Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.02.2011 at 17:34 #720674
Það er merkilegt að einhverjir líti á það sem dónaskap og mannréttindabrot að hver sem er fái ekki að skrifa á vef einhvers félags úti í bæ. Mér finnst bara alls ekkert athugavert við að félag eins og F4x4 loki á aðra en þá sem greiða árgjöld til félagsins. Hluti ávinningsins sem felst í því að vera í félaginu felst meðal annars í því að fá að skrifa á spjallvefinn.
02.02.2011 at 16:46 #718426Metan er einungis í boði fyrir bensínbíla.
02.02.2011 at 14:26 #718420Aftan á seðlinum er útskýrt hvernig þetta er reiknað út. Ég á 2008 bíl og í gögnum skattsins eru ekki neinar uppýsingar um útblástur bílsins. Ef notuð er reiknireglan (aftan á seðlinum) þá fæ ég úr nokkurn veginn sömu tölu og framleiðandi gefur upp. Þar missti ég af góðu tuði. Ég giska á að þú fengir hærri tölu út úr mælingu.
24.11.2010 at 22:00 #711430Gunnar Ingi, ég leyfi mér að mótmæla því að þessi skattlagningarvíma sé til þess að koma okkur í ESB. Það sem stjórnvöldum gengur til er að afla ríkinu tekna og þeir sjá ekki neitt annað en að hækka skatta og gjöld og leggja á þá sem enn eiga einhverjar krónur afgangs og eru ekki búnir að skrapa samna eða eyða lífeyrinum til að standa í skilum með skuldir. Reyndin er sú að þarna eru stjórnvöld að dulbúa tekjuöflunina með því að klæða hana í einhvern búning umhverfisverndar — enda hægðarleikur. Græna byltingin er fyrir ríka fólkið. Það eru forréttindi hinna ríku að hluta að umhverfinu — við erum rík — við eigum að borga. Fólkið sem keyrir um á Príus, er með sólarsellur á þakinu og flokkar ruslið skynsamlega friðar samviskuna með því að borga. Borgar til að vernda hvali, borgar til að bjarga regnskógunum, hættir að borða kjöt af samúð með dýrum og borgar fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Þetta er sem sagt bara einföld leið til að ná af okkur peningum. En, það er annar handleggur, hitt er að hvert ríki innan ESB hefur sínar reglur sem lúta að hinu og þessu. Reglur í sumum ríkjum ESB leyfa jafnvel að menn aki öfugu megin á veginum og ESB er ekki búið að banna það ennþá. Þa sem öllu máli skiptir er að stjórnvöld færi rök fyrir því að við þurfum að hafa hlutina eins og við viljum hafa þá og þá fáum við að halda því. ESB setur engar reglur um umhverfisskatta, dekkjastærðir eða neitt þess háttar. Þú Gunnar og allir hinir sem eruð á nálum vegna ESB vitið að ef það þjónar ekki hagsmunum íslenskra sauðfjárbænda að ganga í ESB þá verður þá ekki gert.
16.11.2010 at 09:51 #710208Nei nei, Zoli-inn verður áfram svartur. Nú er það veggljós á baðherbergi
15.11.2010 at 21:20 #710204Takk fyrir Guðmann, kanna þetta.
Siggi
15.11.2010 at 14:10 #215841Veit einhver hvar hægt er að fá hluti króm-húðaða?
06.08.2010 at 00:24 #699408Átti eitt sinn Trooper +99 og air-bag ljósið fór að loga stanslaust. Tók tengið í sundur sem er undir bílstjórasætinu, spreyjaði kontakt-spreyi í tengið og setti saman aftur. Ljósið fór og lífið varð dásamlegt á ný. Þetta kom sætinu ekki beinlínis við en raflögnin lá í tog-skynjara í öryggisbeltafestingunni. Þegar stekkist á öryggisbeltinu við högg á belgurinn í stýrinu að springa út. Það var enginn belgur hliðum sætisins sjálfs.
04.08.2010 at 01:08 #699360Þessi brú er yfir Mjóafjörð i Ísafjarðadjúpi.
14.07.2010 at 00:00 #695634Ef það er þessi sími hérna, http://inspiredworlds.com/wp-content/up … camera.jpg
(þessi er reyndar með innbyggðri (utanáliggjandi) myndavél)en þá þarftu sértakan kapal eða skott með tengi fyrir loftnetstengið á símanum og með FME tengi á endanum sem tengist síðan í coax kapal eða loftnetsfót. Dokka getur líka gengið. Er með svona síma og 6dB loftnet fyrir 900 Mhz og hann helst inni með stðugt samband þegar sími án loftnets er með mjög lélegt eða ekkert samband. Það er hægt að nota NMT loftnetslagnir, eins og þú kallar (ef það er RG-58 coax) en loftnetið sjálft verður að vera fyrir 900 Mhz.
Breytti, tengið heitir FME.
13.07.2010 at 23:52 #213596http://www.visir.is/notadi-mataroliu-sem-eldneyti-a-keili/article/201036198456
Eru ekki margir 4×4 félagar sem hafa leikið þetta eftir á eldri bílum? Þarf nokkuð að gera annað en að dæla(hella) olíunni á tankinn, starta í gang og keyra svo af stað og redda meiri matarolíu?
07.07.2010 at 23:26 #697608Ef þetta prójekt gengur vel er þá nokkuð annað að gera fyrir okkur hina vösku félaga í 4×4 en að fjölmenna í Mexíkóflóann?
04.07.2010 at 17:47 #697696Það er til bók sem kom út 1992 sem heitir Íslenskir fossar. Ábyggilega eitthvað þar.
http://gegnir.is/F/JBTQLMG3K6JG9H3GMDQC … format=999
21.06.2010 at 15:12 #695612Það er gott, þannig að Nokia gamli fær að vera í bílnum lengur. Traustir hlunkar, en það var rafeindavirki sem hressti dálítið á honum skjáinn og fékk hann til að vera betri. Það var afskaplega þægilegur og meðfærilegur rafeindavirki sem er í fljótandi formi og fæst bæði með og án smurefnis.
Loftnetið sem ég er með fékk ég í Nesradíó.
21.06.2010 at 12:28 #695604Ég er með gamlan Nokia 5110 með loftnetstengi og 6db útilloftnet. Síminn er eingöngu á 900 Mhz og hann hangir inni þar sem merkið er of veikt fyrir nýrri síma. Væri ég einhverju bættari með 3G L búnað?
12.06.2010 at 11:24 #696066Ég get tekið undir að það er ekki mikið að gerast hérna, en ég skoða líka Jeppaspjallið sem var stofnað til mótvægis við þá breytingu sem varð þegar einungis skráðir og fullborgandi F4x4 félagar héldu skrifaðgangi að spjallinu hér. Það er ekkert mikið meira að gerast á Jeppaspjallinu svo ég dreg þá ályktun að þetta sé frekar okkur notendunum að kenna. Maður þarf að fara að líta í eigin barm og láta allar kjánalegu spurningarnar vaða án hiks og starta umræðum.
28.05.2010 at 21:42 #694876Ertu búinn að prófa tonnatak?
11.05.2010 at 10:11 #693216Ég hef átt Fletwood E1 frá árinu 2005 og látið það finna fyrir því á vegleysum upp um fjöll og firnindi. Það er á 15" felgum og með blaðfjöðrum. Fyrst þegar ég mældi loftþrýsting þá var hann um 40-50 psi og mátti alveg við því að lækka og nú hleypi ég úr til að mýkja það aðeins. Grindin undir vagninum er mun öflugri en í venjulegu fellihýsi og í því liggur munurinn, auk þess sem það er hærra en samt fara hjólin upp í hjólskálarnar og því þarf ekki stiga upp í það. Að öðru leyti er þetta allt saman dótið og innréttingin er sú sama eða svipuð og öðrum vögnum aðeins spurning um lit á gardínum.
29.04.2010 at 13:31 #692180[quote="Bragi":224kctjs]Og þetta varðandi Toyota, þá er nú nóg að lesa fréttirnar undanfarið til að sjá að þær koma bara hálfkaraðar/gallaðar út úr verksmiðju 😀 Og hver man ekki eftir elgsprófinu á sínum tíma líka 😉
[/quote:224kctjs]Ég lét nú ekki elgsprófið þvælast fyrir mér þegar ég keypti mér Hilux. Enda engir elgir á Íslandi!
09.04.2010 at 13:36 #690048Rangerinn var á sínum stað í gær. Enga aðra bilaða bíla að sjá. Semsagt 100% amerískir.
-
AuthorReplies