Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.10.2005 at 15:40 #529572
Talandi um slóðaskapinn, þá er eitthvað mikið að gerast í Rottugreninu. Ég veit ekki hvort málið sé að nýr leiðtogi Rottana verði krýndur á árshátíðinni eða hvað þetta er, það hníga ýmis sólarmerki að því að eitthvað standi til hjá Rottum á árshátíðinni. Muhlan mun auðvitað ekki láta af völdum svo auðveldlega en sannsöglir hafa sagt að honum finnist stöðu sinni ógnað. Af hverjum fylgdi ekki sögunni. Og það sem verður að teljast undarlegt þá er ekki nóg með að þeir ætli í bað fyrir árshátíðina, traustar heimildir telja jafnvel líklegt að þeir muni greiða sér sem er nú ekkert auðhlaupaverk. Ég ætla allavega að mæta og sjá hverju þetta sætir.
Kv – Skúli
Lúther, þakka hamingjuóskirnar. Breska heimsveldið klúðraði náttúrulega einföldum hlutum eins og Falklandseyjum, því ekki að snúa sér að veldinu sem leggur undir sig Austurlönd, allt í nafni mannúðar og góðmennsku.
18.10.2005 at 10:45 #529542Þetta er ágætur húmor, varpa fram þessari spurningu og klikkja út með orðunum "óska eftir málefnalegum umræðum". Lada Niva er náttúrulega óhemju góður jeppi, ekki neinn vafi á því. Fyrir mörgum árum var ég hamingjusamur eigandi að slíkri sjálfrennireið og það var eiginlega sama hversu mikið var í skralli, það var allaf hægt að halda áfram. Undir lokin gerðist það að gírkassinn datt niður því þetta var auðvitað grindarlaust helv.. eins og aðrir fínir bílar í dag og gírkassinn því boltaður í botninn á bílnum sem var farinn að ryðga aðeins. En varð hann stopp við það? Nei ekki aldeilis, þá var bara tekinn kaðall og brugðið utan um kassann, kaðallinn upp í gegnum götin á gólfinu og tjakk komið þar fyrir og kassinn tjakkaður upp í hæfilega stöðu. Þannig gat ég keyrt heilmikið og ekkert meira um aukahljóð en endranær. Þetta bara virkaði!
Annars er Klakinn með rétta svarið við spurningunni, það hefði ekki verið hægt að orða þetta betur eða með málefnalegri hætti.
Kv – Skúli
16.10.2005 at 14:01 #529454Já þetta með einkavegi er svolítið snúið. Mér skilst að það sé klárt að hafi verið fengið opinbert fé í lagningu vegar, t.d. styrkur frá Ferðamálaráði, Vegagerðinni eða öðrum aðilum, þá má ekki loka honum fyrir almennri umferð. Ef einhver leggur veg alfarið á eigin kostnað og fær til þess leyfi skipulagsyfirvalda á svæðinu er þetta kannski snúnara en þarna er landið náttúrulega í almenningseign en ekki einkaeign. En þá komum við einmitt aftur að þessu með tillitsemina. Veghaldarinn kostar viðhald á veginu og þá er eðlilegt að ræða við hann. Í slíkum tilvikum getur það þýtt fjárhagslegt tjón fyrir þá ef vegurinn er blautur og þungur bíll kemur og grefur slóðina og spólar hana út.
Kv – Skúli
16.10.2005 at 12:58 #529448Góð áminning hjá Þorvarði Inga. Á landsfundi klúbbsins uppi í Setri um síðustu helgi var rætt um slóðamál og ýmislegt sem tengist ferðafrelsinu og möguleika okkar til að hafa áhrif á þróunina í þeim efnum. Það var nokkur einhugur um það að það sem væri mikilvægast til að tryggja stöðu okkar almennt sé baráttan gegn utanvegaakstri og að jeppamenn sýni almennt af sér tillitsemi og góða framkomu í ferðum sínum. Þetta er einmitt eitt af því sem það getur átt við.
Fyrir nokkrum árum kynnti klúbburinn siðareglur jeppamanna. Það er kannski orðið tímabært að minna á þær en ein reglan er svona:"Forðumst að aka í förum vélsleða eða þar sem búast má við umferð sleðamanna.
Í þungu færi geta jeppar skilið eftir sig djúp för. Vélsleðum getur verið hætta búin af slíkum förum. Við höldum okkur því utan við þekktar leiðir vélsleða."Það er nóg pláss fyrir alla á jöklunum, allavega flestum þeirra.
Kv – Skúli
13.10.2005 at 22:51 #457362Það eru nú varla margir sem geta sagt reynslusögur því eins og segir í frétt á forsíðunni og hér í þráðinum var fyrsta sending að koma til landsins. Að vísu er Freysi og aðrir ArcticTrucks menn búnir að prófa eitthvað fyrstu prufueintökin og að sögn virkað bara fjandi vel í snjó, en engu að síður dekkin sem koma núna búin að ganga í gegnum einhverjar betrumbætur frá .
Kv – Skúli
12.10.2005 at 21:24 #529200Sammála Föstum, ódýrasta dælan er ekki best og besta dælan er ekki ódýrust, þú færð þau gæði sem þú borgar fyrir. Annars er nýbúið að fara í gegnum þessa umræðu hér í [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=innanfelagsmal/5751:1er9z4x5]öðrum þræði[/url:1er9z4x5]. Ég er eiginlega sammála Vals þar, um að gera að kaupa bara strax Fini dæluna, hún er lang best, fljótust að dæla og endist vel. Hún er hins vegar ekki ódýrust en þú færð örugglega eitthvað fyrir peninginn og þú lendir ekki í því að þurfa að kaupa aðra eftir nokkra mánuði af því þú ert drulluóánægður með 5000 kr. dæluna sem þú keyptir. Það er dýrt að henda 5000 kalli út um gluggann en ódýrt að kaupa góða dælu sem endist á 30.000 kr. Þessar dælur fást í Fossberg og víðar.
Kv – Skúli
12.10.2005 at 20:50 #457352Til hamingju Freyr og Arctic Trucks með að þetta sé orðið að veruleika. Menn voru farnir að brosa í kampinn þegar Freysi fullyrti að dekkið kæmi þótt síðar verði en það var aldrei nein uppgjöf á dagskrá þar og árangurinn kominn í höfn. Þetta er eiginlega lýsandi fyrir íslenska jeppamenningu, ef ekki er til það sem mönnum finnst þeim vanta er það bara búið til, hvort sem það er heppilegt dekk eða annað.
Kv – Skúli
10.10.2005 at 23:50 #529016Það vill nú svo illa til að ég finn afskaplega litlar upplýsingar hér hjá mér um þá kappa. Gæti verið að skrifstofan hafi eitthvað meira en aðal driffjöður deildarinnar heitir Jakop, en því miður man ég ekki hvers son. Fyrri formaður var Sighvatur Steindórsson, en ég held ég fari rétt með að Jakop hafi tekið við embætti. Ef einhver veit meira eða betur leiðrétta menn mig bara.
Kv – Skúli
10.10.2005 at 17:14 #529010Jú jú, fulltrúar Húnvetninga mættu sprækir og eru á lífi. Starfsemin þar er kannski ekki með neinum lúðrablæstri og látum en er samt í gangi.
Kv – Skúli
10.10.2005 at 13:26 #529008Tek undir þakkir fyrir góðan landsfund og ekki síst Ólafi Hallgrímssyni hinum Vestfirska og Ólafi Hallgrímssyni hinsum Austfirstka fyrir þeirra framsögu um slóðamálin. Þeirra framlegg var mjög upplýsandi um stöðu slóðamála.
Við Emil fórum Klakkinn heim í förum Suðurnesjamanna og gekk vel. Vorum rétt um 5 tíma heim í hlað með öllum stoppum.Kv – Skúli
06.10.2005 at 10:35 #527612Það er örugglega rétt hjá Eik að það er misjafnt hvað dekk þola misnotkun okkar og eins finnst mér sannfærandi kenningin um að þykkari og/eða stífari hliðar dekkjanna auki hitamyndun og þar með hættu á að dekkin þoli ekki meðferðina. Þykkt og eiginleikar gúmmísins hefur þarna áhrif. Það er eiginlega spurning hvort hægt sé að tala um galla í þessu samhengi og það sem er kannski framúrskarandi gott í ‘rock-crawling’ hentar kannski ekki eins vel í snjóinn hér. Þetta er bara spurning um hvað reynslan segir okkur, en þá þarf að taka allt inn í, s.s. þessar spurningar sem Hlynur setti fram hér fyrir ofan. Það kom upp sú hugmynd í fyrra að safna gögnum um dekk og tilfelli þar sem þau hafa hvellsprungið og þá með því að senda félagsmönnum könnun. Þetta hefur reyndar ekki enn komist í verk. En gallinn við svona statistik er alltaf að meðferðin er misjöfn og við misbjóðum dekkjunum mismikið. Sumir er stokknir út að pumpa í um leið snjórinn er orðinn aðeins minni (og sitja svo fastir 10 mín síðar) meðan aðrir hika ekki við að keyra í 8 psi eftir malbikinu að næstu bensínstöð. Samt gæti svona könnun sagt okkur heilmikið.
Nú er ég ekki að segja að þetta skýri dæmið hjá Benna, enda eru þetta ekki fyrstu dekkin sem þurfa að þola Benna. Mér sýnist hins vegar Benni vera frekar iðinn við að flækjast þannig að það reynir örugglega á eiginleika dekkjana hjá honum.
Kv – Skúli
05.10.2005 at 20:32 #528794Skratti lýst mér vel á þetta. Ég var einmitt fyrir ekki svo löngu að reyna að splæsa lykkju á spottann minn með svo skelfilegum árangri að ég skar það af. Hr. kennari á að mæta með spottann á námskeiðið???
Kv – Skúli
05.10.2005 at 13:36 #528730Sammála Freysa, ég fer yfirleitt rétt yfir 20 pundin (mælirinn minn sýnir mest 20) og finnst það bara virka býsna vel og sýnist dekkin vera að slitna þokkalega jafnt. Þó kannski aðeins meira á köntunum en varla sjáanlegur munur. Eik fer vissulega ekki einföldu leiðina að þessu frekar en endra nær, en ég er nokkuð viss um að þetta sé kórrétt hjá honum, hljómar allt mjög sannfærandi. Hins vegar svolítið flókið að ákveða þrýsting eftir þessu. Það væri sjálfsagt hægt að draga upp graf af þessu.
Kv – Skúli
04.10.2005 at 22:24 #528582Stærri felga hlýtur að þýða minni belgur til að leggjast. Af þessum 38 tommum fara 16,5 í felguna í stað 15 og þá er 1,5 tommum minna af hringnum sem er gúmmí til að leggjast (eða helmingur af því s.s trekvart). Til að ná tilteknum fleti við jörðu þarf því felgan að vera sem þessu nemur nær jörðu. Semsagt eins og eik segir, stærri felga verri upp á flot og úrhleypingar.
Kv – Skúli
04.10.2005 at 22:08 #528612Ég var í dag að spyrja Valda rakara um hvernig honum líkaði, en hann er nýkominn á Tacoma. Hann lét vel af honum, væri fínt að keyra hann og vélin alveg vel viðunandi. Tók þó fram að þetta væri auðvitað enginn hásingabíll og því ekki eins duglegur að krafla sig áfram og hans gamli (var áður á Hilux og þaráður á LC80).
Kv – Skúli
03.10.2005 at 13:54 #528422Mér reiknast svo til að þessar 5 kr. myndu skila 13.000 kr. í vasann hjá mér á ársgrundvelli. Atkvæði mitt er örugglega dýrara en það ef út í það er farið, en ég tek nú samt ofan fyrir viðleitninni að bera málið upp. Sú krafa að fá lækkun upp á 15-20 kr. næst sennilega seint, en þá værum við að tala um skítsæmilegan prís fyrir eitt skitið X
03.10.2005 at 13:47 #528388Ég hef einmitt veitt því athygli að tölvupósturinn minn er farinn að leka, hripar allt niður sem ég skrifa í hann. Enda hjá OgVodafone.
Kv – Skúli
02.10.2005 at 19:05 #528368Fundurinn verður í FÍ salnum kl. 20. Meðal efnis er að Rikki í RS kemur og segir okkur frá nýja kortinu í Garmin.
Og eftir því sem ég veit best er Setrið á leiðinni.
Kv – Skúli
01.10.2005 at 17:58 #528336Hafi ég atkvæðarétt greiði ég atkvæði með Urðaskála og Skvísunum. Til dæmis mikið flottara að koma heim úr ferð og segjast hafa farið upp á Skvísurnar heldur en Kerlingarnar.
Og auðvitað Rúdolf sem löngu er komin hefð á.
Kv – Skúli
01.10.2005 at 15:41 #528330he he he.
Þessi var svo djúpur að það tók mig nokkra stund að fatta. Ég geri þá ráð fyrir að Eggjahúsin séu staðsett þannig að óslétt slóð liggi að þeim þannig að Land Rover effektinn njóti sín til fulls.
-
AuthorReplies