Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.01.2007 at 17:11 #575448
Það var nú gott að stjórnin er með afsökunarbókina á hreinu og enn betra að hún skildi komast aftur til byggða, annars væri klúbburinn stjórnlaus. Er þetta ekki ábyrgðahluti að formaður og varaformaður fari saman úr bænum?
En það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja, heldur hitt að skv. sögunni sem eik bendir á getur maður verið nokkuð tryggur um gott samband á amatörstöðvarnar, með því að hafa 40 metra loftnet úr beljuvír. Slíkt færi nú býsna vel á Landrovernum, en fram að þessu hefur vírspotti úr rafmagnsgirðingu ekki verið staðalbúnaður í bílnum, hvaðþá 40 metra spotti.
Kv – Skúli
12.01.2007 at 20:40 #575226Almennt verð í Básum og í Strút er þá núna 1900 og fyrir félagsmen 1100. Auðvitað skilum við vsk-lækkuninni til viðskiptavina, enda æskilegt að skálagjöld séu sem lægst. Enda held ég að það sé aðeins 4×4 sem er með lægri skálagjöld miðað við sambærilega skála
Hlynur, ég veit ekki hvort þú fengir að koma með, sennilega rétt að merkja þig sérstaklega í tölvukerfinu sem skæruliða.
Kv – Skúli
12.01.2007 at 16:34 #199358[url=http://Hér]http://www.youtube.com/watch?v=jBAXKdD7W40[/url] er stutt myndband úr Þrettándaferð Útivistar í Bása um síðustu helgi.
Kv – Skúli
11.01.2007 at 13:26 #573656Það er ekkert einfalt að skera út um hvað séu rétt viðbrögð í stöðunni. Eitt sem gerir allar brellur erfiðari í þessu tilfelli er að hjólin voru langt frá því að ná til botns skv. því sem ég heyrði í gær. Það hefði þvi verið talsverð áhætta að fara að brjóta frá honum og missa hugsanlega afturendann líka niður og þá allan bílinn bókstaflega á bólakaf. Líklega rétt sem Heiðar segir að það að rífa hásinguna undan sé ekki það versta.
Ég er á því að það sé mikilvægast í svona tilfellum að það sé eigandi bílsins sem taki endanlega ákvörðun um hvað sé gert, þá kannski eftir að hafa hlustað á tillögur og rök frá félögunum.
Kv – Skúli
11.01.2007 at 09:38 #573650Kannski málið sé að fullkomna myndina og setja ámoksturstæki framan á Landroverinn!
10.01.2007 at 16:19 #571906Merkilegt hvað Hlynur og fleiri staglast á þessu með að umræðan snúist um hvort það eigi að banna auglýsinguna eða ekki. Það er enginn að tala um það og pistillinn hans hér að ofan sýnir náttúrulega fullkomið rökþrot og er alveg út úr kortinu. Hins vegar sýnir auglýsingin athæfi sem er bannað með lögum og hefur verið bannað í áratugi. En nú vil ég spyrja Ofsa. Hvað áttu við með að segja að auglýsingin ‘. fjallar hreinlega um hvort við erum sátt við það frelsi sem við búum við. ‘ ??? Auk þess að berjast gegn utanvegaakstri er eitt af stóru málum klúbbsins að vernda ferðafrelsið, en að mínu mati snýst það ekki um frelsi til að aka utan vega. Eða er ég að misskilja eitthvað þarna?
Kv – Skúli
10.01.2007 at 14:31 #573608Ég sé nú ekki alveg fyrir mér að svona slanga lyfti upp framenda á Patrol, en fjandi góðar til að renna sér á. Hins vegar eru til tjakkbelgirnir eða blöðrurnar, svona eins og [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=cars/4095:28ezoaa8][b:28ezoaa8]mhn[/b:28ezoaa8][/url:28ezoaa8] sýnir hér. Man líka eftir myndum af Lúther nota svona blöðru. Gæti verið svolítið mál að koma þessu fyrir undir bílnum þegar dýpið er vel á annan meter.
Kv – Skúli
10.01.2007 at 14:20 #571898Ég held að þetta sé alveg rétt Gunnar að ef við virkilega ætluðum að fá IH til að taka þessa auglýsingu út þyrftum við að beita mun háværari aðferðum en að skrifa hér. Ég hef samt grun um að einhverjir sem þessum málum stjórni þarna hafi einhvern pata af þessari umræðu og meðal annars þess vegna hafi ‘Á vegi’ merkið dúkkað upp aftan við þær, þó stutt sé. Það getur verið ýmislegt í gangi í þjóðfélaginu sem maður er ekki sammála, en svo önnur spurning hvort maður ráðist í aðgerðir og hvað fær forgang. Sama gildir raunar um það sem þú nefnir þegar maður rekst hér á vefnum á myndir af utanvegaakstri eða akstri þar sem menn eru komnir á grátt svæði í þeim efnum (stundum gráa jörð). Það er alveg rétt að það eru dæmi um þetta (ekki mörg en eru til) en það hefur samt ekkert með stefnu klúbbsins að gera, félagsmenn eru vel á annað þúsund og útilokað að utanvegapólitíkin hafi náð fullkomlega til allra.
Talandi um auglýsingar þar sem óæskileg hegðun er sýnd þá minnir mig að Magic hafi verið að auglýsa gagngert með þessum hætti. Man ekki nákvæmlega útfærsluna en pointið var að það skiptir engu hvað þú gerir við orkuna sem þú færð úr Magic. Óæskileg eða allavega óeðlileg hegðun var þar gagngert notuð til að ná athyglinni. Þetta sýnir bara hvað auglýsingabransinn er orðinn sjúkur. Fyrir utan að fjöldi þeirra lýgur eins og Ofsi bendir á en það er annar handleggur. Það má alveg pirra sig á tryggingafélagsauglýsingunum og LÍKA þessari, sérstaklega í því ljósi að þessi snýr beint að markmiðum klúbbsins.
10.01.2007 at 12:41 #571886Ég held að það sé alveg sama hvernig á það er litið að auglýsing sem sýnir óæskilega hegðun í jákvæðu ljósi grefur undan áróðri gegn þeirri hegðun. Þannig vinnur þessi auglýsing beinlínis gegn starfi og markmiðum klúbbsins. Ég get alveg tekið undir að þessi auglýsing er flott, vel gerð og virkilega töff. Það gerir hana hins vegar enn verri í þessu ljósi þar sem áhrifin verða meiri. Það er einfaldlega staðreynd að auglýsingar hafa áhrif á hegðun, annars væru engar auglýsingar. Og flottar og vandaðar sjónvarpsauglýsingar hafa sjálfsagt einna mest áhrif. Þó allir sem hér skrifa hafi það kannski á hreinu að svona keyrir maður ekki í náttúrunni, þá er það ábyggilega ekki öllum jeppaeigendum jafnljóst. Auglýsingar hafa áhrif á hugarfar og markmið utanvegaátaks okkar er að hafa áhrif á hugarfar með því að láta það síast smám saman inn hjá jeppaeigendum að það sé ekkert kúl við það að aka utan vega. Markmið auglýsinganna hjá Ingvari Helga er auðvitað ekki að hvetja til utanvegaaksturs heldur að koma því inn í hausinn á okkur að það sé flott og kúl að keyra Nissan jeppa sem kemst hvað sem er. Það er hinsvegar klárt mál að aukaverkun af þeim vinnur gegn markmiðum okkar auglýsinga, semsagt það sé svolítið flott að keyra yfir hvað sem er. Það er enginn að tala hér um að banna eitthvað og fyrirtækið verður að ákveða þetta sjálft og gera upp við sína samvisku, en við megum samt hafa okkar skoðun á því sem þeir eru að gera og þeir mega alveg vita af þeim skoðunum.
Kv – Skúli
09.01.2007 at 14:01 #573892Maður skilur svosem hvað er að baki þeim misskilningi að breyttir bílar séu valtari en óbreyttir, þó svo prófanir hafi sannað að þessu sé í mörgum tilfellum öfugt farið. Ef mönnum sést yfir áhrif þess að bílarnir breikka er þetta eðlileg ályktun, þó röng sé í flestum tilfellum. En mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt sé að álykta að erfiðara sé að sjá gangandi og hjólandi úr breyttum bílum, því hærra sem þú situr hlýtur yfirsýnin að aukast. Einkennileg kenning verð ég að segja..
09.01.2007 at 00:19 #574280Ef það væri ekki fyrir góð innlegg hjá Ofsanum væri eiginlega ekki tíma eyðandi í að lesa spjallið, allavega á köflum. Tek undir allt sem hann segir nema kannski það að metingurinn og viðkvæmnin sem stundum kemur fram geti verið skemmtilegur. Mun skemmtilegra að lesa vangaveltur um kosti og galla vörubílaþróunarinnar. Og af því eik hefur verið til umræðu túlkaði ég hans innlegg sem framlag í það, einfaldlega hans sýn á hvernig þessir stóru virki, en eik hefur lengi haldið þeim kenningum á lofti að léttleikinn sé góður kostur og hægt að færa mörg rök fyrir því.
Ein leið til að líta á þetta er að þetta sport skiptist í marga flokka með 46+ dekkjunum er kominn nýr flokkur. Kannski svipað og þyngdarflokkar í kraftlyftingum (þó ég sé ekki að segja að þetta sé einhver íþrótt, þó keppnin um að drífa mest beri stundum keim af því). Það er hægt að ferðast á undir 38 tommum og hafa af því heilmikla ánægju eins og Litla nefndin hefur sýnt og sannað og það er ekkert verri skemmtun heldur en að komast yfir allt á 49 tommu trölli á endalausum krafti og dekkjastærð. Á hinn bóginn efast ég ekki um að það sé heilmikið kikk að rífa sig upp úr hverjum krapapollinum á fætur öðrum á 500 hestafla vörubíl. Það er bara talsvert ólíkur ferðamáti og líklega nær mótorsportinu en sport þess sem ferðast um á 33 tommu Terrano svo dæmi sé tekið. Svo erum við 38 tommu kallarnir þarna einhvers staðar á milli, stórir og miklir meðal smælingjanna en á smábílum ef við lendum með tröllunum í túr. Þetta er bara eins og með vinnumarkaðinn, meiri fjölbreytni, meira fjör;o)
Það má vel vera að þeir sem mæta tröllunum á smábílum fyllist ótta og skelfist það helst að fá 49 tommu trölladekkið upp á húdd (annað eins hefur skeð og ekki þurft 49 tommu til). Rétta leiðin til að það komi ekki í bakið á okkur er einmitt þetta sem formaðurin bendir á, s.s. að sýna framúrskarandi tillitsemi í umferðinni, þannig að eftir því sé tekið. Ef það orðspor fer af ökumönnum þessara bíla minnkar stórlega hættan á að einhverjum verði í nöp við þá. Varðandi bilanir þá er ég nú ekki frá því að maður hafi heyrt af nokkuð mörgum dæmum og þá miðað við það að flestir eru þetta nokkuð nýjir bílar. En má ekki skýra það með því að það er ekkert mjög langt síðan fyrsti bíllinn í þessum flokki kom á göturnar og menn kannski ennþá aðeins að læra hvað virkar og hvað þarf að varast. Einhvern vegin grunar mig að menn hafi nú verið að brjóta talsvert þegar fyrstu bílarnir fóru á 38 tommur. Núna þegar menn eru komnir með gríðarlegt tog og hestastóð á annan endann, mikið og gott grip á hinn endann og svo 4-5 tonn að bera, þá reynir auðvitað á ýmislegt og veikir punktar finnast sem ekki voru svo veikir áður, jafnvel ekki á ‘litla’ 44 tommu gleðigúmmíinu. Við búum hins vegar svo vel hér að það er fjöldi snillinga í því að finna leiðir til að styrkja þessa veiku punkta. Allavega held ég að þessi þróun sé ekki neitt vandamál eða þurfi ekki að vera það, bara eykur fjölbreytnina. Kannski verst fyrir þá sem þurfa að drífa alltaf mest, þeir geta lent í sömu vandræðum og Sovétríkin í vígbúnaðarkapphlaupinu, þurfa endalaust að punga út í meiri græjur til að halda í við keppinautinn.
Kv – Skúli
P.s. sé að síðan ég byrjaði að skrifa er komið fullt af góðum innleggum, sérstaklega röklegir punktar frá Erni Ingva!
08.01.2007 at 15:13 #574402Hvernig færðu það út mhn að myndin í annarri spurningu hjá þér sé GMC. Sé ekki betur en Jói hafi fullkomlega rétt fyrir sér og þetta sé Jeepster, ætli hann hafi ekki komið fram 1948.
Kv – Skúli
05.01.2007 at 10:04 #573718Rétt Eiríkur, þetta er náttúrulega ólíðandi og dreg ég hér með aftur allt sem ég hef sagt um Framsóknarmenn (sjúkk). Og by-the-way, myndin er flott!
Kv – Skúli
05.01.2007 at 08:58 #573714Vissi að þetta myndi gleðja þitt græna hjarta. Ég er þó ekki alveg unnin sál, fékk martröð í nótt þar sem ég var að klappa Jóni Sig á öxlina. En það verður samt að játast að fleiri frammarar hafa sýnt okkar málum skilning en þingmenn annarra flokka. Má ekki gleyma Siv sem hefur sýnt klúbbnum mikinn velvilja og veitt góða aðstoð.
Verður gaman að heyra í Einari, hann kom til okkar fyrir að mig minnir tveimur árum með mjög fróðlegan fyrirlestur.
Best að hætta áður en ég hrósa fleiri Frömmurum
Kv – Skúli
04.01.2007 at 21:40 #573708Og úr því menn eru byrjaðir á þessum nótum þá er Dagný Jónsdóttir líka Frammari, en hún sýndi á dögunum að hún hefur góðan skilning á okkar sjónarmiðum og talar af verulegu skynsemi um ferðamál á hálendinu. Væri svakalegt að standa frammi fyrir því í kjörklefanum að hendin leitaði í átt að B samviskunnar vegna, játa að það hefur ekki hent mig hingað til.
Kv – Skúli
04.01.2007 at 21:30 #570666Nú er ég búinn að taka í fyrsta sinn olíu hjá Shell eftir að afsláttarsamningurinn tók gildi og kominn með raunverulegt dæmi um afsláttinn. Tók á Skeljungsstöð, dældi sjálfur og borgaði á kassa. Verðið á dælunni var 113,5 líterinn sem gerir 7.850 fyrir rúma 69 lítra sem fóru á tankinn, afslátturinn er 346 krónur sem gerir þá rétt um 108,5 krónur fyrir líterinn. Hjá Atlantsolíu er líterinn núna sléttar 112 krónur þannig að miðað við það er ég að fá líterinn 3,5 krónum ódýrari en hefði annars verið (hjá Orkunni er líterinn á 111,9 og hjá ÓB 112, semsagt ekki teljandi munur). Miðað við að ég keyri 20 þús kílómetra á ári og eyðslu 13 lítrar gæfi þetta árssparnað upp á rétt um 9 þúsund eða tvöfalt félagsgjaldið. Svosem engar stórupphæðir en samt flott að fá félagsgjaldið til baka og það dobblað. Svo auðvitað eykst sparnaðurinn með því að ferðast meira eða þannig ;o) Við þetta bætist svo sparnaður sem næst á hinum bílnum á heimilinu þar sem konan er með aukafélagaskírteini.
Eitt atriði sem væri ágætt að fá nánari útskýringar frá stjórn á. Á kynningarblaðinu sem kom í kjölfar greiðslu félagsgjaldsins er umsóknarblað um Viðskiptakort Skeljungs. Hvernig virkar það og hver er ávinningurinn? Nú segir í bréfinu að félagsskírteinið gefi ekki afslátt í kortasjálfsölum eins og er en unnið sé á breytingum þar á? Eftir að það verður komið í gegn, er þá einhver tilgangur í því að vera með Viðskiptakortið?
Kv – Skúli
30.12.2006 at 02:14 #572858[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5039/37596:r6erqimy]Þessi[/url:r6erqimy] skemmtileg. Hvað heitir þetta aftur sem Slóðríkur er þarna, er það ekki fast……….
30.12.2006 at 02:06 #572912Auðvitað beina allir hér viðskiptum sínum til björgunarsveitanna og hvetja aðra til að gera það líka. Ég hugsa að ég myndi ekki eyða stórum upphæðum í flugelda ef það væri ekki fyrir það hvert peningarnir renna, er frekar latur við að skjóta þessu upp en lít á þetta sem styrk við sveitirnar. Hins vegar hef ég efasemdir um að rétt sé að setja einonkunarlög um þetta og alveg sannfærður um að það væri stórslys að gera Landsbjörg að einhverju ríkisapparati. Ekki yrði það til að bæta stjórnviskuna á þeim bæ. Þá væru pólitíkusar orðnir yfirmenn þessa apparats, aðeins þeir sem eru dyggir flokksmenn í valdaflokknum og ‘stuttbuxnadrengir’ fengju að koma nálægt stjórnunarstöðum þarna og þá gjörsamlega óháð hæfni eða innsýn í björgunarmál. Nei takk, ekki ríkisbákn yfir þetta. Hins vegar ætti ríkið að hliðra meira til fyrir sveitirnar í sambandi við skattamál o.þ.h.
Sem betur fer eru margar sveitir ágætlega stæðar og vel búnar tækjum og það er vegna þess að margir beina sínum kaupum til þeirra, einkaaðlilar eru sem betur fer ekki að fá stóra sneið af þessari köku. Það er þeim samt ekki til sóma að vera að fara inn á þennan markað og persónulega finnst mér sama gilda um fótboltasparkara sem fara inn á þetta svið. Þeir hafa nóg af öðrum fjáröflunarmöguleikum. Enga KR-flugelda inn á mitt heimili takk fyrir.
Kv – Skúli
23.12.2006 at 00:44 #572180Mikið satt og rétt sem hér er sagt að það er með ólíkindum að fyrirkomulagi tekjustofns P&F skuli breytt með þessum hætti án þess að svo mikið sem kynning á málinu komi til handhafa rásanna og auðvitað hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að klúbburinn fengi þessa lagabreytingatillögu til umsagnar. En þegar við erum að tala um þetta gjald held ég að rétt sé að líta á þetta sem skattheimtu en ekki greiðslu fyrir þjónustu. Ég veit allavega ekki til þess að á móti gjaldinu komi nein sérstök þjónusta né hafi gert það áður, þetta er bara aðferð til að skattleggja svo hægt sé að halda þessari stofnun gangandi. Svo virðist sem heildarskattur á 4×4 félaga sé að lækka með þessu en kannski er það ekki raunin ef tekið er inn í þá hópa sem eiga sína einkarás, þó ég efi að þeir séu það margir að það breyti miklu. Sjálfsagt að skoða þetta atriði.
Margt óeðlilegt við að varpa þessu svona á klúbbinn. Ég kaupi þó ekki þau rök að þetta sé ósanngjarnt gagnvart þeim klúbbfélögum sem ekki eru með vhf-stöð. Flest útgjöld sem klúbburinn stendur í eru þess eðlis að koma aðeins hluta félagsmanna til góða, t.d. uppbygging vhf-kerfisins og þess vegna má nefna Soffíubúð, örugglega fjöldi félagsmanna sem aldrei koma til með að skíta þar.
Með þessu er ég ekki endilega að réttlæta þetta nýja fyrirkomulag, heldur bara að segja að þessi rök finnst mér ekki vinna gegn því. Það eru ýmsar hliðar á þessu og ekki allar slæmar, en örugglega óforsvaranlegt að þessu sé skellt á án þess að málið sé kynnt fyrir klúbbnum með löngum fyrirvara.
Kv – Skúli
22.12.2006 at 14:01 #572126Fór að horfa betur á þessa mynd með fólki með betri sjón en ég og kom þá augu á skála þarna á miðri mynd. Ekki er þetta þá Sveinstindur, en hins vegar nokkuð klárlega inn á Fjallabaki, nokkru sunnar og vestar.
Spurning til stjórnar, er það tilviljun að þessi ágæti skáli er á kortinu eða má túlka það sem vísbendingu um að einhverjar samningaviðræður um vetrarumsjón séu í gangi?
Kv – Skúli
-
AuthorReplies