Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.10.2006 at 09:00 #563302
Það er nú ýmislegt athyglisvert í þessum dómsorðum, m.a. vísbending um það hvernig megi greina hvort slóð sé til staðar eða ekki Þarna segir: ‘…enda er þar hvorki unnt að greina veg né vegslóða.’ Vettvangsathugun semsagt leiðir í ljós að þarna er ekki hægt að sjá neinn slóða og þess vegna er úrskurðað að ekið sé utan vega á 175 metra kaflanum upp í hlíðina. Þarna er semsagt aðeins horft til þess atriðis, ekki hvort slóðinn sé á korti, ekki hvort hann sé merktur með einhverjum hætti, ekki hvort hann sé samþykktur af sveitarfélaginu, ekki hvort hann sé F-merktur, heldur einfaldlega hvort hann sé greinanlegur. Þetta er betra en svartsýnustu raddir hafa óttast.
Svo er aftur á móti með þennan aflagða slóða. Svo virðist sem hann hafi verið grafinn í sundur til þess að loka fyrir akstur og því beinlínis tekin ákvörðun um að loka honum. Það væri reyndar forvitnilegt að vita hvernig sú ákvörðun hefur verið tekin, hvort það hafi verið skipulagsyfirvöld eða kannski bara framkvæmdaraðilar á svæðinu. Dómurinn virðist líta svo á að með þessu megi ljóst vera að þessi slóð sé ekki til almennrar umferðar eins og það er orðað í skilgreiningunni sem Eik vitnar til hér að ofan. Það hlýtur þá að þýða að slóð sem þú kemur að og það er ekkert sem sýnir klárlega að hún sé ekki til almennrar umferðar, þá sé réttmætt að aka hana. Hugsanlega hefur það ekki verið ákveðið með löggildum hætti og auglýst, þá væri það væntanlega málsvörn í málinu, en á hinn bóginn kemur fram að ekki er hægt að komast inn á hann af aðalveginum nema aka yfir gróið land.
Ég er því ekki sammála Ofsa um að það sé blásið á þessa skilgreiningu í umferðalögum, heldur þvert á móti sé hún notuð í dómnum. Það hefði hins vegar verið mun meira áhyggjuefni ef einhver önnur viðmið væru notuð þarna. Þetta hlýtur líka að þýða að hafi bílarnir við Hagavatn verið staddir á slóðanum þegar þeir voru teknir, þá hljóti þeir að verða sýknaðir því sá slóði er vel greinanlegur og það er ekkert sem þarna sýnir að hann sé ekki ætlaður til almennrar umferðar. Sakfelling í því máli getur því ekki byggt á því að slóðinn sem slíkur sé eitthvað óréttmætari en aðrir slóðar.
Kv – Skúli
12.10.2006 at 00:13 #563228Var ekki festa ársins bara um síðustu helgi, þegar það sannaðist að sama hversu stór dekkin eru, sumir ná alltaf að festa sig.
Kv – Skúli
11.10.2006 at 14:05 #563048Flott lausn. Þegar gamli lappinn gefur sig kaupi ég svona.
Kv – Skúli
11.10.2006 at 10:14 #563006Jú reyndar var það enginn annar en Ofsinn ;o)
11.10.2006 at 09:44 #563002Neibb, ekki var það Hjálmar. Góð ágiskun engu að síður. Vísbending, maðurinn hefur skrifað vinsælar bækur.
11.10.2006 at 09:38 #563036Ég er að vísu ekki tölvugúru en var að glíma við svipað mál fyrir skömmu, þ.e. skjárinn á tölvunni hætti að virka. Ég leysti það þannig að ég keypti 15 tommu LCD skjá á litlar 23 þús í Íhlutum í Skipholti (líka til hjá Hugver en víða eru ekki til nema 17 tommur sem er of stórt) og útbjó festingu fyrir hann í bílnum. Tölvuna sjálfa hef ég svo bara einhvers staðar til hliðar þar sem hún er ekki fyrir og mús á kassanum milli sæta. Snertiskjár sjálfsagt þæginlegri þar sem þá þarf ekki mús. Miklu betra en að hafa tölvuna alla uppi við því með þessu losnar maður við að hafa lárétt borð uppi við.
Kv – Skúli
10.10.2006 at 23:37 #562990Nú var það hin hliðin á peningnum, jæja breytir ekki öllu, sagan var betri þannig að það hafi verið Davíð Þór sem mætti.
10.10.2006 at 23:36 #562988Já var það ekki, mig minnti að hann hafi verið fenginn á árshátíðina einhvern tíman. Rámar líka einmitt í að hann hafi verið frekar slappur, svona á spaugstofustandard og varla það. Maður hafi rétt náð að brosa út í annað öðru hvoru.
Ég held nú að tæpast taki margir þessu sem sannleika, það að jeppakarlar séu litlir, sköllóttir og með of mikið kólesteról er fyrir flestum svona álíka sannleikur og að skotar sé nískir og hafnfirðingar heimskir. Eða Landrovereigendur bændadurgar og Tacoma drífi ekki. Eina fullyrðingu heyrði ég einu sinni í útvarpi sem mér fannst mjög fyndin. Hún var sú að jeppakarlar væru svo leiðinlegir að þeir fengu enga til að ferðast með sér og þess vegna settu þeir þessar talstöðvar í bílana til að geta þó talað hver við annan. Og hver skildi nú hafa verið með þessa sleggjudóma gagnvart okkur? Nokkuð þekktur einstaklingur og getið nú.
10.10.2006 at 09:36 #562952‘Lágvaxnir, gildvaxnir, tekjuháir og hégómlegir kyrrsetumenn í reykvískum úthverfum með kólestrólvandamál og tilvistarkreppu’
Hahahahaha. Vel orðaðir sleggjudómar eru nú oft svolítið skemmtilegir.
Hins vegar er auðvitað alþekkt að þetta er ekki rétt lýsing, það er smæðin á ‘þriðja fótnum’ sem knýr okkur til að kaupa stór dekk, eða var það ekki þannig!
Kv – Skúli
08.10.2006 at 21:40 #562862Ekki ertu að spyrja um Jórukleyf, þá er staðsett er nærri vettvangi dómsmáls sem nú er frægt meðal jeppamanna?
Kv – Skúli
08.10.2006 at 21:17 #562848Hlynur þú semsagt gefur hvorki upp staðinn né nafnið og á að reyna geta upp á hvortveggja!!! Þetta er frekar snúið, getiði hvað staðurinn sem ég er að hugsa um heitir og hvar hann er.
Kv – Skúli
08.10.2006 at 18:16 #562828Þessi myndagetraun virðist ætla að hafa skemmtilega hliðarverkun. Ég held að það ætti hreinlega að skipa einskonar sögunefnd sem fengi þá m.a. það verkefni að sinna þessari beiðni sem allra best og kannski almennt að halda utan um sögu klúbbsins og jeppaferða. Það eru strax nokkrir aðilar sem mér kemur í hug að ættu vel heima í slíkri nefnd.
Kv – Skúli
08.10.2006 at 11:59 #562660Jú líklegt að svo sé Olgeir.
Óskar Dick þessi er að mig minnir Skoti og hefur í fjölda ára farið með túrista um Fjallabakssvæðið, líklega aðallega frá Breta. Það er örugglega rétt sem þú segir að gæðakröfurnar eru aðrar á göngu en þegar ferðast er í upphituðum bíl og þess vegna hefur hann getað nýtt ýmsa kofa sem gera ekki mikið meira en veita skjól fyrir veðri og vindum.
Kv – Skúli
08.10.2006 at 11:10 #562806Ég hef líka tekið eftir að snjódýptarmælirinn í Veiðivatnahrauni er í einhverju rugli og virkar ekki. Veit einhver hvort sé orðið hvítt yfir á því svæði eða hvort snjór sé kominn á Breiðbak?
Kv – Skúli
08.10.2006 at 01:46 #562654Seinast þegar ég vissi stóð þessi kofi þarna enn. Finnst þó líklegt að hann hafi verið byggður í leyfisleysi og sé því sá sami og Steini á Heiði nefndi við þig Olgeir.
Kv – Skúli
08.10.2006 at 01:38 #562730Það er bara skollið á heilmikið fjör hérna á vefnum, það var nú skemmtilegt. Hér lýsa menn sig virkjanasinna og virkjanaandstæðinga, ég hef eiginlega litið svo á að ég sé hvorugt. Held reyndar að eik hafi rétt fyrir sér um að virkjanir til álframleiðslu eins og þær hafa verið útfærðar hér séu ekki arðbærar, en það er kannski annað mál. Ég er hins vegar á móti því að ósnortin svæði á hálendinu séu lögð undir einhver stórkostleg mannvirki, hvort sem það eru flutningsleiðir (s.s. uppbyggðar hraðbrautir þvers og kruss yfir hálendið) eða orkuver og uppistöðulón. Búðarhálsvirkjun mega þeir mín vegna reisa, það er hvort eð er búið að leggja það svæði undir mannvirki og neðri hluta Þjórsár ættu þeir endilega að stífla og virkja og veita út og suður, við höfum nóg að svæðum undir lambakjötsframleiðslu hvort eð er. En svæði eins og Fjallabak, Skjálfandafljót og hálendið norðan Hofsjökuls finnst mér einfaldlega sjálfgefið að við reynum að verja fyrir þessum ósköpum. Reyndar er þetta í mínum huga í mikilvægisröð þarna, en það er kannski vegna þess að ég þekki það síðastnefnda minnst. Sleppi því að nefna Arnardalslón, Eyjabakka (umfram það sem þegar er búið að ákveða þar) og Þjórsárver, þar sem ég held að það sé þegar búið að bjarga þessu.
Af því menn eru að taka inn í til samanburðar baráttu okkar fyrir því að fá að ferðast um slóða hálendisins, þá er alveg klárt mál að eftir því sem meira af hálendinu er tekið undir raforkuframleiðslu eykst baráttan um það sem eftir er.
Kannski væri ráð að leggja bara hringslóða í kringum uppistöðulónin og leyfa frjálsan jeppaakstur í setinu sem situr eftir þegar lækkar í lónunum, en það myndi þó ekki fullnægja minni ferðaþörf.Kv – Skúli
07.10.2006 at 13:27 #562650Þessum kofa held ég að Dick Philips hafi hróflað upp. Hann hefur í þónokkur ár farið með túrista í göngur á þessu svæði og notaði og held ég jafnvel noti enn þennan kofa í þeim göngum. Áður en Útivist gerði upp kofana við Sveinstind, Skælingum og Álftavötnum og breytti þeim í skála, var Dick líka að nota þá í sínum ferðum. Þeir voru þá af svipuðum klassa og þessi kofi í Hólmsárbotnum eða ekki mikið umfram það.
Kv – Skúli
06.10.2006 at 22:31 #562342Hlynur, Þórsmörk er þarna norðan við Goðaland!
06.10.2006 at 15:26 #562104Þetta var Hjálmar þessi. Hann var bæði mikið fyrir að fjalla um þessi mál og mikið fyrir að krydda umfjöllun sína stóryrtum lýsingum. Eiginlega var mesta furða hvað við Jón komumst svo frá þessu viðtali sem við fórum í til hans, en það var fróðlegt að spjalla við hann áður en við fórum inn í stúíóið.
Kv – Skúli
06.10.2006 at 14:02 #5623221. Askja og umhverfi hennar, magnað náttúrufyrirbæri.
2. Fjallabak, tilraunastofa í náttúrufræði þar sem maður eru umkringdur mótunaröflum náttúrunnar
3. Vatnajökull eins og hann leggur sig.Allt svæði þar sem eldvirkni er í gangi, enda er það einmitt það sem gerir Íslenska náttúru svo spennandi.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies