Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.12.2005 at 10:22 #531160
Ég hef fram að þessu ekki haft bein afskipti af því sem hér er í gangi, en er algjörlega sammála þér Vals með að það er orðið tímabært að menn fari að anda hérna með nefinu. Þó svo ég sé nokkuð viss um að þó menn hafi hátt hérna þýði það ekki að þeir hyggist ætla að standa við stóru orðin eða allavega vona ég að svo sé. Ofbeldisverk eru síst betri en bílþjófnaðir, jafnvel þó þau séu gegn bílþjófum. Sá háttur var hafður á þjóðveldisöld að fórnarlömb þurftu sjálf að framfylgja dómum og leiddi það af sér kaos þannig að allir voru að drepa alla. Þess vegna verðum við að sætta okkur við að láta réttarkerfið um þetta hversu ófullkomið sem það nú er.
Varðandi orð Ofsa um að meirihluti stjórnar sé samþykkur nafn- og myndbirtingu þá hefur ekki verið fjallað um þetta mál eða þennan spjallþráð á stjórnarfundi. Ofsi hefur hins vegar rætt þetta við einhverja stjórnarmeðlimi einslega og byggir væntanlega á því þá niðurstöðu að meirihluti stjórnar sé á þessari skoðun. En það er engin stjórnarsamþykkt bak við það.
13.12.2005 at 13:13 #535954Ertu með gæsalappir í textanum? Vefsíðan hefur tilhneigingu til að mistúlka slíkt. Hægt að gera þær með því að gera tvær kommur “
Kv – Skúli
13.12.2005 at 11:43 #535732Það er ágæt pæling að gistiverð í skálum taki mið af aðbúnaði og þá skiptir kynding auðvitað miklu máli á veturnar. Ég held að það sé samt ekki hægt að draga svona einfaldar línur í því. T.d. er Dalakofinn þarna í A flokk en stendur tæpast undir því eins og hann er núna, jafnvel þó kyndingin væri í lagi. Olíukyntir skálar sem hafa fengið gott viðhald og eru í góðu standi eru betri kostur en jarðhitakyntur skáli í slæmu standi.
Það er líka annað sem þarf að taka inn í verðlagningu og það er aðgengi og hversu kostnaðarsamt er fyrir eiganda að þjónusta skálann. Það kostar t.d. mun meira að fara með gaskút á Grímsfjall en í Landmannalaugar og því finnst mér réttlætanlegt að gistiverð á Grímsfjalli sé hærra en víða annars staðar.
Kv – Skúli
13.12.2005 at 11:33 #535940Ég er að vísu ekki sérfróður á þessu sviði en ég hefði haldið að byggingar dragi frekar úr drægni, mesta drægnin sé þegar það er hrein loftlína. CB getur alveg dregið einhverja kílómetra í beinni línu, sérstaklega ef vel er gengið frá henni og notað gott loftnet.
Kv – Skúli
13.12.2005 at 10:17 #535786Það er stór spurning hvort hægt sé að telja uppsveifluna núna til jákvæðra afleiðinga af virkjanastefnunni, því þetta leiðir til ójafnvægis og óróa í hagkerfinu, m.a. með þeim afleiðingum að fyrirtæki flýja land eins og Eik bendir á. Og þá eru ekki nefnd þau sprotafyrirtæki og nýjungar í atvinnulífi Íslendinga sem ekki hafa náð að vaxa. Það er misskilningur stjórnmálamanna í líklega öllum þessum framsóknarflokkum á þingi að atvinnustig þjóðarinnar byggist á því að þeir “skapi störf“. Það er það versta sem gerist þegar þeir taka upp á slíku og það er gömul saga og ný að stóriðjustökkin þeirra rústa lífsskilyrðum annarra fyrirtækja. Eins og eik segir, stalínismi.
En þetta er almenn pólitík, en hitt sem Benni segir stendur okkur nær. Það er að “… þá er það nú þannig að þeir sem hafa hingað til haft hæst í að mótmæla virkjunum telja flestir að hálendið eigi að vera fyrir gæsir og göngufólk.“ Það er kannski sannleikskorn í þessu, þó auðvitað fer göngufólk á jeppum og fjórhjóladrifnum rútum inn á hálendið, þó það labbi svo þegar þangað er komið. Slóðar eru því jafn nauðsynlegir göngufólki og öðrum, en auðvitað komast gæsirnar af án þeirra. En sé þetta málið með þá sem hafa verið að mótmæla virkjunum, að það sé einhverjir sértrúarsöfnuðir, hvernig væri þá að breyta því og láta fleiri raddir heyrast í þessum efnum. Gera raunverulega kröfu um að hálendinu eða svæðum á hálendinu sé ráðstafað til náttúruskoðunar og ferðalaga fyrir hinn almenna Íslending sem vill geta farið á sínum jeppa og notið ósnortinna víðerna.
Kv – Skúli
13.12.2005 at 01:51 #535776Hvaðan kemur sú kenning að jeppar og ósnortin víðerni fari ekki saman? Það finnst mér skrítin fræði. Ég get kannski fallist á að fólksbíll og ósnortin víðerni fari illa saman því fólksbílinn þarf oftast meiri mannvirkjagerð til að komast um en jeppar þurfa ekki nema ógreinilega slóð sem samanstendur af tveimur vel troðnum hjólförum og ekki einu sinni það að vetrarlagi. Hins vegar er jeppi í mínum huga lítils virði ef engin eru ósnortin víðerni og ósnortin víðerni lítils virði ef enginn er jeppinn, því gagnsemi jeppans er fyrst og fremst að hann er frábært tæki til að ferðast um ónsnortin víðerni og ef enginn væri að ferðast um þessi ósnortnu víðerni væri ábygglega öllum sama um þau. Þannig hangir þetta allt saman og allir eða allavega því sem næst allir sem ferðast um þann hluta hálendisins sem enn getur talist ósnortinn nota einhvers konar fjórhjóladrifsbíl. Fólkbílar duga hins vegar vel til að ferðast um virkjanasvæðin.
Og ekki koma með þessa tuggu um að það sé álverum að þakka að við getum keypt okkur jeppa, sú hagfræði að það sé aðeins ein leið til að afla fjármagns í þjóðarbúið er að vísu Íslendingum töm en bara stenst ekki. Það væri hægt að gera hina ótrúlegustu hluti í fjölda atvinnugreina fyrir það fjármagn sem sett er í virkjanaframkvæmdir.
Það er staðreynd að orkuvinnslan gerir stöðugt tilkall til fleiri og fleiri svæða á hálendinu, meðan ferðamenn og náttúruunendur hreyfa hvorki legg né lið. En núna þegar farið er að tala um virkjanaframkvæmdir á Torfajökulssvæðinu held ég það hljóti að fara verða einhver vakning og menn geri sér grein fyrir því að meðan ekkert heyrist í okkur heldur þessi þróun bara áfram þar verðum farin að tala um íslenska náttúru í þátíð.
Kv – Skúli
09.12.2005 at 23:41 #535554Er ekki rétt að gera ráð fyrir að hér sé spurt af fullri alvöru og sakleysi, þó svo eitthvað hafi verið stundað hér á vefnum að spyrja einkennilegra spurninga í fíflagangi.
Eiríkur, frá því í sumar er ekkert til sem heitir þungaskattur, fastagjald eða að vera með bíl á mæli, þú borgar skattinn við dæluna.
Vek líka athygli á að fréttir eru sendar út á flestum útvarpsstöðvum öðru hvoru yfir daginn, þaðan fást oft athyglisverðar upplýsingar sem að gagni geta komið.
Kv – Skúli
09.12.2005 at 09:50 #535426Þetta eru rosalegar myndir. Það er betra að vanmeta ekki kraftinn í jökulánnum og Markarfljótið er örugglega sjaldnast fært.
En þetta er góð hugmynd Ásgeir, vatnanámskeið í Þórsmörk.
Kv – Skúli
07.12.2005 at 18:59 #534836Ég rak einmitt augun í þetta hjá Ólsaranum hér að ofan, en var (og er) nokkuð sannfærður um að hann veit mun meira um þetta mál en ég. En úr því rökstuddar efasemdir koma hér fram langar mig að heyra meira um málið. Þetta skiptir máli því við gætum þurft framkvæmdaleyfi hjá tilskyldum aðila ;o)
Kv – Skúli
07.12.2005 at 11:39 #534822Það er óþarfi. Að teknu tilliti til landrekskenningar og stækkunar landsins af þeim sökum og landbrots annars staðar af völdum sjávargangs kemur í ljós að punkturinn er ‘nákvæmlega’ uppi á hæðinni með 783 metra hæðarpunktinum.
En að gamni slepptu þá verður þetta aldrei svo nákvæmt að ekki séu skekkjumörk upp á einhverja metra sem hægt að er að hagnýta til að finna góðan stað.
07.12.2005 at 09:16 #535178Þarna er ég alveg sammála Frey að sé skerið þess verðugt að bera nafn skal það fá nafn og þá er helst kennt við Ofsann sem en ef það er lítið og ómerkilegt má það vera nafnlaust. Sama á auðvitað við um fossinn, hann er allt of flottur og verklegur foss til að vera einhver ónefna og skal því heita Rúdolf eins og hann hefur gert manna á meðal.
Kv – Skúli
06.12.2005 at 23:28 #535174Það er spurning hvort þetta jökulsker hafi nokkurt nafn en það er viðmiðunarpunktur við afmörkun á friðlandinu í Þjórsárverum. Þeir sem settu saman auglýsinguna um friðlýsinguna hafa allavega ekki þekkt neitt nafn á þessu því þar segir
“Lína, sem hugsast dregin frá Eiríksnípu sunnan í Hofsjökli norðaustur í ónefnt jökulsker 1250 m y. s. norður af Arnarfelli hinu litla.“
Þetta er þannig staðsett að líklega hafa smalar ekki gefið þessu neitt nafn, enda lítið um beitiland þarna. Það er þá ekki nema jöklarannsóknamenn kalli þetta eitthvað sín á milli.
Eða hvað, er þetta annars ekki Ofsatindur?
Kv – Skúli
06.12.2005 at 22:40 #534806Þrátt fyrir að hafa verið talsmaður annarrar kenningar hér er ég tilbúinn að sættast á þessa óhlutdrægu niðurstöðu. Úr því tveir Guðmundar komast að nokkurn vegin sömu niðurstöðu óháðir hvor öðrum verður fátt um varnir. Auðvitað hefði verið gaman að hafa þetta í hlaðinu á Setrinu og þó ég sé nú alltaf hlyntur því í svona málum að hafa að leiðarljósi regluna: Hafa skal það sem betur hljómar, þá er útfærsla Ara fróða á þessu prinsippi líka ágætt. Nú er bara næsta mál að undirbúa að reisa vörðu þarna, má jafnvel virða það við LMI að það verði samstarfsverkefni.
Þó ég sé fallinn frá því að nafli landsins sé hjá Setrinu (eða Setunni) vil ég samt mótmæla harðlega því sem einhver taldi sig finna út með lyktarskyninu að þar sé rassgatið. Það situr þó eftir að við eigum það postulín sem er lengst frá sjó. Og reyndar skála líka að gamla Nautölduskálanum frátöldum.
Kv – Skúli
04.12.2005 at 21:58 #534772Það virðist vera bara ein niðurstaða í þessu, það er að miðja landsins fer eftir því hvernig hún er er skilgreind. Allar aðferðir hafa sína veikleika, það er auðvitað rétt að þessi aðferð með fjarlægð frá sjó tekur ekki tillit til Vestfjarða en ef ég skil aðferð Ingu rétt myndi ég segja að hún ofmeti áhrif útkjálka. Massamiðjan gerir það hins vegar ekki.
Mér finnst allavega athyglisvert að Setrið er allavega sá gististaður á landinu sem er lengst frá sjó og það verður ekki véfengt. Ef maður léttir á sér í klósettið á Setunni á dropin lengri leið fyrir höndum til sjávar en á nokkru öðru postulíni og það er nú allnokkuð.Kv – Skúli
04.12.2005 at 16:43 #534758Það er náttúrulega ekkert gaman að vera með einhverja nákvæmni þegar það er komin svona frábær niðurstaða í málið, en getur samt verið gaman að hafa punktinn nákvæmlega. Mér sýnist hann vera á 64 39.220 / 18 50.832. Þarna eru 118,54 km til sjávar til þriggja átta, þ.e. á suðurströndina vestan Skeiðarársands, niður í Eyjafjörð og í Hrútafjörð. Allar tilfærslur frá þessum punkt stytta leiðina á einhverjum þessara leggja.
Þetta er kannski ekki nákvæmlega við lofttúðuna á rotþrónni en því sem næst!
Kv – Skúli
04.12.2005 at 15:51 #534752Mér var bent á þetta hér:
http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2101I rest my case, þetta er þarna rétt yfir rotþrónni eða allavega í hlaðinu á Setrinu.
Gott ef Setrið sé ekki líka nafli alheimsins, allavega í einhverjum skilningi.Kv – Skúli
04.12.2005 at 11:30 #534748Svo getum við náttúrulega farið einföldu leiðina og sleppt öllum mælingum og einfaldlega sett stórt skilti ofan á öndunarpípuna úr rotþrónni sem á stendur "Hér er nafli Íslands". Þeir sem ætla að afsanna það yrðu þá að sjá um útreikningana og í hvert sinn sem einhver setti fram slíkan útreikning yrði okkur ekki skotaskuld úr því að benda á vitleysur í viðmiðunum eða vafaatriði í forsendum.
Kv – Skúli
04.12.2005 at 00:24 #534728Það hafa verið uppi kenningar um að sá bær sem er lengst frá sjó á Íslandi sé einmitt síðasti bærinn sem við keyrum framhjá á leiðinna inn í Setur þegar farin er Klakksleið. Það er semsagt Tungufell sem er um 60 km frá sjó. Styðsta lína að sjó þaðan er þó ekki niður á suðurströndina eins og ætla mætti heldur niður í Hvalfjörð.
Agnar, ertu ekki að gefa þessu skeri norður í hafi of mikið vægi í þínum útreikningum. Það er náttúrulega viljandi gert við mælingar á landhelginni, en svona okkar á milli er þetta nú bara sker sem er að hverfa í hafið. Ég hugsa að þú lendir í rotþrónni í Setrinu ef þú sleppir Kolbeinsey.
Kv – Skúli
03.12.2005 at 21:24 #534710Er ekki bara miðja landsins u.þ.b. í Setrinu, sennilega svona u.þ.b. þar sem skálanefndin gróf nýju rotþrónna?
Mér sýnist það svona við lausleg mælingu, þó án þess að fara út í útreikningana sem Freysi leggur til. Verður seint sagt um Frey að hann vilji fara einföldu leiðina að hlutunum.
Kv – Skúli
03.12.2005 at 19:35 #534624Sko komið nytt þrætuefni. Ég pumpa nú helst ekki í fyrr en ég er kominn niður á veg og geri frekar eins og Jón, fer hægt yfir grjótið. Það er bara nánast regla að sá sem pumpar í á fjöllum situr fastur eftir smá stund. En ef ég er kominn niður í 1,5 pund eins og Lúther talar um og lendi í miklu hraungrjóti held ég myndi nú bæta aðeins í dekkin. Þó svo dekkin gefi betur eftir ef þau eru mjúk þá skerast þau helst á hliðunum og þeim er hættara ef þær belgjast út á jörðu.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies