Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2010 at 21:13 #674594
Eflaust færðru mikið fyrir aurinn ef þú kaupir Trooper en það endar það líka, við kaupin. Ef þú hefur hug á því að breyta meira og fara í hlutföll og læsingar þá er hætt við því að þú rekist á þónokkra veggi því að það er langt síðan að það fór að verða vesen á fá þessa hluti.
Ég hef umgengist Trooper töluvert, bæði breytta og óbreytta og þetta eru fínustu bílar en það vantar talsvert uppá að þeir verði jafngóðir ferðabílar og Pajero. Ég er kanski hlutdrægur eftir að hafa átt Pajero í 5 ár.Ef félagi þinn fær þokkalega verðlagðan og lítið ekin Pajero þá ætti hann að taka hann umfram Trooperinn, hann kemur aldrei til með að sjá eftir því.
12.01.2010 at 20:57 #6759325.9CFM eru 167L/min sem gerir Fini að öflugustu rafmagnsdæluni í boði hérna heima. Quick-Air, ViAir og allt þetta dót á ekki séns.
10.01.2010 at 17:32 #675614Hvaða vél er í bílnum hjá þér eins og er?
10.01.2010 at 13:47 #675598Talaðu við strákana á verkstæðinu hjá Arctic Trucks, það var starfsmaður þar sem breytti bílnum sínum á 38". Minnir að það hafi verið eitthvað stýrisvesen en það hafi verið leyst.
08.01.2010 at 16:00 #6745102.5 Pajero, L-200, L-300, Gallopher, Starex, H100 og allt sem er með 4D56 vélini ætti að vera með alternator með innbyggðu cut-out og vacuumdælu. Minnir að hann sé eitthvað aðeins öflugri en sá sem er í hilux.
06.01.2010 at 18:25 #674456[quote="kiddiFr":343dygic]Svo er líka hægt að fara alla leið og setja kúluloka á í stað ventils.[/quote:343dygic]
Alveg bráðnauðsinlegur búnaður á öllum breyttum jeppum.
06.01.2010 at 18:23 #674398Tek undir með Agnari, amatörstöð á ekkert erindi í hendurnar á einhverjum sem kann ekkert á hana eða skilur ekki virkni talstöðvasamskipta á VHF tíðnisviðinu. Þetta veldur yfirleitt öllum öðrum en grunlausum notendanum vandræðum og óþægindum.
Ekkert eins leiðinlegt að heyra í einhvrjum gjamma við 2 til 3 aðra á td. 45 og hann er uppundir 100km frá þér, uppá jökli og með amatörstöðina sína stillta á 50w að tala við hina á 25w stöðvunum sem eru bíllengd í burtu frá honum.
05.01.2010 at 00:36 #674372Þá eru 3 stífur fram og skástífa. Ein sitt hvoru megin og þriðja á miðri hásingu.
05.01.2010 at 00:11 #674220Þú getur athugað í Suzuki umboðinu (hjólaumboðið) þetta fylgir þeim.
05.01.2010 at 00:03 #674368Hefurðu skoðað það að nota 3-link. Tapar ekki eins miklu plássi og með A-stýfu og færð mun þvinganaminni fjöðrun en 4-link.
03.01.2010 at 01:53 #6739886.2 er bara grín sem er löngu hætt að vera fyndið.
01.01.2010 at 21:13 #673702Það gefur auga leið að þeim meira sem þú skerð úr, þeim meira pláss hafa dekkin til að fjaðra og minkar vesenið við að fara á stærri dekk í framtíðini. Ef að þú skerð eins mikið og hægt er án þess að fara út í rugl þá er lítð annað en að boddýhækka meira til að fara úr 38" í 42" og svo þegar það er ekkert gaman lengur úr 42" í 44". Gott að vera búin með þennan leiðinda skurð og boddývinnu inní brettum sem eru alltaf full af drullu.
Annars er auðveldast að ákveða sig bara strax og fara í 44" og standa ekkert í einhverju endalausu breytingaferli.
01.01.2010 at 19:32 #672040[quote="brjotur":13ydr19y]þar sem þið virðist ekki skilja þessi tákn sem eru notuð þá ætla ég að útskýra 3 þeirra
1. er svona 😉 þetta er blikkandi broskall
2. er svonaþetta er venjulegur broskall
3. er svonaþetta er fýlukall
og nú í framhaldi af þessari kynningu vona ég að þið lesið allan póstinn í framtíðinni með þetta í huga og andið svo með nefinu :);) áður en þið missið ykkur í bullinu.[/quote:13ydr19y]Er ég að missa af einhverju eða er ég bara svona sloj? En gaman að því að HÁSTAFA HELGI hafi tekið námskeið í internetfræðum og geti dreift fróðleiknum á meðal okkar.
31.12.2009 at 14:17 #673788Sófariddarafélag Íslands hefur ákveðið að taka við nýskráningum um leið og nýji skatturinn fer á eldsneyti. En vegna erfiðra skilyrða í þjóðfélaginu þurfum við að rukka 500 kall við hurð til að getað borgað af nettenginguni og nýju kaffivélini.
Allir velkomnir á nýju ári sama í hvaða bílaumboði þeir versla.
[img:1jihdbv4]http://bestanimations.com/Holidays/Fireworks/Fireworks-02-june.gif[/img:1jihdbv4][img:1jihdbv4]http://www1.bestgraph.com/gifs/fetes/artifices/artifices-08.gif[/img:1jihdbv4][img:1jihdbv4]http://www1.bestgraph.com/gifs/fetes/artifices/artifices-11.gif[/img:1jihdbv4]
30.12.2009 at 22:16 #673682[quote="Lúxinn":30q5szyg] Ef hægt er að sanna að hann hafi vitað að túrbína væri að fara og ekki sagt frá því þá er það leyndur galli.[/quote:30q5szyg]
Leyndur galli er ef að hvorugur aðilinn vissi af honum, þá er yfirleitt farin sú leið að helmingaskipta kostnaði. Ef að seljandi veit af gallanum og segir ekki frá því þá eru það svik í viðskiptum. En ef að í hart fer þá ættirðu að geta látið kaupin ganga til baka.
Reyndu bara að fara fínt í málin, veit um of mörg dæmi þar sem að menn hafa klúðrað fyrir sér með ofstopa og stælum.Gangi þér annars vel.
30.12.2009 at 12:02 #673538Eftir að hafa átt nokkra hiluxa og án þess að fara út í tæknilegar umræður um hvað sé besta uppsetningin og hvað sé best þá ætla ég að benda þér í þá átt að skipta út framdraslinu fyrst og ekki hugsa um afturfjöðrunina fyrr en það er búið.
Þar er allt að græða og nánast engu að tapa, þú hættir að vera á samslættinum alla daga og þessi tifandi tímasprengja sem gengur undir nafninu ‘hrútshornið’ fer úr bílnum og eðlilegur stýrisbúnaður kemur í staðin. Afturfjöðrunin er miklu nothæfari en þessi ónýtu orginal framfjaðrablöð sem gera ekkert annað en að eyðileggja þessa grjóthörðu samsláttarpúða sem fylgja þeim og skrokkinn á þér í leiðini.Mín $0.02
29.12.2009 at 18:18 #673446Er ekki verið að tala um að snúa spindilkúlum þegar menn segja "snúa spyrnum"? Það er hægt á einhverjum bílum að snúa neðri kúluni á hvolf til að spenna hann upp. Mæli ekki með því þar sem það breitir álagi á spindilkúluna og setur alla fjöðrun út úr kú, allavegna án þess að síkka neðri spyrnuna. Kaninn gerir þetta samt en þeir eru víst ekki eins og fólk er flest.
28.12.2009 at 23:09 #673322Er ekki gáfulegast að nota þá punktljós sem hafa frekar litla dreifingu til að minka glampa, og hafa ljósin þá staðsett aðeins inn á toppinn til að fá skugga af toppnum. Ég hugsa að þetta sé alveg þess virði að hafa eitthvað af ljósum þarna uppi, það er aldrei of mikið af ljósum á jeppum.
23.12.2009 at 18:36 #672732Ertu ekki annars að tala um stóra tappann sem er aftaná greinini ekki þennan sem stendur upp í loftið? Gæti verið að þú sért að rugla saman EGR ventlinum við þennan öryggisventil, það er í lagi að leggja EGR draslinu sem stendur hvort eð er alltaf opið í gömlum díseltrukkum.
23.12.2009 at 09:11 #672686Ég las það á netinu að þetta minkar eyðsluna jafn mikið og 2 Cyclone og 1 Hiclone og gefur jafn mikin kraft og 3 Koni límmiðar. 😉
-
AuthorReplies