Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.02.2013 at 15:53 #225552
Það er kannski helst til seint að henda þessu hérna inn.
Við Í JEEP klúbbnum erum ekki alveg dauðir úr öllum æðum, því við ætlum að halda bjórkvöld næstkomandi föstudagskvöld 8 feb. á kránni Úrillu Górillunni við Stórhöfði 17.
Hugmyndin er sú að hittast upp úr 20:00 og taka létt spjall og horfa kannski á nokkur JEEP videó á breiðtjaldi.
Þeir á Úrillu Górillunni ætla vera með tilboð fyrir okkur á milli 20:00 og 24:00,
Bjór : 500 kr.
Skot: 500 kr.
Einfaldur í orkudrykk: 1000 kr.Vonumst við til þess að sjá sem flesta.
Kv. JEEP klúbburinn
19.01.2013 at 07:15 #762777Þarft mál í alla staði !
It´s now or never
10.12.2012 at 22:20 #761365Þetta er klárlega geðþóttar ákvörðun hvers tryggingarfélags, en ég er búin að vera með minn jeppa á fornbílatryggingu frá því að ég færði hann yfir á mitt nafn frá pabba 2007 en þar áður var hann á lágum tryggingum þar sem hann tryggði hann en ekki fornbílatryggingu.
En þegar ég skiptu um tryggingafélag síðast þá sett ég það sem aðal skilyrði að ég fengi fornbílatrygginu á bílinn og það gekk í gegn áreynslulaust, reyndar var það sagt við mig þegar ég lagði númerin inn að ég gæti ekki tekið hann af tryggingum því þá myndi fornbíltryggingin detta út svo ´+eg hef bara haft áfram á trygginum þó ég hefi ekki notað hann frá ´07.
Svo ég ráðlegg mönnum bara að hóta því að skipta um tryggingarfélag ef menn er með leiðindi, peningar eru það eina sem þessir menn skilja 😉
10.12.2012 at 21:52 #761159Nr. 18 er ekki Geiri Bö eins og ég hef áður sagt, þetta er bílinn sem Raggi Kristins heitin átti.
Þessi hérna [img:1suijobb]http://icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Geiri/normal_4.jpg[/img:1suijobb]
Þetta er aftur á móti Willys-inn sem að Geiri Bö átti 😉
[img:1suijobb]http://icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Geiri/normal_2.jpg[/img:1suijobb]
09.12.2012 at 19:30 #761149Jeep-inn á endanum er CJ7 hans Ragga heitins sem Teddi á í dag 😉 , en hann ásamt gamla Cruiser-num hans Hjalta eru ein jepparnir á þessari mynd sem ég veit að eru ennþá á lífi.
Annars gaman að sjá þessar myndir og gott heyra að það eigi heiðri minningunna með að setja þessa mynd upp í Setrinu .
06.12.2012 at 19:25 #760671Ég mæti í tvíriti
28.02.2012 at 09:17 #751007Fyrstu heimildir mínar um jeppa í Esjufjöllum eru frá Páskatúrnum ´84 þegar Dóri Tuddi, Bjarmi, Óli Gröndal, Bjössi á Álftanesinu, Biggi Brynjólfs og fleiri snillingar reyndu við Hvannadalshnjúk, eftir að hafa reynt við Hnjúkinn þá gistu þeir held ég í Esjufjalla skálanum alla vega er til myndir af þeim hjá skálanum.
Hérna eru nokkrar myndir þegar þeir voru þarna á ferð ´84, þú getur líka fengið þessar myndir hjá mér Snorri.
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-017.jpg[/img:3mblxit8]
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-018.jpg[/img:3mblxit8]
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-019.jpg[/img:3mblxit8]
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-020.jpg[/img:3mblxit8]
28.02.2012 at 09:00 #751005Ég hef einu sinni farið á jeppa inn í Esjufjöll og það var Sumardaginn fyrsta ´97.
Við vorum þarna á ferð við pabbi, Valli Bakari og Smári félagi okkar allir á AMC fjallatrukkum , við komum þarna við í Esjufjöllum á leið okkar á Brúarjökul í hellaskoðun og Snæfell, við komum upp Breiðamerkurjökul og ég man að brekkan upp að skálanum var helvíti brött og ekkert vit í að vera þarna nema í góðu skyggni. Það vill svo skemmtilega til að við gistum svo í skálanum á Goðahjúkum um nóttina sem er líka í eigu Jöklarannsóknafélagsins og þar er heldur ekkert grína að keyra í skyggnisleysi en það er önnur saga.
Ég man ekki hvort það var sama ár og við vorum þarna eða ári seinna sem skálinn splúndraðist í veðurofsa, en ég vissum það ekki þá að það væri ekki mikið verið að fara í þennan skála og enn síður að það væri illa séð að vera þarna á ökutækjum.Hérna eru svo tvær myndir teknar fyrir utan skálann, þú getur fengið þessar myndir á öðru formi ef þú vilt Snorri bara hafðu samband skuri@simnet.is eða hérna á netinu
[img:1te6fdfi]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_Scan10043.JPG[/img:1te6fdfi]
[img:1te6fdfi]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_Scan10040.JPG[/img:1te6fdfi]
26.02.2012 at 20:28 #749408Takk kærlega fyrir mig, þetta var tær snilld.
Ánægjulegt að ryfja upp gömul kynni við menn og húsakost, það er klárt að það líða EKKI 11 ár þangað til maður skellir sér næst í helgaferð á fjöll.
Ég er búinn að henda nokkrum myndum inná síðuna mína http://www.icejeep.com ,flestar reyndar af JEEP en það hefur nú aldrei skemmt fyrir
Hérna er slóðin [url:1ih93io4]http://icejeep.com/album/thumbnails.php?album=lastup&cat=-58&page=10[/url:1ih93io4]
01.12.2011 at 09:39 #742891Þetta er mjög brýnt mál og verður að spyrna fótunum við öllum skerðingum á ferðafrelsi.
En væri ekki fínt ef það væri hægt að búa til texta sem menn get stuðst við til að senda inn. Ég veit að það gæti sparað mönnum tíma að komast að réttu orðalagi svo þessir herrar og frúr sem hafa með málið að gera geti skilið okkur sauðsvartan almúgann.
Með baráttu kveðju Kristján K. R98
10.11.2011 at 13:27 #739577Þá er það síðasti hlutinn af þessu ferðalagi.
Það vantar í þessa syrpu eitt myndskeið en það er með ráðum gert til að styggja ekki ákveðna aðila 😉
Þessi ferð sem ég er búinn að vera pósta hérna inn er fyrir marga hluti merkileg. Í þessari ferð var rjóminn af jeppamönnum höfuðborgarsvæðisins fyrir utan kannski „Fúlagengið“ . Þarna sjáum við marga merka jeppamenn eins og t.d Birgir „Fjalla“ Brynjólfsson , Eirík Kolbeins, Steina Sím, Tóta Turbó, Suzuki Kidd, Óla Trukk, Óla Gröndal, Fúsa í Kistufelli, Bjössa á Álftanesinu, Ragga smið heitinn, Ægir rennismið, Bjössa og Gest í Vögnum og Þjónustu, Gunnar Jens heitinn, Bubba í Pólum, Freysa, Magga fv. Hveravallabónda og marga fleiri.
Þetta eru allt menn sem hafa komið á einn eða annan við sögu Ferðaklúbbsins 4×4, en það sorglega samt við þetta videó er að líklega 99% af mannskapnum þarna er hættur að ferðast um fjöll á jeppum
09.11.2011 at 13:15 #739573Þá er það næst síðasti skammturinn af þessu ferðalagi.
Þarna eru búnir að bætast við 2 jeppar í hópinn.
08.11.2011 at 11:20 #739571Þá er það þriðji skammturinn.
Þessi leggur af ferðinni er frá Hveravöllum til Ingólfsskála.
07.11.2011 at 10:53 #739569Jæja þá er það næsti skammtur.
Þessi syrpa er frá Gullfossi til Hveravalla. Ferðin þangað tók 20 tíma
06.11.2011 at 20:44 #739567Jæja þá er komið að næstu klippum.
Þessi videó eru úr ferð sem var farin til að klára 100 bílaferð 4×4 yfir Sprengisand í apríl ´87.
Leiðangursstjóri var Birgir „Fjalli“ Brynjólfsson og kynnir Eiríkur „R66666“ Kolbeinsson
Þetta videó er í heildina nokkuð langt svo ég ætla að hafa þetta í nokkuð mörgum þáttum næstu daga.Hérna kemur fyrsta syrpan.
26.10.2011 at 22:46 #739565Ég á nokkur gömul videó í viðbót sem ég á eftir að klippa niður , meðal annars videó af því þegar Sprengisandstúrinn var kláraður í apríl ´87 og einnig videó af því þegar farið var í fyrsta skipti "Laugarveginn" að vetrarlagi.
Það verður klárlega að halda utan um þessar heimildir, ég tel mig reyndar halda vel utan um þetta gamla dót meðal annars með heimasíðunni minni http://www.icejeep.com 😉
24.10.2011 at 17:15 #739559Hérna eru klippur frá 100 bílaferðinni ´87.
Ps. Ég veit ekki hver er eigandinn af þessum videóum er, en þessi videó eru búinn að ganga á milli manna í 24 ár, ef réttmætur eigandi af þessum videóum vill ekki að þau birtist þá skal ég fjarlæga þau.
Annars finnst mér persónulega að öllu þessi videó ættu að vera fyrir almanna augum þar sem þetta eru ómetanlegar heimildir.
16.10.2011 at 12:53 #739557Það má til gaman geta að allir þessir Willysar sem sjást í þessu síðasta videói er ennþá til, þó í misgóðu ástandi 😉
[img:2gds4bmv]http://icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_IMG_0154.jpg[/img:2gds4bmv]
[img:2gds4bmv]http://icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/HalliogMummi/normal_IMG_9006.jpg[/img:2gds4bmv]
16.10.2011 at 09:53 #739553Ég var að setja fleiri videó inn.
Þetta er tekið inn á Fjallabaki í maí ´88
16.10.2011 at 09:52 #739587Ég var að setja fleiri videó inn.
Þetta er tekið inn á Fjallabaki í maí ´88
-
AuthorReplies