Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.11.2006 at 16:37 #569128
Ferðafélagið er ekki lengur með þennan skála, heldur er það veiðifélagið. Hægt að finna símanúmer [url=http://www.veidivotn.is/leyfiss.html:22i7so0k][b:22i7so0k]hér[/b:22i7so0k][/url:22i7so0k]
Það er líka möguleiki að fá hús hjá þeim. Skálinn er frekar kaldur svona þegar frost er úti en svosem þolanlegur. Reyndar frekar lítið af búnaði í honum.
Kv – Skúli
21.11.2006 at 20:44 #568808Ég hef ekki sett nagla undir mína jeppa en ég get alveg viðurkennt að hafa nokkrum sinnum saknað þess. Það er þó ekki í innanbæjarskakinu, þá sjaldan að það sé þörf fyrir þá dugar vel að aka eftir aðstæðum og sama gildir svosem í hálku á vegum úti þó þar væri oft kostur að hafa naglana. Hins vegar hef ég saknað þess í aðstæðum eins og eru hér:
[img:2qprecjy]http://www.mountainfriends.com/images/gl04.jpg[/img:2qprecjy]
Í þessu tilfelli þarna var áberandi hvað þeir sem voru á nöglum höfðu betri stjórn á bílunum og naglalaust var jafnvel varla hægt að fara upp smávægilegan halla í jökuljaðrinum. Frekar óþæginlegt, ekki síst þar sem hér og þar mátti sjá svelgi.
Eins og alltaf er þetta spurning um hvernig þú notar bílinn og þess vegna hef ég íhugað hvort rétt sé að setja nagla í næsta gang. Stundum eru aðstæður bara svona.
Kv – Skúli
18.11.2006 at 16:28 #568182Alltaf gaman þegar einhver tekur sig til og skellir fram spurningunni hvaða dekk séu best. Þá fer alltaf að stað eitthvað skemmtilegt því allir vita svarið við þessari spurningu þó svörin séu mörg.
Eins og með allt snýst þetta alltaf um til hvers þú ætlar að nota dekkin og hvaða eiginleikar skipta mestu máli. Dekk sem ekki stendur til að nota til vetrarferða velur maður öðruvísi en dekk undir jeppa sem notaður er í slíkt. En með þetta síðarnefnda þá er oft verið að horfa talsvert á flotið í snjó og þá eru þessi atriði með mýkt í hliðum og hvernig þau bælast, þá að hliðar séu ekki of þykkar og stífar og hvort þau yfir höfuð þoli úrhleypingu. Ég held að í þessu sé rétt sem margir segja að þarna sé toppurinn Mudder, GH, DickCepek og svo núna örugglega AT dekkin komin í þann hóp. Hins vegar allavega á síðustu árum er annað sem ég held að sé vert að spá í og það er hvernig þau virka í krapa og þessháttar veseni. Ég hallast að þeirri kenningu að þar hjálpi að munstrið sé gróft, gróf dekk krafli sig betur áfram en fíngerð. Þá vil ég meina að DickCepek detti út af topplistanum. Nú þekki ég ekki Mickey Thomson en ég gæti vel trúað að þau geri ágæta hluti í þessu. En spurning hvað þau gera í floti sem auðvitað skiptir líka hellings máli.
Á hinn bóginn fyrir malbikið eru gróf dekk oft leiðinleg og hávaðasöm, en eiginleikar á malbiki skipta mig nákvæmlega engu máli, jafnvel þó ég noti jeppan dags daglega.
Kv – Skúli
14.11.2006 at 22:13 #567990Þetta rétti hugsunarhátturinn. Hver svosem það er sem finnst hann knúinn til að eyða tíma sínum í að standa í þessu, þá er alveg ljóst að viðkomandi á eitthvað verulega erfitt og ekki annað að gera en að vona hans vegna að hann komist yfir þetta svartnætti hugarfarsins.
Kv – Skúli
12.11.2006 at 23:53 #566654Ég held að það megi alveg halda því fram að 4×4 hafi átt nokkurt frumkvæði í þessu máli að undanförnu og úr því það er komin fram fyrirspurn til umhverfisráðherra held ég að viðræður okkar við ráðherra komi til með að skila sér ágætlega. Í þeim höfum við útskýrt okkar sýn á þessi mál og með hvaða hætti við viljum að unnið sé að þessum málum. Í fyrravor komum við einnig á fundi í UST með forstjóra þeirrar stofnunar ásamt fulltrúum frá ráðuneytinu og LMI. Á þeim fundi var settur í gang vinnuhópur þriggja aðila, einum frá 4×4 (Ofsi), einum frá UST og einum frá LMI sem á að vinna í þessu kortamáli. Þar sem hlutirnir gerast að vísu hægt í þeim hóp er verið að vinna í þessu innan 4×4, þ.e. fara í gegnum þá ferla sem við eigum.
Kv – Skúli
10.11.2006 at 16:04 #567560Ef þú vilt vera flottur á því er gott að setja smurglas inntaksmegin við dæluna og olíuskilju hinum megin. Þetta er vegna þess að þegar dælan er tengd loftkælingunni fær hún sjálfkrafa smurningu. Einfaldari leið er að smyrja hana handvirkt með því að setja nokkra dropa öðru hvoru í inntakið. Það er einfalt og sleppur vel til, en hefur þann galla að það er ekki sjálfvirkt og hætta á að með loftinu í dekkin fylgi olía.
Ef þú ferð í að setja smurkerfi þá ættir þú að fá allt til þess í Landvélum.
Kv – Skúli
08.11.2006 at 14:12 #567344Hvet menn til að standa með Sniglunum í þessu. Þó áhugamál okkar séu ólík þá eigum við það sameiginlegt með þeim að vera hópur sem á mikið undir ákvörðunum ríkisvaldsins og þetta snýst um líf og dauða.
Það má líka velta því fyrir sér með þetta víravirki hvernig bíll á stærri dekkjum, segjum 44+, fer ef hann lendir á þessu samanborið við venjulegu vegriðin með rennibrautunum.Kv – Skúli
07.11.2006 at 22:07 #566574Ég vil byrja á því að óska MHN til hamingju með þá ákvörðun að taka Ravinn ekki meira á fjöll og þá geri ég það í þeirri vissu að fljótlega verði hann kominn á vel frambærilegan jeppa í ferðum klúbbsins. Það mun örugglega auka enn á ánægju hans af fjallaferðum.
Hins vegar er ég ekki sammála honum um það að minna breyttir bílar gangi ekki í vetrarferðum (skil orð hans þannig, kannski er ég að misskilja eitthvað). Það er engin spurning í mínum huga að minna breyttir jeppar komast ýmislegt, en þá þarf tvennt. Það þarf að hleypa úr og sýna loftinu í dekkjunum enga væntumþykju og það þarf lágt drif. Það kemur ekki á óvart að erfiðlega hafi gengið þegar hvortveggja vantaði. Sérstaklega hefur það valdið óþægindum á Ravinum að ekki væri hægt að hleypa úr, en lágt drif hefði líklega leyst þetta hitavandamál.
Alltaf gott að tala út frá dæmum. Ég hef í nokkur skipti farið um hávetur inn í Þórsmörk með óbreyttan Cherokee með í för og stundum í þungum snjó. Þá vorum við yfirleitt fjórir bílar saman, tveir á 38, einn á 33 og svo þessi óbreytti Jóki. Með því að 38 tommu bílarnir gerðu för og góðri úrhleypingu á Jóka komst hann hreint ótrúlega áfram og glettilega lítið sem þurfti að nota spottann. Hann hefði ekki farið þetta án okkar fylgdar en hins vegar var þetta ekkert vandamál. Ég hef fleiri dæmi, m.a. 2 tonna bíl á orginal dekkjum í fyrrahaust í færi þar sem ég þurfti að hjakka til að ryðja för, en aðalatriðið er að lítið breyttir bílar komast ýmislegt. Það tekur bara lengri tíma og það er grundvallaratriði að hægt sé að hleypa úr. Eins og ég sagði hér að ofan, í okkar sporti eru úrhleypingar hreinlega ‘the name of the game’.
Á hinn bóginn er hlutverk fararstjóra í 4×4 ferðum mikið ábyrðgarhlutverk og þeir þurfa að meta það hvort þeir séu þokkalega öruggir um að koma öllum hópnum til byggða án teljandi vandræða. Auðvitað aldrei neitt sem heitir 100% í þeim efnum, en menn þurfa að meta þetta miðað við normal aðstæður. Þess vegna eru það alltaf fararstjórarnir sem þurfa að eiga síðasta orðið um það hvaða eða hvernig bílar fá að koma með.
Það er svo hinsvegar spurning hvers vegna hlutfall stærri jeppa er hátt í ferðum litlu deildarinnar. Hugsanlega er það vegna þess að þeir sem hafa áhuga á svona vetrarferðamennsku eru fljótir til að kaupa sér búnað sem hentar, rétt eins og í öllu öðru sporti. Ég held reyndar að þetta sé ekkert slæmt, svo fremur sem þessir stóru séu meðvitaðir um það að þeir eru að ferðast með litlu deildinni og ferðahraði þarf að miðast við minnsta bíl.
Óli, þetta er fín greining hjá þér en ég held að það megi segja að klúbburinn bjóði upp á ágætan valkost fyrir 3. flokkinn sem eru nýliðaferðirnar. Iðulega hefur a.m.k. ein þeirra verið sniðin að 35 tommu bílum, en eftirspurn úr þeim stærðarflokki oft verið minni en efni stóðu til.
.
Vildi bara bæta við einni langloku enn, enda er það sérsvið okkar Ofsa.Kv – Skúli
07.11.2006 at 21:34 #567092Helv. eru menn fljótir upp í hasarinn! Siggi ég var ekki einu sinni með ryðpistilinn þinn í huga með mínu innskoti hér að ofan. Hins vegar fylgdist ég fyrir hönd klúbbsins aðeins með þessu Landrover máli á sínum tíma og veit að ónákvæmar fullyrðingar geta komið óþægilega við hlutaðeigendur. Því vildi ég leiðrétta þetta með orsakir slysins, en skv. því sem fulltrúi Rannsóknarnefndar umferðaslysa tjáði mér var orsökin ekki rakin til bílsins að hans mati. Í því fellst þó ekkert mat á breytingunni á bílnum, hvort þar hafi verið fúsk eða allt í góðu lagi. Að öðru leiti er ég bara nokkuð sammála ábendingu þinni.
Fullyrðingar um ryð og límkítt í mínum fararstkjóta skipta mig hins vegar engu máli og þú mátt láta gamninn geysa í því ef því er að skipta.
Kv – Skúli
07.11.2006 at 15:33 #567082Það er rétt að fullyrða frekar minna en meira um orsakir dauðaslysa, en ég held ég fari rétt með að niðurstaða rannsóknar á þessari Landrover veltu hafi verið að orsök slysins sé ekki rakið til breytingarinnar. Hins vegar fór hásingin undan bílnum í veltunni, en þarna þarf að greina á milli hvort er orsök og hvort er afleiðing. Má líka vera að bíllinn hafi oltið meira af þessum sökum, en ég ætla ekkert að fullyrða um það. Það er líka rétt að frágangur á A-stífunni var með öðrum hætti en mælt er með af þeim sem best þekkja til breytinga á Rover. Meginatriði er þó að slysið var ekki vegna þess að um breyttan bíl var að ræða.
Breytir því þó ekki að skoðun á bílum má vera nákvæmari og betri og kannski ákveðnari reglur um verklag við breytingar, s.s. þetta með að boddýhækkun sé ekki eingöngu gerð með klossum, nokkuð sem er orðið vel þekkt í dag en var kannski stundað nokkuð hér áður fyrr. Við ættum samt að fara varlega í að kalla yfir okkur eitthvað aukið reglugerðaveldi á þessu sviði sem rígneglir allt niður og gefur ekkert færi á frekari framþróun.
Kv – Skúli
05.11.2006 at 20:45 #566540Þarf þetta nokkuð að vera svo flókið. Litla deildin gegnir ákveðnu hlutverki eins og lýst er hérna fyrir ofan og sinnir því ágætlega. Það er samt ekkert að því að hún standi fyrir ferðum þar sem setja þarf einhver tiltekin skilyrði fyrir þátttöku ef aðstæður kalla á það, hvort sem það er dekkjastærð, hátt og lágt drif (semsagt skilyrði að bílarnir séu [b:10dpir1a]jeppar[/b:10dpir1a]), eða eins og eik leggur til að það sé skilyrði að hleypa úr sem er jú auðvitað ‘the name of the game’ við snjóakstur og eitt af grundvallaratriðinum sem litla deildin er að kenna fólki. Stundum er mikið eða alfarið verið að aka á auðu og þá þarf kannski ekki þessi skilyrði. En það er fararstjóranna í hverri ferð að ákveða hvaða skilyrði þeir setja, ábyrgðin er jú þeirra.
Varðandi þá hugmynd að stofna jepplingadeild eða sérferðir fyrir þá sem eru svona búnir, þá vaknar spurningin hvort raunverulega sé þörf á því. Er þetta nema einn bíll? Það væri frekar einmannaleg deild.
Kv – Skúli
05.11.2006 at 19:32 #566644Ég held að það megi segja að það sé verið að taka á þessum málum öllum saman af töluverðri alvöru og með allavega allnokkrum árangri. Það felst fyrst og fremst í því að koma málum þannig fyrir að við séum með puttana í því sem gerist.
Það er nokkuð klárt mál að nýfallnir sýknudómar eru ekki endapunktur. Það sem formaður Landverndar sagði þarna í viðtalinu var raunar það sama og talsvert hefur heyrst undanfarin ár sem er að það þurfi að vera hægt að koma með einhverjum hætti í veg fyrir að nýjir slóðar verði til hingað og þangað með utanvegaakstri. Þetta fer raunar alveg saman með stefnu 4×4 í þessum málum. Það markmið sem klúbburinn hefur verið að vinna eftir er að við fáum áfram að ferðast eftir þeim slóðum sem notaðir hafa verið síðustu áratugi og ef einhverjum þeirra sé lokað sé það ekki gert tilviljanakennt eða eftir duttlungum einhvers eða einhverra heldur liggi þá skýr og réttmæt ástæða að baki. Á hinn bóginn sé unnið gegn utanvegaakstri og utanvegaakstur sem veldur náttúruspjöllum sé refsiverður. Við getum kannski sagt að þetta sé einskonar ‘status quo’ stefna, þ.e. slóðar á hálendinu séu áfram nokkun vegin eins og þeir eru í dag og breytingar frá því, hvort sem er að loka slóðum eða bæta við, sé meðvituð ákvörðun og þjónar einhverjum tilgangi, en sé ekki bara vegna þess að einhverjum dettur í hug að loka leið eða að einhverjum dettur í hug að keyra einhvers staðar og myndar þannig för sem aðrir elta á eftir.
Í dag er brotin löm í þessu á báðum hliðum. Það kemur fyrir að slóðum sé lokað án þess að einhver réttmætur aðili standi að baki því eða það fari í eitthvað lögmætt ferli. M.a. virðist vera að fyrir skömmu hafi dómari á Austurlandi úrskurðað slóða lokaðan vegna þess að það var búið að grafa skurð þvert yfir hann. Það kemur líka fyrir að búnir séu til nýjir slóðar af því að einhverjum dettur í hug að keyra einhvers staðar og skyndilega er komin slóð sem er að sjá jafn skýr og klár og hver önnur. Í sumar sá ég mjög skýrt dæmi um þetta þar sem hópur jeppa hafði ekið leið þar sem engin slóð hafði verið áður og eins hefur maður heyrt um þetta á hjólaslóðum í nágrenni borgarinnar. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þessari hlið málsins og sýknudómarnir núna ýta á það að eitthvað verði gert til að koma í veg fyrir þetta. Það sem við þurfum að vinna að er lausn sem tryggir að við fáum áfram að aka á raunverulegum slóðum sem hafa verið í notkun síðustu áratugi, en hindrar þessa nýmyndun slóða. Sýslumaður Árnessýslu lét sér detta í huga að lausnin væri að miða við F vegi og þá sem eru á kortum LMI en sem betur fer gera flestir sem að þessum málum koma sér grein fyrir að sú leið er engan vegin fullnægjandi. Við höfum t.d. mætt fullum skilningi á því bæði í umhverfisráðuneytinu og umhverfisstofnun og sýknudómarnir hafa vonandi kveðið þennan draug niður. Kortagerðin sem Þorvarður Ingi talar um er held ég eina raunhæfa leiðin. Það er þessi ‘status quo’ leið, semsagt safna gögnum um allar slóðir og/eða kortleggja þær þannig að útkoman sé einhver grunnur sem allir geta verið sáttir við. Slíkt kort verður auðvitað aldrei endanlegt, en breytingar á því fara þá í eitthvað ákveðið skipulagsferli.
Kv – Skúli
05.11.2006 at 17:59 #566752HAHAHAHAHAHAHA
Ofsi, ég á hérna ágæta húfu frá árshátiðinni fyrir ári og sýnist á þessu að núna þegar ég er búinn að bera þann titil í ár sé tilefni til að færa þér titilinn. Á henni stendur ‘Þynnka ársins’ og fyrir þá sem ekki vita var það samskonar tilfelli sem færði mér þann titil.
Kv – Skúli
05.11.2006 at 16:45 #566738Tek undir það, við Magga skemmtum okkur frábærlega. Skemmtinefndin fær stórt prik fyrir flotta árshátíð og ekki síst það að fá fyndnasta mann á Íslandi sem veislustjóra.
Kv – Skúli
03.11.2006 at 20:48 #566480Ekki spurning, hér eftir á þetta að vera staðalbúnaður í hverjum fjallajeppa, menn eiga ekki að láta sjá sig á fjöllum án hans.
Kv – Skúli
03.11.2006 at 20:46 #566432Einhverra hluta vegna tókst mér ekki að opna skýrsluna en miðað við þær hugmyndir sem ég sá síðast um þennan þjóðgarð finnst mér helstu gallarnir á þessum hugmyndum að þjóðgarðurinn er ekki nógu stór. Það er vegna þess að þjóðgarðsmörkin eru látin sneiða framhjá Langasjó og Skjálfandafljóti og þannig komið í veg fyrir að þjóðgarðurinn gegni sínu mikilvægasta hlutverki sem er að vernda náttúruna fyrir skemmdum. Það er nefnilega ekki tilviljun að mörkin eru sett svona, það er gagngert gert til að þessi þjóðgarðsstofnun standi ekki í vegi fyrir að þessi náttúrufyrirbæri séu eyðilögð.
Kosturinn við þjóðgarða er að þarna er verið að taka frá svæði fyrir ferðafólk sem vill njóta náttúrunnar. Það virkar nátturúlega ekki þegar sneitt er framhjá þeim svæðum sem hætta er á að verði stútað.
Í einhverri skýrslu sem ég sá voru líka einhverjar vegagerðarhugmyndir sem mér leist ekkert alltof vel á. Hugmyndin á bak við þjóðgarða er ágæt en framkvæmd þeirra er stundum ekki eins góð. Stundum galli á þjóðgörðum að þeim fylgir einhver svona láglendisvæðing með malbiki og uppbyggðum vegum og eiginlega er þetta í þversögn við tilganginn. Það er líka í þversögn við tilgang þjóðgarða þegar óþarfa hömlur eru settar á ferðalög eins og gert er með tímabundnu banni við akstri á Skeiðarárjökli, enginn tilgangur sem réttlætir það bann.Kv – Skúli
02.11.2006 at 16:32 #565920[url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600465&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=:4nw4d4yg][b:4nw4d4yg]Dómur[/b:4nw4d4yg][/url:4nw4d4yg] fallinn í ofangreindu máli, þ.e. máli ökumanns í Folaldadölum.
Mjög skýr niðurstaða, enda sýnist mér BÞV hafa unnið málsvörnina mjög vel í þessu máli. Mörg mikilvæg atriði sem koma þarna fram og þurfti að skýra.
Kv – Skúli
02.11.2006 at 13:58 #566328Þetta er auðvitað svolítið kyndugt en það má ýmislegt ef maður er að líta eftir kindunum. Því er gott að hafa eina afturí til að láta hlaupa undan bílnum, raunar held ég það væri snjallt að hætta að tala um Setrið sem fjallaskála og fá það skráð sem nýbýli.
Svo á eldri róverum var auðvitað járngrindargrill þannig að það grill var hægt að nota til að grilla.
Kv – Skúli
02.11.2006 at 13:52 #566390Ágætt safn þarna. Þó vantar nú nokkrar fundamental hetjur útilegusagna þarna, s.s. Magnús sálarháska sem lagðist út á Hveravöllum í einar þrjár vikur.
Kv – Skúli
02.11.2006 at 09:03 #566322Lítið gagn af 500 bykkjum þegar hásingarnar standa á búkkum. Þá er betra að hafa hrossin færri í húddinu, rollu í skottinu og komast á fjöll. Auk þess eru landbúnaðarstörf undanþegin náttúruverndarlögum.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies