Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.09.2007 at 20:28 #597214
Er ekki fyrsta skrefið að setja saman notkunarreglur fyrir rásir 4×4? Ég man ekki til að hafa séð slíkt á blaði, en kannski er þetta til. Málið er að það þarf ekki að vera að þessar rásir séu í bílunum með ólöglegum hætti þar sem eigendur bílanna eru í mörgum tilfellum félagar í 4×4. Þá þarf að koma fram einhvers staðar með skýrum hætti að félagsmönnum sem fá rásirnar sé óheimilt að nota þær í atvinnuskyni.
Kv – Skúli
17.09.2007 at 12:06 #597240Þarna er þó allavega komið nafn á þessa leið sem stundum hefur verið kölluð Ölduleiðin (eða kannski réttara ölduleiðin með litlu ö). Villumannavegur skal hann heita. Er reyndar líka býsna skemmtileg leið á björtum degi með góðu útsýni.
Kv – Skúli
12.09.2007 at 13:36 #596398Þessi tilvísun á myndina sem vitnað er í þarna efst er ágætt dæmi um það sem maður sér stundum líka hér á þessum vef. Þ.e. að dæmt er og dregnar ályktanir án þess að vita mikið um málið. Á myndinni lítur þetta í sjálfu sér ekkert vel út, jeppi að spóla upp sandbrekku, við hliðina á honum virðist gróður vera að veikum mætti að festa rætur í brekkunni og allavega hægt að fullyrða að þarna sé hvorki vegur né slóði, ergo bíllinn er utan vega. En svona mynd segir auðvitað ekki allt um málið, t.d. ekki að þarna sé sandnám sem í mínum huga breytir býsna miklu.
Af þessu má draga þann lærdóma að:
1. Draga ekki of miklar ályktanir af of litlum upplýsingum.
2. Fara varlega í að setja inn myndir inn á vefinn sem hætta er á að séu villandi, þar sem svo margir passa sig ekki á þessu í lið 1.Kv – Skúli
12.09.2007 at 13:00 #596548Alveg ljóst hvað hér er að gerast, fyrst fer árshátíðin norður, svo landsfundur, deginum ljósara að Eyjafjarðardeild ætlar að gleypa móðurfélagið og flytja höfuðstöðvarnar norður! Ofsi og Grimmhildur verða flutt hreppaflutningum til Akureyrar.
En að öllu gamni slepptu, hvaða væl er þetta. Dagskrá 4×4 er eins og gömul plata þar sem sami grautur er í sömu skál ár eftir ár. Mér hefði að vísu þótt meira spennandi að halda landsfundinn í Réttartorfu en líklega á mörkunum að sá frábæri skáli sé nægjanlega stór. Dreki væri rosalega flottur kostur, stór og glæsilegur skáli. En ég tek ofan fyrir hugrekki stjórnarinnar að reyna eitthvað nýtt. Þetta gefur góða afsökun til að taka sér frí á föstudeginum og renna norður Sprengisand eða jafnvel Kjöl og svo Eyfirðingaveg. Ef ekki verður kominn snjófylla í sneiðinginn í Hólafjalli er auðvitað upplagt að fara þar niður. Þetta verður ekkert nema flottur túr.
Kv – Skúli
P.s. Svo eiga auðvitað borgandi kúnnar að ganga fyrir í Setrinu ;o)
07.09.2007 at 13:39 #595200Virkni félaga er alfarið í höndum félagsmannanna. Hvaða félag er þetta Magnús sem þú ert félagsmaður í og sefur værum svefni?
Þetta á reyndar líka við um stór félög eins og 4×4, virkni þess er ekki bara háð stjórninni, allavega svo fremur sem stjórnin haldi ekki aftur af vinnufúsum félagsmönnum.
Kv – Skúli
07.09.2007 at 13:32 #596172Í aðferðinni tilgangurinn týnist. Það er oft mikill sannleikur í þessu. Umhverfisverndun er eiginlega svo flókin að maður lendir alltaf í stöðugum þversögnum. Rakarðu þig með rafmagnsrakvél eða spararu orku með því að nota sköfu? Rafmagnsrakvélin eyðir orku en með sköfunni notar þú sápu sem mengar umhverfið og veldur kannski í raun meiri skaða. Ef gömlum og endingargóðum bíl er lagt vegna þess að hann mengar svo mikið þýðir það að annar nýr þarf að taka við af honum og hversu sparneytinn sem nýji bíllinn er þá hefur framleiðsla á honum í för með sér margvíslega mengun og orkunotkun sem getur verið mun meiri en það sem gamla greyið hefði látið frá sér næstu árin. Umhverfismengun er ekki hvað minnst vegna sóunar og einnota drasls sem er framleitt og notað í massavís. Þannig eru gamlir bílar sem endast lengi í sjálfu sér umhverfisvænir, þó svo það komi kannski meiri mengun út um pústurrörið heldur nýrri (og hugsanlega endingarminni) bílum.
En er þetta nokkuð vandamál, bara pota niður nokkrum trjám og allt verður í himna lagi!!!
Kv – Skúli
07.09.2007 at 09:26 #595196Þetta er auðvitað hárrétt, gamli litli Bronco á vel skilið athygli og varðveislu. Þeir eru örugglega nokkrir til í mjög heillegu standi. Einhvern tíman heyrði ég um einn mjög lítið notaðan og orginal sem mestan part ævinnar hefur staðið í bílskúr í Borganesi. Hef þetta þó ekki staðfest, bara eitthvað sem ég heyrði, en kannski veit einhver meira um þennan bíl.
Rafspinn framan og aftan segirðu, það hafa verið stórkostlegir aksturseiginleikar eða þannig. Broncoinn ekki þekktur fyrir stöðugleika fyrir, hvað þá svona búinn.
Kv – Skúli
05.09.2007 at 22:51 #595976Tek undir með tveimur síðustu ræðumönnum, þetta er skemmtileg hugmynd hjá þeim í Ísafold. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þetta gangi upp, en vonandi blússgengur þetta.
Eins og ég sagði hér í öðrum þræði getum við kennt erlendum jeppamönnum ýmislegt, en það þýðir ekki að útlendingar almennt geti ekki lært. Eru annars margir í þessum klúbb sem aldrei fóru í sinn fyrsta túr grænir á bak við eyrun???
Ég hef séð á breskum Landrover spjallsíðum að það er draumur margra að koma til Íslands og jeppast. Margir láta verða að því og taka Roverinn sinn með en stærsti draumurinn er þó að prófa að ferðast á ‘Icelandic Super-Rover’. Og þá eru þeir ekki með farþegasætið í huga.
Kv – Skúli
04.09.2007 at 21:24 #595990Ég verð nú eiginlega að taka undir með Gísla um að það sé varhugavert að fullyrða mikið án þess að hafa frekari upplýsingar. Ástæðulaust að gera ráð fyrir því fyrirfram að þarna verði framin náttúruspjöll. Það er allavega örugglega rétt hjá Gísla að íslenskir fjallamenn geta kennt öðrum þjóðum talsvert í aksturstækni.
Kv – Skúli
03.09.2007 at 09:06 #595870Davíð, í hvaða símanúmer er best að hringja til að fá þá þjónustu?
Kv – Skúli
31.08.2007 at 14:23 #595730Það er spurning hvort þetta verði til að þess að fleiri Patrollar verði knúnir áfram af V8 bensín vélum líkt og Mustang-Patrollinn hjá Óskari. Það er náttúrulega skemmtilegt, býsna gaman að sjá bílinn hjá Óskari í aksjón, en hversu umhverfisvænt það er, er annað mál sem ég ætla ekki að fullyrða um. Þegar settar eru reglur um hitt og þetta hefur það oft einhver hliðaráhrif sem vinna í öfuga átt. Það má samt alveg setja einhverjar hömlur á hvað einn bíll má spúa miklum svörtum reyk, það er auðvitað augljóst að það getur ekki verið hollt fyrir umhverfið að sótdrulla spýtist aftan úr bílum við minnsta álag. Skiptir ekki máli hvort það sé strætó, jeppi eða eitthvað annað.
Kv – Skúli
29.08.2007 at 18:05 #594974Ykkur til fróðleiks þá styrkir fyrirtækið Jarteikn ehf stikuferðina að þessu sinni um sem nemur helming af útlögðum kostnaði (þ.e. kostnað við stikur og mat). Mjög gott fordæmi og vonandi verða fleiri til að gera slíkt hið sama seinna meir.
Kv – Skúli
28.08.2007 at 13:46 #595404Það var nú einn ágætur kunningi minn að skipta um vél í Defendernum sínum, þannig að vélaskipti í Defender eru ekki alveg óþekkt. Munurinn er sá að sú vél var búin að snúast 500.000 km. og örugglega engan sérstakan sparakstur. Ætli þessi bíll verði þá ekki sprækur og hress næstu 500.000 kílómetrana.
Kv – Skúli
27.08.2007 at 10:06 #594954Páll Jónsson (Páll áttundi), tveir menn, einn bíll.
Kv – Skúli
25.08.2007 at 14:24 #595362Ég hef ekki sjálfur reynslu af Freelander en heyrði í gær haft eftir manni sem þekkir vel til Landrover bíla að þessi bíll séu hrein mistök, mikil bilanatíðni og orðstýr Landrover setji niður við það að þessi bíll skuli bera nafnið. Hef ekki sjálfur reynslu af því, bara eitthvað sem ég heyrði.
Ofsi spyr hvort umræða um þjónustu fyrirtækja eigi heima hérna. Ég hef áður sagt að slíkt er vandmeðfarið og slík umræða getur oft þróast út í að verða ósanngjörn. Hún getur hins vegar alveg átt rétt á sér ef hún byggir á staðreyndum en ekki sleggjudómum. Mér sýnist upphafspistillinn hér standast þá kröfu mjög vel, einfaldlega greint frá málsatvikum. Sé ekkert athugavert við það. Það er hinsvegar annað mál þegar haldið er fram að fyrirtæki stundi svik og pretti, enda á að gera út um slíkt fyrir dómstólum.
Kv – Skúli
25.08.2007 at 13:51 #595310Ég verð að játa að í þessum efnum er ég öfgafullur frjálshyggjumaður, eða jafnvel anarkisti og kannski með aðra sýn á þetta en margir hér. Í ferðalögum um óbyggðir vil ég komast aðeins í áttina að Fjalla-Eyvindi, fá smá fjarlægð á ríkisvaldið með öllum sínum boðum og bönnum, fá að vera frjáls í náttúrunni og fá að takast á við hana út frá eigin getu og á eigin forsendum. Að sjálfsögðu sætti ég mig við takmarkanir á þessu sem miða að því að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni, þar verð ég að sætta mig við afskipti ríkisvaldsins enda þjóna þau mínum hagsmunum til lengri tíma litið. Ég ætti hins vegar erfitt með að sætta mig við að ríkisvaldið setti mér boð og bönn til að tryggja öryggi mitt, það vil ég fá að tryggja sjálfur og frábið mér fyrirskipanir ríkisvaldsins á því sviði. Það er hluti af öllu fjallasporti að meta sjálfur aðstæður og taka yfirvegaðar ákvarðanir út frá því. Ég geri ráð fyrir að aðrir ferðamenn (allavega þeir sem ferðast á eigin vegum án leiðsögumanna) séu að sækjast eftir hinu sama, óháð þjóðerni. Á sama hátt og Íslendingar sem fara til útlanda í einhvers konar fjallamennsku vilja ekki láta segja sér fyrir verkum heldur byggja á eigin reynslu. Sjálfur hef ég t.d. labbað í Ölpunum og hefði ekki verið mjög glaður ef frönsk lög hefðu skildað mig til að elta einhvern franskann gæd. Lög eiga að vera þannig að eitt gildi um alla og þó margt misjafnt komi frá Brussel er þetta í mínum huga eitt það jákvæða.
Þessi umræða um boð og bönn kemur alltaf upp þegar slys verða en slysin eru í raun langt frá því að vera algeng. Núna koma menn fram og segja að setja þurfi reglur um hvað megi og hvað megi ekki í klifri og fjallamennsku á erfiðum skriðjöklum. Miðað við það sem lesa má úr fréttum voru Þjóðverjarnir tveir sem verið er að leita að einmitt að sækjast eftir því að fá að takast á við náttúruna á eigin forsendum, höfðu þekkingu og reynslu til þess og gerðu sér örugglega grein fyrir að þessu fylgir ákveðin hætta og áhætta, líkt og í svo mörgu öðru sem maður gerir. Alltaf sorglegt og slæmt þegar áhættan fellur á þennan veg en þannig er bara lífið. Það á samt ekki að leiða til þess að ríkisvaldið verði eitthvað alræðisvald yfir fjallamönnum, hvorki innlendum né erlendum. Það sama gildir um fjallamennsku á jeppum, þar takast menn oft á við erfiðar aðstæður og kikkið er að geta tekist á við þær á eigin forsendum og reyna að taka skynsamlegar ákvarðanir.
Hins vegar er sjálfsagt mál að gera mönnum auðveldara að nálgast upplýsingar og tryggja öryggi sitt. Það er sjálfsagt mál að bjóða upp á tilkynningaþjónustu og hvetja fólk til að nota hana. Það ætti að vera á hverri einustu landvarðastöð og landverðir ættu að ota því að fólki, en ekki skylda. Eins er þetta með upplýsingar um leiðir, hversu erfiðar þær eru og hvernig rétt sé að vera búinn í hverju tilviki fyrir sig. Það er ekki hægt að búast við að útlendingar taki réttar ákvarðanir þegar hvergi er hægt að fá upplýsingar til að byggja ákvörðunina á.
Semsagt: bætum upplýsingarnar og leiðbeinandi þjónustu en forðumst boð og bönn, (önnur en þau sem nauðsynleg eru til að vernda náttúrna)
Eitt sem mig langar að bæta við þetta. Í ísklifri og þessháttar fjallamennsku fer enginn af stað án þess að hafa einhverja undirstöðu og vita eitthvað hvað hann er að gera og svo velja menn sér verkefni eftir getu. Þeir sem ekki kunna neitt á þessa hluti láta sér yfirleitt ekki detta í hug að fara af stað nema undir leiðsögn þeirra sem kunna vel til verka. Einhverra hluta vegna hefur mér sýnst þetta ekki vera alveg svona í jeppamennskunni, þó svo vetrarferðir á hálendið geti verið verulega krefjandi. Allavega á síðustu árum finnst mér stundum eins og menn kaupi fullbúinn jeppa og fari af stað, jafnvel einbíla, án þess að hafa til þess grunn. Menn hafa fullt af tækifærum til að afla sér reynslu undir leiðsögn annarra, s.s. nýliðaferðir hjá 4×4 og jeppadeild Útivistar. Það er eins og menn átti sig ekki alltaf á hvernig aðstæður á hálendinu að vetri til geta verið. Og þarna er ég ekki að tala um útlendinga, heldur rammíslenska menn á öllum aldri.
Kv – Skúli
24.08.2007 at 11:07 #588754Ég er ekki fróður um EU reglugerðaveldi en gæti verið að þetta sé einhver mengunarstaðall?
Athyglisvert að eigin þyngd er ekki nema 1855 kg. Þetta er kannski óvitlaust en menn vilja ekki ferðast með 3-4 tonn af járni með sér. Það sem er kannski helsti galli við þá er að þetta er hálf vélvana og þar sem vélin er þarna á milli framsætanna þá er ekki hægt að koma hverju sem er fyrir. Þó man ég eftir að hafa fyrir einhverjum áratugum selt V6 Buick 225 úr Jeepster og var ætlunin að setja hana í svona frambyggðan Rússa. Heyrði aldrei neitt meira um það eða hvernig það gekk, minnir að þetta hafi verið björgunarsveit, líklega í Þorlákshöfn.
Kv – Skúli
21.08.2007 at 17:10 #595058Það má auðvitað búast við sprungum umhverfis sigkatlana og sjálfsagt að hafa [url=http://www.raunvis.hi.is/~mtg/hnitkatla.htm:2nq136ca][b:2nq136ca]hnit þeirra[/b:2nq136ca][/url:2nq136ca] á hreinu þegar farið er um Mýrdalsjökul. Mér sýnist hins vegar að það sé ágætur kostur núna að líklega sjást allar sprungur þokkalega.
Kv – Skúli
20.08.2007 at 20:28 #594920Stikuferðir ganga út á að setja vegstikur á fjallaslóða. Þetta hefur margvíslegan tilgang og er í raun ein besta leiðin til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og villuslóða. Sumsstaðar getur verið erfitt að finna hvar slóðin liggur en með stikunum er umferðinni stýrt inn á ákveðna slóð í stað þess að menn séu að villast út af slóðinni og lenda í ógöngum eða utan vega. Auk þess geta stikur verið mjög gagnlegar þegar snjór er kominn, þá hjálpar oft verulega að hafa stikur til að fylgja.
Þessi leið sem hugmyndin er að stika núna er víða mjög óljós þar sem hún liggur um foksand og þannig hverfa öll för við minnsta vind.
Ef þú getur haldið á sleggju og barið niður staura geturðu örugglega orðið að gagni í stikuferðinni.
Kv – Skúli
20.08.2007 at 14:04 #594914Arnþór Þórðarson + 3 (tveir bílar)
-
AuthorReplies