að loka hinumegin við affallið. Og aðeins gangandi vegfarendum leyft að fara um. Svo man ég ekki eftir þessum hring í kringum Valahnúka en það er kanski bara gloppótt minnið í mér.
07.06.2006 at 20:46 #553780Hver ákveður hvað er slóði og hvað er ekki slóði. Nú á ég fjórhjól sem með réttu aksturslagi markar ekki í gróna jörð, er mér þá algjörlega bannað að fara útaf malarvegum. Ég veld minni skemmdum en hestur en hestamenn mega truntast á þessum grasmótorum um nánast allt.
Hver er dómarinn á náttúruspjöll í svona málum, ég eða sumarafleisingamaðurinn í lögguni sem stoppar mig.
06.06.2006 at 21:25 #553964Það er í það minnsta ánægjulegra að vinna í gamallri toyotu en að vinna fyrir nýjum patrol moggi minn.
06.06.2006 at 21:13 #553748Á ekki OR þetta með húð og hári þessa dagana? Veit ekki betur en að þeir hafi tapað sér í vegalagningu þarna og er ekkert ánægðir yfir því að flottu vegirnir þeirra séu tættir upp sama hvort það er af hjóli eða bíl.
Svo það að halda því fram að aukin aðstaða og opin svæði leysi ekkert er stórkostleg heimska. Að sjálfsögðu leysir það einhvern hluta af vandanum og þegar það er komið er hægt að einbeita sér að þessum litla hóp sem nýtur þess að tæta í mosa og friðlandi. Ég heyrði það um daginn að það væru yfir 3000 virkir hjólamenn (torfæruhjólamenn) á suðvestur horninu og þeir komast ekki allir fyrir á 4 litlum brautum sama hvað er reynt.
Kv. Stebbi sem er alveg spánýr hjólakall.
05.06.2006 at 21:57 #553720Eru ekki opinber gjöld af innflutningi af einu endurohjóli meira en 200.000 kall?? Mér finnst þetta einfaldlega rakinn dónaskapur að hafa ekki einu núlli meira í þessum styrk.
04.06.2006 at 21:34 #553662Það er kanski kominn tími til að ríkið taki eitthvað af þessum hundruðum milljóna sem þeir hafa hagnast af blóðugri skattlagningu á torfærutækjum og setji fjármagn í aðstöðu fyrir þennan hóp. Og ekki bara eina litla braut, heldur fleiri en eina braut.
26.05.2006 at 12:54 #553240Mundu bara eftir því að láta fólkið á Hvammi vita af ferðum þínum þar sem þú þarft að keyra í gegnum þeirra land.
14.05.2006 at 14:48 #552538Miðað við hvað bíllinn er nýlegur hjá þér þá myndi ég giska á að hann sé á 4.88 hlutföllum. Það er alveg nóg til þess að nota 36" á veturnar og 35" á sumrin. Hvort þau passi er meira spurning um hvaða tegund þau eru, DC passa undir pajero með 2" boddýlift en þú þarft sjálfsagt að snikka aðeins úr frambrettum, stuðara og kanski síls og gólfi til að allt sé 100%. Ef þú ferð á Mudder eða GH þá er þarf að klippa aðeins meira.
09.05.2006 at 12:05 #552178Síðast þegar ég athugaði þá var hægt að fá skiptitúrbínu í Framtak-Blossi á einhvern 70-80þús kall. Ef ég man rétt þá var það Garret túrbína sem var sambærileg CT-20 sem er ættuð frá sama aðila.
24.04.2006 at 23:27 #550388Er ekki verið að setja upp lista fyrir litlu deildina ??????
Mér er spurn hvert á að fara og hvaða heimsmet á að slá?
Svo finst mér relga 1. vera eins og dregin út úr rassgatinu á kú. Ekki fara á hálendi Íslands einbíla, þetta gera hundruðir túrista á bílaleigubílum á hverju ári og kemur bróðurparturinn af þeim heill til byggða. Ef það er ekki hægt að gera það sem heimamaður á jeppa þá er jafngott að hætta þessu bara.
21.04.2006 at 23:42 #549824Notaðu bara lítið af feiti, rétt að smyrja hlutina upp með puttanum og koma allstaðar á milli þar sem hlutir hreifast.
EKKI fylla lokuna af feiti og skella á nafið því það gerir eins og Robbi sagði, stíflar allt og verður svo stíft í frosti að gormurinn nær ekki að ýta rillustykkinu uppá öxulinn. Ólíkt legum þá eru engir hlutir í lokuni sem valda núningi og þessvegna þarf ekki feiti sem þolir mikið hitaálag og núning. Hún þarf bara að halda hlutunum sleipum.
14.04.2006 at 12:00 #549160Er ekki rétt að allir hérna taki sig til og sendi Markaðsstjóra Atlantsolíu póst um að vegna lélegrar samkeppni ætlum við að hætta að taka olíu hjá þeim og snúa okkur aftur að gömlu drullupumpunum sem hafa tekið okkur aftanfrá í öll þessi ár, þeir taka okkur þó ekki ósmurða.
Ef að 3000 mans sendu tölvupóst í sömu vikuni þá kanski vakna þeir af gróðadraumum og snúa sér aftur að samkeppni.
Sendið á þennan kappa
09.04.2006 at 12:43 #548766Ég býð mig fram í hryðjuverkasveit Hlyns.
09.04.2006 at 12:25 #548632Var ekki álagning ríkisins fest í krónutölu í fyrra ekki prósentu ?
08.04.2006 at 13:12 #548626Ég ræsti bensínfákinn eftir þónokkra pásu um daginn og tankaði, tek það fram að þetta er Touring og er Toyota ekki fræg fyrir stóra bensíntanka.
5000 kall og byssan sló ekki af. Ég gat ekki fyllt fólksbíl með undirmálstanki fyrir F#@$i%#g 5000 kall. Það væri gaman að taka saman hvað fer mikil prósenta af laununum mans í eldsneyti, hugsa að það sé frekar hátt með 2 þyrsta bíla.
-
AuthorReplies