Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.10.2006 at 13:55 #562100
Glanni ertu viss um að þú sért ekki að eigna Ólafi kynningarorð umsjónarmanns þáttarins? Sé þetta sami þáttur af Speglinum og ég hlustaði á, þá notaði þáttastjórnandinn í kynningu sinni orð eins og reykspúandi drekar, æðandi um og rjúfa kyrrðina. Síðan var viðtal við Ólaf sem var án stóryrða sem þessara, en þar talaði hann um að ‘skynsamir menn þurfi að koma saman og finna leiðir til að bæði sé hægt að ferðast um á jeppum og vélsleðum en jafnframt njóta kyrrðarinnar’. Það var inntakið í hans orðræðu í því viðtali sem ég heyrði við hann í Speglinum. Við Jón Snæland komum svo í Spegilinn einhverjum dögum seinna og lýstum okkar sjónarmiðum í þessu.
Auðvitað er þetta einn af þeim vinklum sem vekur upp alla þessa umræðu núna, en það sem ég hef heyrt til Ólafs er að þetta sé mál sem ferðafólk (semsagt göngumenn, vélsleðamenn, jeppamenn og mótorhjólamenn) þurfi að leysa sín á milli en ekki láta opinbert valdboð um það. Þetta er líka ekki stórt vandamál og vel hægt að leysa og Siðareglur jeppafólks sem klúbburinn setti saman fyrir nokkrum árum og birst hafa í Setrinu er eitt innlegg í það.
Kv – Skúli
05.10.2006 at 14:00 #562062Nú eru eiginlega tveir þræðir í gangi hérna um nokkurn vegin sama mál, munurinn á þeim er sá að annar er undir innanfélagsmál og þar með bara opin innskráðum félagsmönnum, hinn er opinn öllum. Fínt fyrirkomulag, menn geta þá metið hvort þeir vilja tala aðeins til félagsmanna eða hvort það sem þeir hafa að segja eigi erindi til allra. Kannski er þetta komment mitt í beinna framhaldi af því sem er verið að skrifa á opna þræðinum en ég kýs samt að setja það hér, vona að það rugli ekki menn.
Ég held að varnarstaða okkar í frelsisbaráttunni sé að veikjast, því miður. Pressan á að komið verði einhverju skipulagi á hálendið vex, mörg sveitarfélög eru orðin mjög meðvituð um ákvörðunarvald sitt yfir afréttunum (sbr. t.d. miðjumálið og vandamál sem við höfum lent í varðandi stikuferðir), opinberir aðilar vilja fá hreinni línur varðandi hvað er utanvegaakstur og hvað ekki, ferðaþjónustuaðilar vilja fá svæði sem laus eru við vélaumferð (sem er reyndar ýkt vandamál en kannski til staðar á einstaka stöðum) o.s.frv., o.s.frv. Samhliða þessu er okkur sem ferðumst á jeppum um landið að fjölga verulega sem í sjálfu sér er hið besta mál, en eykur álag á slóða og áfangastaði og gerir jeppaumferð meira áberandi. Við getum kallað þetta sjónarmið metnaðarleysi en ég held að það sé miklu frekar raunsæi og til þess að taka ákvarðanir um hvernig við vinnum úr þeirri stöðu sem við erum í þurfum við að skoða stöðuna raunsætt en ekki loka augunum fyrir því. Og þó þetta hljómi kannski eins og eitthvert svartnætti held ég að við höfum samt ágæta möguleika á góðum varnarsigrum. Það byggir á því að klúbburinn hefur sterka stöðu víða, hann nýtur allavega víða virðingar fyrir áratuga baráttu gegn utanvegaakstri og náttúruspjöllum og raunhæfa stefnu í þessum málum. Þess vegna held ég að okkar sjónarmið mæti skilnings víða, þrátt fyrir allt.
Það eru tvær leiðir sem við getum farið. Annars vegar er að taka frumkvæðið í þessum málum og fara að vinna að lausn eða millilendingu sem verndar frelsið eins vel og frekast getur verið, en leysir pressuna sem er þarna til staðar, semsagt leysir úr þessum vandamálum sem menn eru að sjá. Þetta kostar örugglega fullt af vinnu og örugglega einhverjar fórnir, en er vel framkvæmanlegt.
Hin leiðin er að pakka í massíva vörn, taka harða stefnu móti öllum þrengingum og bregðast hart við þegar breytingarnar dynja yfir. Mögulega getum við sloppið býsna lengi á því að það er flókið ferli að lögfesta breytingar á reglum og skipulagsferlið tekur örugglega talsverðan tíma, en ég óttast að ávinningurinn yrði aðeins tími en endanleg útkoma yrði verri en hún annars gæti verið ef frumkvæðið er í okkar höndum.
Kv – Skúli
04.10.2006 at 17:11 #561920Til norðurs segirðu og þá sé horft inn í Jökultungur, þar sem komið er niður að Álftavatni á Laugaveginum? Hvað með sami staður og horft til vesturs inn að Álftavatnsskarði og Torfatindur vinstra megin á myndinni? Þá væri væntanlega Sáta sem sést þarna fjær.
Kv – Skúli
04.10.2006 at 14:42 #562056Við Benni áttum í morgun ágætan fund í umhverfisráðuneytinu þar sem við m.a. lýstum óánægju okkar með það sem hefur verið að gerast í Árnessýslu og þá réttaróvissu sem þarna er í gangi. Held ég megi segja að sjónarmið okkar í því hafi mætt skilningi og ráðherra átti sig á að þessi mál þurfi að fara í einhvern gáfulegri farveg. Lögðum líka áherslu á að klúbburinn fái að vera umsagnaraðili um hluti sem snúa að slóðum og skipulagi á hálendinu.
Það sem við stöndum frammi fyrir er að það er mikill þrýstingur á eitthvað skipulag í þessum málum og að ekki sé leyfilegt að keyra eftir hvaða förum sem er. Umhverfisstofnun vill vita hvenær hægt sé að kæra fyrir utanvegaakstur og hvenær ekki, hvenær megi hirða Hlyn upp og hvenær þeir verði að láta hann vera. Sveitarfélög vilja geta lokað leiðum sem skemmast eða fara illa af umferð, sérstaklega svokölluðum upprekstrarslóðum sem þeim ber að halda við. Þau vilja því geta skilgreint einhverjar leiðir sem aðeins fyrir smalamennsku. Slíkt myndi ég halda að sé óþarft um flestar slóðir en má vera að einhverjar smalaslóðir fari illa af almennri umferð ef þær liggja um þannig land og allavega er þetta sjónarmið sem er haldið á lofti. Í einhverjum tilfellum hefur utanvegaakstur eins hóps orðið til þess að slóð hefur orðið til þar sem aðrir koma á eftir og þá fara menn kannski í góðri trú eftir slóð sem ekki er leið og eru raunar óvart orðnir ólöglegir og þá ekki bara í skilningi ákveðins sýslumanns. Við fáum nokkuð örugglega yfir okkur einhverjar breytingar í þessum málum, fyrr eða síðar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er því mikilvægt að tryggja að við fáum allavega umsagnarrétt um það sem kemur út úr þessu öllu saman, þannig að það verði ekki eitthvað vanhugsað og vitlaust.
Kv – Skúli
umhverfisnefnd
02.10.2006 at 15:37 #198647Eins og reyndar er búið að benda á í öðrum þræði er hér birt fréttatilkynning frá klúbbnum um kærumál vegna utanvegaaksturs þar sem virðist vera að menn hafi verið teknir og kærðir fyrir akstur á slóð. Það var líka sagt frá þessu í fréttu ruv núna kl. 15 og svo veit ég að blaðamaður á Fréttablaðinu er að vinna eitthvað meira úr þessu. Alltaf erfitt að sjá fyrir hvernig fjölmiðlaumfjöllun kemur út þegar upp er staðið en við höfum þá allavega komið okkar meiningu á framfæri.
Kv – Skúli
umhverfisnefnd
29.09.2006 at 14:19 #559784Og til viðbótar við þetta að vera í stakk yfir vöðlunum, það dregur úr hættu að það fari vatn inn í þær. Stakkur og svo beltið og þá ertu nokkuð góður, bæði með smokk og hettu.
Kv – Skúli
28.09.2006 at 12:25 #561712Kannski rétt að draga aðeins saman það sem hér hefur komið fram og almennar reynslusögur benda til. Klafabílar semsagt drífa minna en hásingabílar í eftirfarandi færi:
Djúpum snjó
Blautum snjó
Þurrum snjó
Hálfþurrum snjó
Krapasnjó
Púðursnjó
Hörðum snjó
Mjúkum snjó
Sykursnjó
Nýföllnum snjó
Gömlum snjó
Skítugum snjó
Hvítum snjó
SnjóEr þetta ekki einhvern vegin svona?
Kv – Skúli
26.09.2006 at 09:38 #561428Núverandi stjórn hefur alla burði til að vinna að bæði þörfum hagsmunamálum og skemmtilegum verkefnum fyrir klúbbinn hafi hún til þess vinnufrið. Það er því sorglegt þegar tími þeirra fer í ómerkilega hluti eins og verið hefur að undanförnu og Jón lýsir hér að ofan.
Ég vil því taka undir með Barböru og jafnframt lýsa yfir fullu trausti til Benedikts formanns og meðstjórnenda hans, ekki síst Jóns sem hefur orðið fyrir óvenju grófum og ómerkilegum árásum að undanförnu. Þau eiga skilið að fá vinnufrið til að vinna að góðum málum.
Kv – Skúli
22.09.2006 at 15:23 #561042Ég ætla ekki að svara fyrir formanninn, ekki mitt hlutverk lengur, en af því Sverrir spyr hvort ekki sé sjálfsagt mál að upplýsa félagsmenn um ástæðuna langar mig að benda á eitt. Án þess að ég sé nákvæmlega inni í þessu máli eða viti hvaða aðstæður þetta eru þá finnst mér mjög líklegt að það standi ekkert á því að upplýsa félagsmenn um málið, en kannski ekki endilega alla lesendur síðunnar. Það er í mínum huga brýnt að setja aðgangsstýringu á síðunni þannig upp að aðeins gildir félagsmenn geti lesið efni undir flokknum innanfélagsmál. Oft saknað þess þannig að félagsmenn geti fjallað um innri mál félagsins án þess að hver sem er úti í bæ geti lesið það, en það gleymist oft að spjallið er opið öllum til lestrar.
Kv – Skúli
21.09.2006 at 23:09 #560974Það gæti verið hugmynd að hringja í sýslumanninn fyrir hverja ferð, en gallinn væri sá að þá færum við aldrei úr bænum, allavega ekki lengra en á Selfoss því í ansi mörgum tilfellum er ekki hægt að komast á ákvörðunarstað, miðað við þetta sjónarmið. En það hýtur að vera skylda þeirra að gefa upp nákvæmlega hvaða kort og hvaða útgáfu þeir miða við, það er ekki nóg að segja kort LMI vegna þess að þau eru mörg og mismunandi. Miðað við sum þessara korta er t.d. ekki vegur að ýmsum skálum og því líklega rétt að loka þeim þar sem rekstrargrundvöllur þeirra er hruninn ef þetta á að gilda.
Og svo er auðvitað hárrétt að kortin eru ekki alltaf rétt þannig að þá versnar í því.
Kv – Skúli
21.09.2006 at 15:43 #560786Nei Þorkell ég skildi þitt innlegg held ég alveg rétt og er þér algjörlega sammála (nú sem oftar). Ef lögreglan á Selfossi lítur svo á að hún geti byggt sína úrskurði á einhverju korti, hvort sem það er frá LMI eða öðrum, þá held ég þeir þurfi að endurskoða það eða allavega sýna fram á að það byggi á einhverjum lagagrunni.
En þessi barátta á auðvitað að beinast fyrst og fremst að þeim sem eru að aka utan allra slóða en ekki að þeim sem fylgja slóðum í góðri trú. Um það snýst náttúruverndin í þessu máli. Ég hélt að það væri af nógu að taka í þeim efnum.
Kv – Skúli
21.09.2006 at 13:10 #560782Baldvin, það væri nú eiginlega athugandi að tilkynna sýslumanni að þessi hópur ætli að fara þennan slóða, því ef það er málið að þeir hafi verið á slóðanum frá skála og upp að Farinu má hann hafa nóg að gera við að kæra menn fyrir utanvegaakstur þar sem þeir keyra eftir vegi. En rétt að fara varlega í að dæma um málið hér þar sem maður hefur ekki séð öll gögn málsins og ekki einu sinni vissa um staðsetningu þeirra.
Kv – Skúli
21.09.2006 at 09:01 #560768Að mínu mati eru það hagsmunir klúbbsins að þeir sem eru teknir fyrir ótvíræðan utanvegaakstur séu dæmdir fyrir það en þeir sem ákærðir ranglega fyrir utanvegaakstur þegar þeir eru að aka í góðri trú eftir klárri slóð fái að vera í friði. Ef við beitum okkur í svona málum þurfum við að hafa nokkuð góða vissu fyrir því þau falli í síðari flokkinn, það er ekki okkar verk að taka upp hanskann fyrir raunverulegan utanvegaakstur Mér fannst þetta frekar óljóst í þessu máli þar til ég sá myndina úr Mogganum. Þeir virðast vera á bæði greinilegri slóð og margtroðinni, en hins vegar eins og bent hefur verið á hér virðist þau gögn sem lögð eru fram í ákærunni, þ.e. gps punkturinn, vera tekinn af ótrúlegri ónákvæmni. En mér líst vel á tillögu eik að fara þarna á heimleið úr miðjuferðinni og skoða aðstæður og reyna að átta sig á aðstæðum og hvort líklegt sé að þeir hafi verið fyrir utan slóðann eða hvort um það sé að ræða að lögreglan á Selfossi líti svo á að ólöglegt sé að aka slóðann upp að Farinu. Ef svo er, er það eitthvað nýtt og hlýtur þá að styðjast við aðalskipulag og hafi verið auglýst í Lögbirtingablaðnu … eða hvað. En út frá því sem maður hefur séð af þessu máli virðist vörn strákana vera nokkuð pottþétt.
Það er ágætt í sjálfu sér að lögreglan sé farin að auka eftirlit með utanvegaakstri, en ef þetta þyrlueftirlit er að taka menn fyrir utanvegaakstur þegar þeir eru á greinilegri slóð verður það aðeins til þess að spilla fyrir viðleitni okkar og fleirri aðila til að vinna gegn raunverulegum utanvegaakstri. Þá er betra heima setið en af stað farið.
Kv. – Skúli
20.09.2006 at 21:11 #560624Árnar hafa verið á einhverju flippi þarna. Krossá rennur núna út um alla aurana í mörgum lænum og m.a. eftir veginum frá Álfakirkju og að Básum og allt inn að Strákagili. Einnig inn á veginn við Stakkholtsgjá.
Kv – Skúli
18.09.2006 at 13:57 #560494Ég myndi ætla að það að aka eftir þurrum árfarvegi teljist til utanvegaaksturs, en þetta er einmitt gott dæmi um utanvegaakstur sem ekki veldur skemmdum. Svo má velta fyrir sér árfarvegi sem ekki er þurr, ofan í vatnsborði o.s.frv. Ég man reyndar eftir þremur vegslóðum sem liggja undir vatni, er maður þá farinn að keyra utan vega ef maður fer of langt út í vatnið? Líklega, en þá hef ég gerst brotlegur með [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/4669/33360:1hnq7gyj][b:1hnq7gyj]sannanlegum hætti[/b:1hnq7gyj][/url:1hnq7gyj]. Miðað við það get ég ekki borið límmiðan góða (og fallega ;o) neitt frekar frekar en Þorvarður Ingi, en ég geri það samt. Ég tel mig líka keyra á löglegum hraða á þjóðvegum landsins, þó svo hraðamælirinn á Breska heimsveldinu fari stundum í níutíuogeitthvað og klóri jafnvel í kringum þriggja stafa töluna, öll lög hafa ákveðin sveigjanleika innan skynsemismarka. Löggæslumenn þurfa að gera sér grein fyrir því og gera það hvað varðar hraðatakmarkanir allavega. Ég held líka að í þessu ljósi sé Þorvarður Ingi ekki síður bær en ég til að bera þennan límmiða okkar.
18.09.2006 at 10:17 #560414Mér finnst vera hálfgerður óþverrabragur á þessari uppákomu. Sennilegasta skýringin að ‘Change engine’ ljósið hafi kviknað í mælaborðinu á Pattanum og Ella veit fullvel hvað það þýðir og því stöðvað bílinn hið snarasta.
Kv – Skúli
17.09.2006 at 21:03 #560394Lúther er greinilega hófvær maður þegar hann segir ‘þetta ekkert fréttaefni’ og er það góður kostur björgunarmanna. En sé þetta rétt sem hér er upplýst í upphafi þráðar að Hlyni hafi verið bjargað af Hjálparsveit 4×4 er það nokkur frétt. Ekki bara vegna þess að björgunin kom akandi á Pajero (sem er nú athyglisvert út af fyrir sig) heldur líka það að Hlynur hafi kallað til hjálparsveit klúbbsins, því seint verður sagt að Hlynur sé dyggasti stuðningsmaður þess að starfrækja þessa sveit.
Ég vil sjá myndir, sérstaklega af svipnum á Hlyn þegar björgunin rann í hlað.
Kv – Skúli
17.09.2006 at 14:22 #560464Kannski hægt að gera tilraun til að bjarga þessum þræði Þorvarðar Inga undan vitleysunni og leiða hann aftur að umræðuefninu.
Það hafa verið nokkrar pælingar og m.a. komið upp hér á vefnum áður um þessa breytingu frá því að akstur utan vega sem veldur skemmdum sé bannaður og svo einfaldlega að akstur utan vega sé bannaður. Það sem gerir málið flókið er t.d. þegar leitað er að vaði á stórfljótum, vaðið er ekki alltaf á sama stað og því þarf e.t.v. að þræða aðeins upp eftir áraurunum. Augljóslega veldur það ekki skemmdum og er óhjákvæmilegt, enda væri t.d. annars ekki hægt að aka framar á bílum í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk. Fleira mætti nefna til, en ég er ekki viss um að ég myndi telja með þegar ekið er við hliðina á slóðinni þegar snjófylla er í slóðinni og allra síst á vorin, það er á gráu svæði í mínum huga en eflaust ekki allir sammála því. Hins vegar held ég að þetta sjónarmið um akstur utan vega sem ekki veldur skemmdum gangi ekki lengur upp sem almenn regla með sama hætti og fyrir 20 árum. Þorvarður Ingi segir ‘Mat mitt á aðstæðum hverju sinni er byggt á reynslu og þekkingu.’, en vandamálið í dag er að það hefur fjölgað gífurlega þeim sem stunda þennan ferðamáta og mjög margir búa ekki yfir reynslu eða þekkingu til að meta þessa hluti. Því miður verður reglan einfaldlega að vera svona svart/hvít. Það eru bara aðrir tímar í dag en var fyrir 10-20 árum.Verði ég eða einhver annar 4×4 félagi hins vegar einhvern tíman tekin fyrir utanvegaakstur við það að leita að vaði upp einhverja áraurana væri það mjög fróðlegt prófmál og ég myndi örugglega fara með það alla leið.
Kv – Skúli
13.09.2006 at 20:59 #560094Fyrir mjög stórar útprentanir þarf annað hvort myndin að vera tekin í extra góðri upplausn (mun hærri en flestir eru að nota) eða það sem væri betra, tekin á filmu.
Og svo auðvitað tekin á vél með almennilegri linsu.
Torsten Henn er örugglega góð uppástunga. Svo get ég bent á Gunnar S. Guðmundsson sem líka er atvinnumaður og á mikið safn af flottum náttúrumyndum, hafðu samband ef þú vilt tala við hann.
Kv – Skúli
08.09.2006 at 14:39 #559446Eik vill greinilega ekki að það verði stigið eitthvað skref sem setur mánudagsfundina í hættu eða setur takmarkanir á þá. Ef ég er að skilja málið rétt er er hættan sem stafar að þeim í þessu eingöngu sú að ef við færum í þetta húsnæði hjá Flubbunum hefði það þá hliðarverkun að hugsanlega væri hægt að halda mánudagsfundina þarna frammi þar sem hluti af dílnum er að við hefðum umsjón með því rými og þá um leið gætum nýtt það. Þar fyrir utan værum við bara að leigja skrifstofuaðstöðu og geymslu og það á mjög hagstæðu fermetraverði. Hljómar í mín eyru sem rakinn díll. Aðrir kostir sem við höfum er að vera áfram í risinu. Kosturinn þar er ódýr húsaleiga, en liggur fyrir að hún muni hækka á næstunni. Ég held þó að jafnvel þó hún hækki talsvert verði þetta áfram ódýrasti kosturinn. Ókostirnir hins vegar að það er ekki boðleg vinnuaðstaða fyrir starfsmann klúbbsins og takmarkar heilmikið möguleikana í starfsemi klúbbsins. Þessi skrifstofukompa er eiginlega ekkert nema geymsluskápur fyrir síma. Semsagt ódýr kostur en ekki góður. Hins vegar möguleikinn að finna annað húsnæði sem býður upp á sambærilega möguleika og Flubbahúsið þó það rúmi ekki mánudagsfundi. Ég er ekki viss um að það finnist fyrir neitt lægri upphæð en verið er að tala um í leigu hjá Flubbunum, en ef einhver finnur slíkan möguleika er ég viss um að stjórnin myndi skoða það.
Ef við flytjum á annað borð held ég að Flubbahúsið sé á margan hátt mjög góður kostur og ekki viss um að annar betri finnist. Hækkun á leigu hlýtur hins vegar að hafa sín áhrif á rekstrarafkomu klúbbsins. Árleg innkoma verður að standa undir árlegum kostnaði og helst þarf að vera einhver rekstrarafgangur til að byggja upp sjóði klúbbsins. Síðasta stjórn flutti mánudagsfundina af Loftleiðum til að minnka rekstrarkostnað og munaði heilmikið um það en nú er útlit fyrir að við höfum ekki áfram aðgang að þessum frábæra FÍ sal í Mörkinni. Ef innkoman hins vegar stendur undir þeim viðbótarkostnaði sem flutningarnir hafa í för með sér held ég að þeim pening sé bara nokkuð vel varið því áhrifin á félagsstarfið geta verið heilmikil. EF hægt er að ná sparnaði á móti með því að halda þó ekki væri nema hluta af mánudagsfundunum þarna væri það frábært, því mér finnst þessi salaleiga eins og var á Loftleiðum algjörir blóðpeningar, að borga tugi þúsunda fyrir afnot af sal eitt kvöld. Þessa fundi mætti þess vegna halda á einhverju verkstæði, flottheitin eru ekki aðalatriðið þarna. Það væri þess virði að skilgreina aðeins hlutverk þeirra, setja niður hvaða tilgangi þeir þjóna. Með þessu er ég ekki að segja að það sé lítið, heldur að leggja til að skilgreina þetta til þess að ákveða hvernig þessum þörfum sé best mætt, þ.m. ákveða hvaða skilyrði salurinn þarf að uppfylla. Ég held að þeir séu nauðsynlegir og örugglega fjöldi félaga sem hafa ekki önnur tengsl við klúbbinn en mæta á mánudagsfundi (var sjálfur í þeim hópi fyrir nokkrum árum). Þá er spurningin hvað við gerum best úr því? Það væri ekki verra ef þessir félagar væru að sækja þessa fundi í höfuðstöðvar klúbbsins, það sé eiginlega meira virði en að hafa borð til að sitja við og flotta sýningaaðstöðu. En auðvitað þarf samt að vera hægt að sýna myndir, hafa nægjanlegt pláss og súrefni.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies