Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.12.2010 at 23:40 #712602
Held að megi þakka Huga upplýsandi svar, persónulega finnst mér hann koma þokkalega vel frá þessu. Athyglisverðar upplýsingar að af 203,6 króna bensínverði er innkaupsverð á álögur ríkisins 178 krónur sem þýðir að þeirra álagning er 25.6 krónur og þá er eftir að draga flutningskostnað frá. Hvað situr þá eftir í framlegð af hverjum lítra kemur að vísu ekki fram (semsagt hver flutningskostnaðurinn er á lítrann). Þó svo velta megi fyrir sér öðrum leiðum í viðmiðunum en að láta útsöluverð endurspegla heimsmarkaðsverð á hverjum tíma, þá hlýtur það til lengri tíma litið að koma út á sama, stundum værum við með lægra verð, stundum hærra. Það væri fróðlegt að sjá samanburð á þessum tölum aftur í tímann og þá t.d. frá því áður en AO kom til sögunnar. Það gæfi vísbendingu um hvaða áhrif tilvist þeirra á markaðnum hefur, miklu frekar en samanburður á verði á einum tímapunkti.
Líka ástæða til að þakka Lárusi framtakið að knýja fram svör. Ég á reyndar erfitt með að sjá fyrir mér að stóru félögin væru tilbúin til veita svona upplýsingar, en ef Hugi og félagar taka áskorun um að hafa allar upplýsingar frammi á heimasíðunni gæti það knúið hin félögin til að opna aðeins á leyndarmálin sín.
Kv – Skúli
P.s. Innkaupsverðið/heimsmarkaðsverðið á dísel kemur ekki fram í svarinu, veit einhver hvar hægt er að sjá það?
04.12.2010 at 20:32 #712656Auðvitað er ekki gott mál að skálagjöldin standi ekki undir beinum kostnaði við útleiguna og ein leið er náttúrulega að hafa eitthvað ákveðið lágmarksgjald. Önnur pæling er hvort hægt sé að koma málum þannig fyrir að nokun lítilla hópa sé ekki að kosta svona mikið. Það gæti að vísu kallað á einhverja endurskipulagningu á húsnæðinu, en ef hægt væri að koma málum þannig fyrir að hægt sé að kynda hluta húsins, svo ekki sé nú talað um að nota skálann án þess að keyra margra kílóvatta ljósavél þá gæti það sparað talsvert. Það sem einhver 6 manna hópur sem gistir eina nótt í skálanum þarf er raunar ekki annað en aðgang að einhverri eldunarstöðu og vatni, svefnrými, ljóstýru til að sjá til og geta komið hita í rýmið sem það rými sem þeir nota og því minna sem það er því fljótara er að hitna og kostnaður minni. Þetta hlýtur að vera hægt að gera með minni kostnaði en þegar 40 manns eru að gista í skálanum. Fyrir ljós dugar sólarsella ágætlega og eins mætti spá í svokallaða efnarafala sem kosta lítið í rekstri.
Allavega pæling, gæti verið þess virði að skoða þetta ef mikið er um litla hópa.
Kv – Skúli
01.12.2010 at 22:58 #712402Fjallabak, ennþá ágætur snjór allavega á Mælifellssandi. Og núna er allt að fara að pikkfrjósa þannig að helgin hlýtur bara að vera flott til ferðalaga.
Kv – Skúli
25.11.2010 at 14:46 #711540Í öðrum þræði hérna fullyrti ég eftirfarandi:
Fyrir tdi300 vélina í Landrovernum (4 cyl, 2,5 l) er að virka fínt að hafa 3" rör og engan kút. Spurning hvort hefði verið sniðugt að vera með einn opinn kút á leiðinni til að draga úr hávaða, en vinnslan og þá aðallega torkið varð mun skemmtilegra og eyðslan fór niður um ca líter og hávaðinn svosem alveg viðunandi.
Ég er nokkuð sannfærður um þetta. Var búinn að keyra bílinn á vegum og fjöllum í nokkur ár áður en ég fór í þessa aðgerð, semsagt þekkti orðið mjög vel hvernig bíllinn virkaði og breytti engu öðru samhliða þessu. Það varð hreinlega allt önnur virkni, hélt gírum áberandi betur og mallaði mun betur undir álagi. Breytingin aðallega á lágum snúningi, fann ekki svo mikla breytingu á snúningi. Og þar sem ég hef það fyrir sið að mæla eyðslu á hverjum tank (það er svo gaman þegar maður á Landróver) þá var alveg ljóst af tölum að það urðu þáttaskil þarna, meðaleyðslan fór niður um líter sem segir manni að hann á auðveldara með að gera sömu hluti og áður (aksturslag óbreytt). Ég kaupi hins vegar alveg þá kenningu að það sé mismunandi eftir vélum hvaða áhrif þetta hefur og kannski eru áhrifin ekki eins finnanlega á bílum sem hafa fyrir fullt af afli.
24.11.2010 at 14:21 #711474Lét smíða 3" rör undir Landroverinn fyrir nokkrum árum og eftir nokkur símtöl fór ég með það í Kvikk þjónustuna. Þeir voru einfaldlega mikið ódýrari, allavega í svona sérsmíði eins og þarna var. Og efnisgæðin fín, því þetta lítur ennþá nánast út eins og nýtt.
Fyrir tdi300 vélina í Landrovernum (4 cyl, 2,5 l) er að virka fínt að hafa 3" rör og engan kút. Spurning hvort hefði verið sniðugt að vera með einn opinn kút á leiðinni til að draga úr hávaða, en vinnslan og þá aðallega torkið varð mun skemmtilegra og eyðslan fór niður um ca líter og hávaðinn svosem alveg viðunandi.
Kv – Skúli
23.11.2010 at 10:38 #711386Ef það er þurrt í veðri sleppi ég Goritex skelinni (eða Sympatex sem mér sýnist að gefi orginalinum ekkert eftir) og er þá bara í góðum wind-stop fatnaði, polartec held ég það heiti hjá 66N sem dæmi. Slíkt efni andar mun betur en vatnsheld skel en er fljótt að þorna og hrindir aðeins frá sér. Ágætlega hlýtt líka og dugar í kulda allavega upp að vissu marki. Í mjög miklum kulda og vindi getur náttúrulega þurft dúnúlpuna yfir eða Goritex úlpu, en þá er hægt að renna frá eða henda þessu í bakpokann ef manni fer að hitna. Það er hins vegar málið að ef þér er þokkalega hlýtt þegar þú gengur af stað kemurðu til með að svitna, betra að vera aðeins á mörkunum að vera kalt í upphafi, manni hitnar fljótt á göngu og hafa svo viðbótarfatnað í bakpokanum. Í alvöru úrkomu er svo auðvitað Goritex eða Sympatex eiginlega eina vitið.
Kv – Skúli
19.11.2010 at 09:37 #710668Sá græni þarna er öflugur. Var fyrst settur á 38" og hér eru myndir frá þeirri breytingu:
[url:2omhkhsw]http://www.islandrover.is/myndir/showgallery.php?cat=592[/url:2omhkhsw]Síðar fór hann á 44" og sú saga er hér:
[url:2omhkhsw]http://www.islandrover.is/myndir/showgallery.php?cat=782[/url:2omhkhsw]Þarna er náttúrulega líka verið að setja ýmislegt fleira góðgæti til að gera þetta allt meira gaman. En Íslandrover vefurinn er náttúrulega skyldulesning fyrir alla áhugasama um Rover.
Kv – Skúli
12.11.2010 at 13:42 #709944Ég var einmitt að spá í það í gær að 2002 keypti ég gang af GroundHawk og ég er örugglega búinn að keyra a.m.k. 120 þúsund km á þeim og þar af heilmikið úrhleypt. Hef aldrei verið mikið fyrir að spara loft, mýki vel á ósléttum vegi og hleypi úr í snjó þangað til hann fer að drífa, just what it takes. Held að það megi segja að þetta sé ágæt ending og þau eru ekki búin enn. Núna síðustu tvö ár hef ég að vísu aðeins notað þau á sumrin þar sem ég er kominn með Mickey Thomson í vetrarakstur og ekki síður ánægður með þau en auðvitað ekki komin sama reynsla á þau og gamla GH ganginn.
Kv – Skúli
31.10.2010 at 21:42 #215513http://www.ruv.is/frett/miklar-likur-a-gosi
Þá er bara spurning hvernig aðstæður eru til ferða á jöklinum ef þetta rætist. Einhver farið þarna nýlega? Síðasta sem ég heyrði var mjög seinfarið og erfitt en það eru nokkrar vikur frá því það var og líklegt að eitthvað hafi snjóað síðan þá.
Kv – Skúli
20.10.2010 at 21:12 #707336Ánægjulegt að sjá að sama hvað menn segja um Ford þá virðist Benni hafa þroskast og lært mikið af Fordinum. Veit ekki hvort aðrir muna eftir því en þegar hann var hamingjusamur Pajero eigandi var það einlæg trú hans að klafar væru besti og sterkasti búnaðurinn, en núna er hann farinn að boða röratrúnna af festu. Greinilega séð ljósið. Góður Benni, ég er alveg sammála þér.
Eitt sem má kannski líka skoða í þessu sambandi (þ.e. spurninguna um 38" eða 44") og það er hvernig hlutföll séu í bílnum. Það sem hefur stoppað mig af við að fara í 44 á þann breska eru hlutfallamál, þó að vísu séu nokkrir á 44" með sömu hlutföll og ég.
Kv – Skúli
19.10.2010 at 14:05 #706904Þó rallý sé stundað víða þá hefur það ekkert með þessa ferðamennsku að gera. Ég veit svosem ekki hvort rallýkeppni sé einhvers staðar stunduð innan þjóðgarða en það er allt annað mál. Punkturinn er einfaldlega að akstursleiðir innan þjóðgarðsins hafa ekkert að gera með akstursíþróttir eða jeppaíþróttir eins og Tryggvi orðar það.
19.10.2010 at 11:28 #706900Menn ferðast að vísu á mismunandi hátt og með mismunandi markmiðum. Ég t.d. ferðast yfirleitt frekar „slow“ gef mér tíma til að skoða og slæpast, hvort sem ég ferðast gangandi eða akandi. Aðrir setja sér tiltekin markmið, klára ákveðinn hring eða leið eða eitthvað í þá áttina. Það getur átt við bæði jeppaferðir og göngur. T.d. gekk ég eitt sinn með ágætum hóp frá Kárahnjúkum upp með Jöklu að vestan verðu og inn á Kringilsárrana og svo til baka að Kárahnjúkum austan megin, s.s. uþb. svæðið sem núna er undir uppistöðulóni. Við skildum bílana eftir vestan megin við Sauðá og þar sem framkvæmdir voru byrjaðar við stífluna fórum við yfir brúnna (sem nú er á kafi) og fylgdum búkolluvegi upp að Sauðá. Þegar ég kom á veginn henti ég af mér pokanum, ánægjugangan var búin og nú var bara að ná í bílana sem var engan vegin hluti af sportinu fyrir mér. En fyrir nokkrum í hópnum var það hálfgert svindl, það varð að klára hringinn með pokann á bakinu. Gangan var semsagt ekki bara fyrir ánægjuna heldur tiltekið markmið sem varð að klára. Sem er allt í lagi, bara ekki mitt áhugamál. En kannski má segja að þarna sé íþróttamennska komin í bland við ferðamennsku. Sömuleiðis þekkjum við örugglega öll að fyrir mörgum er kappsmál að vera kominn fyrstur í skála, fljótastur upp brekkuna o.s.frv.
Þetta getur auðvitað allt talist ákveðin íþróttamennska í bland við ferðamennskuna. Það er samt ferðamennskan sem er aðal málið og tæpast hægt að úthýsa ferðamennsku úr þjóðgarðinum þó ákveðin íþróttaandi og kapp sé í huga ferðamanna. Það er allt annað mál heldur en að halda skipulagða íþróttakeppni og það er kristalklárt í mínum huga að akstursíþróttir og ferðalög á jeppum eiga afskaplega lítið sameiginlegt. Ekki frekar en maraþonhlaup og gönguferðir um fjalllendi.
Kv – Skúli
17.10.2010 at 22:22 #706892Það hlýtur að liggja nokkuð ljóst fyrir að það sem fellur undir jeppaíþróttir hlýtur að vera hlutir eins og torfærukeppni og annnað í þeim dúr og kemur ferðamennsku á jeppum auðvitað ekkert við. Veit ekki til þess að nokkuð slíkt hafi verið stundað á svæðum innan þjóðgarðsins þannig að þetta getur varla verið neitt vandamál. Ég hef að vísu ekki séð þessa grein en ef Tryggvi heldur að slíkt hafi átt sér stað eða að það hafi eitthvað með ferðamennsku á jeppum að gera er það bara einhver misskilningur.
Kv – Skúli
09.10.2010 at 16:16 #705786Ekki að það heyri upp á mig að bera í bætifláka fyrir FÍ, ætti sjálfsagt frekar að sitja á fjósbitanum og fitna með glott á vör, en ég næ ekki alveg hvers vegna félagi minn Dagur Bragason er að spyrna skoðanir Páls á byggðamálum við félag sem hann er stjórnarmaður í. Ég hef setið í ýmsum stjórnum, m.a. verið framundir þetta stjórnarmaður í Samút, en áskil mér samt rétt til að hafa margvíslegar skoðanir á ýmsum málum óháð því. Eða ber mér að túlka þetta svo að þar sem Samút tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um slóðann í Vonarskarði megi ég ekki tjá þá skoðun mína að hann eigi að vera opinn? Auðvitað kem ég ekki fram í nafni samtakanna með þá skoðun en sem einstaklingur geri ég það hiklaust, m.a. á bloggsíðu Páls. Burt séð frá skoðunum manna á afstöðu Páls til ýmissa mála þá er nauðsynlegt að skoða málin úr mismunandi áttum.
Kv – Skúli
30.09.2010 at 20:06 #704734Er þetta ekki sama stöð og Yeasu VX2000? Þetta er allavega hægt á henni, þ.e. setja inn scangrúppu og velja svo milli þess að skanna allt eða skanna grúppuna (Sc eða SP). Ég gerði þetta einhvern tíman á stöðinni hjá mér eftir leiðbeiningum í bæklingnum, en núna er ég búinn að týna honum og gleyma aðferðinni, því miður. Og ekki tekist þrátt fyrir tilraunir að finna manual á netinu.
Kv – Skúli
20.09.2010 at 10:32 #703324Í eina tíð voru bestu afslættirnir sem 4×4 félögum stóð til boða í Bílanaust, maður einfaldlega sýndi félagsskírteinið og fékk afsláttinn sem gat verið allt upp í 40% (þrátt fyrir að grunnverðið væri samkeppnishæft við aðra). Þá tékkaði maður fyrst í Bílanaust ef mann vantaði eitthvað. Núna er þetta komið á eitthvert ógurlegt flækjustig að fá þennan afslátt og ekki lengur hægt að ganga að besta verðinu þarna. Seinast þegar ég verslaði þarna sýndi ég einmitt þetta N1 viðskiptakort og fékk ekkert út á það (annað en eitthvað helv punktadrasl). Þá er ágætt að geta leitað annað. Verð að játa að ég hef ekki staðið í því að gera og græja eða bætt við enn einu kortinu í veskið til að fá þessa afslætti, en veit einhver hvernig þessir afslættir eru í dag? Er þetta eitthvað sem tekur því að vesenast í?
Kv – Skúli
12.09.2010 at 20:03 #702654Sniðug hugmynd, svona ertu laus við eitthvað drasl sem bilar og brotnar hangandi aftan í bílnum og getur farið vandræðalaust hvaða leið sem er, ekki háður takmörkunum tjaldvagns eða ellihýsis. Einfalt og gott.
Kv – Skúli
09.09.2010 at 17:54 #702356Skilst að til standi að breyta gamla veginum í reiðveg. Það er samt búið að benda á vankanta af því, m.a. að það þarf að vera hægt að keyra upp að vörðu og vegurinn þar áfram var kostaður af vélsleðamönnum. Eins með að komast að Laugarvatnsvöllum og hellinum þar.
Hlynur, en að kalla þennan nýja veg Þrasaborgaveg, það er nú ekki svo lítið búið að rífast um hann.
Kv – Skúli
04.09.2010 at 13:35 #701582[quote:39bd3y9t]Snorri skrifaði:
Til að nota routerinn sem símtæki þarf því að finna venjulegan heimilissíma, athugið að líka er hægt að nota þráðlausan heimilissíma.[/quote:39bd3y9t]Er kannski nýjasta skammstöfunin í tækajadótinu í jeppanum GSMS, s.s. gamall sími með snúru! Endar kannski með því að í staðin fyrir 854… númerin komi tvær stuttar og ein löng (ef einhver hér er nógu gamall til að muna eftir þvi).
Annars kemur á óvart það sem menn segja um lítinn ávinning af útiloftnetum, menn hafa gjarnan haldið hinu gagnstæða fram.
Kv – Skúli
03.09.2010 at 21:16 #701568[quote:2qrt4gg5]Á gráa svæðinu myndu svona græja eða útiloftnet hjálpa. Ekki annars staðar. Í GSM kerfinu er þessi gráu svæði "mjó". Sem segir okkur að útiloftnet eða svona "endurvarpi" hjálpar okkur ekki allsstaðar[/quote:2qrt4gg5]
Eitt sem þó er vert að hafa í huga í þessu er að bíllinn getur skermað sambandið af glettilega mikið. Ég hef allavega tekið eftir því að ég hef verið með Tetra síma sem ég kem fyrir út við framrúðu og stundum þegar hann hringir og ég svara dettur sambandið út þegar ég tek símann og ber hann upp að eyranu. Þá hefur dugað að stoppa og stíga út úr bílnum og er þá í fínu sambandi.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies