Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.12.2006 at 20:08 #572124
Ekið um óbyggðir, hvar finn ég þá bók? Nei annars, hún er nú einhversstaðar úti í bíl eða einhvers staðar.
Það getur verið villandi að átta sig á afstöðu fjalla á svona gleiðri mynd, en gæti verið að þetta sé Sveinstindur þarna og Langisjór? Annars er við ætlum í þessa diskusjón þyrfti nú myndin að koma hérna á vefinn fyrir þá sem ekki hafa séð kortið.
Kv – Skúli
21.12.2006 at 09:47 #572078Rúnar, ég held að þetta sé kannski í lagi með bílaeignasögu formannsins. Einhvers staðar í einhverjum þræði held ég að hafi komið fram að hann eigi eða allavega hafi átt forkunnarfagran Land Rover, gott ef ekki Series eitthvað. Hann getur þá gripið í hann þegar Fordar, pæjur og svifnökkvar bregðast.
Kv – Skúli
20.12.2006 at 09:56 #571770Reyndar alveg rétt hjá Benna að þar sem margir hópar koma saman þarf eitthvað skipulag að vera á hlutunum og einhverjar reglur til að hlutirnir gangi upp og við eigum örugglega eftir að sjá meira af slíku í framtíðinni. Verð samt að segja að það er frekar leiðinleg framtíðarsýn, en kannski óhjákvæmileg í nágrenni borgarinnar (eða borganna svo ég taki Akureyri með;) og eitthvað sem menn koma líklega til með að verða að sætta sig við.
Kv – Skúli
20.12.2006 at 00:37 #571766Ég er nokkuð sammála Stefaníu hér. Flestir sem ég þekki til vilja ekki einhver skipulögð svæði til að ferðast á. Þetta er kannski öðruvísi ef menn líta á þetta hobbí sem mótorsport, þá er sjálfsagt málið að koma upp skipulögðum svæðum með afmörkuðum brautum, en almennt hefur það ekki verið talið verkefni Ferðaklúbbsins, einmitt af því hann er Ferðaklúbbur en ekki mótorsportklúbbur. Sjónarmiðið hefur miklu frekar verið að fá frið fyrir of mikilli skipulagningu og fá að aka á snjó og frosinni jörð svona nokkurn vegin eftir eigin höfði. Kannski er málið að koma upp ákveðnum stöðum til að spóla á í snjó í nágrenni höfuðborgarinnar, en það á kannski frekar heima með akstursíþróttafélögum.
17.12.2006 at 22:50 #571840Ég held að Dagur sé nú ekki endilega að tala um að það eigi að banna auglýsinguna, málið snýst ekki um það, en hins vegar ætti IH að sjá sóma sinn í því að auglýsa ekki með þessum hætti. Allavega eykur þessi auglýsing ekki velvild mína í garð fyrirtækisins og eiginlega finnst mér þetta spilla fyrir þessum ágætu bílum sem þeir bjóða. Markmið auglýsinga hlýtur að vera að skapa jákvætt viðhorf til vörunnar og fyrirtækisins. Það má sjálfsagt finna ýmsar réttlætingar en það stendur samt alltaf eftir að þarna er sýndur hreinn og klár utanvegaakstur sem allavega þessi klúbbur hefur reynt að berjast gegn.
Kv – Skúli
14.12.2006 at 21:19 #571392Ég lít svo á að það sé eitt af markmiðum klúbbsins að auka öryggi félagsmanna og bæta aðstöðu þeirra sem ferðast um hálendið á jeppum. Þetta getur vel fallið að 3 lið í 2. gr. laga klúbbsins þar sem markmiðin eru skilgreind, gott öryggi eru jú hagsmunir okkar. Þetta gerir klúbburinn bæði með því að tryggja örugg fjarskipti og byggja og reka skála þó skáli og vhf-talstöð sé ekki sérstaklega nefnd í lögunum, ekki frekar en 49 tommu dekk eða kengúrugrindur.
Kv – Skúli
14.12.2006 at 21:06 #571390Eitt sem er kannski rétt að minna á í þessu sambandi og það er að klúbburinn hefur gert samning við LÍV, FÍ og Útivist um að félagsmenn þessara félaga hafi aðgang að endurvarpsrásunum (ekki beinu rásunum) og greiða tiltekna upphæð á ári fyrir það. Sú upphæð er ekki stór en ég hef litið svo á að það sé ekki aðalmálið, heldur hitt að endurvarpakerfið okkar þjóni því hlutverki að vera eitt af megin öryggiskerfum sem almenningur hefur aðgang að á ferðalögum um hálendið. Stjórn og fjarskiptanefnd síðasta starfsárs hafði nokkuð hátt um þetta, þandi brjóst og sperrti stél, gagnvart ráðherrum og fjárveitingavaldinu með þeim árangri að við fengum ágætan styrk til uppbyggingar og viðhalds kerfisins. Ég held ég fari rétt með að þannig hafi heildartekjur af kerfinu, s.s. styrkurinn og greiðslur frá hinum félögunum staðið undir beinum kostnaði við kerfið á síðasta ári. Ég vona að það hafi verið sótt um á fjárlögum aftur núna, því þegar maður er kominn þar inn er auðvelt að fá aftur. En forsendan sem við lögðum upp með var að þetta væri kerfi sem á milli 10 og 15 þúsund félagsmenn þessara félaga hefðu aðgang að og ekki væri neinn sambærilegur valkostur fyrir hendi. Ég ætla því að vona að aðgerðir stjórnarinnar loki ekki á þessa samninga við hin félögin.
Kv – Skúli
13.12.2006 at 13:38 #571266Það virðist loða við stjórnmálamenn að þeir eiga erfitt með að átta sig á samhengi orsaka og afleiðinga og taka á vanda með því að gera bara eitthvað. Minnir á aðgerðir sumara opinberra aðila gegn utanvegaakstri. Í ár hafa orðið allt of mörg dauðaslys í umferðinni og eðlilegt og sjálfsagt að menn skoði hvernig megi draga úr þeim. En það sem þá þarf að gera er að skoða hverjar séu orsakirnar og hvernig megi koma í veg fyrir þær. Ef skýrslur um þessi slys sýndu að stór hluti vandamálsins væri að stórir pickuppar væru að fara of hratt í umferðinni gæti maður skilið þessar hugmyndir. En eins og Benni bendir á verða flest dauðaslys vegna framúraksturs og orsök framúraksturs er í mörgum tilfellum hægfara umferð. Með því er þó ekki sagt að dauðslysin séu þeim að kenna sem fara hægar heldur vegna mistaka við framúraksturinn. Engu að síður hlýtur fjölgun þeirra sem fara hægar en almennur umferðarhraði að auka hættuna. Þegar aðferðin er bara að gera eitthvað án þess að skoða orsakir og afleiðingar er alltaf hætta á að áhrifin verði í öfuga átt miðað við upphaflegt markmið. Það gæti nefnilega allt eins verið árangursríkara að hækka hámarkshraða á vörubílum upp í sama hraða og annarra bíla. Þá mydi Benni ekki orsaka slysahættu þrjúhundruð sinnum á leið sinni frá Akureyri til Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Til viðbótar mætti svo stórauka hraðaeftirlit þannig að Húnavatnssýslan nái allan hringinn, eða þannig.
Mér finnst líklegt að það sé hægt að sýna sterk rök gegn þessu með því að skoða skýrslur Rannsóknanefndar umferðaslysa og taka saman tölur úr þeim. Spurning hvort það verkefni eigi heima í einhverri nefnd innan klúbbsins.Kv – Skúli
12.12.2006 at 20:24 #571002Hva er þessi ágæti þráður að þróast út í bömmeringar á Landann!!! Mér fannst reyndar góður punktur hér að ofan að kílóverð af Landróver sé hátt miðað við Patrol. En svona til að fylgja þessum bömmeringum eftir þá er hér meira, tekið af Káravefnum:
Til að byrja með er rétt að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Land Rover leki gjarnan olíu. Það er alrangt. Þeir eru bara að merkja sér svæði.
Þá er einnig staðreynd að öfugt við það sem margir halda, þá þjást Land Rover eigendur ekki af einhvers konar áráttu. Þvert á móti, þeir njóta hennar.
Eins er vert að geta um samanburðarpróf sem gert var á Land Rover og ónefndum japönskum jeppa. Teknir voru tveir kettir og lokaðir inni í sitthvorum bílnum og látnir vera í einn dag. Kötturinn í japanska jeppanum var dauður þegar farið var að tékka á þeim en kötturinn í Land Rovernum var farinn.
En Land Rover eigendur vita hverjir þeir eru og efast ekki um það. Þar þarf ekki sálfræðing til að skilgreina þetta því þú veist að þú ert Land Rover eigandi ef:
Þú stendur út í Krossá til að gá hvort hún er í lagi fyrir ferðafélagana.
Þú ferð út í búð að kaupa laugardags DV og kemur ekki aftur fyrr en á mánudag, án DV.
Þú getur notað háþrýstisprautu til að þrífa bílinn … að innan.
Heppilegasta leiðin frá A til B er þar sem sjóskaflinn er stærstur.
Dældin á bílstjórahurðinni og rispan á afturhleranum eru fegurðarblettir.
Þú færð nýjan Land Rover frá B&L og skilar honum því það vantar dældirnar á hliðina.
Þér finnst bíllinn þinn fallegri þegar hann er hæfilega skítugur.
Þú ferð á bílaþvottastöð með bílinn þinn og er neitað um aðgang.
Þegar þú loksins þværð bílinn óska vinnufélagarnir þér til hamingju með nýja bílinn.
Þú tekur bílaleigubíl í útlöndum og undrast hvað kemur vond lykt ef þú drepur í sígarettu á gólfinu.
Þú bölvar og ragnar meðan þú ert í viðgerðum, en ert samt alltaf með bros á vör.
Þú pantar nýjan Land Rover, en heimtar að liturinn á honum sé "Mud Brown".
Þú kennir í brjóst um þá sem aka um á 8 milljón króna Cruiser.
Þú átt stöðugt erfiðara með að fá konuna þína til að samþykkja að þið farið á þínum bíl í veislur.
Þú ert sá eini í götunni sem mokar ekki innkeyrsluna á veturnar.
Við vatnaakstur ertu búinn að koma þér upp ákveðinni viðmiðun um hvað vatnsyfirborðið má ná hátt … innan í bílnum.
Þú hefur svefnpoka og þurrmat að staðaldri í bílnum því það er aldrei að vita hvar þú endar eða hvenær það kemur sér vel.
Þú gleymir að skrúfa upp rúðuna kvöldið fyrir rigninganótt, en það kemur ekki að neinni sök.
Þú ferð með mömmu þína í bíltúr og hún lendir í því að þurfa að hjálpa þér að velta Land Rovernum aftur á hjólin.
Þú notar íssköfuna á framrúðuna að INNAN VERÐU.
Götin í gólfinu fyrir ofan pústið gefa meiri hita en miðstöðin.
Þú finnur ekkert almennilegt stæði að vetrarmorgni eftir rösklega snjókomu, því það er búið að moka þau öll.
10.12.2006 at 20:34 #570844Benni í Bílabúð Benna kynnti svona dót á fundi hjá okkur fyrir nokkrum árum og hafði eitthvað prófað það en var ekki alveg að virka. Ástæðan var m.a. að það var eitthvað viðvörunarsystem ef þrýstingur fór undir einhver mörk sem var þá stöðugt í gangi á fjöllum. Það man kannski einhver betur eftir þessu frá fundinum.
En hugmyndin er mjög góð.
Kv – Skúli
10.12.2006 at 11:32 #570744[url=http://http://www.skeljungur.is/category.aspx?catID=99:2aor228r][b:2aor228r]Þetta[/b:2aor228r][/url:2aor228r] hlýtur að vera listaverðið. Hjá Atlantsolíu er verðið núna 112 krónur, þannig að ef við gefum okkur að Atlantsolía sé lægst þá gefur afslátturinn 3,4 krónum lægra verð. Mér sýnist að það geri hjá mér miðað við ársakstur og eyðslu um 9.000 kr. sparnað á ári sem er tvöfalt félagsgjaldið. Svo ef konan notar aukafélagakortið á bílinn sinn bætist kannski helmingurinn af því við.
Kv – Skúli
08.12.2006 at 23:27 #563814Siggi ertu byrjaður að drekka jólaglögg, það er ekki fyrr en næsta föstudag sem það er á dagskrá!
Sammála Hlyn með að bora og einhver verkefni framundan í því á Breska. Væri því ágætt að fá hér útlistun hjá Hlyn á því hvernig það sé rétt gert og hvaða dót sé rétt í frágang. Ekki vill ég eyðileggja þéttleikan á Land rover, það væri skelfilegt!
Kv – Skúli
07.12.2006 at 23:37 #570662Tek undir þetta, það má alveg óska stjórninni til hamingju með þennan samning og félagsmönnum sömuleiðis. Vel að verki staðið að ná svona hagstæðum samningi og ljóst að þetta hefur í för með sér breytingar á mínum venjum við eldsneytiskaup.
Upplýsingar um samninginn eru í nýjasta Setrinu og auk þess var hann kynntur á félagsfundi í gærkvöldi.
Þessi Landsbankasamningur hljómar líka vel, það er greinilegt að stjórnin er verulega að taka til hendinni.
Kv – Skúli
07.12.2006 at 14:52 #570642Ég held að þvottastöðin sem er við húsið hjá Teit Jónassyni (rútufyrirtækinu) á Dalvegi í Kópavogi taki breytta jeppa.
Kv – Skúli
03.12.2006 at 23:56 #570190Dagur, það er ljóst að [b:3k2m3tgk][url=http://www.mountainfriends.com/guinness/log.htm:3k2m3tgk]inngöngureglur[/url:3k2m3tgk][/b:3k2m3tgk] okkar Guinnessfélaga eru mjög rúmar þar sem þar er aðeins krafist meðmæla frá EINUM ’tiltölulega ábyrgum’ stofnfélaga. Stofnfélagar að vísu ekki margir og svo þarf reyndar að bera upp inngönguumsókn í bundnu máli sem reyndar hefur vafist fyrir einhverjum.
Kv. – Skúli
29.11.2006 at 14:46 #569724Ég bíð spenntur eftir að sjá hvort einhver hér veit hvaða element þetta er. Það verður ekki sagt að hitinn frá miðstöðinni kæfi mann og ef það er til sæmilega einföld lausn er það náttúrulega snilld.
Kv – Skúli
26.11.2006 at 14:10 #569378Það hlýtur að hafa verið sárt að finna svona óhagstæðar heimildir, en svona getur þetta verið. Reyndar get ég á móti bent að í Árbók FÍ um Árnesþing er talað um svonefndan Gjábakkaveg þegar vísað er til þessa vegar sem slíks. Þessi árbók er að vísu ekki ýkja gömul heimild, er frá 2003. Hins vegar er talað um leiðir Skálholtsbiskupa (o.fl) um Lyngdalsheiði og þær leiðir lágu gjarnan að hluta allavega nokkuð nærri núverandi vegstæði, allavega var gjarnan farið um Barmaskarð.
Ég held að eik hafi nokkuð til síns máls með það að það sé allavega orðin nokkuð löng hefð fyrir að kalla þessa leið Lyngdalsheiði. Nafngiftir á leiðum þarf ekki alltaf að fara 100% saman með hinni eiginlegu staðsetningu örnefna. Í því sambandi má t.d. spá í hvar leiðin yfir Hellisheiði byrjar og svo hvaða landsvæði nákvæmlega flokkast sem Hellisheiði.
Kv. – Skúli
25.11.2006 at 13:15 #569440Það eru margar hliðar á þessu máli með inngöngu í Evrópusambandið og margt óljóst í þessu og þess vegna finnst mér umræðan um þetta oft vera hálfgert klór út í loftið. Auðvitað kostir og gallar á inngöngunni og svo ýmis hliðaráhrif sem vert er að spá í og þetta er eitt þeirra atriða. En eitt er líklega rétt að átta sig á strax og það er að sú spurning hvort áfram megi stunda jeppabreytingar á Íslandi kemur ekki til með að ráða úrslitum um hvaða ákvörðun verður tekin, því miður eru jeppabreytingar ekki nógu hátt á forgangslistanum þó svo þær skipti höfuðmáli fyrir okkur. Hins vegar skipta þær nógu miklu máli í þjóðfélaginu í dag til þess að maður myndi ætla að hægt sé að fá inn á samningaborðið spurninguna um undanþágu eins og Snorri segir. Það er t.d. hægt að benda á mikilvægi breyttra bíla fyrir björgunarsveitir, orkufyrirtæki , rannsóknir t.d. á jöklum og auk þess er umtalsverð atvinnustarfsemi tengd þessu. Líklega rétt ef smaningaviðræður fara í gang að tækninefnd setji saman erindi fyrir íslensku samninganefndina þar sem lagt er til að krafa um undanþágu þar um verði sett fram og það rökstutt. Ég hugsa að rökin fyrir því séu sterkari í dag en var á tímum samnigaviðræðna um EES.
Kv. – Skúli
24.11.2006 at 01:40 #566704Hvur andsk… bara allt að gerast. Maður kemst ekki í háttinn fyrir lesefni á vefnum.
Þessi umræða á Alþingi er athyglisverð og mér sýnist á henni að það sé nú all nokkur skilningur þarna á okkar sjónarmiðum, svona hjá flestum ræðumönnum.
Draumaveröldin væri auðvitað sú að fá að ferðast á sömu forsendum og fyrir 20 árum og túristarnir létu sér nægja að fara Kjöl og Sprengisand í rútu og fjöldi þeirra sem væru að flækjast á jeppum að ráði á hálendinu væri þriggja stafa tala. Þá værum við ekki að sjá neitt vandamál, við værum að ná til allra og allir gætu verið nokkuð vel með á nótunum hvað er í lagi og hvað ekki, hvernig umhverfisvæn jeppamennska sé framkvæmd. Því miður erum við komin nokkuð frá þessari mynd. Það þýðir ekki að stærra hlutfall þeirra sem ferðast á jeppum séu slóðar á slóðum, eiginlega held ég þvert á móti, hlutfall þeirra sem hugsa sé stærra í dag, en það sem er 1% hópsins í dag er kannski álíka fjölmennt og 10% voru þá og það er fjöldinn sem skiptir máli, ekki hlutfall (skilur kannski enginn hvað ég á við en þá verður að hafa það)
Það sem verra er, þetta á bara eftir að versna. Eina sem getur komið í veg fyrir það er efnahagskreppa í heiminum þannig að stórlega dragi úr ferðamannastraum. Það er nefnilega þannig að þó stundum sé því haldið fram að í stað álvera geti komið ferðaþjónusta, þá getur hálendinu stafað mjög mikil hætta af ferðaþjónustu. Sérstaklega þegar hún gengur út á magn og afköst, s.s. ná nógu andsk.. mörgum ferðamönnum til landsins. Það myndi hjálpa til að koma því þannig fyrir að Ísland verði dýrara, eftirspurnin þá minnka og við þá að ná meiri pening af hverjum og einum, en líklega myndi eitthvað af kostnaðarliðunum lenda líka á okkur innlendu ferðamönnunum. Og kannski er það líka nauðsynlegt!!
Kannski er ég aðeins kominn út fyrir efnið en vildi bara aðeins fljúga með þetta til að árétta það sem Benni er að segja hérna fyrir ofan sem er að við lifum í öðru umhverfi í dag heldur en var í árdaga klúbbsins. Við þurfum því að laga okkur að þeim raunveruleika. Ég er sammála Snorra hvað varðar staði þar sem akstur utan vega er nauðsynlegur en skaðlaus, t.d. á áraurum þegar leitað er að vaði eða í jökulruðningum til að komast frá vegi á jökul, því enginn vegur heldur á slíkum stöðum. Það þarf samt að vinnast í næsta áfanga, kannski maður láti kæra sig næsta vor í ruðningunum eftir Hvanná svo dæmi sé tekið, það myndi draga málið aðeins fram. Hins vegar held ég að þessi kortaleið sem talað er um í dag sé eina raunhæfa leiðin. BÞV stakk á sínum tíma upp á að sett verði fram skilgreining á slóð, eins og hann minnir enn og aftur á hér að ofan, en sú leið þótti ekki fær eða framkvæmanleg þá og er held ég ekki enn. Ég hallast að því að sá mæti og ágæti maður hafi móðgast yfir að þeirri leið hafi verið hafnað, því síðan hefur hann verið sannfærður um að enginn sé að vinna neitt að viti í þessum málum. Björn minn, þetta var ágæt hugmynd og vel þess virði að skoða og ég mátaði ýmsar útgáfur af skilgreiningu niður á blað (eða tölvuskjá) en hvernig sem þetta var útfært gat slík skilgreining aldrei náð yfir alla slóða sem skiptu máli, eða að öðrum kosti sagði hún ekki neitt. Mér datt að vísu ekki í hug þessi skilgreining með veghaldið, verð að játa það.
22.11.2006 at 16:45 #569106Umhverfisnefndin er búinn að skoða þessa tillögu og sendir inn umsögn um málið. Megininntakið í þeirri umsögn er að það sé besta mál að stækka friðlandið, enda verði áfram sem hingað til hægt að ferðast um þær leiðir sem falla innan friðlandsins. Með umsögninni fylgja svo upplýsingar um þær slóðir sem við erum að nota þarna.
Skv. reglum friðlandsins er leyfilegt að aka eftir slóðum og á snjó og frosinni jörð, semsagt gilda einfaldlega sömu reglur og utan friðlandsins.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies