Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.01.2014 at 13:09 #444377
KN síur eru mjög góðar fyrir vetrarakstur en ekki svo góðar fyrir rykugan sumarakstur , en menn hafa samt mismunandi skoðun á þessum KN síum en þær hafa reynst mér vel í vetrarferðum 😉
15.01.2014 at 16:07 #444202Þá erum við komnir á svipaðar slóðir.
Við feðgar erum búnir að lengja hjá okkur grindin um 381mm eins og þú.
Þetta er búið að vera í kollinum á okkur síðan ´97
Viðhengi:
01.01.2014 at 10:55 #443007Logi gæti ekki verið meira sammála !!!
14.12.2013 at 16:09 #441411Bara allt að gerast í Jeep fjölskyldunni.
Mikið er ég ánægður með þig
28.11.2013 at 06:47 #440326Djöfull fer þetta að vera flott þér
Maður spennist allur upp að skoða þessar myndir
26.11.2013 at 10:54 #440180Ætlar þú ekki að létta grillið með að taka allan óþarfa af því ?
Sem sagt bara nota ysta ramman 😉
08.10.2013 at 12:53 #379207Ég mæti + gamli
Kv. Kristján K. R98
10.09.2013 at 19:43 #378879Sæll Rúnar, það fylgja tveir passar hverjum bíl.
Kv. Kristján K.
04.09.2013 at 10:14 #378643Þetta er svo hrikalega flott hjá ykkur að maður þarf að skipta um nærbuxur eftir að hafa skoðað þetta
03.09.2013 at 12:37 #767211Sæll Ólafur, við skoðum þetta með bílinn hjá þér , við erum reyndar kominn með annan Range Rover P38 en við skoðum þetta nú samt
Það væri samt mjög gott ef þú gætir sent okkur mynd af bílnum á t.d skuri@simnet.is
01.09.2013 at 15:57 #767205[b:1npufeti]Okkur vantar ennþá bíla á skrá hjá okkur, þá aðalega svokallaðar jaðar tegundir [/b:1npufeti]
16.05.2013 at 10:00 #765941Hérna er kortið sem sýnir lokanir sem gilda frá 15 maí.
[url:1dprs1ml]http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf[/url:1dprs1ml]
15.05.2013 at 08:16 #765757Auðvita verður Skálanefndar Gráni á sýningunni Logi 😉
Teddi mér líst vel á þessar hugmyndir, alveg nauðsynlegt að geta sest niður og spjallað um jeppanna
Kristinn þessi Rover var kominn á listan ég gleymdi bara að svara þér á jeppaspjallinu ;-9
13.05.2013 at 14:13 #765747Þú sýnir bara Astro-inn út á bílaplani fyrir utan Fífunna, þá get ég ekkert sagt He He He
En þú mátt koma með skjáinn og hafa hann inni , en þú mátt samt ekki vera með myndir af Astro-inum
En öllu glensi slepptu þá koma samt jeppar til greina sem hafa verið sýndir áður, en bara EKKI á síðustu sýningu ´08
Ps. svo getur verið að við neyðumst til að svegja þessa reglu ef það verður jeppaskortur He He He
13.05.2013 at 11:14 #765743Báðir þessir jeppar eru komnir á skrá hjá mér 😉
Ég er núna kominn með yfir 110 jeppa á skrá hjá mér, en stefnan er að vera með ca 150 jeppa á skrá þar sem reynslan sýnir mér menn/konur eru ekki alltaf tilbúnir í að sýna jeppan sinn þó þeir séu kláralega sýningarhæfir.
Af öllum þessum jeppum sem ég er kominnn með á skrá er enginn sem var á síðustu sýningu og þannig mun það líka verða. Reyndar ef jeppar voru sýndir síðast í smíðum þá koma þeir klárlega til greina núna ef þeir eru fullkláraðir.
F.h Bílavalsnefndar Kristján K.
04.05.2013 at 11:23 #226041Jæja spjallverjar.
12. september næstkomandi ætlar Ferðaklúbburinn 4×4 að halda stóra 30 ára afmælisýningu í Fífunni.
Nú vantar mig smá aðstoð að leita af jeppum á sýninguna, við erum að leita af allskonar jeppum stórum sem smáum.
Ef þið vitið um jeppa sem þið viljið sjá á þessari sýningu þá væri gaman að setja þá inná þennan þráð, það væri gott ef menn/konur myndi einnig koma með upplýsingar hvar sé hægt að ná í eigendur af þessum jeppum sem þið komið með hugmyndir af 😉
Nú þegar eru komnir yfir 60 jeppar á blað, en hugmyndin er að vera með yfir 100 jeppa bæði inni og út .
Fyrir hönd bílavalsnefndar Kristján K. R 98
21.03.2013 at 13:58 #764789Af því að Gunnar Ingi minntist á framrúðuna þá er hægt að minnast á eitt vandamál sem ég hef lent í og það er að vera með loftristar á húddinu sem snú að framrúðunni.
Ég er/var með svona ristar á húddinu hjá mér en þær gera bara illt verra í svona aðstæðum eða bara í flestum aðstæðum þegar menn keyra í snjókomu/bil því því snjórinn vill nefnilega frekar festast í rúðuþurkkunum ef heit loft streymir frá ristunum uppá framrúðuna.Bara svona smá pæling 😉
21.03.2013 at 09:58 #764781Hérna er t.d góð hugmynd af lofthreinsar á bensínvél. Við feðgar græjuðum þetta svona hjá okkur eftir að hafa einmitt lent í því að það fraus hjá okkur í blöndungnum.
Hægra megin á myndinni er renniloka á lofthreinsaranum sem við lokum fyrir og tengjum svo álbarka á stútinn vinstra megin sem tengist niður á flækjurnar, þetta er svona báðumegin hjá okkur. Með svona útbúnað eru orðnar mjög litlar líkur á það frjósi í blöndungnum.
[img:478aroug]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_Scan10085.JPG[/img:478aroug]
19.03.2013 at 18:10 #764777Án þess að ætla að kast rýrð á félaganna, þá er stórt atriði að verja kveikjukerfið mjög vel fyrir öllum raka, setja ísvara í bensínið, hafa lokaðann lofthreinsara sem tekur heit loft inná sig, loka alveg innribrettunum og setja plötu undir bílinn að framan frá vatnskassa og undir ca. miðja vél. Ef þetta er gert þá er búið að koma í veg fyrir mikið af vandamálum.
Svo veit ég að minnsta kosti einn bíll þurfti að opna húddið í þessu vonskuveðri til að gefa start sem endaði með því að bíllinn hjá honum hætti að ganga eftir að það fennti inn í húddið hjá honumEn þetta eins og svo margt annað lærist með reynslunni.
19.03.2013 at 11:59 #764679Eftir að hafa bæði heyrt í kunningjunum sem fóru í þessa ferð og lesið hérna á netinu, þá dettur mér örfá atriði í hug.
Það skal kannski fyrst koma fram að ég hef aldrei farið í neina af þessum stórferðum klúbbsins þrátt fyrir að hafa verið í klúbbnum núna í bráðum 24 ár. Við ferðafélagarnir sem ég var að ferðast með í ein 10 ára vorum ekki alveg á þessari bylgjulengd í ferðamennsku á þeim tíma, ég þekki reyndar mjög vel marga af þeim sem hafa staðið fyrir þessum ferðum í gegnum tíðin svo ég hef nú smá nasasjón af þessu.
Stærð á ferðahóp finnst mér vera svona eiginlega max 5 bílar og af svipaðir af getu og hóparnir algjörlega sjálfbærir á fjöllum. Öll þessi ár sem við ferðafélagarnir voru að ferðast saman ,þá vorum við helst ekki að taka bíla með okkur í ferðir sem stóðust ekki kröfur okkar, og í stóru túrunum okkar þá fóru engir með sem við þekktum ekki af góðu einu.
Menn verða svo sem einhversstaðar að byrja, en mér persónulega finnst svo stórferð ekki vera vettvangur fyrir hópamyndun með einhverju sem þú þekkir lítið eða ekkert.Svo tók ég líka eftir einu í umræðunni og það var þessi fjarskiptamál. Allir að tala ofan í alla á VHF-inu að mér skilst.
Þá komum við að því sem að mér finnst vanta orðið í fjallajeppa í dag og það er CB stöð í bíla. Ég man þegar VHF-ið kom til skjalanna, þá varð loksins almennileg talstöðvar samskipti. Ég var með bæði CB og SSB í jeppanum hjá mér á þessum tíma og mér fannst alltaf frekar leiðinlegt að hlusta á samskipti í þeim en VHF var annað mál ,alveg kristaltært. En þegar menn eru að ferðast í svona stórferð og allir með VHF í bílunum þá finnst mér VHF ekki alveg að ganga upp sem spjallrás innan hópsins. VHF er nefnilega orðið svolítið eins og SSB stöðvarnar voru í gamla daga, sem sé öryggistæki !
Ég hef alla vega ákveðið að þegar ég kem jeppanum mínu aftur á lappir eftir alltof langa hvíld að þá verð ég áfram með SSB og CB stöðvarnar í bílnumMenn skulu svo ekki gera grín að því að kalla eftir hjálp, menn eru aldrei stærri en þegar menn viðurkenna vanmátt sinn.
Ég fékk mína eldskírn í vetrarferðum í jan´92 á Kili þegar við félagarnir lentum í fárviðri þar sem vindhraðinn í kviðum fór uppí 54 m/sek. , við urðum að skilja jeppan okkar eftir 5 km frá Hveravöllum með allt frosið fast. Þegar hópurinn loksins komst til baka í hús á Hveravöllum þá voru sumir fullorðnir karlmenn orðnir svo kaldir og hræddir að þeir lögðust í fósturstellingum upp í koju og hreinlega fengust varla út aftur þegar veðrinu slottaði.
En þegar menn fara í ferðir að vetrarlagi þá verða menn alltaf að gera ráð fyrir því að geta verið fastur í fjöllum í 1-2 sólarhringaEf það er einhver hætta á ferðum þá á maður frekar að biðja um aðstoð en að halda áfram út í óvissuna.
Ferðakveðja Kristján K. R98 , sófariddari sem kann aðallega jeppasögur frá því fyrir síðust aldamót.
-
AuthorReplies