Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.05.2006 at 11:06 #197946
Það verður umfjöllun um miðju Íslands í þættinu Vítt og breitt á Rás 1 kl. 13. í dag.
Kv – Skúli
08.05.2006 at 23:46 #551380Yfir veturinn eru hálendisvegir merktir Ófærir og Impassable sem er skilti sem við keyrum framhjá án þess að blikna en erum þá að ferðast á eigin ábyrgð þannig séð. Vegagerðin ber þá enga ábyrgð á ástandi vegarins eða óförum okkar á honum (veit svosem ekki hvot hún gerir það nokkurn tíman). Þegar hringlaga merkið ‘allur akstur bannaður’ er komið upp er hins vegar brot á umferðalögum að aka framhjá því. Þessi bönn eru sett þegar aurbleyta er komin í vegin og er til þess að koma í veg fyrir vegaskemmdir. Á þessum tíma er snjórinn líka orðinn gloppóttur og jarðvegurinn blautur og viðkvæmur þannig að ekki er hægt að bjarga sér með því að vera fyrir utan veginn. Núna fer semsagt í hönd þessi leiðindatími þegar lítið sem ekkert er hægt að ferðast.
Kv – Skúli
27.04.2006 at 14:03 #550058Hrikalega flottar myndir og greinilega verið flottur páskatúr. Það er ekki oft sem maður fer í gegnum svona stórt myndaalbúm og skoðar hverja mynd og les hvern einasta texta til enda.
Kv – Skúli
P.s. og jú 60 Krúserinn er líka bara nokkuð flottur :o)
27.04.2006 at 11:59 #549422Veit einhver um forrit sem gerir það gagnstæða, þ.e. breytir gpx í Nobeltec format.
Kv – Skúli
23.04.2006 at 20:11 #550616Hér á árum áður skiluðu sýningarnar klúbbnum umtalsverðum tekjum, en eins og Ofsi bendir á var ekki hagnaður á síðustu sýningu þó svo samningar þá við samstarfsaðila hafi tryggt klúbbnum ákveðnar tekjur en samstarfsaðilarnir fengið skell. Sérhæfðar jeppasýningar voru góð hugmynd á sínum tíma og bar vott um stórhug, en hins vegar held ég að það sé rétt sem Ofsi segir að þær hafi runnið sitt skeið og væri veruleg fjárhagsleg áhætta fólgin í því í dag að fara út í slíkt. Þess vegna held ég að það sé ágæt leið að taka þátt í svona sýningum þegar okkur býðst það frítt (sem er alltaf okkar krafa) og fá þannig tækifæri til að kynna klúbbinn. Ein leið væri að halda aftur svona ‘low profile’ sýningu eins og við gerðum í fyrra og gætum jafnvel tekið inn einhvern pening á því.
Kv – Skúli
22.04.2006 at 22:13 #550288Ég er svo tregur að ég missti þráðinn þarna einhvers staðar í lestrinum og spyr því:
Eru þið að tala um NÁÐhús eða RÁÐhús???
22.04.2006 at 21:47 #550580Rétt sem sagt er hér um breytingar á Land Rover og [url=http://www.mountainfriends.com/html/breti.html:3k551q8y][b:3k551q8y]hér [/b:3k551q8y][/url:3k551q8y] eru myndir og texti frá breytingaferlinu á mínum Defender.
Varðandi öxla þá hefur mér ekki enn tekist að brjóta þá á 38" dekkjum, kannski vegna þess að ég er meðvitaður um að þetta er ekki óbrjótanlegt. Það sama átti reyndar við hér áður þegar ég var á Runner, drifrásin ekki óbrjótanleg þar heldur og reyndar á fæstum jeppum. Ég er með ástrlaska afturöxla frá [url=http://www.4wdworld.com.au/products/maxidrive/:3k551q8y][b:3k551q8y]Maxidrive [/b:3k551q8y][/url:3k551q8y] sem eru nokkuð sterkari og með betri frágang, fást hjá BSA. Meira um þá hér [url=http://www.roverworld.com/maxidrive_axles_english.htm:3k551q8y][b:3k551q8y]hér [/b:3k551q8y][/url:3k551q8y]
22.04.2006 at 21:31 #550598Fór inn í Bása á laugardaginn fyrir páska. Vegurinn var frekar holóttur og drullupollar en ekki aurbleyta og ekkert að því að keyra inneftir. Í kringum Hvanná var frekar röff, enda er hún búin að flæmast þarna um í vetur.
Kv. – Skúli
20.04.2006 at 10:00 #550150Aðalatriðið er að vera með sólgleraugu sem loka vel fyrir þannig að geislar nái ekki að auganu bak við gleraugun. Þess vegna eru þessi jöklagleraugu gjarnan með hlífum til hliðanna eða eru sveigð eftir höfðinu. Það er hægt að fá góð jöklagleraugu í útivistarverslunum, en í venjulegri jeppaferð getur alveg dugað ódýrari gleraugu sem uppfylla þetta skilyrði. Ef hins vegar er gengið á jökli með sólina alltaf á sömu hlið er hins vegar talsverð hætta á sólblindu og hún er ekkert mjög þæginleg.
Kv – Skúli
19.04.2006 at 17:26 #550052Kjósum Ofsa í hjálparsveitina!!!
17.04.2006 at 13:25 #549566Skipunarbréfin eru ekki í lögum félagsins, heldur er einskonar verkefnalisti fyrir nefndir. Þessum bréfum var líklega síðast dreift til nefnda fyrir tæpum tveimur árum, þ.e. eftir aðalfund 2004. Allavega minnir mig að því hafi ekki verið dreift á yfirstandandi starfsári, en á samt að vera til í fórum nefndanna. Þessi útgáfa er reyndar ný þar sem Emil endurskrifaði þau í vetur, en efnislega er það eins. Það skýrir hins vegar eyðurnar en í eldri gerðinni var talað um eitt námskeið og eina ferð.
Varðandi það hvort núverandi hjálparsveit hafi uppfyllt verkefnin þá hefur hún allavega gert það betur í ár en árin á undan og vonandi er hægt að þróa verkefni nefndarinnar enn frekar á næsta starfsári. Kannski þarft verk að setjast aðeins yfir það í hvaða átt við viljum að hjálparsveitin þróist og hvert eigi að vera hlutverk hennar. Kannski málið að fara í stefnumótun og það liggur kannski vel við gæðastjóra að stýra því verkefni.
Kv – Skúli
16.04.2006 at 13:15 #549530Það er kannski rétt að það komi fram í þessari umræðu að í bígerð er samningur við Flugbjörgunarsveitina um gagnkvæma fræðslu. Það er ekki komið endanlegt form á þennan samning, en meðal annars gefur hann 4×4 félögum tækifæri til að sækja námskeið í fjallamennsku og rötun. Á móti aðstoðar klúbburinn við kennslu í jeppamennsku. Þetta verður væntalega kynnt nánar þegar nöfn verða komin undir samninginn.
Þetta leysir að vísu ekki það vandamál sem hefur verið rætt um hér sem er að menn fari vanbúnir á fjöll og án þess að afla sér þekkingar eða upplýsinga um leiðir. Ég held að það sé rétt sem hér hefur verið sagt að það er hægt að kaupa fullbúinn jeppa þó menn kunni ekki að ferðast. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir að aðstæður eru aðrar á fjöllum en í 101.
Kv – Skúli
12.04.2006 at 09:39 #546046Óli þú átt væntanlega við Húsafell ekki satt? Væri gaman að hitta ykkur og taka þó ekki væri nema hluta af rúntum.
12.04.2006 at 09:37 #549270Þetta var á [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/live/:15n6qntj][b:15n6qntj]Rás 1 kl. 7 í morgun[/b:15n6qntj][/url:15n6qntj]. Stutt spjall um ferðalög um páskana með einhverju svona forvarnarívafi, hvað þarf að hafa í huga etc. Stutt og kannski ekki efnismikið en tókst samt að koma endurvarpakerfinu okkar að.
Kv – Skúli
11.04.2006 at 23:02 #197740Ferðaklúbburinn 4×4 er núna orðinn aðili að Landvernd. Um þetta hefur verið rætt bæði á félagsfundi klúbbsins og svo hér á vefnum. Umsókn klúbbsins var tekin fyrir á stjórnarfundi Landverndar í dag og býður stjórnin okkur velkomin til starfa. Með þessu gefst klúbbnum færi á að taka þátt í umræðu um margvísleg mál sem snerta mál sem skipta okkur og alla sem ferðast um hálendið miklu máli. Bent er á að félagsmenn í 4×4 geta fylgst nánar með starfi Landverndar með því að skrá sig á póstlista á heimasíðu samtakanna. Nánari upplýsingar koma væntanlega fram á aðalfundinum okkar 13. maí.
Kv – Skúli
09.04.2006 at 13:09 #548768Ég held að Ofsi hitti naglann á höfuðið þarna, margir sem hafa verið mjög varkárir í að taka afstöðu á móti virkjanaframkvæmdum eru núna orðnir verulega uggandi um hvert þetta stefnir. Eins og ég hef margoft bent á er eitt að vera á móti virkjanaframkvæmdum heilt yfir og eða að vilja draga ákveðin mörk og vera andsnúinn ákveðnum framkvæmdum. Mér hefur heyrst megin þorri félagsmanna 4×4 vera í seinni hópnum. Fjallabakssvæðið er eitt af þessum svæðum sem hentar vel til að njóta náttúrunnar og allar virkjanaframkvæmdir á því svæði, hvort heldur er í Torfajökli, í Hólmsá eða Skaftárveita í gegnum Langasjó koma til með að spilla svæðinu. Með Hólmsánna, þá veit ég ekki hvað margir hafa komið inn að Hólmsárlóni og þá sérstaklega Rauðabotn sem er austan til, skammt ofan við þar sem vaðið er á Hólmsá. Forsíðumyndin á ferðaáætlun Útivistar í ár er frá því svæði, en ef ég les rétt út úr framkvæmdaáætlun þarna er hugmyndin að spilla verulega þessu svæði.
Klúbburinn getur tekið afstöðu og ein leið væri að stjórnin sendi eitthvað frá sér, en það sem væri öllu sterkara er að aðalfundur sem nú er framundan álykti um málið. Það gæti verið eitthvað á þá leið að aðalfundur hvetji til þess að Fjallabakssvæðið fái að vera í friði fyrir virkjanaframkvæmdum, uppbyggðum vegum eða öðrum stórfelldum mannvirkjum. Ég held að það sé heppilegt að slík ályktun sé borin fram í nafni félagsmanna en ekki stjórn og ef einhverjir eru til í að bera slíkt upp er ég til í að vera með.
Kv – Skúli
04.04.2006 at 09:53 #548344Varðandi slitþolið Jakob þá er eiginlega lágmarksviðmið að slitþolið sé þrefalt þyngd bílsins sem verið er að draga. Í slæmri krapafestu getur átakið í tonnum verið mikið meira en þyngd bílsins og því er 5 tonna spotti ekki nóg fyrir t.d. 2 tonna jeppa.
Kv – Skúli
04.04.2006 at 02:33 #548304Sammála því að það er býsna merkilegt að menn séu tilbúnir að leggja hlutafé í svona fyrirtæki án þess að að því virðist gera einföldustu útreikninga á hvort hugsanlegur möguleiki sé á að þarna sé einhver arðsemi. Eik setti fram þarna mjög einfalda útreikninga sem sýna að bara til að standa undir fjármagnkostnaði þurfi veggjöld að vera 3000 kr. og það raunar þó byggt sé á bjartsýnustu útreikningum um notkun og reyndar líka horft framhjá þeirri staðreynd að talsvert marga daga á ári hlýtur þessi vegur annað hvort að vera lokaður eða lítt fýsilegur kostur þeirra sem þurfa að fara norður. En svona langt er undirbúningsvinnan ekki komin.
Reyndar eru 20 millur skiptimynt á þessum fjármagnsmarkaði, svona álíka og 2000 króna hlutafélagið sem ég lofaði Ofsa í Sprengisandsfyrirtækið. Ég vil reyndar skilyrðisbinda það hlutafjárloforð og krefjast þess að slagorð fyrirtækisins verði VVV eða ‘Verndum Vonda Vegi’. Kannski setti KEA og þessi fyrirtæki hlutafé í þetta bara upp á húmorinn, þeim hafi bara þótt þetta svo fyndið!!!
Kv – Skúli
02.04.2006 at 22:46 #548212Það er ekki auðvelt að lesa úr þessu svona og eiginlega nauðsynlegt að stilla þessu betur upp saman svo auðveldara sé að lesa út úr því. Það sem ég gat þó áttað mig á úr þessu sem ég var ekki með á hreinu áður og það er að ef ég ætla að fá bætur úr kaskóinu sem eru í einhverju samræmi við verðmæti bílsins þarf ég að láta meta hann eins og hann er og lista upp öll fínheitin sem ég er búinn að setja í hann og fasttengja. Þannig get ég fengið bótamat sem er í samræmi við raunverulegt verðmæti bílsins, en þá þýðir það líka hærra iðngjald sem er kannski eðlilegt. Eftir að bíllinn varð skuldlaus hjá mér tók ég hann úr kaskó einfaldlega vegna þess að ég var viss um að ef eitthvað kæmi fyrir hann fengi ég aldrei bætur í samræmi við verðmætið og svo ef það er tjón í utanvegakaskó er eigin áhætta mikið hærri og þá gera bæturnar í sjálfu sér lítið. Það er þó strax skárra ef hægt er að fá matið hækkað þannig að það nálgist verðmæti bílsins.
Svo vil ég gefa Verði prik fyrir að vera fyrstir til að svara og spennandi að sjá hver svarar næst.
Kv – Skúli
31.03.2006 at 14:30 #197655Það er komin niðurstaða í sýnatökuna á olíunni í Hrauneyjum. Sýni úr byssunni voru vel hrein og frostþol olíunnar -33°. Sýni úr botni sýndu heldur ekkert eðlileg, botnfall eitthvað eins og alltaf er en ekki meira en í hvaða tanki sem er og vel fyrir neðan þann stað sem dælan nær til.
Það bendir því allt til þess að óhætt sé að taka olíu í Hrauneyjum án þess að hafa áhyggjur og skýring gangtruflana sem hafa verið í umræðunni sé að finna annars staðar. Þeir tóku einnig sýni af bensíninu og niðurstöður þær sömu, semsagt ekkert óeðlilegt að sjá. Við fáum væntanlega niðurstöðurnar sendar á skrifstofu klúbbsins þannig að þeir sem hafa áhuga á að skoða ættu að geta það þar eftir einhverja daga.
Líklega rétt að skipta um olíusíu fyrir næsta túr.Kv – Skúli
-
AuthorReplies