Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.11.2005 at 14:08 #532162
Sammála Eik. Það er misskilningur hjá Ofsa að það sé bannað að aka utanvega á snjó í friðlöndum, almennar reglur gilda um friðlönd svo fremur sem annað sé ekki tilgreint sérstaklega. Það er meira að segja sérstaklega tiltekið að það megi aka á snjó og frosinni jörð hvar sem er í Þjórsárverum.
Annars er þetta svolítið breytilegt í reglum um friðlýst svæði og stundum eru reglurnar það gamlar að það er ekki tekið tillit til aksturs á snjó. T.d. segir í reglugerðinni um Lónsöræfi:
‘Umferð vélknúinna farartækja er bönnuð nema á ógrónum áreyrum, vegum og öðrum merktum akslóðum innan svæðisins.’
Athyglisvert því þarna er tekið fram að það megi aka á ógrónum áreyrum, nokkuð sem gengur lengra í núverandi reglugerðu um akstur á hálendinu og eiginlega þyrfti þetta ákvæði að fara þar inn.
Hins vegar ekkert tiltekið um akstur á snjó, en ég held að það tíðkist nú samt.
Í flestum tilfellum er friðlýsing hið besta mál fyrir okkur sem viljum ferðast um óspillta náttúru þar sem friðlýsing er allavega oftast nær aðgerð til að koma í veg fyrir náttúruskemmdir, stórfellda mannvirkjagerð og fleira í þeim dúr. Akstur á á snjó og frosinni jörð veldur ekki náttúruskemmdum og á því ekki að vera neitt vandamál, þó á því séu einstaka undantekningar.
Kv – SkúliP.s. smá viðbót hérna. Ég er að mistúlka Ofsa hérna, hann er ekki að halda fram að það sé bannað að aka í öllum friðlöndum eins og ég mislas hann, heldur benda á að hægt sé að skoða reglur um þessi friðlönd á ust.is
12.11.2005 at 22:17 #532142Þessi þrjú eru þau einu sem ég veit um en sjálfsagt gildir svipað um nágrenni fleiri skíðasvæða. Eitt sem þarf að taka þarna inn í reikninginn og það er að það gildir sama um skíðamenn og jeppamenn, það láta sér ekki allir nægja að vera fararmenn. Á góðum gönguskíðum getur verið þess virði að fara út fyrir troðnu brautirnar og fara sínar eigin leiðir.
Kv – Skúli
12.11.2005 at 22:07 #532138Sammála Lúther, þetta er ekkert hart orðað og bara fín ábending. Líklega rétt að þrátt fyrir upplýsingaskilti eru ekki allir sem átta sig á að innan fólksvangsmarkanna er ekki ætlast til að ekið sé utan vega. Heiðin er hins vegar stór og nóg af stöðum til að spóla í snjó og lítið mál að láta tunnustöfunum eftir þetta svæði.
Kv – Skúli
12.11.2005 at 21:40 #196624Smá pæling varðandi könnina sem nú er í gangi. Það eru að vísu aðeins 117 svör komin þegar þetta er skrifað sem er auðvitað ekki stórt úrtak, en samt gaman að spá í þetta.
Aðeins 0,8% (sem er þá 1 svar) segir að aðgangur að skálunum hafi ráðið mestu um að ganga í klúbbinn en 9,4% (11 svör) velja afslættina sem áhrifamesta þáttinn.
2,5% meta baráttuna í umhverfismálum mest en 23% (varnar)baráttuna fyrir jeppabreytingum. Kemur reyndar ekkert á óvart að breytingamálin skori hátt, það er mál sem snertir menn persónulega með afgerandi hætti. Ef klúbburinn hefði aldrei gert neitt í þeim málum væri ekkert til hér á landi sem heitir löglegur 38 tommu jeppi, hvað þá meir og ef klúbburinn myndi hætta að halda vöku í þeim efnum væri bara spurning um hversu mörg ár liðu þar til lög og reglugerðir yrðu með þeim hætti að enginn nennti að standa í því að koma breyttum jeppa löglega á götuna. Ef við uppfræðum stjórnsýsluna ekki um raunveruleikann í þeim málum gerir það enginn fyrir okkur, en villukenningar sem oft hljóma sannfærandi en eru bara rangar yrðu einu viðmiðin sem yfirvöld hefðu til að vinna með.
Svo er einn sem velur fundina og einn sem velur félagsritið. Það fyrra kemur mér svosem ekkert á óvart þannig séð, en frekar hið síðara. Umræður um Setrið á síðasta aðalfundi og hér á vefnum eitthvað áður bendir ótvírætt til þess að fyrir marga skipti miklu máli að fá það sent mánaðarlega.
Svo er um fimmti hver sem gekk í klúbbinn aðallega vegna félagsskaparins. Veit ekki hvort maður eigi að túlka það sem gott eða slæmt, en mætti svosem alveg skora hærra.
Eik spurði einhvers staðar hvers vegna aðgangur að VHF rásunum væri ekki valkostur hérna og það er alveg réttmæt ábending. Sérstaklega í seinni tíð er örugglega nokkuð um það að menn ganga í klúbbinn vegna þeirra. Ég reikna með að það hafi bara gleymst þegar könnunin var sett inn, en valmöguleikarnir þarna eru 10 og mega tæpast vera mikið fleiri upp á dreifingu á svörum. Það eru þarna þrír liðir með aðeins eitt svar sem segir eiginlega að svarmöguleikar eru of margir. Þegar svona fá svör eru á bak við hvern svarmöguleika er raunar mjög lítið hægt að túlka svörin af einhverri alvöru, þó auðvitað sé í lagi að skemmta sér við það. Þessi túlkun mín hér er því kannski lítið merkilegri en stjörnuspá dagblaðanna, en gefur þó kannski einhverja hugmynd. Allavega hvað varðar þá liði sem skora hæst.
Kv – Skúli
12.11.2005 at 21:08 #532120Skemmtileg frásögn og skýrir reyndar ýmislegt. Hann Ofsi okkar hefur semsagt uppruna við hæfi, annað hvort hefur hann fundist í reifi í grösugum fjalladal, ellega komið undir í afturbekknum á gamla góða Rússanum. Nema hvor tveggja sé. Enda renna fjallalækir en ekki blóð um æðar hans.
Kv – Skúli
11.11.2005 at 19:14 #532004Dagur var nú að spyrja hérna um færið á Langjökli. Það eru að vísu 2 af 10 svörum sem fjalla um það en ….
Er bara svona að spá í þetta!
Kv – Skúli
03.11.2005 at 00:43 #530426Svo ég svari Eik þá er yfirleitt notuð rás 41 sem er rás Útivistar. Ef ekki eru allir með hana (það er ekki nauðsynlegt að vera félagsmaður til að koma með í ferðir) er notuð rás 45, eða allavega hef ég brugðið á það ráð.
Kv – Skúli
02.11.2005 at 22:55 #530416Ein lausn framhjá þessum þröskuldi er að það er hægt að leigja VHF stöðvar, m.a. hjá klúbbnum. Það að vísu kostar og þá meira en 1500 ef út í það er farið. Í ferðum á vegum jeppadeildar Útivistar er jafnan gerð sú krafa að allir séu með VHF og þeir sem ekki eiga slíkan grip verða bara einfaldlega að leigja sér stöð.
Einn kostur við að allir séu búnir VHF stöðvum er að þá er ekki þörf á að allir keyri í einum hnapp og ekkert mál þó teygist á röðinni, aftasti bíll dettur ekkert úr sambandi. Þetta finnst mér stærsta framförin við það að nota VHF milli bíla, skítt með það þó Hlynur eða einhver sitji við stöðina inni í Setri og fylgist með bullinu. Verði honum að góðum.
Kv – Skúli
02.11.2005 at 22:24 #530606Þetta mál er einn angi af stærra máli sem snýst um að hinir ýmsu hópar útivistarfólks eru að nota sameiginlega auðlind sem er náttúran. Flestir sjá þetta þannig að þessir hópar þurfa annars vegar að sýna hver öðrum gagnkvæma tillitsemi og sýna skilning og í einstaka tilfellum ákveða einhverjar samskiptareglur sín á milli í þeim örfáu tilfellum sem hitt dugar ekki til. Einstaka aðilar, og þá sérstaklega ef þeir tengjast pólitík og opinberri stjórnsýslu, sjá hins vegar aðeins eina lausn sem er að setja opinber boð og bönn sem þá oftar en ekki hyglir einum hóp á kostnað annarra. Sést best á því orðalagi sem umræddur borgarfulltrúi viðhafði, s.s. að það þurfi að setja reglur um umgengnina þar sem ‘. sífellt meiri ásókn væri í að nota þær (þ,e, Elliðaárnar) undir alls kyns uppákomur, jafnvel sem leikvöll, auk þess sem Eilliðaárdalur væri afar vinsælt útivistar- og reiðsvæði.’ (skv. frétt á http://www.svfr.is) Það er greinilegt að það þarf að stoppa slíka óhæfu að almenningur sé að leika sér þarna og njóta útivistar án þess að vera bundin af opinberum reglugerðum, boðum og bönnum. Tala nú ekki um ef þessi óhæfa raskar ró hinnar æðri útivistar.
Nú stunda ég hvorki kayaksiglingar né stangveiðar, en í mínum huga er það nánast mannréttindi að menn fái að stunda bæði þessi sport (sem og öll önnur) með sem minnstum opinberum afskiptum. Þetta hefur ekkert með pólitíska skoðun mína að gera (aðra en þá að oftast nær finnst mér pólitík spilla því sem hún kemur nálægt, þó ekki sé það undantekningalaust), þetta er ekki einhver frjálshyggjukenning, heldur er þetta bara hluti af því að vera Íslendingur. Í náttúrunni eigum við að fá að vera eins frjáls og kostur er, allt annað er bara í andstöðu við eðli náttúrunnar. Ég vona því innilega að niðurstaða þessa máls verði sú að kayakmenn og stangveiðimenn komist að sameiginlegri afstöðu og helst leggi fram sameiginlega áskorun til borgaryfirvalda um að tryggja báðum aðilum sem best tækifæri til að njóta þessarar náttúruperlu allra Reykvíkinga. Ég trúi því nefnilega að flestir stangveiðimenn séu skynsemdarmenn sem aðeins vilja fá að stunda áhugamál sitt í friði og í sátt við aðra útivistarmenn og hafi engan áhuga á að gera aðra brottræka frá ánnum.
Kv – Skúli
01.11.2005 at 12:26 #196562Við á jeppunum höfum stundum þurft að berjast gegn einkennilegum reglum sem skerða ferðafrelsið en við erum ekki einir um það. Nú eru Kayakmenn í baráttu vegna þess að einhverjir telja sig eiga meiri rétt á náttúrunni en aðrir. Kíkið á þetta:
http://www.utivera.is/frettir/nr/459Ég spurði formann Kayakklúbbsins út í málið. Þeir eru að vinna í málinu og hafa reyndar víða mætt skilningi. Þeir hafa líka rætt við stangveiðimenn og komust að því að þar eru fæstir með þá þröngsýni að leiðarljósi sem liggur að baki þessarar tillögu.
Hvernig er það, standa 4×4 félagar ekki þétt að baki þeim í þessari baráttu.
Kv – Skúli
29.10.2005 at 14:04 #530198Hér hefur mikið verið rifist um hvað virkar best, þessi dekk eða hin, sjálfskiptir eða beinskiptir, dísel eða bensín, klafar eða hásingar, Patrol eða Toy. En loksins fundu menn nýja hlið á þessu. Virka bláir jeppar betur eða rauður? Þetta er ekki vafamál í mínum huga, rautt virkar best og þeir sem ekki eru rauðir geta tæpast flokkast sem jeppar. Nema þeir séu gulir eða svartir, en allavega ekki hvítir.
Kv – Skúli
28.10.2005 at 17:57 #530074Þegar slíkt farartæki verður á vegi manns er auðvelt að sjá hvers kyns er. Það er bara eins og gert er við aðrar kyngreiningar, þ.e. kíkja undir það! Og þá er tékklisitinn sem ég… uuuu…. félagi minn setti fram hér að ofan ágætis hjálpartæki. Þó með þeim breytingum á sentimetrafjölda sem eik kom með, mig grunaði að þetta væri kannski óraunhæfar veghæðartölur.
Kv – Skúli
27.10.2005 at 23:16 #530056Nafnleynd já, það hefði kannski verið vissara að nota svoleiðis í síðasta pistli. Eigum við þá ekki bara að segja að ég hafi þetta eftir félaga mínum, bara svona þannig að mér verði óhætt að mæta á árshátíðina.
Kv – Skúli (eða félagi hans)
27.10.2005 at 22:13 #530052Eik, þetta skot var nú eiginlega fyrir neðan beltisstað. Að vísu var Gunni hási bara á 38′ þarna þegar krúserinn flaut upp rétt eftir að myndin var tekin. En þetta var náttúrulega ekki jeppafæri þarna yfir, í besta falli trukkafæri. Þó svo Gunni hafi látið vaða, enda farið áður ýmislegt.
Auðvitað er stærð ekki allt sbr. forfeðrana sem Einar Steins nefnir og Súkkur hafa auðvitað gert góða hluti þó auðvitað séu þetta léttir bílar ekki heppilegir í straumharðar ár. En í gamla daga voru ekki þessir kynblendingar í flórunni og flokkunin því auðveldari. Fór ekkert á milli mála hvað var jeppi og hvað ekki, en eins og á öllum öðrum sviðum er veröldin flóknari í dag.
Eða hvað.Fjallajeppi: Fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, orginal dekkjastærð +29“, hæð undir lægsta punkt x cm (hvað eigum við að vera kröfuhörð, kannski 35 cm? þá fyrir utan hásingar), hásingar framan og aftan (að sjálfsögðu).
Hálfjeppi: Allt ofantalið en klafar í stað hásinga að framan og jafnvel aftan (nýtanlegt á fjöllum en þarf auðvitað að greina þessa frá hinum hreinræktuðu).
Borgarjeppi: Fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, hæð undir lægsta punkt 25 cm (leiðréttið mig ef ástæða er til um þetta, ég þekki ekki vel þessar ‘tíkur’ og veghæð þeirra).Jepplingur: Fjórhjóladrif, hæð undir lægsta punkt 25 cm.
Fjórhjóladrifinn fólksbíll: Fjórhjóladrif.
Þetta er allavega eitthvað til að rífast um!!!
Kv – Skúli
27.10.2005 at 17:56 #530036Það voru allnokkrar svona tíkur sem urðu fyrir skemmdum í ánnum inni í Mörk í sumar svo dæmi sé tekið og þó allt hafi farið vel að því ég best veit gæti slíkt endað með slysi. Ég er því sammála að þetta er ábyrgðahlutur.
Kv – SkúliP.s. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3742/24602
Þennan myndi ég reyndar telja ‘alvöru’ en hefði þetta veið Rav eða jafnvel Jimny hefði hann líklega skondrað á hliðina.
27.10.2005 at 12:54 #527708Frábært að heyra það. Málið er þá í góðum farvegi og flott að þeir Benni og Ási gátu fundið einhverja leið í þessu. Enda er þetta ekki bara stórt hagsmunamál fyrir okkur heldur ekki síður GVS. Innlegg Guðmudar er líka athyglisvert og vinkill á þessa umræðum um dekk sem hvellspringa. Þetta hljómar sannfærandi í mín eyru.
Kv – Skúli
25.10.2005 at 23:19 #527678Þessi dekkjamál okkar eru svolítið snúið fyrirbæri því það er auðvitað alþekkt að við erum að misnota dekkin eins og Eik komst að orði hér fyrir ofan. Hins vegar vill svo vel til fyrir okkur að allavega sum dekk virðast þola þessa misnotkun ótrúlega vel, en allnokkrar tegundir hafa ekki verið að standa undir þessu. Hvort skemmd á dekkjum sem vitað er að er misboðið á þennan hátt stafi beinlínis af misnotkuninni eða einhverju öðru er kannski erfitt að segja, Benni hefur sína kenningu um það og mér sýnist seljandi þeirra aðra, en allavega er staða okkar sem stundum úrhleypingar ekkert sérlega sterk í þessu ljósi.
Á hinn bóginn má segja að þegar söluaðili selur +38 tommu dekk til íslenskra jeppamanna má ljóst vera til hvers þau eru keypt til að keyra á þeim úrhleyptum og markaðurinn fyrir þessi dekk hér byggir algjörlega á því að það sé hleypt úr þeim sama hvað framleiðandinn segir um æskilegan loftþrýsting. Söluaðilar hér eru því að gera út á þessa þörf og þeir þurfa auðvitað að gera sér grein fyrir því.
Með þennan bakgrunn í huga held ég að það sé æskilegt að menn geti tekið á svona málum í sameiningu, þ.e. við notendur og seljendur. Ef hægt er að draga ályktanir af því sem kemur fram hér að ofan er GVS eða Ási til í samstarf um að koma þessu máli í einhvern skynsamlegan farveg og ef ég skil það rétt greiða einhverjar bætur (sem þeir allavega telja sanngjarnar), en eru ekki tilbúnir til að samþykkja að svo stöddu að um galla sé að ræða. Benni aftur á móti harður á því að skemmdin hafi ekkert með meðferð að gera heldur sé beinlínis um gölluð eintök að ræða ef ég skil málið rétt. Þriðji möguleikinn er svo einfaldlega að dekkin henti ekki til úrhleypinga og þá er þetta ekki galli, stafar af ofannefndri ‘misnotkun’ okkar og dekkin henta okkur ekki og búast má við að flestir aðrir eigendur þessara dekkja standi frammi fyrir sama vandamáli. Svo er enn ein spurningin hér að ofan, þe. þola dekkin ekki hraðann?
Hvað gerum við þá? Spurning hvort eigi að fá einhvern sem báðir aðilar treysta og hafa þekkingu til að meta þetta, til að skoða skemmdu dekkin og skera úr um hvað sé í gangi. Félagi okkar Freyr er nú sjálfsagt sá sem mest hefur stúderað dekk og hvaða eiginleika þurfi til að henta til úrhleypinga, en ég veit hvorki hvort hann væri tilbúinn til að taka þetta að sér, né hvort GVS féllist á að maður jafn tengdur öðrum innflutningsaðila sé rétti maðurinn. Annar félagsmaður, Sveinlaugur í Barðanum hefur líka örugglega talsverða reynslu af þessum dekkjum, Höfðadekk sömuleiðis fengið allmörg dekk inn á gólf hjá sér í sjálfsagt ýmsu ástandi, svo einhverjir séu nefndir.
Allavega hvet ég báða aðila til að anda með nefinu og reyna að fá einhverja vitræna niðurstöðu í þetta. Við komumst ekkert áfram í þessu öðruvísi, sama hvað við reynum að kryfja málin hér á vefnum. En rétt að það sé skýrt að ég er ekki að mælast til þess að málið sé settlað og látið sofna, betra að staðreyndirnar liggi ljósar. Í því sambandi má nefna að Ási hefur margsinnis kallað eftir því að menn segji frá reynslu sinni af þessum dekkjum og þessi umræða hlýtur að flokkast undir það, allavega ef menn gæta að því að hún sé sanngjörn.
Kv – Skúli
24.10.2005 at 23:41 #529848Það er skemmtilegt með þessi tegundanöfn sem við notum hér á landi. Við köllum gjarnan þessa CJ jeppa alla saman og jafnvel Wranglerinn núna einfaldlega Willys. Þó svo Willys verksmiðjan hafi ekki komið hér nálægt í áratugi. Ákveðin týpa sem kom fram á þeim tíma þegar fyrirtækið hét Willys-Overland er hér gjarnan einfaldlega kölluð Overland, enda var tegundanafnið á sínum tíma Willys-Overland Station Wagon, en auðvitað eru margir fleiri bílar sem bera Overland nafnið og allt eins hægt að kalla hann Willys eins og alla hina jeppa fyrirtækisins á þessum tíma. ‘Overland’ var reyndar framleiddur til 1965 og þá var löngu búið að leggja þetta Overland nafn af. Þessir tilteknu jeppar eru sérstaklega heillandi bílar og [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/153/792:8g71n6ac]rauði ‘Overlandinn'[/url:8g71n6ac] sem búið er að breyta í pickup er að mínu mati fallegasti jeppi landsins og engar pjattrollur eða pæjur koma nokkurn tíman til með að breyta því, ekki einu sinni víst að ég eigi eftir að sjá svo fallegan Landrover að hann slái þennan út (og þó!!!). Svo var það líklega 1954 sem Kaiser kaupir fyrirtækið og fer að framleiða bíla undir nafninu Kaiser-Jeep og á þeim tíma er semsagt þessi myndarlegi trukkur framleiddur undir nafninu [url=http://www.carnut.com/cgi-bin/03/image.pl?/show/03/all/all207.jpg:8g71n6ac]Kaiser Jeep M715[/url:8g71n6ac]. Ekkert rangt við að kalla hann Kaiser en það sama á við þarna, það eru margir fleiri sem gegna því nafni, t.d. [url=http://www.carnut.com/cgi-bin/03/image.pl?/show/03/wfo/wfo099.jpg:8g71n6ac]þessi hér sem ber tegundaheitið M35[/url:8g71n6ac] (M stendur væntanlega fyrir Military). Enda ekki hægt að nota nöfn eins og M715, ekki frekar en að kalla skála á hálendinu eystra símahús svo dæmi sé tekið.
Bara smá pæling.
Kv – Skúli
24.10.2005 at 22:12 #529826Já er nokkur ástæða til að gera grín að því að menn kynni sér veðurspá og horfur og séu þokkalega læsir á það. Einmitt eins og Magnús bendir á þá skiptir það aðallega máli ef spáð er asahláku. Þó svo spáð sé stormi eða þessháttar skemmtilegheitum er alltaf hægt að bíða það af sér ef menn nenna, en verra ef það er hláka framundan upp á skemmdir á vegum og náttúru að gera. Það þekkir umhverfisnefndin eftir nýliðaferð sem Gundur var einmitt þátttakandi í sem frægt varð.
Kv – Skúli
21.10.2005 at 14:59 #529602‘Allar sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar’ sagði góður maður einu sinni. Sé mig knúinn til að kveða niður þann draug að ég hafi sagt skilið við flaggskip hennar hátignar og gengið þýskurum á hönd. Við Landroverinn erum ennþá óaðskiljanlegir, Still on her Majesty’s service.
Ég skal þó alveg játa að sá þýski er í mínum augum verklegri jeppi að sjá en margur hrísgrjónapungurinn og nýlenduframleiðslan. Enda ekki ósvipaður að formi og klassískur Landi. Þannig að ef á annað borð stæði til að skipta um tegund kæmi Gelaendewagen frekar til greina en margur annar. En að svo stöddu mun rauða Eyðimerkurrottan þjóna þörfum mínum.
Fomaðurinn.
P.s. Ég hélt að Defenderinn væri kallaður Ísskápurinn.
-
AuthorReplies